Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 17 á vakt allan sólarhringinn, auk þess sem aðstoðarlæknir lyflækn- ingadeildar sinnir bráðatilvikum á deildinni þegar þörf krefur. Röntgendeildin veitir almenna röntgenþjónustu og þar eru einnig framkvæmdar ómskoðanir fyrir sjúkrahúsið, Hafnarfjarðarsvæðið og Garðabæ. Gerðar voru um 3.400 rannsóknir á síðasta ári. Sömu sögu má segja um rannsókn- ardeildina, en þar eru gerðar um 15 þús. rannsóknir að beiðni lækna sjúkrahússins og heilsugæslulækn- anna í Hafnarfirði og Garðabæ. Á speglunardeild eru gerðar um 900 speglanir á meltingarvegi. Deildin er staðsett í göngudeildarhúsnæði sjúkrahússins, en þar er aðstaða fyrir sérfræðimóttöku í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, sem starfræktar eru við sjúkrahú- sið. Þar er einnig haganlega fyrir- komið göngudeildarskurðstofu, þar sem gerðar eru um 260 augn- aðgerðir. Heildarfjöldi skurðað- gerða þar er-um 760 aðgerðir. Um samstarf við einstaklinga og stofnanir Samstarf sjúkrahússtjórnar, læknaráðs og yfírstjórnar hjúkrun- arfræða hefur verið einstaklega gott. Markviss skipulagning læknisfræði- og hjúkrunarsviðs á undanförnum árum hefur verið byggð á faglegum og ábyrgum ijárhagslegum grunni. Aldrei hefur verið misst sjónar á áður settu hlutverki sjúkrahússins, þ.e. að það skuli fyrst og fremst þjóna þörfum Hafnfirðinga og fólksins í ná- grannabyggðum. Læknaráð, í samráði við framkvæmdastjóra sjúkrahússins, hefur í tvígang á síðustu árum skipað nefnd til að endurskoða og gera tillögur um ný og breitt þjónustusvið í tengsl- um_ við sjúkrahúsið. Á síðustu vikum og dögum hef- ur fólki orðið tíðrætt um sjúkrahú- sið og stöðu þess í heilbrigðiskerf- inu. St. Jósefsspítali gegnir lykil- hlutverki í heilbrigðisþjónustu Hafnarfjarðarsvæðisins -og hefur haft forustu á mörgum sviðum rannsókna, lækninga og fræðslu. Samstarf sjúkrahússins og heil- brigðisstofnana á svæðinu, s.s heil- sugæslustöðvanna í Hafnarfirði og Garðabæ, hjúkrunarheimilisins Sólvangs og Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, Hrafnistu, hefur verið til fyrirmyndar. Það sama er hægt að segja um samstarfíð við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, en þangað eru sjúklingar sendir til sérhæfðari meðferðar, þegar þörf er á, en við þeim tekið aftur á St. Jósefsspítalann til framhaldsmeð- ferðar, um leið og óskað er. Hefur slíkt fyrirkomulag tvímælalaust létt á starfsemi þessara sjúkra- húsa, sem hafa ekki síst átt við rekstrarerfíðleika að stríða, vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og niðurskurðar í fjárveitingum. Engum dylst, sem til þekkir, að góð, markviss og fagleg vinnu- -bl'ögð á síðastliðnum árum í skipu- lagningu heilbrigðisþjónustunnar í Hafnarfírði og nágrenni hefur nú skilað ríkulegum árangri. Þar hef- ur hver stofnun (heilsugæslan, sjúkrahúsið, öldrunar- og hjúk- runarheimili) og þjónustusvið (t.d. heimahjúkrun, heimilishjálp) sitt hlutverk og samtengd mynda eina heild. Hún einkennir þá virku heil- brigðisþjónustu á þessu svæði, sem nú er litið til í faglegu tilliti. Hvers vegna? Athuganir hafa leitt í ljós, að á Hafnarfjarðarsvæðinu er aidrað fólk ekki á biðlista fyrir vistun á hjúkrunarheimili (landlæknisemb- ættið, 1991). Er í raun æskilegt og hagkvæmt að flytja aldrað fólk frá öðrum byggðarlögum (t.d. Reykjavík) til vistunar og hjúkrun- ar í Hafnarfjörð? Er hagkvæmara að láta Hafnfírðinga og Garðbæ- inga sækja frekari læknisþjónustu (rannsóknir og sérfræðiþjónustu) til Reykjavíkur? Er ekki stefnan sú, að færa læknisþjónustuna til fólksins? Stjórnendur St. Jósefsspítalans hafa sýnt í verki á síðastliðnum árum, að þeir er reiðubúnir hvenær sem óskað er, að ræða og taka 'þátt í sparnaði og hægræðingu í rekstri stofnunarinnar. Einhliða ákvörðun um breytingu á rekstri sjúkrahússins er móðgun við þetta fólk, sem býr yfír dýrmætri þekk- ingu og reynslu á þessu sviði. Hvers vegna á að spilla og rífa niður eitt af því fáa, sem hefur tekist vel að byggja upp í heil- brigðisþjónustunni og margt má af læra? Það er því ekki furða þó að lærð- ir og leikir, sem til þessa máls þekkja, spyrji: Hvers vegna St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Höfundur er læknir í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Þorsteinn Gylfason: Töfraflautan Til Manuelu Wiesler Þegar Manuela var níu ára fékk hún að sjá Töfra- flautuna í Vínarhorg. Þegar þar kom að Tamínó spilar á flautuna og sefar villidýrin varð hún uppnumin. Á næstu jólum var flauta undirjóla- trénu. Nú er Manuela einn fremsti flautuleikari heimsins. Á síðari árum spilar hún stundum lag eftir franska tónskáldið Jolivet sem heitir Akall um að myndin verði tákn. Það var samið handa vini Jolivets sem var ljósmyndari. Hjá vegi í Vínarskógi veit ég af tærri lind. í lindinni getur að líta Ijósa og hrífandi mynd. Myndin var kveðin í kvæði og kvæðið þótti eins og rós. Þannig varð teikn að tákni. Og tákn eru aldrei ljós. En tákn geta orðið tónar sem töfra skógarins dýr. Þá verður lífið leikur og leikurinn ævintýr. Birt í tilefni af frumsýningu Töfraflautunnar. NISSAN WAGON 4x4 Fyrir þiq og þíflQ Nissan Sunny Wagon SLX 1.6 16 ventla er skemmtileg nýjung. Hann er fjórhjóladrifínn með sítengdu aldrifí og ótrúlega rúmgóður. Nissan nafnið tryggir þér mikla reynslu og natni í framleiðslu. NISSAN WAG0N 4x4 1.6 SLX kr. 1.135.000.-. stgr. Bílasýning Sævarhöfóa 2, laugardag og sunnudag fró kl. 14-17. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.