Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 21 Laxinn vigtaður en hann reyndist vel yfir 30 kg. að þyngd. ÍSNÓ í Kelduhverfi: Hlynur Bragason starfsmaður ÍSNO heldur hér á risalaxinum. I bakgrunni má sjá Steingrím Hermannsson mynda skepn- una. Risalax reyndist yfír 30 kíló RÆKTUN fiskeldisstöðvarinnar ÍSNÓ í Kelduhverfi á norskum laxastofni hefur gengið vonum framar. Ein af þeim tilraunum sem framkvæmdar hafa verið er að sjá hve stórir þessir laxar geta orðið. Einn þeirra var látinn lifa í tæp sex ár og er upp var staðið reyndist hann vel yfir 30 kíló að þyngd. Skepna þessi var sýnd þingmönnum Framsóknarflokksins er þeir voru í skoðunarferð um eldisstöðina fyrir nokkru. Eyjófur Konráð Jónsson stjórnarformaður ÍSNÓ segir að auk ræktunar á þessum norska stofni, sem sennilega er sá eini sinnar tegundar sem e_r heil- brigður í dag, hafi ÍSNÓ verið með lax úr Laxá í Aðaldal í stofn- rækt svo og hafbeitarlax. „Til- raunir okkar með norska stofn- inn hafa gengið vonum framar en þessi lax vex hraðar en lax af íslenskum stofni,“ segir Ey- jólfur. „Bi'agð og litur er hins- vegar það sama, eða svipað, og hjá íslenska stofninum en litnum má stjórna með fóðurgjöfinni. Norski eldislaxinn hjá okkur er nú falur til ræktunar en það er að vísu takmarkað hvað flytja má milli svæða af eldislaxi hér- lendis." Eyjólfur segir einnig að hann telji að fiskeldi eigi sér spenn- andi framtíð hérlendis svo fram- arlega sem menn gefist ekki al- veg upp við þessa starfsemi. Þorsteinn Pálsson um EES-viðræðurnar: Ahersla EB á fjár- festingar í sjávarút- vegi kemur á óvart ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að þó menn hafi alltaf vitað um afstöðu Evrópubandalagsins til fjárfestinga í sjávarút- vegi hafi það komið á óvart að á lokastigi viðræðna EB og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) um sameiginlegt Evrópskt efnahagssvæði (EES) væri þetta atriði gert að máli og settar fram kröfur. Þorsteinn segir að fulltrúar EB hafi á dögunum áréttað enn á ný kröfuna um markaðsaðgang og heimild til fjárfestinga í sjávarútvegi en með fijálsum fjárfestingum gætu fyrirtæki innan EB komist bakdyra- megin inn í okkar fiskveiðilögsögu. „Það sem kom á óvart er fyrst og fremst að menn koma fram á loka- stigi viðræðnanna og gera þetta að máli. Mér sýnist þeir menn ekki vera í stellingum til að ljúka viðræðunum sem haga sér svona. Menn mega mæta vel vita að ísland verður ekki aðili að þessu samkomulagi ef þess- ari kröfu verður haldið til streitu. Það er órofa samstaða meðal ís- lenskra stjórnmálamanna um það. Hefur þessari kröfu EB verið svarað með mjög skýrum hætti af aðalsamn- ingamanni okkar,“ segir sjávarút- vegsráðherra. „Því hefur verið haldið fram að EB vildi ljúka þessum samn- ingum en hugmyndin um EES var upprunalega bandalagsins. Ég vona að á þeim skamma tíma sem eftir er til að ná samkomulagi sjái banda- lagið að sér og skilji okkar sjónar- mið.“ Minmngar- tónleikar á ísafirði Minningartónleikar um Ragn- ar H. Ragnar verða haldnir á Isafirði í dag, laugardag, kl. 15. Tónleikarnir verða haldnir í sal frímúrara. Reykjavíkurkvartettinn leikur verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson og Wolfgang Amadeus Mozart. Ragnar H. Ragnar. Hundasýning Hundaræktarfálags íslands verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík sunudaginn 29. september nk. Dómar hejjast klukkan 9. OOf.h. Aðgangseyrir er 400 krónur jyrir fullorðna og 200 krónurjyrir börn 6-12 ára. Frítt jyrir eldri borgara og öryrkja. Hringur 1 Dómari: Hans Lehtinen, Finnlandi 9.00-11.20 írskursetter 11.20-11.30 Séfer 11.30-11.35 Gælupúðli (Toy) 11.35-11.50 Dvergpúðli (Dwarf) 11.50-12.00 Litlipúðli (Miniature) 12.00-12.30 Hlé 13.05-13.25 Yorkshireterrier 13.30-13.35 Langhundur, stýrhærður 13.35-13.40 Bordercollie 13.40-16.00 íslenskur fjárhundur Hringur2 Dómari: Lasse Luomanen, Finnlandi 9.00-11.30 Labrador retriever 11.30- 12.00 Enskurcockerspaniel 12.00-12.30 Hlé 12.30- 12.40 Enskur springer spaniel 12.40-15.00 Golden retriever 12.30- 13.05 St. Bernharðshu ndur 13.25-13.30 Boston terrier Úrslit sýningar verða klukkan 16.20. Aður en úrslit hejjast verða sýnd hlýðni- og veiðihunda atriði og ennfremur munu Kalli trúður og hundurinn Júlíus Vífill skemmta áhorfendum. IGOR besti hundur sýningar 1990. TIMBURLAND SMIÐJUVEG111, SIMI46699 Timburland hf. er styrktaraðili Hundasýningar á IsLandi. Límtré og ofnþurrkaður harðviður í hœsta gaðaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.