Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 að hafði þjóðinni í kreppunni miklu. Ríkisstofnanir og fjármálastofnanir héraðsins voru í seilingarfjarlægð frá Sigtúnum og ráðist var gegn æðandi haföldunni á fjögurhundruð kílómetra hafnlausri sunnlenskri strönd, sem boðað hafði sæfarendum grand allt frá landnámsöld, með uppbyggingu hafnar í Þorlákshöfn. Þessi hugsjónabarátta var veganesti Gríms útí lífið. Enginn veðrur óbarinn biskup. Grímur tók ótrauður við hugsjóna- starfi föður síns, sem lést 1961, dyggilega studdur af Sambandinu. En Þorlákshöfn reyndist of dýr, kaupfélagið var í erfiðleikum og ör- lögin mótdræg. Grímur lét af kaup- félagsstjórastarfinu 1966 og hefur búið í Kópavogi síðan. Aldrei heyrði ég æðruorð, en það kostaði eldgos í Vestmannaeyjum að Sunnlending- ar fengju boðlega höfn í Þorláks- höfn, sem jafnframt tryggir sam- göngur við mestu verstöð landsins, Vestmannaeyjar. Skólasystur Sistu, einnar dóttur Gríms og Dísu, höfðu stundum á orði við hana í MR, að hann væri illa bónaður bíllinn pabba hennar, þegar hann var í bænum kominn frá Selfossi yfir Hellisheiði. Langafi Gríms var Skúli Thorarensen, lækn- ir og alþingismaður Rangæinga að Móeiðarhvoli, bróðir Bjama Thorar- ensens skálds og amtmanns. Afi þeirra var Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknir íslendinga. Hugsjónir læknastéttarinnar eru heilbrigði og vellíðan mannfólksins, ekki ytra prjál og skraut. „Læpuskaps ódyggðir" voru Grími jafn fjarlægar eins og innantóm skrautmynd. Hann var maður hjartalagsins, félagskap- arins og hefði farið veröldina á enda fyrir vin sinn, þótt reiðskjótinn yrði svitastrokinn. Grímur og Dísa áttu átta börn, en misstu tvö. Þá aðeins hef ég séð Grími mínum brugðið, þegar þau háðu sitt dauðastríð. Yndislegri móðursystur votta ég mína dýpstu samúð, börnum, barna- börnum og bamabarnabömum sem og öllum ættingjum og vinum. Al- valdur og algóður Guð ræður og gaf, því erum við hans, hvort sem við lifum eða deyjum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Nú er skammt stórra högga á milli. Við misstum Ola Andreasson var hans innri maður ekki síður fall- egur. Þau voru glæsilleg hjón Magnús og Rúna og höfðingjar heim að sækja. Bjuggu sér einstaklega fallegt heimili að Fjölnisvegi 8, en það sem glæsilegast var þar þó innan veggja, voru þau sjálf. Kveðjuorð Magnúsar eftir hverja samverastund vora: „elskurnar mínar, mér þykir svo vænt um ykkur," og þessum orðum fylgdi hlýtt og traust faðmlag. Það eru forréttindi að hafa eignast slíkan vin. Við mættum öll gera meira af því að láta vini okkar finna og heyra að okkur þyki vænt um þá, meðan við höfum þá hjá okkur. Á morgun gæti það verið of seint. Það var yndislegt að „músisera" með Magnúsi og hvert tækifæri óspart notað til þeirra hluta. Hvort heldur var með vinum og vanda- mönnum á heimili Magnúsar og Rúnu, eða þegar söngglaði vinahóp- urin kom saman hver á heimilum annars, þá var það hápunktur slíkra stunda þegar nafni minn, óspart hvattur af Rúnu og okkur hinum, söng nokkur hugljúf lög af sinni al- kunnu smekkvísi. Það eru ljúfar minningar sem við Ingibjörg eigum og geymum með okkur um þennan mæta mann og þau hjón bæði. Fyrir vináttu þeirra þökkum við hér í dag. Kæri Jakob. Þið Borghildur og fjölskyldur ykkar, svo og Rúna og Guðmundur og fjölskyldur hafið mik- ið misst á skömmum tíma. Megi Guð gefa ykkur styrk og æðruleysi og minningin um gott fólk, í orðsins fyllstu merkingu, lýsa ykkur veginn. Við Ingibjörg sendum öllum að- standendum og ástvinum Magnúsar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Magnúsar Guðmundssonar frá Hvítárbakka. Magnús Ingimarsson Mér var kennt að Guðdómurinn ætti engin endalok. Vinátta heldur engin takmörk. Þessi speki kom mér í hug þegar ég frétti um fráfall góðs vinar míns, í vor, þann ágæta félaga og góða dreng. Nú kveðjum við Grím, makker minn í fjölda ára. Hann var oftast skrifaður fyrir brids-sveit okkar í Kópavogi og er nú fjórði maðurinn í þeirri sveit sem fer yfir móðuna miklu. Óli í vor og áður Kári Jónas- son, póstfulltrúi, og Ragnar Stefáns- son, kenndur við SÍF, en hann var einnig makker Gríms í Krumma- klúbbnum. Grímur hafði yndi af að spila og var í stjórnum bridsfélaganna á Sel- fossi, í Kópavogi og Krammaklúbbn- um. Hann var einnig hvatamaður að bæjakeppnum Selfoss og Hafnar- fjarðar og síðar Kópavogs og Sel- foss, en í þá keppni höfðu bæði hann og Óli gefið farandbikara, en þó hvor í sínu lagi. Grímur var félagslyndur maður og lét sig ekki vanta í veiðiferðirnar í Straumana, en þangað var farið næstum á hverju vori og þar átti hann nokkram sinnum afmæli. Þar voru oftast mættir sex spilarar úr BK og voru þá tveir úti í á að veiða, en fjórir sátu inni við spilin, því að- eins mátti veiða á tvær stengur. Undirritaður hefur þekkt þennan mæta mann í yfir 35 ár, og man þá tíð, er við kepptum í íslandsmót- um í Breiðfirðingabúð. Hann fyrir Selfoss. Þá var oft spilað til kl. 2 eða 3 um nóttina og alltaf fór Grím- ur heim til Selfoss, í hvaða veðri sem var. Þar átti hann yndislega konu, Bryndísi Guðlaugsdóttur, sem var honum allt ásamt íjölskyldunni, sem er stór. Það myndast tómarúm í BK og Krummaklúbbnum við fráfall Gríms og þar munu margir sakna hans. Eins og einn spilafélagi okkar sagði: „Sæti Gríms og Óla verða ekki auð- fyllt." Við spila- og veiðifélagarnir, ásamt eiginkonunum, sendum Bryndísi og öllum ættingjum Gríms okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. Guðmundur Pálsson í dag, þriðjudaginn 13. ágúst, verður til moldar borinn minn ágæti tengdafaðir, Grímur E. Thorárensen, sem lést á Landspítalanum 3. ágúst eftir skamma sjúkdómslegu. Grímur E. Thorarensen frá Sig- túnum var fæddur á Selfossi 7. júní Magnúsar Guðmundssonar frá Hvít- árbakka. Mér er hryggð í huga og harmur í bijósti að sjá á bak heiðursmanni. Að hitta hann á förnum vegi og fá milda svipinn hans og óræða brosið, var eins og að vakna af værum blundi. Hlýjan og elskulegheitin geis- luðu frá honum. Nú er hann allur. Söknuðurinn situr eftir, en minn- ingin lifir. Listamannshæfileikar hans voru ótvíræðir og aldrei gleym- ast mér þær stundir, er við sungum saman í kvartett á yngri árum. Flau- elsmjúka baritón-röddin hans var eins og ylur frá Undralandi og túlk- unin og tónvísi full af söng. Lífinu er ekki lokið, þrátt fyrir allt. í eyrum hljómar enn fagur söngur Magnúsar og ég er þess viss, að hann mun enduróma meðan áhugi söngmenntar ríkir. ' Blessuð sé minning þessa mæta manns. Eg sendi aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Ragnar Ingólfsson Aðfaranótt föstudagsins 2. þ.m. andaðist vinur minn Magnús Guð- mundsson, stórkaupmaður, frá Hvít- árbakka. Með honum er fallið frá hið mesta prúðmenni og drengur góður. Hann fæddist að Ytri-Skelja- brekku í Andakílshreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi þar, síðar á Hvítárbakka, og Ragn- heiður Magnúsdóttir frá Gilsbakka í Hvítársíðu. Ungur stundaði Guðmundur bún- aðarnám á Norðurlöndum. Eftir að hann gerðist bóndi hlóðust á hann trúnaðarstörf af ýmsu tagi. Hann var hreppstjóri í sinni sveit og full- trúi hennar í flestum málum. Hann var í stjórn Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, Kaupfélags Borgfirðinga og skólanefnd Reykholtsskóia svo eitthvað sé nefnt. Ragnheiður var mikilhæf kona og hafði forystu um margt sem til hins betra horfði í sinni sveit, sérstaklega í félags- og menn- 1920. Hann var sonur hjónanna Kristínar og Egiis Gr. Thorarensen kaupfélagsstjóra og stórathafna- manns á Selfossi. Kristín lifir son sinn og dvelur í hárri elli á Hafnar- búðum, hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða, en Egill lést árið 1961. Foreldr- ar Kristínar voru Níelsína Abigael Ólafsdóttir kaupmanns í Hafnarfirði og Daníel dyravörður í stjórnarráð- inu Daníelsson. Foreldrar Egils voru Grímur Sk. Thorarensen hreppstjóri í Kirkjubæ á Rangái’völlum og Jón- ína Egilsdóttir frá Múla í Biskupst- ungum. Grímur var elstur fjögurra systkina en hin eru Edda, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Sveinssyni, Benedikt, deildarstjóri hjá Meitlinum í Þorlákshöfn og hreppstjóri Ölfús- hrepps, giftúr Guðbjörgu Magnús- dóttur og Jónína, húsmóðir í Garðabæ, gift Gunnari Pálssyni. Grímur giftist 16. maí 1942 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Bryndísi Guðlaugsdóttur í Tryggvaskála og eignuðust þau átta börn. Tvö þeirra misstu þau ung úr sjúkdómum en dóttirin Bergljót dó aðeins 16 ára og sonurinn Grímur Þorsteinn 31 árs gamall. Þau börn Gríms og Bryndísar sem nú syrgja föður sinn eru Kristín, gift Erni Vigfússyni, Guðríður Margrét, gift Þórði Ás- geirssyni, Egill, sambýlismaður Þór- unnar Gestsdóttur, Guðlaugur, gift- ur norskri konu, Lailu, búsettur í Bergen, Daníel, giftur Þóreyju Hilm- arsdóttur og Sigurður, giftur Ás- laugu Guðmundsdóttur. Grímur Egilsson Thorarensen fór ungur til náms í verslunarfærðum til Þýskalands, en kom heim til ís- lands er stríð var að bijótast út árið 1939. Hann hafði ætlað sér að dvelja lengur í Þýskalandi við nám og störf en stríðið breytti þeim framtíðará- ætlunum. Eftir að heim kom hóf Grímur verslunarstörf og fljótlega tók hann við starfí innkaupastjóra hjá föður sínum í Kaupfélági Árnes- inga á Selfossi. Þegar Egill, kaupfé- lagsstjóri, lést árið 1961 var Grímur svo ráðinn til að gegna kaupfélags- stjórastöðunni. Það gerði hann með prýði í nokkur ár en flutti svo í Kópavoginn þar sem þau Bryndís hafa búið síðan. Eftir búferlaflutn- inginn hóf Grímur eigin verslunar- rekstur í Reykjavík. Hann átti og rak um skeið tvær skóverslanir, en keypti síðan bílasölu Matthíasar sem ingarmálum. Þau voru sannkölluð heiðurshjón og héraðshöfðingjar. Þeim varð tveggja sona auðið, Magn- úsar sem hér er minnst og Jóns bónda á Hvítárbakka. Magnús Guðmundsson stundaði ungur nám í Hérðasskólanum í Reyk- holti, en varð stúdent frá Verzlunar- skóla íslands vorið 1946. Hann gerð- ist starfsmaður á aðalskrifstofu Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1947, og á skrifstofu þess í Kaupmannahöfn til ársins 1953, er hann hóf störf á skrifstofu Flugfé- lags íslands í sömu borg, til ársins 1955. Hann var starfsmaður ís- lenskra Aðalverktaka í New York á áranum 1955-1957 og hjá sama fyr- irtæki á Keflavíkurflugvelli árin 1957-1961. Magnús stofnaði ásamt fleiraim Umboðs- og heildverslunina ísól hf. árið 1959 og var forstjóri hennar ásamt Sophusi J. Nielsen til dauðadags. Þótt við Magnús væram jafnaldr- ar, værum fæddir í sama byggðar- lagi og gengjum í sama skóla, tók- ust ekki með okkur náin kynni fyrr en fundum okkar bar saman í Karla- kórnum Fóstbræðrum, þegar hann hóf þar söngstarf öðru sinni árið 1958 nokkru eftir að hann var alkom- inn heim til íslands. Þrátt fyrir að vinnustaður hans var þá langa leið frá Reykjavík og að hann ætti þess vegna mun óhæg- ara um vik en aðrir söngmenn að sækja æfingar og annað félagsstarf, tók hann upp þráðinn með Fóstbræð- um á ný. Óhikað má fullyrða að með kórn- um hóf nú starf einn af mætustu félögum hans frá upphafi. Hann var ágætur söngmaður, hafði kröftuga og blæfagra bariton- rödd og var því oft á tíðum einsöngv- ari með kómum. Þar kom best fram hve góður söngmaður hann var. Hann var að auki óvenju músikalskur og fróður um tónlist yfirleitt. Allir þessir þættir öfluðu honum virðingar þeirra sem til þekktu og juku án efa vinsældir Fóstbræðra. hann rak þar til fyrir fáum árum að hann seldi það fyrirtæki og stofn- aði bílasöluna Vörubílar sf. í Hafnar- firði sem hann rak til dauðadags. Þegar Grímur var lagður inn á Landspítalann fyrir rúmum mánuði var ekki talið að um lífshættulegt mein væri að ræða. Veikindin reynd- ust þó mun alvarlegri en ætlað var og eftir tvo erfiða uppskurði og þriggja vikna baráttu á gjörgæslu- deild urðu endalokin ekki umflúin og nú er minn ágæti tengdafaðir kvaddur hinstu kveðju. Minning hans mun þó áfram standa skýr um ókomna tíma í núnum huga og ann- arra sem voru svo heppnir að kynn- ast Grími. Hann var gríðarlega sterkur persónuleiki bæði að ytra útliti og innri manni. Hann var stór og mikill, yfirbragðið hijúft og gu- staði af honum. En börn hændust að honum meir en að öðrum mönnum sem ég hef þekkt og það voru ekki bara hans eigin barnabörn sein köll- uðu hann afa Grím. En Grími var fleira gefið en að geta glatt börn með gæsku sinni og örlæti. Ég held að engum manni hafi leiðst í návist hans enda var þar ekki lognmollunni fyrir að fara. Grímur málaði bæði menn og málefni sterkum litum í málfari sínu. Hann sagði einstaklega skemmtilega frá, kunni fjöldann all- an af skemmtilegum sögum, hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og kryddaði allar umræður með sinni skemmtilegu framsetningu og smit- andi hlátri sem hann átti alltaf nóg af. Mér er minnisstætt hversu til- komumikill og skemmtilegur maður mér þótti þessi tilvonandi tengdafað- ir minn vera þegar ég hitti hann í fyrsta sinn í Sigtúnum á Selfossi og átti með honum langt eintal í bóka- herbergi í kjallara þess glæsilega húss. Og þá er ekki síður ljómi yfir laxveiðiferðunum í Sogið. Það var unun að sjá hve fallega og árangurs- ríkt Grímur kastaði flugunni með 14 feta Hardy stönginni sinni og njóta leiðsagnar hans um það hvern- ig umgangast skuli laxveiðiá með virðingu, en lengst munu þó lifa minningarnar úr litla veiðikofanum á Tannastaðartanga. Þar var ein- ungis pláss fyrir tvö rúmstæði, lítð borð á milli þeirra og við innganginn eldavél og skápur. Grímur bauð okk- ur tengdasonum sinum oft að vera með sér þarna öðrum eða báðum í Þessi eiginleiki fór heldur ekki framhjá forráðamönnum annarra kóra, svo sem Pólyfónkórnum og Söngsveitinni Fílharmoníu en hann söng oft með þessum kórum. í annan stað bættist Fóstbræðrum afkastamikill afhafnamaður og drengur hinn besti. Hann vann kórn- um feikna vel alla tíð og átti óskorað traust kórfélaganna eins og sjá má af því að hann var kosinn í stjórn haustið eftir að hann kom aftur til starfa með kórnum. Frá þeim tíma þótti Fóstbræðrum fám ráðum ráðið nema að Magnús Guðmundsson kæmi þar við sögu enda var hann samfellt í stjórn til ársins 19.68. Hann var sæmdur heiðursmerki finnska karlakórsins „Muntra Musi- kanter" og gullmerki Karlakórsins Fóstbræðra. Nokkru eftir að Magnús var kosinn í stjórn kórsins komst verulegur skriður á byggingaráform kórsins sem ávallt hafa verið ofarlega í hugum Fótbræðra. Hann var kosinn í fyrstu byggingarnefnd félagsheim- ilisins árið 1964 og endurkosinn á öllum félagsfundum þar til nefndin lauk störfum og félagsheimilið var tekið í notkun vorið 1972. Vinna hans og framlag í þágu þessa máls í samfelld 8 ár verður seint metin að verðleikum eða fullþökkuð. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Bryndís Jakobsdóttir kaupfélagsstjóra á Akureyri Frí- mannssonar og konu hans Borghild- ar Jónsdóttur. Hún er látin. Þau eign- uðust tvö börn, Borghildi, sem gift er Gísla Gunnlaugssyni og Jakob Frímann, en kona hans er Ragnhild- ur Gísladóttir söngkona. Dóttir þeirra er Bryndís. Síðari kona Magnúsar var Rúna Guðmundsdóttir, kaupkona, bónda og fyrrum skipstjóra á Móum á Kjal- arnesi Guðmundsson og konu hans Kristínar Teitsdóttur. Hún lést fyrir fáum árum Langt samstarf okkar Magnúsar Guðmundssonar að sameiginlegum áhugamálum var oft á tíðum svo náið að naumast leið sá dagur að 41 senn og hafði jafnan frá mörgu að segja á sinn einstaka hátt. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Og nú þegar ég rifja upp samverustundim- ar með Grími og það hvernig hann var mér og börnum mínum þá renn- ur upp fyrir mér hversu mikil dýpt getur verið í orðinu tengdafaðir. Grímur var ekki einungis sérstak- ur faðir, tengdafaðir og afi. Hann var heimsborgari, bridsspilari góður og keppnismaður í þeirri íþrótt og alla tíð var hann yfirmáta rausnaleg- ur gestgjafi og höfðingi heim að sækja. Þar naut hann atbeina Brynd- ísar konu sinnar og lífsförunauts en þau hjónin voru svo samrýnd og samstillt í öllu að fágætt er. Þá var ekki síður ánægjulegt að fá Grím og þau hjónin í heimsókn og þurfti ekki sérstakt tilefni til því eins og móðir mín hefur oft sagt eftir að hafa hitt þau Grím á heimili okkar Systu eða annars staðar: „Er það ekki alveg stórkostlegt hvernig hann Grímur breytir fárra manna sam- komu í samkvæmi. Það er sko alltaf fulit hús þar sem hann er.“ Þetta eru orð að sönnu en Grímur naut sín ekki síður í margmenni og oft var fjölmennt í kringum hann eins og á honum árlegu fjölskylduþorra- blótum heima í Kópavoginum eða þá á ættarmótum Gríms og Dísu eins og við kölluðum það. Þau hafa verið haldin á hveiju sumri í mörg ár víðs vegar um landið á einhveijum þeim stað sem Grímur valdi og komu þá saman yfir eina helgi ættliðirnir fjórir, Grímur og Bi-yndís, börn þeirra og tengdabörn, barnabörnin og barnabarnabörnin. Þetta var venjulega 20-30 manna hópur og var jafnan glatt á hjalla enda Grím- ur ávallt miðpunkturinn. Skugga bar á þessa samkomu nú í sumar því Grímur lagðist á sjúkrahúsið rétt áður en en haldið var að Flúðum þar sem komið var saman að þessu sinni. Er ljóst að fjölskyldumót Gríms munu ekki bera sitt barr hér eftir en þau verða hluti af þeim stóra sjóði hinna dýrmætu minninga sem niðjar Gríms og við tengdabörnin eigum um ánægjulegar samvistir við hann. Megi Guð og þessar góðu minningar styrkja Bryndísi í bráð og lengd í sorg hennar því hennar harmur er mestur. Blessuð sé minn- ing Gríms E. Thorarensen. Þórður Ásgeirsson við ekki hittumst eða ræddumst við í síma. Fljótt eftir kynni okkar mynd- uðust náin vináttutengsl milli fjöl- skyldna okkar og hafa þau aldrei rofnað. Ég tel það hið mesta lán að hafa átt Magnús Guðmundsson að vini nær hálfa ævi mína, og að á þá vin- áttu hafi aldrei fallið skuggi. Við Annie sendum bömum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Þá skulu hér fluttar hugheilar samúðarkveðjur frá söngbræðram Magnúsar í Karlakórnum Fóstbræð- rum og Gömlum Fóstbræðram. Blessuð sé minning Magnúsar Guðmundssonar. Þorsteinn R. Helgason Legsteina Framleiðum alia stærðir og gerði af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um ger£ og val legsteina r r r I S.HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMI 7667? : > Ritstjórnarsímimi er69 11 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.