Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SÉPTEMBER 1991 Arnþór skip- aður yfirlög- regluþjónn Dómsmálaráðherra hefur að tillögu lögreglustjóra skipað Am- þór Ingólfsson í stöðu yfirlög- regluþjóns við embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík í stað Páls Eiríkssonar sem lætur af störfum vegna aldurs í október. Arnþór Ingólfsson er 58 ára gam- all og hefur starfað í lögreglunni j Reykjavík frá-1956. Undanfarin ár hefur hann verið aðstoðaryfirlög- regluþjónn umferðarmála hjá lög- reglunni í Reykjavík. Arnþór er kvæntur Jóhönnu Maggý Jóhannesdóttur og eiga þau 5 uppkomin börn. Vaxtahækkanir á viðskiptavíxlum: Vantar meiri samkeppni á lánsfjármarkaðnum Arnþór Ingólfsson SAS til Seattle og Singapore I frétt hér í blaðinu í gær um samdráttaraðgerðir SAS-flugfé- lagsins og fækkun flugleiða var m.a. sagt að félagið hefði ákveðið að hætta flugi frá Kaupmanna- höfn til Singapore í Asíu og Seattle í Bandaríkjunum. Upplýs- ingar, sem fréttaritari Morgun- blaðsins fékk um þetta, reyndust rangar. Flugfélagið áætlar að fljúga áfram til þessara áfanga- staða. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum. - segir formaður Félags íslenskra stórkaupmanna „AÐ MINU mati liggur vandinn í því að það ríkir of lítil samkeppni á lánsfjármarkaði hérlendis. Afleiðingarnar eru þær að bankarnir geta haldið sinum vöxtum háum um sinn þrátt fyrir lækkandi verð- bólgu. Ef víxlavextir lækka ekki á næstunni mun það bitna á atvinn- ulífinu í landinu,“ sagði Birgir Rafn Jónsson formaður Félags ís- ' lenskra stórkaupmanna þegar hann var spurður um áhrif vaxtahækk- ana á ríkis- og bankavíxla. greiðsluform í innflutningsverslun og segir Birgir að óeðlilega háir vextir og þjónustugjöld stuðli óhjá- kvæmilega að háu vöruverði. „Það Birgir segir að stórkaupmenn bíði spenntir eftir því að erlendum aðilum verði leyft að starfa á íslenskum lánsfjármarkaði en ráð er fyrir því gert að breytingar þar að lútandi taki gildi á næstunni. „Það ríkti ákveðin samkeppni um hríð þegar starfsemi verðbréfasjóðanna var að hefjast en nú hafa bankamir náð þessum fyrirtækjum undir sig og samkeppni frá þessum sjóðum er núna úr sögunni. Sem betur fer lítur út fyrir meiri samkeppni á lánsfjár- markaði í framtíðinni.“ Viðskiptavíxlar eru algengt má vel vera að bankar skjóti sér á bak við það að ríkið keppi við þá um lánsfé en það er aðeins stundar- fyrirbrigði í mínum augum. Ég efast ekki um að þegar til lengri tíma er litið er aukin samkeppni á lánsfjár- markaði hið eina sem dugar til þess að ná vöxtum niður á svipað stig og gengur og gerist í helstu viðskipt- alöndum okkar.“ VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 28. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 300 km suður af Vestmannaeyjum er 985 mb. lægð sem þokast suð-austur og grynnist en yfir Norður-Grænlandi er vaxandi 1.023 mb. hæð. SPÁ: Lægðirnar suður af landinu fara báðar suð-austur. Skilin sem eru rétt fyrir sunnan land færast einnig suð-austur og leysast upp. Lægðin sem er yfir Nýfundnalandi og sést ekki á kortinu er á leið á Grænlandshaf og verður komin þangað á sunnudaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðlægar áttir og rigning eða skúrir um mestan hluta landsins, einkum þó á Suður- og Vest- urlandi. Hiti verður víðast á bilinu 5-8 stig að deginum, en hætt við næturfrosti sums staðar inn til landsins, einkum á norðanverðu landinu. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiöskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * # * -j Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIt kl. 12.00 í gær að ísl. tím, hiti veður Akureyri 1 alskýjaö Reykjavík 8 léttskýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 13 þokumóða Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq -i-1 léttskýjað Nuuk +1 léttskýjað Osló 13 léttskýjað Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn 7 skýjað Algarve 24 heiðskírt Amsterdam 11 rigning Barcelona 21 léttskýjað Berlín 17 skýjað Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 14 skúr Glasgow 12 skýjað Hamborg 11 rigning London 12 skýjað Los Angeles 19 skýjað Lúxemborg 13 skúr Madríd 19 skýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Montreal 7 iéttskýjað NewYork 12 heiðskírt Orlando 19 skýjað París 15 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 26 skýjað Vín 18 skúr Washington vantar Winnipeg 4 skýjað Óeðlilegir vextir á viðskiptavíxlum -segir Gunnar Svavarsson „MIÐAÐ við samspil ríkis og bankakerfis í vaxtamálum fram að þessu, þá þykir mér óeðlilegt að vextir á viðskiptavíxlum skuli vera svo háir. Hins vegar hljóta þessir vextir að lækka mjög ört á næstu vikum því að verðbólgan stefnir í það að verða aðeins 5-7% á næstu mánuðum,“ sagði Gunnar Svavarsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda er hann var inntur álits á vaxtahækk- unum viðskiptavíxla undanfarna daga. Gunnar telur að innlendur víxla- að mörg fyrirtæki eru þegar byijuð kostnaður hafi um árabil verið mjög hár en á síðustu dögum hafi þó steininn tekið úr. „Það er augljóst að þegar verðbólga er um 6% er óeðlilegt að raunkostnaður við víxl- atöku sé um 30%. Þar við bætist að víxlar bera háa forvexti og eru aðeins veittir til skamms tíma í senn. Það er ef til vill hægt að notast við víxla við uppgjör við- skipta en þeir eru ómögulegir sem fjármögnunarleið. Ég veit til þess að afla sér rekstrarfjár með öðrum hætti og er hægt að nefna veltufjár- mögnun, verðtryggð lán eða erlend lán í því sambandi. Háir vextir koma sér einkum illa fyrir lítil fyrir- tæki sem þurfa að treysta á víxla- töku og yfírdráttarheimild í rekstri sínum. Stærri fyrirtæki hafa meiri möguleika til þess að taka fé að láni erlendiSj“ sagði Gunnar að lok- Bifreiðastjórafélagið Frami: Akstur með flugfarþega hækkar um 300 krónur Bifreiðasljórafélagið Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, ákvað á al- mennum fundi, sem nýlega var haldinn, að bjóða áfram sérstakt gjald fyrir akstur með farþega á milli Reykjavíkur og flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið var 3.500 krónur qn hefur verið hækkað í 3.800 krónur vegna gjaldskrárhækkunar og með tilliti til árstíma og færðar. Að sögn Sigfúsar Bjamasonar formanns félagsins var tillaga um að hætta að bjóða flugfarþegum sér- kjör milli Reykjavíkur og flugvallar- ins felld af meirihluta fundarmanna. Sagði hann að þessi þjónusta hefði mælst vel fyrir og í alla staði gengið mjög vel. I sumar var ferðin boðin fyrir 3.500 krónur en á fundinum var samþykkt að hækka gjaldið, með tilliti til árstíma og færðar, um 300 krónur eða 3.800 krónur fyrir ferð- ina. Auk þess verður tekið upp sérs- takt 200 króna aukagjald fyrir hveija aukaleið innanbæjar. Sagði Sigfús, að þetta gjald sam- svaraði innanbæjarakstri að degi til auk þess sem gert er ráð fyrir tíma til að koma fyrir farangri. Ráðuneyti telur kvótauppboð stangast á við lög: Leitað til ráðherra um lagabreytingar HILMAR Hilmarsson, forsvarsmaður Kvótamarkaðarins hf. segir að verið sé að kanna lagalega hlið þess að halda uppboð á fiskveiðikvót- um. Ef niðurstaða verði á þann veg að það stangaðist á við lög að halda slík uppboð þá muni hann leita til Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra og orða við hann hvaða möguleikar væru á því að fá lögunum breytt. Ákveðið var að fresta uppboðinu um hálfan mánuð. Hilmar sagði að lögfræðingur væri að skoða þessi mál og vænti hann þess að niður- staða lægi fyrir eftir um hálfan mánuð. „Þetta er spurning um það hvernig lögin eru túlkuð," sagði Hilmar. í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu í gær er vísað til ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða og bent á að varðandi flutning aflamarks milli skipa þurfi staðfestingu ráðuneytis- ins fyrirfram, og í mörgum tilfellum þurfi samþykki þess og umsagnir sveitarstjórna og. stjórna.sjómanna- félags í viðkomandi verstöð að liggja fyrir. Þá er það skilyrði að skip það sem afli er fluttur til hafi aflahlut- deild í þeirri tegund sem millifærð er. Varðandi varanlegan flutning aflahlutdeildar þá má hann ekki leiða til þess að veiðiheimildir skips verði umfram veiðigetu þess samkvæmt mati ráðuneytisins og'öðlast flutn- ingur ekki gildi fyrr en staðfesting þess liggur fyrir. Þá er óheimilt fyrr en 1996 að framselja aflahlutdeild skips sem rekja má til uppbóta og sömuleiðis að framselja aflahlutdeild nema fyrir liggi samþykki þeirra aðila sem samningsveð áttu í skipinu I. janúar 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.