Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 10
1*0
MÓRGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
íslenskir tón-
listarmenn fá
góða dóma í
Þýskalandi
SIGURÐUR Bragason baríton-
söngvari söng við undirleik
Hjálms Sigurðssonar á píanó í
Beethovenhúsinu í Bonn í lok
júlímánaðar. Gagnrýnandi þýska
dagblaðsins General-Anzeiger
fer lofsamlegum orðum um flutn-
ing þeirra félaga á islenskum og
itölskum iögum. Tónleikarnir
voru aðrir í röðinni á tónleikum
sumartónlistarhátíðarinnar í
Bonn. Auk þeirra Sigurðar og
Hjálms kom kammersveit frá
New York fram á tónleikunum.
Henrik Hoffmann segir í gagn-
rýni sinni í General-Anzeiger að
öllum listamönnunum hafi verið vel
fagnað. Um söng Sigurðar segir
Hoffmann að hann hafi með fín-
legri raddbeitingu töfrað fram
áhrifamikla stemmningu í íslensku
lögunum, sem hafi verið innhverf
og íhugandi. Hoffmann segir ís-
lensku flytjendurna einnig hafa
haft flutning tónlistar Verdis, Bel-
linis og Donizettis á valdi sínu. Þar
hafi Sigurður getað látið röddina
njóta sín, jafnt í sterkum þáttum
sem veikum, þar sem rödd hans
hafi verið yndislega ljóðræn.
Þeim Sigurði og Hjálmi hefur
Sigurður Bragason baríton-
söngvari.
verið boðið að halda tónleika í
Stuttgart, Köln og Bonn í október
á þessu ári. Á næsta ári stendur
þeim til boða að taka þátt í Síbelíus-
arhátíðinni sem fram fer í Aust-
urríki og einnig að fara í tónleika-
ferð um Bretland.
Sigurður Bragason situr í stjórn
Óperusmiðjunnar og var útnefndur
bæjarlistamaður Kópavogs árið
1989. Hjálmur Sighvatsson hefur
starfað sem píanóleikari og kennari
í píanóleik í Þyskalandi undanfarin
10 ár.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali
Nýjar eignir á fasteignamarkaðnum ma.:
Ný úrvals íbúð - bílsk.
á 1. hæð við Sporhamra 117,5 fm. Tvöföld stofa, 2 svefnherb., stór
skáli, sérþvohús.Góður bilsk. 40 ára lán, 5 millj. Eignaskipti möguleg.
Sérhæð í þríbýlishúsi - Kóp.
2ja-3ja herb. neðri hæð á útýnisstað við Hlíðarveg. Töluvert endurnýj-
uð. Allt sér. Bilskréttur. Ræktuð lóð. Gott verð.
Ný sérhæð í tvíbýlishúsi
3ja herb. við Rauðagerði 89 fm. Tvöf. stofa, svefnherb., bað með
þvottaaðst., eldhús með borðkrók. Stór geymsla. Sólverönd Ræktuð
sérlóð. Allt sér. Húsnlán 1,8 millj.
Skammt frá „Fjölbraut" f Breiðholti
4ra og 5 herb. góðar íb. við Vesturberg (góð lán 3,7 millj.) og Hrafn-
hóla (4 svefnherb. Mjög gott verð). Eignaskipti möguleg.
3ja-4ra herb. góð íbúð
með bílskúr óskast á góðum stað í borginni. Skipti möguleg á stein-
húsi á úrvalsstað í Vogunum. ____________________________
• •
Viðskiptum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar uppl.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASIEIGNASALAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Fasteigna- & fírmasalan
Nýbýlavegi 20
®42323 ‘3*42111 ®42400
2ja herbergja
Framnesvegur, Frakkastígur, Álfaskeið.
3ja herbergja
Hrísmóar, Engihjalli.
Einbýli
Birkigrund, Álfhólsvegur.
Okkur vantar á skrá nú þegar fyrirtæki.
Mikil sala.
Sýnishorn úr söluskrá: Bónstöð, húsgagnaverslun,
söluturnar, pylsuvagnar, veitingavagn, kjörbúðir, skyndibita-
staðir, barnafataverslanir, skóverslanir, ritfangaverslun,
trésmíðaverkstæði, saumastofa, búsáhaldaverslun, blómabúð,
framköllunarfyrirtæki, sólbaðsstofur, líkamsræktarstöð, heild-
verslanir, gistiheimili.
Lítið við og aflið ykkur upplýsinga.
Við veitum faglega ráðgjöf.
Kristinn Kjartansson, Friðrik Gunnarsson,
Þorbjörg Karlsdóttir ritari, Guðmundur Þórðarson hdl.
Tónverk eftir John Speight
__________Tónlist________________
Jón Ásgeirsson
Um síðustu helgi lauk þeirri tón-
listarhátið, sem nefnd er Sumartón-
leikar í Skálholti og var á tvennum
tónleikum kynnt tónlist eftir John
Speight, en frá 1972 hefur hann
verið búsettur hér á landi, stundað
kennslu, komið fram sem einsöngv-
ari á tónleikum og í óperum og sam-
ið margs konar tónverk, sem flutt
hafa verið, meðal annars sinfóníu
sem flutt verður næsta ár á vegum
ISCM í Varsjá.
Á fyrri tónleikum helgarinnar
voru fjögur kórverk og fjögurra
þátta sembalverk. Flytjendur voru
Hljómeyki, undir stjórn höfundar,
en sembalverkið var flutt af Önnu
Magnúsdóttur semballeikara.
Tónleikarnir hófust á tveimur stutt-
um kórlögum. Locus iste og Ave
Maria, sem tónskáldið hefur upphaf-
lega samið 1969, væntanlega þá
hann var í námi Rodney Bennett
en endurunnið þau sextán árum síð-
ar til söngs í Bessastaðakirkju. Ein-
faldleiki og hljómfegurð einkenndu
þessi stuttu verk sem voru mjög vel
flutt af Hljómeyki.
Þriðja kórverkið er samið 1988
og eins og tvö hin fyrri samið við
latneskan texta, lustorium animæ
heitir það og ber með sér að tónmál
höfundar hefur mótast nýrri hug-
myndum og er þar unnið mjög
skemmtilega úr þriggja tóna hug-
mynd. Það eina sem truflaði var
síðasti hái tónninní „Pace“, sem
átti að hljóma mjög veikt og hefði
líklega farið vel á að styðja þennan
háa tón með því tví- eða þrískipta
sópran og altröddinni.
Fjórða kórverkið, I had hope, við
texta úr Paradísarmissi eftir Milton,
er áhrifamiið og vel samið tónverk
við texta sem á jafn brýnt erindi til
nútímans og á tímum Miltons. Stór
stökk um níund, hækkandi tónstig-
ar, tónklasar búnir til úr fallandi
smástígum tónstiga, þríundartón-
mynstur og margt annað var efni-
viður þessa áhrifamikla tónbálks,
þar sem aðferðin varð tæki til túlk-
unar á texta Miltons og boðskap
hans.
Með þessari frábæru kórtónlist
var flutt sembalverk, sme ber heitið
Ms. Magnúsdóttir’s Maggot og lék
Anna Magnúsdóttir verkið. Hér er
um að ræða verk sem er í fjórum
þáttum og er hver fyrir sig byggður
á ákveðnum tónhugmyndum, sem
birtast í margvíslegum endurtekn-
ingum, oft án þess að mynda nokkra
framvindu, sem leiðir til þess að
endurtekningin verður á köflum ein-
hæf. í þessu verki var aðferðin
markmið, þar sem yfirskrift kafl-
anna átti sér nær enga samsvörun
í því sem bar fyrir eyru, þrátt fyrir
ágætan og vel útfærðan leik sembal-
istans.
Það sem gerði þessa tónleika
eftirminnilega sérstaklega og fyrir
utan frábæra tónlist eftir John
Speight, var flutningur Hljómeykis.
Það er oft talað um eitt og annað
sé falskt og óhreint í tónflutningi
og einnig að „inntónun" (intonation)
sé ábótavant. Undirritaður vill að
merking inntónunar sé miðuð við
það fyrirbæri, er flytjendur gera
meira en að mynda hreinan tón, en
tekst að samhæfa svo vel tónmynd-
unina, að eins og um einn tón sé
að ræða, þrátt fyrir ólík einkenni
hvers einstaklings. Slík samvirkni í
tónmyndun fæst aðeins á löngum
tíma, með þrotlausum æfingum og
með því að efla tilfinningu fyrir stíl
í leik og túlkun. Þessu marki hafa
félagarnir í Hljómeyki náð.
Ljósbrot
Ljósbrot heitir tónverk eftir John
Speigt og var_ það frumflutt af
Hljómeyki og Úlrik Ólasyni orgel-
leikara á síðustu tónleikum sumar-
tónleikanna í Skálholti á þessu
sumri. Ljósbrot er um 50 mínútna
langt og samið við efni er tengist
gluggalistaverki Gerðar Helgadóttur
og skiptist í 15 kafla.
Við gerð verksins er farið eftir
niðurröðun myndanna, þar sem
skiptast á tilvitnanir í Biblíuna sem
kórinn flytur og tilvísanir til fyrstu
biskupanna, sem túlkaðar eru með
orgeleinleik. Fyrir tónleikana hélt
Þorgerður Sigurðardóttir myndlist-
arkona ágætan fyrirlestur um
glugga Gerðar Helgadóttur, þau
tákn og tilvísarnir sem birtast í þessu
viðamikla myndverki.
Verkið hefst á tilvitnun í Opin-
berunarbókina (XXII,14), „Sælireru
þeir, sem þvo skikkjur sínar til þess
að þeir geti fengið aðgang að lífsins
tré og megi ganga um hliðin inn í
borgina.“ Orgelkaflinn, sem á eftir
kemur, á við glugga Gissurar hvíta,
þann er færði íslendingum kristni.
Þriðji þáttur er tilvitnun í Markúsar-
guðspjall (XVI,15), „Farið út um
allan heim og predikið gleðiboðskap-
inn allri skepnu." Þessi kafli er
byggður á kallstefi með áttunda-
stökki, sem í endurtekningum sínum
hljómar sem bergmál um heims-
byggð alla. Fjórði kaflinn er orgel-
hugleiðing um Gissur ísleifsson, er
setti á stofn biskupsstól á Norður-
landi og er í þeim kafla líkt eftir
klukkuhringingum á glaðværan
máta.
Fimmti kaflinn, sem er einn besti
kórkafli verksins, er ritaður að
mestu fyrir einsöngsraddir yfir text-
ann: „Leitið yður ekki þeirrar fæðu,
sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem
varir til eilífs lífs og mannssonurinn
mun gefa yður, því hann hefur faðir-
inn innsiglað, sjálfur Guð.“ Sjötti
kaflinn er k;órall, sem er táknrænn
fyrir kirkjubyggingu Klængs og þar
er byijað á bassanum og kórallinn
síðan hlaðinn upp, rödd fyrir rödd.
Kirkja Klængs er ekki lengur til og
því er hljómhleðslan leikin til baka
og endað á bassastefínu.
Þannig mætti rekja efniskipan
verksins til enda en nægja verður
að tilgreina aðeins þau atriði er stóðu
upp úr, hvað varðar stórkostlega
túlkun, t.d. í áttunda kafla, þar sem
notaður er gamall lofsöngur, í kafl-
anum um Pétur postula og í há-
Ofanleiti
Höfum fengið til sölu á þessum vinsæla stað 3ja herb. íbúð
ca 90 fm á 3. hæð auk bílskúrs. Vandaðar innréttingar.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
jCm Árni Grétar Finnsson hrl.,
II Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl.,
Linnetsstíg 3, Hafnarfirði,
símar 51500 og 51501.
Fasteigna- & fírmasalan
Nýbýlavegi 20
®42323 ©42111 ©42400
Óskum eftir
framleiðslufyrirtæki fyrir fjársterka kaupendur til flutn-
ings út á land.
Kristinn Kjartansson, Friðrik Gunnarsson,
Þorbjörg Karlsdóttir ritari, Guðmundur Þórðarson hdl.
Blómaverslun
Af sérstökum ástæðum er til sölu góð blóma- og gjafa-
vöruverslun, vel staðsett, miðsvæðis á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrirtækið hentar vel sem fjölskyldufyrirtæki.
Gott verð og greiðslukjör.
Frekari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni.
simsNúmm #
Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiölun # Firmasala # Rekstrarráðgjöf
Danmörk:
Sýning* á verk-
um Svavars
Guðnasonar
vekur athygli
SÝNING á verkum Svavars Guðn-
asonar, sem haldin er á listasafni
Silkiborgar á Jótlandi þessa dag-
ana, hefur hlotið jákvæða umfjöll-
un í dagblöðum þar.
Sýning þessi kom til listasafns
Silkiborgar frá Kastrupgarði við
Kaupmannahöfn þar sem verkin
voru sýnd frá 12. apríl til 9. júní.
Sýningin í Silkiborg var opnuð 21.
júní sl. en henni lýkur 18. ágúst nk.
Verkin á þessari sýningu eru í eigu
danska arkitektsins Roberts Da-
hlman Olsen en hann var góður vin-
ur Svavars. Robert á tæplega 100
verk eftir Svavar. Á sýningunni eru
verk frá árunum 1930 - 1980 og
kennir þar ýmissa grasa. Þama eru
olíuverk, vatnslitamyndir, teikningar
og pappírsverk.
Gagnrýnandi Midtjyllands Avis
fjallaði um sýninguna í Silkiborg
skömmu eftir að hún var opnuð þar
og fær sýningin jákvæða umfjöllun
hjá honum. Fram kemur í gagnrýn-
inni að þessi sýning nái yfir nær
allan starfsferil Svavars og sýni
mjög vel þróun hans sem lista-
manns. Sérstaklega finnst gagnrýn-
andanum það athyglivert hversu
fjölbreyttar vinnuaðferðir Svavar
notaði. Gagnrýnandinn fer lofsam-
legum orðum um vatnlitamyndir
Svavars og tilraunir hans með papp-
írsverk. Hann tekur sérstaklega
fram hve góða mynd það gefi af
vinnu Svavars að hafa einnig á sýn-
ingunni skissur, litaprufur og fleira
er sýna þróun verkanna.
Önnur umfjöllun um sýninguna í