Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 48
< V^terkurog ■ A iir ^ VJ hagkvæmur auglýsingamiðill! /tgÍ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Eldur í sófa í risíbúð ELDUR kom upp í sófa í timb- urhúsi í Karfavogi seint í gær- kvöldi. Slökkvilið var kvatt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Eidurinn kom upp í risi hússins sem er timburhús. íbúi í risíbúð- inni, eldri maður, var kominn út úr húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. Tveir reykkafarar fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn með vatni. Talið er að kviknað hafí út frá sígarrettu. íbúðin var reyktæmd og hlutust ekki miklar skemmdir af eldinum. Fjórii’ staðnir að ólög- legum rækjuveiðum: Tveir féllust á sátt en tveir tóku sér frest SKIPSTJÓRARNIR á rækjubát- unum Víði Trausta EA 517 og Sæbjörgu ÓF 4, sem varðskip , stóð að ólöglegum rækjuveiðum innan viðmiðunarlínu á Axarfirði á fimmtudag, luku málum sínum með dómsátt hjá héraðsdómara á Dalvík i gær með því að fallast á að greiða 150 þúsund króna sekt og sæta upptökku á afla. Skipstjórarnir á Stefáni Rögn- valdi EA 345 og Otri EA 162, sem einnig voru staðnir að ólöglegum veiðum á sama svæði, tóku sér frest til að taka afstöðu til sáttarinnar, en að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirs- sonar héraðsdómara töldu þeir sig hafa verið réttu megin línunnar. Fallist skipstjórarnir ekki á sáttina geta þeir búist við að ríkissaksókn- ari gefi út ákæru á hendur þeim. Að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirs- sonar héraðsdómara, voru bátamir skammt innan við viðmiðunarlínu, allt niður í 0,3 sjómílur, þegar þeir voru staðnir að veiðunum. Við lög- reglurannsókn á staðarákvörðun kom fram að á Sæbjörgu ÓF 4 höfðu vitlausir punktar verið stimpl- aðir inn í staðarákvörðunartæki, af vangá að talið er. Flugbrautin máluð Morgunblaðið/ólafur Bragason Að undanförnu hafa starfsmenn Flugmálastjórnar í Vestmannaeyjum unnið við að mála yfirborðsmerkingar á flugvöllinn þar. Eyjamenn áætla að ljúka verkinu á 11 dögum og nota til þess 3.800 lítra af þynntri málningu. Fremst á myndinni sést eitt strik í miðlínu brautar- innar, en það er 30 fermetrar að stærð. Tölustafirnir, sem tákna segul- stefnu flugbrautarinnar, eru 18 metra háir, eða sem svarar hæð 10 meðalmanna. Alls er flöturinn, sem mála þarf, tæplega 4 þúsund fer- metrar. Búnaðarbanki og sparisjóðir lækka vexti um mánaðamót BUNAÐARBANKI Islands lækkar útlánsvexti sína 1. október, um 1,25-1,75 prósentustig og innláns- vexti á sérkjarareikningum um 3 prósentustig. Jón Adolf Guðjóns- son, bankastjóri, á von á frekari víixtiilækkunum í síðasta lagi um mánaðamótin október/nóvember. Sparisjóðir hafa líka ákveðið að lækka vexti; bankaráðsfundur Landsbanka Islands ákvað í gær að vextir bankans yrðu fyrst um sinn óbreyttir og segir Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri, að það megi að hluta rekja til þess að vextir af ríkisvíxlum lækkuðu ekki eins og vextir bankavíxla svo það þurfti að hækka þá aftur. Davíð Oddsson forsætisráðherra um ræðu Bandaríkjaforseta: * Akvarðanir sem fela í sér stórkostlegar breytingar „ÞETTA eru mjög róttækar ákvarðanir sem Bandaríkjaforseti stend- ,ur fyrir og fela í sér stórkostlega breytingu, ekki síst varðandi uppbyggingu kjarnorkuvopnabúnaðar beggja aðila, því ekki er að efa að Sovétmenn hljóta að bregðast við eftir ákvarðanir af þessu tagi,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra er Morgunblaðið leit- aði viðbragða hans við ræðu George Bush Bandaríkjaforseta í nótt. Honum og öðrum forystumönnum ríkja Atlantshafsbandalagsins var kynnt efni ræðunnar bréflega laust cftir hádegi í gær. Forsætisráðherra sagði þetta eitt á höfunum sagði Davíð ákvarðanir stærsta skref sem stigið hefði ver- ið til afvopnunar og næði ekki síst til þeirra vopna sem talin hafi ver- ið hættulegasta ógnun við stöðug- leika og frið. „Engu að síður er skýrt tekið fram af hálfu Banda- ríkjaforseta að Atlantshafsbanda- lagið og Bandaríkin sérstaklega muni áfram tryggja öryggi banda- lagsríkjanna með langdrægum vopnabúnaði og flugvélum stað- settum í Evrópu, sem borið geta kjarnorkuvopn." Um það sem snýr að vígbúnaði Bandaríkjaforseta í samræmi við stefnu Atlantshafsbandalagsins. „Það kom fram á fundi sem ég átti með Bandaríkjaforseta fyrir skömmu að sú stefna er ofan á í NATO að aðgerðir gagnvart flotan- um eigi sér stað einhliða en ekki með samningum við Sovétríkin." Forsætisráðherra sagði þetta byggjast á þeim grundvailarmun sem sé á Atlantshafsbandalaginu annars vegar og Sovétríkjunum hins vegar. „NATO er bandalag sjóvelda og háð siglingaleiðum en Sovétríkin eru landveldi og flutn- ingaleiðir þeirra eru á landi. Þessi grundvallarmunur hefur leitt til þeirrar stefnu NATO-ríkjanna að Sovétmenn eigi enga kröfu á bandalagið um samninga um af- vopnun á höfunum heldur sé það bandalagsins sjálfs að meta hvenær og með hvaða hætti sé óhætt að fækka ! sjóheijum. Það er þetta sem er að gerast núna. Bandaríkin taka einhliða ákvörðun uni ákveðna fækkun á sviði kjarnavopna. Ég fagna þess- um ákvörðunum mjög og tel þær afskaplega mikilvægar og merki- legar. í rauninni er um að ræða gjörbreytingu á stöðunni frá því sem var og þetta byggist ekki síst á raunsæju mati á þeim breyttu aðstæðum sem orðið hafa í okkar heimshluta að undanförnu," sagði Davíð Oddsson. Svör fengust ekki í íslandsbanka hvort vextir yrðu lækkaðir um mánaðamót. „Við erum enn sem fyrr að reyna að gæta þess að það sé samræmi á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, þannig að kjörin verði sem líkust þegar við lítum á árið í heild," sagði Jón Adolf við Morgunblaðið. í sambandi við háa raunávöxtun við- skiptavíxla sagði hann að þegar verð- bólgan væri jafn lág og nú væri auðvitað hægt að finna dæmi um háa raunávöxtun. Hins vegar yrði að skoða hlutina í stærra samhengi og horfa á vaxtastig til lengri tíma. Brynjólfur Helgason sagði að þetta kæmi oft upp þegar verðbólgan væri á niðurleið. Þá tefðust vaxta- breytingar alltaf eitthvað á sama hátt og vextir vildu sitja eftir í auk- inni verðbólgu. Hins vegar yrðu vaxtamál á döfinni á næstunni og grundvöllur væri að myndast til að lækka vexti á óverðtryggðum kjör- um. Þetta hefði verið rætt á banka- ráðsfundi í gær og niðurstaðan orðið sú að ekki lægju nægilegar upplýs- ingar fyrir til að breyta vöxtum. Fljótlega yrði fundur aftur og þá gæti vaxtabreyting komið til fram- kvæmda 11. október. Þeir hefðu í huga að lækka vexti á óverðtryggð- um liðum, en biðu átekta meðal ann- ars með tilliti til þeirra hræringa sem hefðu verið að undanfömu. Aðspurður sagðist hann vera að vísa til samspils á vöxtum af bankavíxlum og ríkisvíxlum, en Landsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti á bankavíxlum um 4 prósentu- stig 11. september. Þeir þurftu hins vegar að hækka vextina aftur upp fyrir vexti á ríkisvíxlum nú í vikunni eftir að þeir höfðu aðeins lækkað um 1,5 prósentustig. Brynjólfur sagði að það væri óhætt að segja að þetta mál hefði hægt á vaxtalækkunum bankans. Til dæmis þyrfti að skoða vexti á bankavíxlum sem væru inn- lánsvextir í raun í samhengi við háa raunávöxtun á viðskiptavíxlum. Líka yrði að skoða vaxtaþróun til lengri tíma. Það þýddi ekki að elta toppa og botna í verðbólguþróun. Benedikt Geirsson, aðstoðarspari- sjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sagði ljóst að vextir sparisjóðanna myndu lækka um mánaðamótin en vildi ekki segja um hve mikla lækkun yrði að ræða. Aðspurður um háa raunávöxtun á viðskiptavíxlum sagði hann að allt önnur mynd kæmi upp ef vextimir væru skoðaðir yfir lengri tíma til dæmis samkvæmt þeirri forskrift sem tekin var upp við gerð síðustu kjarasamninga, en þá er miðað við hækkun lánskjaravísitölu tvo mánuði aftur í tímann, og spá fyrir einn mánuð. Það væri ekki hægt að skoða vextina einungis í einum tímapunkti. Þá mætti einnig benda á ávöxtun- arkröfu ríkisvíxla, en ríkið væri tryggasti skuldarinn í landinu, og viðskiptavíxla og spyrja hvað væri eðlilegt vaxtastig þarna á milli. Frá og með 1. október verður verð Morgunblaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 1.200, verð í lausasölu kr. 110 ein- takið. Grunnverð dálksenti- metra auglýsinga verður kr. 765.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.