Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías lohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Innflutningnr á mj ólkurvörum Síðustu vikur hefur orðið nokkurt fjaðrafok vegna hugsanlegs innflutnings á nokkr- um tegundum af mjólkurvörum, ef jákvæð niðurstaða fæst í fram- haldi EES-viðræðna. Deilurnar hafa snúizt meira um málsmeð- ferð en efni málsins, eins og oft vill verða í umræðum hér. Nauð- synlegt er að árétta nokkur atriði í þessu sambandi. í fyrsta lagi er auðvitað ljóst, að samningar um þátttöku okkur í evrópsku efnahagssvæði verða ekki látnir stranda á því, hvort heimilaður verði einhver inn- flutningur á mjólkurvörum. Ástæðan er sú, að hagsmunir þjóðarinnar af slíkri þátttöku geta verið svo miklir á öðrum sviðum, að óhugsandi er, að þeir hagsmunir, sem tengjast mjólkuriðnaðinum geti yfirgnæft þá. Með þessu er ekki sagt, að aðild að evrópsku efnahagssvæði sé lífsnauðsynleg fyrir okkur ís- lendinga. Svo er ekki. Við getum komizt af án þess en hagkvæmni þess fyrir okkur er ótvíræð, að ekki sé talað um þau almennu sjónarmið. að við hljótum að eiga samleið með Evrópuþjóðunum í framtíðinni. í öðru lagi má spyija hvaða hætta væri á ferðum, þótt inn- flutningur á einhveijum tegund- um mjólkurvöru yrði leyfður. Það er löngu tímabært að ræða þann möguleika að flytja inn búvörur í einhveijum takmörkuðum mæli til þess að veita innlendri land- búnaðarframleiðslu nauðsynlegt aðhald. Atvinnugreinin sjálf er í mikilli umsköpun. Sauðfé hefur fækkað mjög, þótt nauðsynlegt sé að fækka því enn frekar. Það hafa engir meiri háttar brestir komið í þjóðarbúskap okkar af þessum sökum. Mjólkuriðnaðurinn hefur vakið sérstaka athygli fyrir frábærar framleiðsluvörur, þar sem hver nýjungin hefur rekið aðra á und- anförnum árum. Islendingar ferðast nú orðið mikið og vita mæta vel, að íslenzkar mjólkur- vörur eru fyllilega samkeppnis- færar við erlendar mjólkurvörur. Líkurnar á því að erlendar mjólk- urvörur gætu náð einhverri fót- festu hér eru hverfandi. Auðvitað er spurning, hvort erlenda mjólk- urvaran yrði mun ódýrari en sú íslenzka. Þá er möguleiki á að jafna það að einhveiju leyti með jöfnunargjöldum. En jafnframt verðum við að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir: íslenzkir neytendur eiga rétt á því að fá þessar vörur eins og aðrar vörur á sem hagkvæmustu verði. Það er ekki endalaust og áratugum saman hægt að gera þá kröfu til neytenda hér, að þeir borgi margfalt hærra verð fyrir mat- vörur en nágrannaþjóðir okkar gera. Þess vegna er ekki ólík- legt, að einhver innflutningur á mjólkurvörum gæti orðið til þess að auka hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu þeirra, sem mundi skila sér í lægra vöruverði til neytenda. í þriðja lagi er tímabært, að bændur, samtök þeirra og vinnslustöðvar landbúnaðarins horfist í augu við þann veru- leika, að breytingarnar í hinum vestræna heimi eru ótrúlega ör- ar. Þær breytingar hljóta fyrr eða síðar að ná til landbúnaðar eins og annarra atvinnugreina. Skattgreiðendur á íslandi borga nú milljarða til þess að halda uppi núverandi framleiðslukerfi landbúnaðarins. Með sama hætti og kröfur eru gerðar til sjávarút- vegsins um mikla hagræðingu í rekstri er hægt að gera þær kröf- ur til landbúnaðarins. Við erum komin að vissum þáttaskilum. Skattgreiðendur hafa ekki leng- ur efni á því að halda uppi óbreyttu velferðarkerfi. Þeir hafa heldur ekki efni á því að halda uppi óbreyttu landbúnaðarkerfi. Hér verður enginn dómur lagður á þau ágreiningsefni, sem upp hafa komið innan ríkisstjórn- arinnar og milli einstakra ráð- herra og ráðuneyta um meðferð þessa máls. En það er kominn tími til, að umræðúr geti farið fram um málefni landbúnaðarins á íslandi, án þess að þeir, sem boða einhveijar breytingar á því sviði, séu taldir fjandmenn at- vinnugreinarinnar eða sveitanna eða landsbyggðarinnar í heild sinni. Það verður ekkert hrun á ís- landi, þótt einhver innflutningur yrði leyfður á mjólkurvörum í kjölfar EES-aðildar. Slíkur inn- flutningur gæti meira að segja orðið landbúnaðinum til fram- dráttar. Hann yrði áreiðanlega til þess að undirstrika gæði hinn- ar íslenzku framleiðsluvöru og jafnframt væri ekki í sama mæli og áður hægt að gagnrýna land- búnaðinn fyrir einokunarstarf- semi. Þess vegna er tímabært, að forystumenn landbúnaðarins endurnýi stefnumörkun atvinnu- greinarinnar og taki umræðum af þessu tagi með opnari huga en hingað til. Þá mundu óábyrg- ir stjórnmálamenn líka hætta upphlaupum af þeirri gerð, sem við höfum orðið vitni að undanf- arið og eru til þess falin að hefta framfarir og umbætur í íslenzku þjóðfélagi, sem svo sannarlega veitir ekki af allsheijar umbóta- öldu fram yfir aldamótin. Létt og laggott eftirJón Baldvin Hannibalsson I. Hefðbundnar landbúnaðarafurðir eru utan EES-samninga I viðræðum um evrópskt efna- hagssvæði náðist samkomulag um það strax á undirbúningsstigi að ekki skyldi stefnt að samræm- ingu landbúnaðarstefnu milli EB og EFTA ríkja. Þess vegna yrði ekki komið á fríverslun með land- búnaðarafurðir. EB lagði hins vegar á það áherslu að greiða þyrfti fyrir viðskiptum með landbúnaðarafurðir innan EES vegna mikilla útflutn- ingshagsmuna einstakra aðild- arríkja þess. 1. EB sótti mál sitt gagnvart EFTA á þremur vígstöðvum. í fyrsta lagi var farið fram á algjöra samræmingu reglugerða um heilbrigðiseftirlit með dýrum og jurtum og afnáms viðskiptahindr- ana á heilbrigðisforsendum. EFTA ríkin voru treg til í fyrstu, en nú er svo komið að þau hafa öll sam- þykkt nær allar reglugerðir og til- skipanir EB á þessu sviði, nema Island sem stendur eitt EFTA ríkja algerlega fyrir utan þetta samræmingarátak. 2. í öðru lagi hefur EB sótt á EFTA ríkin um að gengið verði til samninga um gagnkvæmar tilslak- anir í viðskiptum með hefð- bundnar landbúnaðarafurðir og vildi EB að niðurstöður þeirra við- ræðna yrðu hluti af EES samningn- um. Málin þróuðust þó á þann veg að hvert EFTA ríki fyrir sig gekk frá tvíhliða samningi um hefð- bundnar landbúnaðarvörur, öll nema Island, sem eitt stóð fyrir utan þá samningsgerð. 3. I þriðja lagi sótti EB á um einhliða tollaívilnanir fyrir 72 til- teknar s-evrópskar landbúnaðaraf- urðir. Þar hefur hvert EFTA land lagt fram sinn lista. Island gaf til kynna á síðasta stigi samnings að fengist fijáls aðgangur að EB mörkuðum fyrir fisk og aðrar sjáv- arafurðir yrði tollum og gjöldum aflétt af 65 þeirra (hrísgijón, van- illa, appelsínur, bananar o.s.frv.) en árstíðabundinn innflutningur leyfður í öðrum (tómatar, gúrkur o.fl.). Loks ber að geta þess að í samn- ingnum verður að finna þróunar- grein (evolutionary clause) sem kveður á um að samningsaðilar skuli halda áfram viðræðum með það fyrir augum að auka viðskipti með landbúnaðarvörur, að svo miklu leyti sem það geti orðið land- búnað beggja aðila til hagsbóta. Það voru hins vegar fimm EFTA ríki, sem áttu frumkvæði að því að útvíkka skrá yfir unnar land- búnaðarafurðir — iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni. II. Iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni Eins og kunnugt er hefur fijáls verslun í V-Evrópu einkum miðast við iðnvarning en landbúnðar- og sjávarafurðir að mestu verið undan- skildar. Þátttaka íslands í þessu fríverslunarsamstarfi ræðst annars vegar af Stokkhólmssáttmálanum um stofnun EFTA, sem Island gerð- ist aðili að 1970 og fríverslunar- samningi Islands og EB, sem gerð- ur var 1972 og gekk í gildi 1973. Fríverslunarsamningar EB og EFTA ríkja ná aðallega til iðnaðar- vöru, sem fellur undir tollskrárnúm- er í flokkum 25-99, og eru þá und- anskildar ákvæðum samninganna vörur úr jurta- og dýraríkinu sem falla undir tollskrárnúmer 1-24. Það var þó ljóst frá upphafi að iðnaðarþáttur ýmiss varnings úr jurta- og dýraríkinu er mjög veru- legur og voru því sérstakar ráðstaf- anir gerðar til þess að taka tillit til þess. Önnur grein fríverslunar- samninganna kveður því á um að samningarnir skuli einnig ná til iðnvarnings, sem unninn er úr landbúnaðarhráefni. Er sam- kvæmt því aflétt tollum og magn- takmörkunum, en eftir sem áður er þó heimilt að leggja á sérstakan verðjöfnunarþátt við innflutning. í réttu hlutfalli við landbúnðararaf- urðainnihald og verðmismun í upp- runalandi og innflutningslandi. Einnig hefur verið heimilt að greiða niður hráefni til innlendra framleið- enda svo þeir sitji við sama borð og innflytjendur. Vörur sem sæta skuli þessari meðferð eru tilgreind- ar í bókun II við fríverslunarsamn- ing Islands og EB. I stofnsamningi EFTA, Stokk- hólmssáttmálanum, fellur iðnvarn- ingur unninn úr landbúnaðarhrá- efni, sem tilgreindur er sérstaklega í fyrsta hluta viðauka D, undir samninginn á sama hátt og iðnaðar- vörur og innflutningur er því fijáls, en heimilt er að leggja á hann verð- jöfnunarþátt. En almennar land- búnaðarafurðir, í öðrum og þriðja hluta sama viðauka, falla hins veg- ar undir sérstakar reglur um land- búnaðarvörur. Sem dæmi um iðnvarning sem unninn er úr landbúnaðarhráefni og tilgreindur er í EFTA samningn- um og fríverslunarsamningi íslands og EB má nefna súkkulaði, sykur- vörur, deigvörur (makkarónur, spaghetti), brauð og kökur, súp- ur og seyði, neysluís, tilreitt jóg- úrt, ýmiss konar lífræn efni o.fl. í samningum um evrópskt efna- hagssvæði eru það helst EFTA ríkin sem hafa þrýst á um að bæta vörum inn á lista yfir iðnaðarvörur uhnar úr landbúnaðarhráefnum. Ástæðan er ekki síst sú að þau telja að slíkt kerfi tryggi best hag innlends mat- vælaiðnaðar í samkeppni við EB þar sem niðurgreiðslur hráefnis eru meiri. Innflutningsbann hefur hins vegar ekki tíðkast í viðskiptum V-Evrópuþjóða með afurðir af þessu tagi. Einnig telja þessi EFTA ríki að útflutningshagsmunum sínum sé best borgið með jöfnun samkeppnisaðstöðu. Að hálfu EB hefur allt kapp verið lagt á að list- inn sé að fullu samræmdur milli allra EFTA ríkjanna og sé að fullu gagnkvæmur gagnvart EB. Innan EFTA var Stokkhólms- sáttmálinn, viðauki D, lagður til grundvallar þegar undirbúningur hófst að því að gera samræmdan lista yfir iðnvarning úr landbúnðar- hráefni, sem gilda átti innan EES. Jafnframt var tekið tillit til sér- stakra bókana um þennan varning í fríverslunarsamningum EFTA ríkjanna við EB (Bókun 11). Sérfræðingar EFTA komu sam- an 17. janúar til þess að ganga frá lista sem verða ætti umræðugrund- völlur milli EB og EFTA. Nýr listi EFTA sérfræðinganna sem dreift var 25. janúar, var byggður á við- auka D við EFTA samninginn og bókun 11 við fríverslunarsamninga við EB. Á þeim lista er fallið frá öllum undantekningum innan toll- flokka 21.05 og 21.06 sem áður höfðu gilt innan EFTA varðandi viðbit með meira en 15% mjólkur- fitu. lyóma- og mjólkurís og Smjörvi/Létt og laggott hafa því verið inni á lista yfir iðnvarning úr landbúnaðarhráefni sem sæta eigi verðjöfnunarkerfi frá þeim tíma. Listi þessi var tekinn til nán- ari umræðu innan EFTA og notað- ur í viðræðum við EB og tók nokkr- um breytingum í meðförum. Útgáfur listans voru því sendar landbúnaðarráðuneyti og iðnaðar- ráðuneyti fyrst með bréfi daers. 1. febrúar, önnur útgáfa 22. febrúar, sú hin þriðja lögð fram á fundi í landbúnaðarráðuneyti 21. maí, sú hin fjórða send landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti 19. júní, fimmta útgáfa síðan 20. júní, sú hin sjötta dags. 11. júlí og loks var send frá Brussel sjöunda útgáfan dags. 23. júlí. Alls sjö sinnum. Það er öllum þessum listum sammerkt að rjóma- og mjólk- urís og Smjörvi/Létt og laggott eru inn á þeim. Það er því ekki hægt að halda því fram að því hafi vísvitandi verið haldið leyndu fyrir landbúnaðarráðuneyti eða öðrum stofnunum stjórnkerfisins að verið væri að ræða þessar afurðir. III. Viðbrögð annarra ráðuneyta Með bréfi dags. 31. janúar stað- festir fjármálaráðuneytið að verð- jöfnunarkerfið virðist einfalt í fram- kvæmd en telur ekki ástæðu til þess að gera sérstakar athugasemd- ir við vörutegundir sem falla mundu undir kerfið. Með bréfi dags. 6. febrúar ítrek- ar iðnaðarráðuneytið mikilvægi þess að fengin verði útvíkkun á við- auka D við EFTA samninginn við fríverslunarsamninginn og bókun 2 og bent er á að veruleg vandamál hafi skapast í einstaka iðngreinum (majones og sósuframleiðslu) vegna þess að bókun 11 hafi ekki verið nægjanlega víðtæk fyrir ísland og rúmi því ekki þær iðnaðarafurðir úr landbúnaðarafurðum sem framleiddar eru í dag. Verðbóta- kerfið gefur nefnilega stjórnvöldum svigrúm til gjaldtöku og jöfnunar Jón Baldvin Hannibalsson yAðalsamningamaður Islands hefur í samn- ingum um EES barist annars vegar fyrir fullri fríverslun með fisk en hins vegar hald- ið til streitu algjöru inn- flutningsbanni Islend- inga á landbúnaðaraf- urðir. Fram til þessa hefur árangur af hags- munagæslu fyrir íslenskan landbúnað orðið mun meiri en í sjávarútvegsmálum því staðfest hefur verið innflutningsbann til ís- lands á öllum hefð- bundnum landbúnaðar- afurðum, en fríverslun með fisk hefur enn ekki verið samþykkt.“ samkeppnisaðstöðu sem annars væri ekki fyrir hendi. Lögð er á það áhersla að listi íslands skuli vera í samræmi við lista annarra EFTA þjóða. Tekið er fram að náist ekki samkomulag um sam- ræmdan lista skuli ísland fara fram á útvíkkkun bókunar II í samræmi við lista EFTA sérfræðinga. Hins vegar er farið fram á að smjörlíki verði tekið inn á listann og sérstak- lega tilgreint tollnúmer 15.17, en þá á aðlögunartíma 5-10 ár. Nokkru síðar barst svar landbún- aðarráðuneytis, dags. sama dag, en þar er bent á það, hversu skammur frestur hafi verið gefinn til svars, en tekið fram að listar þeim, sem Viljum forðast að aftur komi til alvarlegs klofnings -segir Gro Harlem Brundtland um EB-umræðuna í Noregi GRO Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins í Noregi, átti fund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra á sunnudag og var fjallað um stöð- una í viðræðum ríkja Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við norska forsætisráðherr- ann að loknum fréttamannafundi sem efnt var til eftir fund forsætis- ráðherra Norðurlanda í gær og fer viðtalið hér A eftir. Kemur til greina að Norðmenn komi til móts við Evrópubandalagið og samþykki kröfu bandalagsins um að fá að veiða sem svarar 21.000 tonnum af þorski í norskri fiskveiði- lögsögu? Er einnig hugsaníegt að slaka með einhverjum á kröfunum um frjálsan markaðsaðgang á Evr- ópska efnahagssvæðinu fyrir sjávar- afurðir? „Norðmenn báru fram tillögu um veiðikvóta til handa EB í viðræðun- um í Lúxemborg og henni var vel tekið. Hún var sett fram í samhengi við það stig sem viðræðurnar voru þá á og forsenda tilboðsins var að markaður fyrir fisk yrði algerlega fijáls. Ég vil ekki segja meira um þá tillögu en legg áherslu á að það var krafan um fijálsan aðgang að markaðinum sem reyndist erfiðasti hjallinn. Ef lausn á að nást verður allt samkomulagið að vera traust og gagnlegt, jafnt fyrir Noreg sem ís- land, fyrir EFTA, en einnig fyrir öll þau 19 ríki sem taka þátt í viðræðun- um. Við verðum að halda áfram að leita lausna á þessum grundvelli, það verða allir aðilar að gera.“ Pú hefur sagt að önnur EFTA- lönd en Noregur verði nú að slaka til svo að skriður komist á EES-við- ræðurnar á ný. Hvaða lönd áttu við? „Allir verða að leggja sitt afmörk- um. “ Hvað gerist í norskum stjórn- málum ef EES-viðræðurnar fara endanlega út um þúfur? Er líklegt að fleiri flokkar en Hægriflokkurinn lýsi yfir stuðningi við aðild, t.d. þinn eigin flokkur? „Það er ekkert sem bendir til þess að breytingar verði á afstöðu manna þót.t samningarnir um EES hafi reynst torsóttir. Það er þörf á meiri tíma til að staðan verði ljós, ég tel ekki að þessi mál hafí breytt afstöð- unni til EB. Verkamannaflokkurinn hefur ákveðið að hafin verði umræða innan flokksins í haust um hugsan- lega aðild að EB og það er ekki á döfinni að breyta þeirri stefnu.“ Daninn Henning Christophers- en, sem situr í framkvæmdastjórn EB, sagði nýlega að biðu Norðmenn fram á haustið 1992 með að taka ákvörðun um aðildarumsókn, eins og .flokkurinn þinn vill, muni ekki verða hægt að fjalla um umsókn ykkar fyrr en á eftir umsóknum Svía og Austurríkismanna, Norðmenn geti jafnvel orðið að bíða fram yfir alda- mót eftir aðild . .. „ Við höfum heyrt þessar rök- semdir í meira en ár, það hefur ekki komið fram neitt nýtt í þeim og ég hef því ekkert meira um þær að segja. Það hefur ekkert gerst í sum- ar sem breytir þeirri ákvörðun okkar að fyrst ræðum við málin í flokknum áður en við tökum afstöðu til aðilda- rumsóknar." Finnst þér að reynsla Dana af EB-samstarfinu geti nýst þeim Norð- urlandaþjóðum sem standn utan við bandalagið og íhuga nú hvernig framtíðarsamskiptum við það verði best háttað? „Það er að sjálfsögðu hægt að læra af allri reynslu varðandi EB- samstarfið. Við höfum getað fylgst með umræðu í Danmörku undan- farna tvo áratugi um EB-samvinn- una. Margir Norðmenn íhuga vand- lega þessa umræðu en ég tel ekki að hægt sé draga neina ótvíræða ályktun af reynslu Dana. Þeir sem eru hlynntir aðild geta sagt að Dan- ir hafi hagnast á aðildinni, þeir sem eru andvígir geta sagt að Danir hafi þurft við ýmis vandamál að stríða. Þetta er þó gagnleg reynsla, hver sem skoðun fólks er á málinu.“ Árið 1972 var tillaga um aðild að EB felld í þjóðaratkvæði í Noregi eftir hatrammar deilur. Óttast þú að Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson Gro Harlem Brundtland klofningurinn gæti orðið jafn djúp- stæður að þessu sinni? „Það er rétt að klofningurinn var alvarlegur 1972 og sú reynsla er ekki gleymd, situr enn í mörgum. Ég tel að margir vilji kappkosta að koma í veg fyrir að við lendum í sams konar erfiðleikum. Og ég geri mér vonir um að okkur takist þáð því að slík átök yrðu okkur ekki til framdráttar. Á hinn bóginn vona ég að skoðanaskiptin á næstunni um aðild að EB verði til þess að allar hliðar málsins verði kannaðar, fólk leggi sig fram um að bijóta það til mergjar." áður hefðu verið sendir utanríkis- ráðuneyti, skýri nægjanlega þá möguleika sem fyrir hendi séu. til rýmkunar á innflutningnsmöguleik- um. Þeir listar snerta einkum suður-evrópskar landbúnaðarafurð- ir. En á fundi í nóvember hafði land- búnaðarráðuneytið einkum lagst gegn innflutningi á kakóblandaðri jógúrt, sem þegar er á bókun 11 við fríverslunarsamninga, 21.05.001 íjómaís, sem inniheldur kakó, áfenga vökva og sterkju. En land- búnaðarráðuneytið minnist ekki sérstaklega á 21.06 sem Smjörvi og Létt og laggott fellur undir. Með bréfi dags. 2. apríi ítrekar Iandbúnðarráðuneytið að það sé ekki tilbúið til þess að víkja frá fyrri afstöðu og minnir á „samning landbúnaðarráðherra og stéttar- sambands bænda“ um framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða en þar segir í 9. grein. „Aðilar eru sammála um að for- senda samnings þessa sé að reglum verði ekki breytt eða ákvarðanir teknar um innflutning búfjárafurða þannig að teflt verði í tvísýnu því jafnvægi og þeim árangi sem að er stefnt. Þetta hindrar þó ekki að Island gerist aðili að alþjóða- samningum sem gerðir kunna að verða og snerta vipskipti með landbúnaðarvörur, enda samrým- ist framkvæmd þeirra ofangreind- um markmiðum um jafnvægi inn- lendrar framleiðslu og heimamark- aðar.“ Ganga má út frá því að landbún- aðarráðuneyti hafi kynnt lista þessa undirstofnunum sínum. í júlímánuði vekja samtök afurðarstöðva í mjólk- uriðnaði athygli landbúnaðarráðu- neytis á því að Létt og lagg- ott/Smjöi-vi sé til umræðu í EES samningunum og fara þau fram á það að gerð verði nánari úttekt á mögulegum áhrifum samkeppni á íslenskan mjólkuriðnað og spyija jafnframt hvert verði gæðaeftirlit við innflutning og hvaða möguleik- ar muni opnast til útflutnings. Landbúnaðarráðuneytið kom því bréfi á framfæri við utanríkisráðu- neytið, án frekari athugasemda. Þess ber þó að geta að í sér- stakri reglugerð um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi nr.132/1988 eru taldar upp þær vörur sem eru leyfis- skyldar, en annar innflutningur er fijáls. Þar er talið upp m.a. kjöt, kartöflur og smjörlíki. En þess er hvergi getið að varningur í toll- skrárflokki 21.06.90.49 sé leyfis- skyldur. í raun hefur þá innfíutn- ingur á Smjörva/Létt og laggott verið fijáls. IV. Óútkljáðir sarnningar Á fyrri hluta árs 1991 voru ís- lendingar orðnir langeygir eftir því að fá frá EB tillögur um sjávarút- vegsmál eða formleg viðbrögð við kröfu EFTA um fríverslun með sjávarafurðir. Var þá ákveðið að draga einnig svör af íslands hálfu við nokkrum öðrum þáttum í samn- ingunum þ.á m. lista yfir iðnaðar- vörur úr landbúnaðarhráefnum. Ekki þótti stætt á því að stöðva viðræður annarra EFTA ríkja. Und- irbúningur hélt því áfram meðal annarra EFTA ríkja að gerð sam- eiginlegs lista. Þegar tillögur EFTA voru afhentar framkvæmdastjórn EB í mars var skýrt tekið fram í fylgibréfi til EB að hvorki ísland né Austurríki stæðu að þessum til- lögum og ísland var ekki reiðubúið til þess að ræða listann á þessum forsendum. Þótt ísland ætti þar ekki hlut að máli var fylgst með þróun mala og allir listar sendir áfram til landbún- aðar- og iðnaðarráðurneytis, eins og að framan greinir. ísland tók þó aldrei afstöðu til þeirra. Hvorki aðalsamningmaður né aðrir fulltrúar íslands gáfu nokkurn tíma samþykki sitt á neinum lista um iðnvarning unn- inn úr landbúnaðarafurðum. Á það reyndi aldrei, af þeirri einföldu ástæðu að viðunandi niðurstaða fékkst ekki varðandi markaðsað- gang sjávarafurða. Sámningavið- ræðum var einfaldlega frestað. Kemur þetta t.d. skýrt fram á fylgi- skjali með lista þeim sem dreift var í landbúnaðarráðuneyti 21. maí. V. Síðasta samningalota Innan Evrópubandalagsins eru landbúnaður og sjávarútvegur sett- ir undir sama hatt og sæta báðir þessir atvinnuvegir sérstökum regl- um sem stundum bijóta í bága við grundvallaratriði fijálsrar verslun- ar. Aðalsamningamaður íslands hefur í samningum um EES barist annars vegar fyrir fullri fríverslun með fisk en hins vegar haldið til streitu algjöru innflutningsbanni íslendinga á landbúnaðarafurðir. Fram til þessa hefur árangur af hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað orðið mun meiri en í sjáv- arútvegsmálum því staðfest hefur verið innflutningsbann til íslands á öllum hefðbundnum landbúnaðaraf- urðum, en fríverslun með fisk hefur ekki enn verið samþykkt. Eins og fram kemur hér að ofan er það ljóst að þau ráðuneyti sem hlut eiga að máli hafa haft tæki- færi til þess að fylgjast með gangi mála og engu verið haldið leyndu. Enginn listi hefur heldur verið sam- þykktur af íslands hálfu. Hinu er þó ekki að leyna að hefðu meginhagsmunamál Islands náð 27 fram að ganga í samningum þess- um í lok júlí, hefði það orkað tvímælis að stefna þeim árangri í voða til þess eins að viðhalda inn- flutningsbanni á vissum tegundum ijóma- og mjólkuríss, sem að miklu leyti er nú þegar á samsvarandi , lista gagnvart EB og til þess að halda möguleika á því að setja inn- flutningsbann á Smjörva/Létt og laggott, viðbiti sem er ekki á skrá fyir vörur, sem sækja þarf um innflutningsleyfi fyrir. Við þetta má bæta að aðlögunartími er gefinn til 1998. Ef til hefði komið þá hefði skuldbinding íslenskra stjórnvalda að setja ekki innflutn- ingsbann á þessar afurðir ekki kom- ið til framkvæmda fyrr en eftir lok gildistíma búvörusamningsins. Listi um iðnaðarvörur úr land- búnaðarhráefni sem hægt er að setja verðjöfnunargjöld á gildir jafnt fyirr alla þátttakendur EES, án undnatekninga eða sérstakra reglna fyrir einstök ríki. Einmitt þess vegna hefur t.d. Austurríki heldur ekki samþykkt lista þennan. Endalaust má deila um skilgrein- ingu afurða en þegar fimm af aðild- arríkjum EFTÁ og 12 aðildarríki EB hafa komið sér saman um að iðnaðarþáttur tiltekinna afurða sé það mikill, að þær eigi að falla undir ákvæði samningsins, þá er það ekki sjálfgefið að hægt sé að fá þau ofan af þeim skilningi. VI. Niðurstöður Listinn sem inniheldur ijómaís og hið umdeilda viðbit, er ósam- þykktur af íslands hálfu, enda er meginkrafan um tollfijálsan mark- aðsaðgang sjávarafurða óútkljáð. Það hefur engu verið leynt í þessu máli. Sjö útgáfur listans voru sendar landbúnaðar- og iðnaðar- ráðuneytum. Fjármálaráðuneytið, undir verkstjórn Ólafs Ragnars Grímssonar, gerði engar athuga- semdir, hvorki við vörutegundirnar né verðjöfnunarkerfið. Skv. reglu- gerð um innflutnings- og gjaldeyris- leyfi, hefur innflutningur á Smjörva/Létt og laggott verið fijáls frá árinu 1988. Innflutningur á smjörlíki er í höndum viðskipta- ráðuneytisins, skv. úrskurði ríkis- lögmanns frá 1989. Að lokum ein spurning: Hvað stendur þá eftir af fjölm- iðlaleiksýningu formanns Alþýðu- bandalagsins — þessari viðbits- óperettu? Ekki neitt — ekki einu sinni umbúðirnar. En „Létt og lagg- ott“ skal hún heita í annálum fall- inna leiksýninga. Höfundur er utanríkisráðherra. Sundurliðun símreikninga brátt möguleg gegn skriflegri beiðni SÍMNOTENDUR munu bráðlega geta fengið símreikninga sína sundurliðaða gegn skriflegri beiðni. Tölvunefnd hefur gert drög að reglum þar að lútandi og mun væntanlega gefa út heim- ild til Pósts og síma með ákveðn- um skilyrðum innan tíðar. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Björnsson vara póst- og símamálastjóri að þessi þjónusta myndi komast í gagnið fljótlega eft- ir að reglugerðin tæki gildi. Fyrst um sinn verða einungis langlínu- samtöl og símtöl til útlanda sundurl- iðuð sérstaklega en ekki er útilokað að síðar verði einnig farið að sund- urliða innanbæjarsímtöl ef almennur vilji reynist fyrir því. „Það eru langlínusímtölin og símtöl við útlönd sem vega mest á símreikningum og þar er þörfin mest á þjónustu af þessu tagi. Hins vegar kemur til greina síðar að sund- urliða innanbæjarsímtöl ef um það verður beðið. Við munum hins vegar byija hægt. Ég vil minna á að ef öll innanbæjarsímtöl á einum árs- fjórðungi eru skráð sérstaklega á reikninginn er hætt við að hann verði ansi langur.“ Guðmundur sagði að símareikn- ingar verði einungis sundurliðaðir að skriflegri beiðni skráðs eiganda og þá muni verða að fylgja með skriflegt samþykki maka og auka- símnotenda sem eru skráðir í síma- skrá. „Þessi þjónusta er ekki til þess að hjálpa fólki að njósna hvert um annað, heldur til að sýna því hvað það er að borga fyrir í símreikningn- um sínum.“ í sundurliðuðum reikningum verða tveir seinustu stafir númers sem hringt er í felldir út og er það gert til að hindra fólk í að safna upplýsingum um í hvern er hringt. Norræni fjárfestingarbankinn: Lánar Fiskveiðasjóði 465 milljónir króna FISKVEIÐASJOÐUR hefur feng- ið lán að upphæð 465 milljónir króna frá Norræna fjárfestingar- bankanuin. Gengið var frá lán- veitingunni í síðustu viku. í fréttatilkynningu frá Norræna fjár- festingarbankanum segir að um sé að ræða tvö lán. Annað lánið er til endurbóta og endurnýjunar á 5 skip- um og nýsmíði eins skips. Verkin sem lánað er til voru unnin í Dan- mörku og á íslandi. Hitt lánið er til nýsmíði skips sem byijað var að smíða í Svíþjóð en lokið var hjá inn- lendri skipasmíðastöð. Norræni fjárfestingarbankinn hefur aðsetur í Helsinki. Hlutverk hans er að veita fjárfestingarlán til norrænna samstarfsverkefna. I fréttatilkynningunni kemur fram að stór hluti efnis, tækja og búnaðar vegna þeirra verkefna, sem lánað var til núna, kom frá Norðurlöndum. Fiskveiðasjóður hefur nú fengið jafnvirði um það bil 2.100 milljóna króna að láni hjá Norræna fjárfest- ingarbankanum, en alls nema lán bankans til íslendinga um það bil 21 milljarði íslenskra króna. Það eru rúmlega 8 prósent af heildarútlánum bankans. Stærstur hluti þessa 21 milljarðs hefur farið til orkufram- leiðslu, iðnaðar og sjávarútvegs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.