Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) a*
Hrútnum fínnst hann vera sér-
staklega skuldbundinn vini
sínum núna. Óvæntir atburðir
gera honum erfítt fyrir að vera
með ástvinum sínum eins og
hann hafði ætlað.
Naut
(20. april - 20. maí)
Nautið er alvarlega þenkjandi
og afkastamikið fyrri hluta
dagsins, en eitthvað verður til
að koma því út af sporinu. Það
verður að breyta áætlunum
sínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Tvíburinn ætti ekki að taka
neina fjárhagslega áhættu
núna. Þess vegna er eins gott
að vera á varðbergi gagnvart
hæpnum viðskiptatilboðum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlfí Hifé
'Krabbinn á auðveldast með að
sinna skylduverkum sínum
fyrir hádegi. Misskilningur
getur valdið töfum þegar líður
á daginn. Náinn ættingi eða
vinur er óútreiknanlegur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið deildir ábyrgðinni með
maka sínum í dag. Dagdraum-
ar og tafír geta stórdregið úr
afköstum þess. Því reynist erf-
itt að ná í einhvem sem það
þarf að tala við.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Meyjan er afkastamikil í vinn-
unni í dag. Peningar sem hún
hefur átt von á skila sér.
Óvænt útgjöld setja hana í
vanda í bili.
V°S
(23. sept. - 22. október) <5®$
Vogin hefur í mörgu að snúast
í dag. Vinur hennar lofar stórt,
en vonbrigðin kunna að vera
skammt undan.
Sporódreki
(23. okt. -21. nóvember)
Sporðdrekipn lýkur ýmsum
verkefnum sem hann hefur ýtt
á undan sér. Einbeiting hans
er ekki upp á sitt besta í dag.
Hann fær óvæntar fréttir í
kvöld.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) &
Bogmaðurinn sinnir ýmsum
félagsskyldum sínum í dag.
Hann tekur á sig aukna ábyrgð
í félagsstarfi. Hann ætti ekki
að lána peninga í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er afkastamikil í
morgunsárið, en svo gerir óeirð
óþyrmnilega vart við sig. Hún
ætti fremur að fara troðnar
slóðir í dag en gera tilraunir.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberinn ræðir við ráðgjafa
sína í dag. Verið getur að hann'
þurfí að breyta ferðaáætlun
sinni. Hann ætti ekki að hlusta
á orðróm sem honum berst til
eyma í kvöld.
Fiskar
' (19. febrúar - 20. Tnars)
Fiskurinn ætti að sinna um
bókhald sitt og reikninga, en
varast að lána óáreiðanlegum
vini peninga. Hann lýkur ýmsu
pappírsstarfí í dag.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu lagi
■ byggjast ekki á trauslum grunni
visindalegra staðreynda.
p\wn a b riuo
DYRAGLENS
þó \/et9T e.KkJS.0. HVAÐ V ttJA.
etST AO TALA (JM.t J\^ þú
TOMMI OG JENNI
| |ÁQ|/ A
LIUOKA
FERDINAND
c
Uí)-
í'ít'v
RefR «vfík
8MÁFÓLK
OIVIMrv/Lilx
cDjlqjl
WHAT UJA5
HI5 NAME
AGAIN?
THE FAT 6UV
U/ITH THE WHITE
BEARP ANPTHE
RED 5UIT..
OUWY ARE YOU
UIRITING TO MY
5UB5TITUTE
TEACHER?
Kæri
Hvað hét hanu Hver?
nú aftur?
Feiti gaurinn með hvíta Af hverju ertu að
skeggið og í rauðu föt- skrifa forfalla-reikn-
unum?... ingskennaranum
mínum?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hér á landi nota mörg pör
svokallaðar „Tartan-opnanir" á
tveimur í háiit. Sögnin lofar
a.m.k. 5 spilum í opnunarlitnum
og 4-lit til hliðar í láglit. Punkt-
amir eru á bilinu 5-11. Jón Bald-
ursson og Aðalsteinn Jörgensen
rótuðu inn stigum á þessari opn-
un í Killamey. Hér er dæmi úr
leiknum við Grikki:
Vestur gefur: allir á hættu.
Norður
♦ KG7
VG72
♦ K765
+ G103
Vestur
♦ ÁD864
V83
♦ G10
+ 9875
Austur
♦ 932
VÁKD
♦ 98432
♦ K4
Suður
♦ 105
V 109654
♦ ÁD
♦ ÁD62
Vestur Norður Austur Suður
Aðalst. Yianov. Jón Chanaris
2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Dobl Pass
Pass Pass
Aðalsteinn kom út með tígul-
gosa. Chanaris tók slaginn á ás
heima og spilaði hjarta. Jón hélt
áfram með tígul og suður átti
slaginn. Nú kom spaðatía, lítið
og kóngur. Síðan tígulkóngur
og spaða hent heima.
Aðalsteinn trompaði og spil-
aði háspaða. Suður stakk og
reyndi laufdrottningu. Jón fékk
því óvæntan slag á laufkóng, tók
ÁK í hjarta og spilaði spaða.
Sagnhafi neyddist til að trompa
með síðasta hjartanu og varð
síðan að gefa síðasta slaginn
vegna stíflunnar í lauflitnum!
Þrír niður og 800 til íslands.
Á hinu borðinu fóm Grikkir
einn niður í tveimur spöðum og
ísland græddi 14 IMPa.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á móti í Bacolod á Filippseyjum
í sumar kom þessi staða upp í
viðureign stórmeistaranna
Lubomir Ftacnik (2.590), sem
hafði hvítt og átti leik, og fremsta
skákmanns heimamanna, hins
kunna stórmeistara Eugenio
Torre (2.535). Svartur lék síðast
39. e3 — e2, með þeirri hugmynd
að svara 40. Hxb7 með el= D+
og úrslitin væru engan veginn ljós.
Tékkinn fann nú miklu sterkari
leik en að taka svörtu drottning-
una:
40.Hxh7+! og svartur gafst upp,
þv'hann er óverjandi mát. Fyrsti
stórmeistari Kínveija, Ye Ronggu-
ang sigraði á mótinu með 6V2 v.
af 9 mögulegum, en heimamaður-
inn Antonio varð annar 6 v. og
náði áfanga að stórmeistaratitli.
Síðan komu stórmeistaramir Ad-
oqan með h'h v. og þeir Ftacnik,
Torre og Wojtikewicz hlutu allir
5 v.
Á næsta ári verður Ólympíu-
skákmótið í fýrsta skipti haldið í
Asíu. Það verður í Manila á
Filippseyjum í júnímánuði. Þótt
eyjaskeggjar séu höfðingjar heim
að sækja og kappkosti að halda
sína skákviðburði með glæsibrag
hefur mikil óáran að þeim steðjað
upp á síðkastið, svo sem jarð-
skjálftar og eldgos, auk þess sem
stjómmaálástand er ótryggt og
spilling mikil. Næst verður kosið
á Filippseyjum á vori komanda.
Má búast við að margir skákmenn
veigri sér við að sækja mótið og
forföll verði talsverð í öflugustu
liðunum.