Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
15
Anna Kristjánsdóttir
„Væringjaskálinn er
eins og áður segir og
að því best er vitað
fyrsti útivistarskáli sem
reistur var hér á landi.
Hann var í fyrstu með
forníslensku bygging-
arlagi með torfveggjum
og timburgöflum. Skát-
arnir unnu sjálfir að
efnisflutningum sem
fóru fram í bílum, á
hestvögnum, hand-
vögnum, reiðhjólum og
í höndunum.“
ingu hans og er nýr skáli reis á fiöt-
inni skammt frá honum hafi virðing-
arforskeytið bæst við. Það er hins
vegar vilji og ósk stjórnar Skátasam-
bands Reykjavíkur og allra þeirra
sem unnið hafa að málinu að frá
þessum degi verði skálinn alltaf
nefndur Væringjaskálinn.
Margir hafa gefið raunsarlega til
endurbyggingar V æringjaskálans og
samstarf skátanna og Árbæjarsafns
um verkið verið með ágætum. Svo
hefði þó varla orðið ef ekki hefði
komið til einstakur dugnaður og
áhugi Þórarins Bjömssonar fyrrum
skátaforingja í Skátafélaginu Örn-
um og síðar í Skátafélagi Reykjavík-
ur. Þórarinn hefur með atorku sinni.
í þessu verki gefið glæsilegt fordæmi
um það hvernig halda megi á lofti
því sem vel hefur verið gert og það
þakka yngri skátar heiis hugar.
Almenningur á tímum aukinnar
útvistar, umhverfisverndar og heils-
uræktar hlýtur að fagna því að fyrsti
útivistarskáli landsins hefur nú feng-
ið verðugan sess í Árbæjarsafni.
I greininni hefur verið staðnæmst
við nokkra þætti í sögu reykvísk
skátastarfs. Með því er á engan
hátt hallað á öflugt og merkilegt
starf fjölmargra annarra félaga víðs
vegar um land. Megi þessi grein
verða hvati þess að saga skátastarfs
á íslandi og þeir munir sem henni
tengjast fái verðíigan búning í rituðu
máli og á minjasafni.
Vð ritun greinarinnar er stuðst
við heimildir í afmælisriti Væringja
25 ára og fjölmargar greinar í
Skátablaðinu.
Höfundur er prófessor við
Kennaraháskóla íslands og situr
ísljórn Skdtasambands
Reykjavikur.
i
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300
ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli tyrir fallega og nýtískulega
hönnun. Þeir eru sterkir og krattmiklir, en samt mjúkir og þægilegir í akstri.
CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og
þœgilegu farþegarými og burðarmikils flutningatœkis. ■■
STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.421.000 - DÍSILBÍLL KR. 1.511.000
SPORTS CAB hefur rými og
kraft burðarmikils vinnubíls og
einnig ótrúlega gott plóss fyrir
aftan framsœtin fyrir farangur
eða 2 farþega.
STAÐGREIÐSLUVERÐ:
BENSÍNBÍLL KR. 1.371.000
Bílarnir eru fáanlegir með 2,3 I bensínvél eða 2,5 I dísilvél.
Berðu ISUZU pallbílana saman við besfu og vinsœlusfu jeppana á markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann
samanburð, enda eru ISUZU R0DE0 jepparnir, sem nú fara sigurför um Bándaríkin, smíðaðir á sömu
forsendum.
Berðu líka verð, sfœrð og gœði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo fil okkar og akfu bílunum
til reynslu. Þú munt sannfœrast um að þeir eru fremstir í sínum flokki!
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA.
DÍSILBÍLL KR. 1.474.000
i
\
Útsalan hefst I dag kl. 9.00
íToppskónum, Veltusundi
Vörurfrá: $TE|NAR WAAGE