Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Hvaba kröfur gerir þú til nýrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, að hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Ab hún sé au&veld í notkun, nljóðlát og falleg. Síðast en ekki síst, ab hún endist vel án sífelldra bilana, og að varahluta- og viðgerbaþjónusta seljandans sé góð. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, javí það fást ekki vandabari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. </> Verbið svíkur engan, því nú um sinn bjóbum vib ASKO þvottavélarnar, bæbí framhlabnar og topphlabnar, á sérstöku kynningarverði: ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding KR. 71.500 (67.920 stgr.) ASKO 11003 framhl. 900/1300 snún. KR. 79.900 (75.900 stgr.) ASKO 12003 framhl. 900/1300 snún. KR. 86.900 (82.550 stgr.) ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. KR. 105.200 (99.940 stgr.) ASK016003 topphl. 900/1300 snún. KR. 78.900 (74.950 stgr.) Góbir greibsluskilmálar: 5% stabgreibsluafsláttur (sjá ab ofan) og 5% ab auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT rabgreibslur til allt ab 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 CERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR V. i^anix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Væringj askál- ínn opinn 00 eftir Onnu Kristjánsdóttur Sunnudaginn 11. ágúst var opn- aður í Árbæjarsafni sá skáli sem fyrstur mun hafa verið reistur hér á landi til útivistar. Þetta er Væringj- askálinn sem reistur var í Lækja- botnum sumarið 1920 og vígður 5. september það ár. Væringjaskálinn á sér merkilega sögu sem og þeir sem hann reistu og verður í tilefni endurgerðar skálans og opnunar freistað að bregða ljósi á þessa sögu. Um leið verður skyggnst inn í æsku- lýðsstarf framan af þessari öld. Hverjir voru Væringjar? Væringja stofnaði sr. Friðrik Frið- riksson á sumardaginn fyrsta árið 1913 sem þá bar upp á 23. apríl. í upphafi mun ekki hafa verið ætlunin að félagið yrði starfrækt sem skáta- félag, enda var tekinn upp búningur fornmanna, eða búningur sem ætlað var að Væringjar til forna hefðu notað. Þessi búningur var blár kyrt- ill og rauð skikkja. Þess er þó getið í skrifum sr. Friðriks að líkamlegu íþróttimar séu ýmsar t.d. skotfimi, skátaæfingar, leikfimi, sund og glímur. En einnig má lesa úr skrifum sr. Friðriks talsverðan samhljóm með markmiðum hinnar nýju skáta- hreyfíngar Baden Powells sem þá var aðeins sex ára. Hreyfmgin hafði þó þegar náð til íslands með stofnun Skátafélags Reykjavíkur 1912. Haustið 1913 tók Axel Valdimar Tulinius við forystu Væringja, er sr. Friðrik hvarf að landi brott. Fyrir áhrif hans urðu Væringjar skátafé- lag það sama ár og tóku upp alþjóð- legan skátabúning. Tengsl þeirra við KFUM vöruðu þó um langt skeið og birtust m.a. í því að þeir báru lengi græna skátaskyrtu þar sem aðrir skátar báru gula. Tulinius var mikill forystumaður í æskulýðsstarfi og varð m.a. fyrsti forseti íþrótta- sambands íslands við stofnun þess árið 1912. Hann var og síðar valinn Áð sögn Guðjóns Petersens, fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkis- ins, er verið að stíga stórt skref í heildarsamræmingu almannavarna- starfs með skipulagi yfir neyðarbún- að. Á næstunni mun stofnunin gefa út bók um þennan búnað og verður hún send til almannavarnanefnda, sjúkrahúsa, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita. „Misbrestur hefur verið á slíku skipulagi hingað til og ég er sannfærður um að þessi sam- ræming á eftir að auðvelda þessum aðilum björgunarstörf í framtíðinni," sagði Guðjón. Nú þegar hefur þjálfun björgun- arliðs og stjórnenda verið samræmd en í hinu nýja skipulagi er meðal annars kveðið á um samræmdan merkingarbúnað þegar hópslys ber að höndum. Má þar nefna merkingar fyrir stjórnendur á vettvangi, grein- ingarsveitir lækna, fyrstuhjálpar- flokka, lendingarstjóra þyrlna, svæði fyrir látna og slasaða auk ýmis kon- ar stoðbúnaðar. „Við leggjum mikla áherslu á björgun úr rústum á þétt- býlissvæðum og því skiptir miklu máli að öll smáatriði sem varða fyrsti íslenski skátahöfðinginn. Vær- ingjum var hann í senn styrk stoð oghvatamaður. í myndarlegu riti sem Væringjar gáfu út á 25 ára afmæli sínu árið 1938 er greint frá starfí félagsins frá upphafi. Þar kemur glöggt fram að Væringjar stunduðu íþróttir og kepptu í ýmsum íþróttagreinum með góðum árangri. I júní 1920 voru Væringjar t.d. nærri því að sigra á knattspymumóti í þriðja aldurs- flokki. Eftir það mót varð að sam- komulagi milli Væringja og Vals að Væringjar hættu knattspyrnustarf- seminni en Valur tók við þar sem þeir hættu. Skátastarf í Reykjavík Starf Skátafélags Reykjavíkur lagðist af fáum árum eftir stofnun þess. Væringjar voru því eina skáta- félagið í Reykjavík um allangt skeið. Hinn 7. júlí 1922 var Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað og síðan Skáta- félagið Ernir árið 1924. Ernir og Væringjar sameinuðust 18. sept- ember 1938 í Skátafélag Reykjavík- ur. Hinn 22. febrúar 1969 voru þessi félög lögð niður en nokkur sameigin- leg félög drengja og stúlkna tóku við undir forystu Skátasambands Reykjavíkur sem þá hafði starfað um nokkurra ára skeið. Saga Væringja ber vitni um ijol- þætt brautryðjendastarf á sviði al- mennrar útivistar og íþrótta en þó fyrst og fremst skátunar, þótt það orð hafí ekki orðið til fyrr en löngu síðar. Framsýni forystumanna þeirra birtist t.d. í skrifum Ársæls Gunn- arssonar sveitarforingja í skátablað- inu Liljunni sem kom út árið 1916 þar sem Ársæll segir: „Ef við höfum nokkra trú á félagsskap okkar og meinum nokkuð með veru okkar í félögunum, því þá ekki að gera með okkur samband, svo að félögin eigi því hægra með að ná takmarki sínu.“ Þegar þetta var skrifað voru íslensk- ir skátar um 80 talsins og framsýni Ársæls því mikil. Það varð og einnig hans hlutskipti að hreyfa máls á merkingar séu í lagi. Það er síðan almannavarnanefnda í hveiju sveit- arfélagi að sjá til þess að útvega viðkomandi búnað, gjarnan í sam- starfí við björgunarsveitir á hveijum stað, en heilbrigðisþjónustunnar hvað varðar þann búnað sem á að vera til hjá læknum og á sjúkrahús- um,“ sagði Guðjón. Almannavarnanefndir eru 61 tals- ins og sinna þær öllum 220 sveitarfé- lögum landsins. Að sögn Arnar Eg- ilssonar, fulltrúa hjá Almannavörn- um, er stofnunin þegar farin að leita tilboða vegna kaupa á ýmsum bún- aði og taka við pöntunum frá ein- stökum nefndum. Hann sagði að búnaður sá sem yrði fyrir valinu þyrfti í flestum tilvikum að sameina það að vera ódýr, léttur, meðfærileg- ur og þola hnjask. Á ráðstefnunni kom fram að ís- lendingar veija mun minni fjárhæð- um til almannavarna en nágranna- þjóðirnar. Sé miðað við íslenska mynt veija íslendingar að meðaltali 98 kr. á hvert mann til almanna- varna, Norðmenn 234, Danir 884 og Svíar 1448 krónum. any sambandi skáta snemma árs árið 1924 en þá með þeim árangri að Bandalag íslenskra skáta var stofn- að og Axel V. Tulinius varð fyrsti skátahöfðingi íslands. Ársæll Gunn- arsson tók þá við forystu Væringja og eftir andlát hans Davíð Scheving Thorsteinsson læknir sem reyndar var einnig formaður kvenskátaráðs- ins um margra ára skeið. Fyrsti útivistarskálinn rís Sumarið 1919 hófu Væringjar leit að hentugum stað undir fyrirhugaða skálabyggingu. Fyrir valinu urðu Lækjarbotnar þar sem áður hafði__ verið býli sem var áningastaður ferð- amanna austur yfir fjall. Þegar bíl- vegur kom var bærinn fluttur og skírður Lögberg. Lögberg muna margir en það er nú löngu horfíð. Væringjaskálinn var reistur sumarið 1920 og vígður hinn 5. september. Var fáni þá dreginn að húni í fyrsta sinn á fánastönginni við skálann. Væringjaskálinn er eins og áður segir og að því best er vitað fyrsti útivistarskáli sem reistur var hér á landi. Hann var í fyrstu með fomís- lensku byggingarlagi með torfveggj- um og timburgöflum. Skátarnir unnu sjálfir að efnisflutningum sem fóru fram í bílum, á hestvögnum, handvögnum, reiðhjólum og í hönd- unum. Þeir unnu einnig að hleðslu veggja en trésmíðina önnuðust lærð- ir trésmiðir og stjórnaði Karl Þor- valdsson verkinu. Uppkominn mun skálinn hafa kostað nær 7.000 kr. Torfveggir skálans voru síðar fjar- lægðir og bárujárnsklæddir timbur- veggir settir þeirra í stað. Fyrir opn- um Væringjaskálans í Árbæjarsafni hefur hann verið færður aftur í upp- runalegan búning. Það er bæði fróðlegt og gaman á tímum aukinnar umhirðu og um- hverfisvemdar að lesa skálareglurn- ar sem þeir Tulinius og Ársæll Gunn- arsson undirrituðu við opnun skál- ans. Þessar reglur geta gestir Ár- bæjarsafns kynnt sér er þeir heim- sækja skálann. Þar er einnig að sjá myndir tengda sögu hans. Lengi framan af var skálinn eink- um notaður til sumarferða enda var útbúnaður þeirra sem hann stunduðu býsna ólíkur því sem nú þykir sjálf- sagt að tilheyri hveijum ferða- manni. En með tímanum jukust vetr- arferðir og skíðaiðkun skáta og Væringjaskálinn lék stórt hlutverk í auknum vetrarferðum. Sjálfir hafa Væringjar sagt að skálinn hafi á ■ deyfðartímum haldið lífínu í félaginu og víst er að þeir skátar sem komu til starfa sem ungir drengir þegar skálinn var risinn voru einmitt þeir sem síðar voru í fararbroddi fyrir öflugu starfi Væringja og skáta í heil um margra ára skeið. Valin- kunna menn má nefna eiris _og Jón Oddgeir Jónsson og Sigurð Ágústs- sbn en það er til marks um styrk starfsins að ekki verður við komið að nefna nema brot forystumanna. Árið 1928 kom til liðs við Vær- ingja fullorðinn maður, Guðmundur Magnússon klæðskeri. í hugum margra tengist nafn hans Væringja- skálanum öðrum fremur þar sem Guðmundur var skálavörður um 20 ára skeið. Þúsundir ungra skáta áttu fyrstu útleguna sína í þessum skála og muna ugglaust vel eftir Guð- mundi. Svo kær var skálinn og stað- urinn honum að eftir andlát hans var aska hans grafin í jörðu á af- mörkuðum reit á flötinni þar sem skálinn stóð. Heiti skálans og endurbygging Hér er skálinn hvarvetna nefndur Væringjaskálinn en margir skátar hafa kallað hann gamla Lækjarbotn- askálann. Tilgáta mín er sú að þeg- ar skátaskálar hófu að rísa á Hellis- heiði eftir 1940 með Þrymheim í broddi fylkingar hafi menn farið að kenna Væringaskálann við staðsetn- Almannavarnir ríkisins; Uppbygging almanna- vamabúnaðar skipulögð NORRÆN ráðstefna um búnað almannavarna var haldin hér á landi fyrir skömmu og sóttu hana fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk íslands. Á ráðstefnunni kynntu Almannavarnir ríkisins nýtt skipulag í uppbyggingu búnaðar fyrir þá aðila sem taka þátt í almannavörnum. í samantekt um útgjöld Norðurlandaþjóða til al- mannavarna kom fram að hlutfallslega veija íslendingar minnstu fé til þessara mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.