Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28‘. SEPTEMBER 1991 Þjóðveldið og evrópski byltingarandinn eftirBjörn Bjarnason Þegar ísland byggðist settust hér að sjálfstæðir höfðingjar. Þeir námu land og helguðu sér. Þetta voru goðarnir og hefur þeim verið lýst sem fullvalda, af því að enginn var yfir þá settur og þeir voru all- ir jafnir að lögum. Um 930 skipt- ist ísland í 36 goðorð og þá ák- váðu hinir fullvalda goðar að stofna Alþingi, þar sem þeir komu allir saman, sátu á miðpalli og fóru með löggjafar- og dómsvald. Bændum var skylt að fylgja ein- hveijum goða, sem var á hinn bóg- inn falin lögvernd einstaklinga inn- an goðorðsins. Goðamir hittust ekki á Alþingi í því skyni að afsala sér fullveldi sínu heldur til að styrkja það með sameiginlegri aðild að ákvörðun- um, er varðaði þá alla og landið í heild. Vafalaust hafa ýmsir talið, að með þátttöku í Alþingi hafi þeim verið settar óeðlilegar skorð- ur og sögumar geyma vissulega margar frásagnir um þrætur og illdeilur vegna ágreinings á þingi. Grunnhugmyndin um nauðsyn þess að hafa ein lög til að tryggja friðinn var þó virt, svo sem best er lýst, þegar Alþingi samþykkti kristnitökuna árið 1000. Þessir stjómarhættir ríktu í landi okkar á þjóðveldisöld en í upphafi hennar kölluðust goðorð mannaforráð, veldi, en síðar ríki. Þegar valdajafnvægið á milli ein- stakra höfðingja raskaðist var frið- urinn úti í landinu og að lokum var kallað á Noregskonung til hjálpar, svo sem gert var með Gamla sáttmála frá 1262. Upprifjun á þessum sögulegu staðreyndum á vel við, þegar enn er rætt um breytingamar eða bylt- inguna, sem hefur verið og er að gerast í Evrópu og við höfum ein- stakt tækifæri til að tengjast með samningum um evrópskt efna- hagssvæði. Um nauðsyn þeirrar samningsgerðar hefur verið sam- staða milli allra stjórnmálaflokka í landinu fyrir utan Kvennalistann. Hins vegar er enn of snemmt að segja fyrir um, hvort hún tekst. Lýðræði og frjáls verslun Hugmyndinni að baki Evrópu- bandalaginu svipar mjög til þess, sem íslensku goðamir töldu skyn- samlegast með stofnun Alþingis 930. Fullvalda ríki stofna til sam- taka í því skyni að styrkja sig með samþjóðlegum ákvörðunum. Ætl- unin er ekki að bijóta neinn á bak aftur heldur setja sameiginlegar reglur um ákveðna þætti ríkis- starfseminnar og koma á fót dóm- stólum til að gæta þess að reglun- um sé fylgt. Til að útiloka, að ástandið verði eins og hér á Sturl- ungaöld em slegnir vamaglar inn- an Evrópusamstarfsins. Hugsjónin um sameinaða Evr- ópu er gömul. Hún fékk byr undir báða vængi eftir lok síðari heims- styijaldarinnar. Þá vora uppi fram- sýnir stjómmálamenn, sem sáu, að með virðingu fyrir lýðræðisleg- um stjórnarháttum og fijálsum viðskiptum milli ríkja yrði með bestum hætti spornað gegn stríðs- hættu í Evrópu. 1949 var Evrópur- áðið stofnað í því skyni að efla virðingu fyrir lýðræði, mannrétt- indum og rétti minnihlutahópa. Sama ár var enn frekari öryggis- ráðstöfun gerð með því að tengja varnir Evrópu og Norður-Ameríku saman í Atlantshafsbandalaginu. Vísir að Evrópubandalaginu varð til með samstarfi Frakka og Þjóð- veija um kola- og stálframleiðslu en bandalagið var formlega stofn- að með Rómarsáttmálanum, stjómarskrá þess, frá 1957. Kjam- inn í stefnu bandalagsins felst í frelsi í viðskiptum, „fjórfrelsinu" svonefnda, sem á að koma endan- lega til framkvæmda með sameig- inlegum markaði aðildarþjóðanna 12 frá og með 1. janúar 1993. Kommúnistar og sósíalistar töldu Rómarsáttmálann á sínum tíma ögrun við stefnu sína í efnahags- og atvinnumálum. Þeir hafa nú fallið frá andstöðu sinni við Rómar- sáttmálann. Með samningunum um evrópska efnahagssvæðið era aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), en íslendingar gerðust þátttakendur í því 1970, að tengj- ast „fjórfrelsi" Evrópubandalags- ins og hinum sameiginlega mark- aði 340 milljóna manna, sem verð- ur til 1. janúar 1993. Er eðlilegt að þeir, sem eru andvígir fijáls- ræði í viðskiptum, séu á móti þátt- töku íslendinga í þessu samstarfi, enda verður helst vart við andstöðu við það meðal þeirra, sem hallast hafa að haftabúskap eða forræðis- hyggju í anda sósíalisma og kom- múnisma. Byltingarandi í Evrópu Á dögunum átti ég þess kost í fyrsta sinn að sækja þing Evrópu- ráðsins í Strassborg, en þar hafa íslendingar verið þátttakendur í 40 ár, eða síðan 1951. í ræðum á þinginu líktu sumir ástandinu í Evrópu við það, sem var að gerast í álfunni 1848. Til atburðanna um þær mundir má annars vegar rekja upphaf sjálfstæðisbaráttu íslend- inga og hins vegar rætur marxism- ans. Nú era þjóðirnar sem urðu marxismanum að bráð að bijóta af sér hlekki hans. Líta þær til Evrópuráðsins vegna þess að aðild að því er viðurkenning á, að mann- réttindi og lýðræðislegir stjómar- hættir hafi fest rætur. Ungveijar og Tékkóslóvakar era þegar orðnir aðilar að Evrópuráðinu. Á þinginu núna var Eistlendingum, Lettum og Litháum fagnað sem sérstökum gestum og hafinn er undirbúningur að inngöngu þeirra í ráðið. Sömu sögu er að segja um Pólverja, Rúmena, Búlgari og Albani. Átökin í Júgóslavíu settu svip sinn á umræður. Fengum við sem sitjum í stjórnmálanefnd ráðsins að hlusta á fulltrúa einstakra lýð- velda í Júgóslavíu lýsa stefnu sinni og markmiðum. Var síðan sam- þykkt með nokkrum meirihluta á þingi ráðsins, að skora á ríkis- stjórnir aðildarríkjanna að kanna, hvort ekki bæri að viðurkenna sjálfstæði einstakra lýðvelda Júgó- slavíu og horfast þannig í augu við þá staðreynd, að samandsríkið þar er orðið að engu. Jafnframt ályktaði stjórnmálanefndin að kannað skyldi, hvort ekki ætti um tíma að minnsta kosti að slíta hin sérstöku tengsl ráðsins við Júgó- slavíu, sem felast í gestaaðild landsins að ráðinu. Greiddi ég at- kvæði með þessum tillögum og lýsti stuðningi við stefnumótun af ‘ þessu tagi í ræðu á þinginu. Grunnþáttur í starfi og stefnu Evrópuráðsins er að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Foryst- umenn í fyrrum leppríkjum Sov- étríkjanna líta síður en svo á aðild að Evrópubandalaginu sem tak- mörkun á þessum rétti þjóða sinna eða fullveldi ríkja sinna. Þvert á móti telja þeir aðildina eina helstu forsenduna fyrir því, að þjóðfélög þeirra geti þróast með eðlilegum hætti. Krafa margra er sú, að Evrópubandalagið slaki á við ákvarðanir um frekari samruna aðildarrþjóðanna. Innan banda- lagsins mega þeir sín, hins vegar mikils sem segja, að frekari samr- uni ríkjanna innan þess sé besta tryggingin fyrir því, að bandalagið hafi styrk til að taka við nýjum aðildarríkjum úr Mið- og Austur-Evrópu. Þegar um þessi mál er rætt á evrópskum forsendum hljóta allir að fyllast fögnuði yfir hinu ein- stæða tækifæri, sem kann að gef- ast til að sameina Evrópu undir merkjum lýðræðis og fijálsra við- skipta. Minnt er á þá staðreynd, að lýðræðisríki í Evrópu hafí aldrei stofnað til ófriðar í álfunni. Má með sanni segja, að byltingarandi ríki í Evrópu um þessar mundir og eftirvænting eftir því að breyt- ingarnar hafi gott eitt í för með sér að lokum, þótt leiðin verði erf- ið fyrir marga. Hræðslutríóið Satt að segja var það eins og að stíga inn allt aðra veröld eða veröld sem var, að fá við heimkom- una frá Strassborg í hendur Morg- unblaðið með greinum eftir þau þijú, Hannes Jónsson, Guðmund Björn Bjarnason „Hugmyndinni að baki Evrópubandalaginu svipar mjög til þess, sem íslensku goðarnir töldu skynsamlegast með stofnun Alþingis 930. Fullvalda ríki stofna til samtaka i því skyni að styrkja sig með samþjóðlegum ákvörðunum. Ætlunin er ekki að brjóta neinn á bak aftur heldur setja sameiginlegar reglur um ákveðna þætti ríkis- starfseminnar og koma á fót dómstólum til að gæta þess að reglunum sé fylgt.“ Jónas Kristjánsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem öll töldu sig þurfa að setja ofan í við mig í nafni hinna nýstofnuðu samtaka, er kalla sig því furðulega nafni Samstaða um óháð ísland. Til- gangur þeirra er að beijast gegn þátttöku íslands í Evrópusamstarf- inu og þó sérstaklega aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu svo að ekki sé minnst á Evrópubanda- lagið. Andstöðu sína við Evrópusam- starfíð rökstyðja þau hvert með sínum hætti. Meðal annars er vitn- að óspart í ákvæði hins ógerða samnings um evrópska efnahags- svæðið. Ef meðferð þeirra á þeim texta er í samræmi við útúrsnún- HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS hejw virmingirm ingana á greinum mínum gef ég ekki mikið fyrir slíkar textaskýr- ingar. Þó fínnst mér kasta tólfun- um, þegar Hannes Jónsson tekur sér fyrir hendur að tala fyrir hönd látinna forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og hampa stofnskrá flokksins. Kvennalistinn hefur skipað sér í svipaðan flokk og þeir, er skynj- uðu ekki anda sögunnar og bylt- inganna um miðja síðustu öld. Ingi- björg Sólrún hefur þó gefíð til kynna eða beinlínis sagt, að þau mál sem flokknum eru eða hafa verið kær eins og andstaða gegn álveri yrðu að víkja, ef þau stæðu í vegi fyrir aðstöðu til valda. Kvennalistinn er þannig að mörgu leyti í svipuðum sporam og Alþýðu- bandalagið var, á meðan menn reyndu þar að halda í gömul stefn- umál. Nú treysta forystumenn Al- þýðubandalagsins sér ekki einu sinni til að ræða um fortíð flokks- ins, hvað þá kannast við gömlu stefnuna. í Morgunblaðsgrein sinni gagn- rýnir Ingibjörg Sólrún mig einkum fyrir að setja ekki á prent eitt- hvað, sem hún vildi, að ég hefði sagt! Úr því að ég hef þá skoðun, að skynsamlegt sé fyrir okkur Is- lendinga að nýta nú tækifærið til að semja um evrópska efnahags- svæðið, en hef ekki útlistað opin- berlega skoðanir mínar á samn- ingi, sem ekki hefur verið gerður, er sagt að mig skorti sjálfstætt mat og leggi lítið til umræðna um efnahagssvæðið. Hvers vegna birt- ast þá þijár greinar á tveimur vik- um í Morgunblaðinu til að svara því, sem ég hef sagt? Oftar en einu sinni hef ég lýst opinberlega, að mig skorti rök fyr- ir að mæla með aðild íslands að Evrópubandalaginu. Þótt samning- arnir um evrópska efnahagssvæðið nái yfír mikið af því, sem við þyrft- um að semja um, ef aðild að banda- laginu yrði á dagskrá, skiptir það, sem á vantar, sköpum um aðild eða ekki aðild. Ingibjörg Sólrún virðist ekki átta sig á þessum mun á samningunum um evrópska efna- hagssvæðið (EES) annars vegar og aðild að Evrópubandalaginu (EB) hins vegar. Hún segir meðal annars í grein sinni, er birtist föstudaginn 20. september: „En Björn vill grípa tækifærið, og það er varla hægt að draga aðra álykt- un af hans eigin orðum en þá að hann sé í raun fylgjandi aðild ís- lands að EB, og telji það jafnvel betri kost en EES.“ Til að eyða öllu hugarangri Ingibjargar Sólr- únar um þetta efni er mér ljúft að fullvissa hana um, að ég ætla ekki að liggja á því, ef sú tíð kem- ur, að ég sannfærist um gildi þess fyrir okkur íslendinga að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Gamli sáttmáli Andstæðingum þátttöku íslend- inga í Evrópusamstarfinu er tamt að vísa til Gamla sáttmála og segja, að þátttaka í evrópska efnahags- samstarfínu sé sambærileg við það sem gerðist er íslendingar gengu Noregskonungi á hönd vegna inn- byrðis ágreinings. Ef hið hæfílega jafnvægi, sem goðarnir leituðust við að treysta sín á milli með yfír- ríkjastofnuninni Alþingi, hefði haldist, hefðu þeir ekki þurft að leita á náðir Noregskonungs. Að mínu mati er út í hött að bera samning íslendinga á jafn- réttisgrandvelli við vinveittar ná- grannaþjóðir sínar um sameigin- legan, fijálsan markað með eftir- litsstofnun og dómstóli til að fylgja samningnum eftir við Gamla sátt- mála. Miklu nær er að líkja slíkum samningi við það, þegar goðarnir ákváðu að ganga til Álþingis 930. Ef við nýtum ekki tækifærið núna kunnum við hins vegar síðar að neyðast til að gera ígildi Gamla sáttmála, þegar við höfum sopið seyðið af því að taka ekki eðlilegan þátt í samstarfi helstu viðskipta- þjóða okkar. Ilöfundur er þingmaðuc Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.