Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
Séð yfir upptök Skaftár (t.v. fremst á myndinni) og Langasjó. Myndin er tekin á sunnudag. Morgunbiaðið/Þorkeii
Skaftárketill eystri:
Gosvirkni
kom fram
á mælum
„OKKUR sýnist að aðfaranótt
mánudags hafi orðið smágos
undir eystri Skaftárkatli, ekki
ósvipað og gerðist árið 1986,“
sagði Magnús T. Guðmundsson
hjá Raunvisindastofnun Háskól-
ans í samtali við Morgunblaðið.
Um klukkan hálffjögur um nótt-
ina kom gosórói fram á mælum,
og stóð óróinn í um klukku-
stund, en Magnús giskaði á að
gosið hafi staðið í um tvo tíma.
„Óróinn kom sterkt fram á
mælum við Grímsvötn og í Vonar-
skarði, en hans varð einnig vart á
mælinum við Ljótapoll," sagði
Magnús. „Þeir sýndu svo aftur
óróa um klukkan sjö um morgun-
inn. Við munum fljúga yfír þetta
svæði þegar veður leyfir. Hafi orð-
ið gos þama ætti þess að gæta á
yfírborði ketilsins, líkt og gerðist
Búist við rénun Skaftár-
hlaups með morgninum
1986.“
Magnús sagði ekki ólíklegt að
gosið kæmi til með að hafa áhrif
á Skaftárhlaupið sem nú stendur
yfir. „Það mætti búast við að
hlaupið lengist við þetta, eða að
jafnvel komi smá skvetta í við-
bót,“ sagði hann.
„HLAUPIÐ hefur rénað nokkuð hér þar sem ég er, og búast má við
að rýrnun í neðri byggð hefjist upp úr niiðnætti," sagði Snorri Zóph-
aníasson vatnamælingamaður í samtali við Morgunblaðið í gærdag.
Hann sagði að vatnsmagnið væri komið töluvert niður fyrir 1000 rúm-
metra á sekúndu, en hefði orðið 1140 þegar mest var. Hlaupið rauf
veginn inn í Skaftárdal, en þar er eitt býli. Þá er fjallbaksleið nyrðri
lokuð vegna hlaupsins, en í gær höfðu ekki orðið skemmdir á henni
vegna þess.
„Þetta hlaup er einna helst mark-
vert fyrir þær sakir að hámark þess
stóð óvenju lengi, eða í tólf tíma.
Skaftárhlaup 1—^
eiga upptök
í sigkötlum
norðvestan
við Grimsvötn
í Vatnajökli
Grímsv'ótn
Skeiðarár-
sandur
15 km
, Megnið af hlaup-
vatninu fer um
^ ) Eldvatn og Árkvíslar
niður í Kúðafljót
Það má því ætla að það verði svipað
að heildarstærð og hefðbundin hlaup,
230-250 gígalítrar, þrátt fyrir að
hámarksmagnið hafi verið í lægri
kantinum," sagði Snorri. Hann sagði
að stærsta hlaup sem mælt hafi ver-
ið hafi komið 1984, 340 gígalítrar.
Hámark Skaftárhlaupsins 1989
var 1310 rúmmetrar á sekúndu, en
1140 nú eins og fyrr segir. Snorri
sagði að ekki væri gott að bera þess-
ar tölur saman að svo stöddu. „Til
þess að hægt sé að bera þessi hlaup
saman þarf að draga frá grunnrenns-
lið í Skaftánni á þeim tímum sem
þau urðu, en það munum við gera á
næstunni," sagði hann.
Snorri sagði, að nær fullvíst væri
að þetta hlaup kæmi úr stærri Skaft-
árkatli, þeim eystri, þar sem hlaup
úr þeim minni næðu aldrei þeirri
stærðargráðu sem hlaupið nú náði.
Hlaup kemur í Skaftá við það að
annar katlanna fyllist af vatni, sem
svo ryður sér leið undir jökulinn og
fram í árfarveginn. Katlarnir fyllast
hins vegar vegna bráðnunar sem á
sér stað í jöklinum, mestmegnis sök-
um eldvirkni að því talið er.
Skaftárhlaup talsvert
minna en það síðasta
„ÞETTA hlaup er töluvert minna en það síðasta, enda var það vel stórt,“
sagði Eiríkur Þór JÓnsson bóndi í Skaftárdal II í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Skaftárhlaupið rauf veginn inn Skaftárdal sunnan við
brúna um helgina, en íbúar i Skaftárdal I og II komast þó í neðri
byggðir um illgreiðfæran fjallveg ef með þarf.
Þegar Morgunblaðið símaði í
Skaftárdal í gær var fólk þar að búa
sig til farar yfir fjallið. „Það eru hér
gestir sem þurfa að komast til síns
heima, auk þess sem við ætlum að
sækja í matinn," sagði Eiríkur. Það
munar liðlega klukkustund hvað
lengur er verið að fara fjallveginn
en þjóðveginn út Skaftárdal, en fjall-
vegurinn er aðeins fær góðum jepp-
um.
Oddný S. Gunnarsdóttir húsfreyja
í Hvammi tók í sama streng og Eirík-
ur hvað stærð hlaupsins varðar.
Mikill brennisteinsfnykur fylgir
Skaftárhlaupum, og getur hann bor-
ist alla leið til Reykjavíkur ef vindátt-
ir standa þannig.
Auglýsingasíminn er69 11 11
„Þetta er rólegt hlaup, það er óhætt
að segja það,“ sagði Oddný í sam-
tali við Morgunblaðið. „Veðrið hefur
líka verið gott, hér hefur ekkert ringt
frá því hlaupið hófst. Þetta hlaup
truflar okkur því ekkert að ráði.“
Hun sagði einn helsta skaðann sem
Skaftárhlaup gerði bændum vera
þann aur sem það bæri í hraun við
árfarveginn. „Þegar fé stígur í leðj-
una virkar hún eins og steinsteypa,
og það getur með engu móti losað
sig. Við höfum misst margar kindur
á þennan hátt.“
Óvirkur dempari getur
aukið stöðvunarvega-
iengd um 2,6 m.
VELDU ^MONROEF
B naust
BORGABTUNI 26. SIMI 62 22 62