Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 9 hvaðan kemur þú? hver er tilgangur þinn í þessu lifi? Stjöm uspekistöóin gunnlaugur guðmundsson ^ miðbæjarmarkaðnum sendum í póstkröf u aðalstræti 9, sími 10 3 77 Settu ÖRYGGIÐ Á ODDINN Menn, sem berja höfð- inu við steininn Dagur á Akureyri fjallar í forystugrein fyrir skömmu um fiskveiðistefnuna í framhaldi af ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um veiðiheimildir á næsta veiði- tímabili. Telur blaðið augljóst, að sam- dráttur sé framundan í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi, við þær aðstæður megi búast við aukinni áherzlu á kvótakaup og að veiðiheimildir muni af þeim sökum hækka í verði. Þá lýsir blaðið furðu sinni á því, að til skuli vera menn, sem berji höfði við steininn og vilji taka upp ein- hvers konar auðlindaskatt. Staksteinar birta þennan leiðara Dags í heild í dag. Kemur niður á rekstri fisk- vinnslustöðva Dagur á Akureyri birti fyrir skömmu forystu- grein um fískveiðistefn- una og viðhorf í sjávarút- vegi eftir að tilkynnt var um ákvörðun Þorsteins Pálssonár, sjávarútvegs- ráðherra um veiðiheim- ildir á næsta ári. Dagur segir: „Úthlutun sjávar- útvegsráðherra á aflak- vóta fyrir næsta ár hefur vakið misjöfn viðbrögð bæði útgerðarmanna og annarra er að sjávarút- vegsmálurn huga. Eftir útkomu skýrslu Hafrann- sóknastofnunar var ljóst, að um samdrátt yrði að ræða við endanlega ákvörðun um leyfilegt aflamagn en margir hafa eflaust vonast til, að ráð- herrann myndi teygja sig lengra frá tillögum físki- fræðinganna en raunin varð á. Ýmsar kjamyrtar yfirlýsingar hafa hrotið af vörum mamia eftir að ákvörðun um afíamagn varð Ijós en aðrir hafa verið gætnari í yfirlýs- ingum. Einn þeirra er Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdiistjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Hann sagði í viðtali við Dag fyrir skömmu að líta verði á tillögur Þorsteins Pálssonar sem mjög eðli- legar, þegar tekið sé mið af þeim staðreyndum er hann hafi staðið frammi fyrir. Við hefðum ekkert annað en niðurstöður Hafrannsóknastofnunar til að fara eftir í þessu efni. Hins vegar kvaðst Tryggvi álíta, að enn skorti frekari rannsóknir og meiri þekkingu á ástandi fískistofnanna við landið og benti á, að nauðsynlegt væri að veita auknu fjármagni til slíkra athugana. Tryggvi Finnsson sagði að sú 10% skerðing á kvóta, sem nú yrði að vemleika, þýddi um mán- aðarvinnslu þjá sínu fyr- irtæki. Þeir hefðu ekki stundað útflutning á óunnum afla og gætu því ekki bjargað vinnslunni í landi með því að draga úr ísfískútflutningi. Hann sagði því óþjá- kvæmilegt, að kvóta- skerðingin kæmi niður á rekstri vinnslustöðvar- innar, þar sem ekki væri unnt að takmarka fastan kostnað i hlutfalli við minnkandi hráefni." Hækkandi markaðsverð Síðan segir Dagur: „Eflaust hugsa ýmsir út- vegsmenn og fískverk- endur sér að auka afla- magn með kaupum á kvóta. Af þeim sökum er því spáð, að markaðsverð á veiðiheimildum hækki á næstunni. Um það mál sagði Tryggvi Finnsson, að búast mætti við auk- inni ásókn í kaup af því tagi og gæti það auðveld- lega hleypt verði eitthvað upp á við. Á hinn bóginn verði menn þó að spyija sig að því, hvort þau verðmæti, sem fisk- viimslan skapi, standi undir hækkuðu verði á kvóta í Ijósi þess, að fisk- verð á erlendum mörkuð- um hafi farið lækkandi að undanfömu. Ljóst er, að sá sam- dráttur i fiskveiðum Is- lendinga, sem nú hefur verið ákveðinn, skapar bæði minnkandi útflutn- ingsverðmæti og mirnú. tekjur þeirra er við sjáv- arútveginn starfa. Við það bætist lækkandi verðlag á sjávarafurðum og einnig sölusamdráttur á Bandarikjamarkaði, er rekja má að hluta til þess, að framleiðendur sjávar- fangs shmtu þeim mark- aði ekki nægilega vel í kapphlaupinu um út- flutning á ómmum afla til hafna í ríkjum Evr- ópubandalagsins. Óvíst er, hvort unnt verður að vhma aftur upp það tap sem orðið er á markaði vestanhafs vegna þeirrar skjótgróðahyggju sem greip um sig varðandi gámaútflutninghm." Hvar á að taka peningana? Loks segir Dagur: „Sjávarútvegurhm verð- ur því að laga sig að sam- drætti á næsta ári, sem í raun þýðir ekkert ann- að en minnkandi tekjur þjóðarbúshis, sem að mestu byggir tilveru sína á rekstri hans. Við þessar aðstæður eru til menn sem enn beija höfðinu við steininn og teþ'a allra meina bóta að leggja auð- lindaskatt á sjávarútveg- inn. Hvar taka á verð- mæti til að greiða þann skatt er hins vegar örð- ugra að koma auga á, en líknst til yrði annað hvort að fella gengi krónunnar í þeim tilgangi eða þá að taka fjármuni úr vösum þess hiuta þjóðarinnar, sem hefur bolmagn til að greiða í sameiginlega sjóði heimar.“ Bílamarkaóurinn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800 MMC Pajero turbo diesel ’83, (stuttur). Gott eintak. V. 590 þús. Toyota Carina II '88, 5 g., ek. 52 þ. km. V. 790 þús. Toyota Corolla GTi '88, ek. 60 þ. km. V. 970 þús. (sk. ód) Toyota Hilux (yfirb.) diesel, ’82, ek. 10 þ. km. á vél. V. 780 þús. (sk. á ód). Toyota Tercel 4x4 ’88, ek. 55 þ. km. V. 850 þús. Chevrolet Blazer S-10 '85, sjálfsk. Gott eintak. V. 1150 þús. (sk. á ód). MMC Colt 1500 GLX '89, sjálfsk., ek. 20 þ. km. V. 680 þús. Cherokee Laredo ’87, sjálfsk., m. öllum aukahl. V. 1850 þús. Mazda 626 2000 GLX ’88, 5 dyra, sjálfsk., rafm. í öliu. V. 1050 þús. BMW 518 SE '88, fallegur bíll. Mikið af aukahl. V. 1280 þús. Saab 900 Turbo 16v '86, ek. 52 þ. km. V. 995 þús. BMW 630 CS '77, 2ja dyra, nýskoðaður, sjaldgæfur bíll. V. tilboð. Peugout 405 XR ’89, rauður, sjálfsk., ek. 55 þ. km., aflstýri V. 990 þús. Nissan Micra GL ’88, hvítur, beinsk., ek. 40 þ. km., V. 460 þús. Peugeot 309 GL '88, grásans, ek. 52 þ. km. V. 680 þús. Suzuki Swift GL ’88, blásans, sjálfsk., ek. 67 þ. km., 5 dyra, endurryðvarinn, o.fl. V. 550 þús. Toyta 4runner EFI ’87, svartur, sjálfsk., ek 41 þ. km., V. 1750 þús. MMC Galant hlaðbakur GLSi ’90, sjálfsk., ek. 64 þ. km., rafm. í öllu. V. 1250 þús. Nýr fjórhjóladr. luxusbifr. Chevrolet Astro Van LT 4x4 '91, blár/tvílitur, sjálfsk., ek. 1600 km., V.6 (4.3), rafm. í öllu, ABS., o.fl. o.fl. V. 3450 þús. GREIDSLUKJÖR VID ALLRA HÆFI GÓDUR STAÐGREIDSLUAFSLÁTTUR HLUTABRÉF HJÁ VÍB Lægri skattar - allra hagur Oflugur hlutabréfamarkaður styrkir uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þess vegna er einstaklingum í skattalögunum tryggður skattafsláttur þégar þeir ávaxta sparifé sitt í hlutabréfum innlendra íyrirtækja. Á þessu ári geta einstaklingar þannig lækkað skattinn sinn um rúmar 34.000 krónur með hlutabréfakaupum og hjón tvöfalda þá upphæð. Ráðgjafar VIB veita allar upplýsingar um val á hluta- bréfum, ávöxtun þeirra, og skattareglur. Verið velkomin í VIB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.