Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 iiltóáur r a moruun / ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Eiður Ágúst Gunnarsson syngur ein- söng. Kaffiveitingar safnaðarfé- lagsins eftir messu. Munið kirkju- bílinn. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Elín Árnadóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson, sr. Hjalti Guðmundsson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu á sama tíma. Sam- koma Hjálpræðishersins kl. 16.30. Mikill söngur. Vitnisburðir. Hjálpræðisherinn. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Yngri börnin niðri, eldri börnin uppi. Fjölbreytt starf. Messa kl. 14. Kynningarmessa fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Eftir messu er boðið upp á molasopa og fermingarstarfið kynnt. Prestarnir. Mánudag: Að- alfundur Grensáskirkju kl. 18.00. Þriðjudag: Kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Þá helgistund með fyrirbænum og altarisgöngu. Að henni lokinni er súpa, brauð og kaffi á boðstólum. Öllu þessu getur verið lokið fyrir kl. 13.00. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14.00 fyrir eldri borgara og vini þeirra. Opið hús og kaffiveitingar á eftir. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirk- jubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjón- ustuna. Hámessa: kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Jón Stefáns- son. Prestursr. Flóki Kristinsson. Stólverskór Langholtskirkju syngur. Molasopi að guðsþjón- ustu lokinni. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag: Guðsþjónusta kl. 11 í Hátúni 10b. Sr. Jón Bjarman. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirs- son, sjúkrahúsprestur, messar. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Organisti Ronald V. Turn- er. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Guðspjall dagsins: Matt. 22.: Hvers son er Kristur? Ólafsson. Miðvikudag: Bæna- messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Ing- ólfur Guðmundsson. Barnastarf á sama tíma. Börnin ganga niður á neðri hæð þegar prédikun hefst og fá þar fræðslu og söng við sitt hæfi. Umsjón hafa Bára Frið- riksdóttir og Eirný Ásgeirsdóttir. Miðvikudag: Samkoma kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða", stjórnandi Þorvaldur Halldórs- son. Prédikun, fyrirbænir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11 árdegis. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í kirkjunni. Miðvikudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Þorvaldur Björnsson. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jón- asson. DIGRANESPRESTAKALL: Barn- asamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir, tromp- etleikari Jón Sigurðsson. Barna- samkoma kl. 11 í umsjón sr. Guðmundar Karls Ágústssonar. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10. Sérstök samvera til eflingar kirk- justarfi verður í kirkjunni 1., 2. og 3. október kl. 20.30. Prestarn- ir. GRAFARVOGSSÓKN: Barna- og fjölskyldúmessa kl. 11. Fyrsta barnasamkoma vetrarins. Börnin fá nýjan sunnudagspóst. Nýir söngvar. Ungt fólk aðstoðar. Vig- fús Þór Árnason. HJALLASÓKN: Messusalur Hjall- asóknar Digranesskóla. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Helgi- stund kl. 13.30 og kl. 15.30. Fermingarbörn boðuð sérstak- lega. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Fyrsta samvera barnastarfsins verður í safnaðarheimilinu Borgum á sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. KOPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. .Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN í Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Börn úr fiðlu- hljómsveit Suzuki-tónlistarskól- ans leika. Gestgjafi í söguhorninu er Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur. Heitt á könnunni fyr- ir þá eldri. Guðsþjónusta kl. 14.00. Morgunandakt miðviku- dag 2. okt. kl. 7.30. Orgelleikari Violeta Smid. Cecil Haraldsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Gestur frá Kirkjulækjarkoti. Ræð- umaður Hinrik Þorsteinsson. Barnagæsla. KFUM & KFUK: Samkoma í kristniboðssalnum kl. 20.30 í umsjá Gideonmanna. Sunnudag- askóli kl. 11. ÖRKIN, færeyska sjómanna- heimilið: Samkoma kl. 17. Ræðu- maður Kara Lambhauge frá Skopum í Færeyjum. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Organisti Guðm. Ómar Óskars- son. Sr. Jón Þorsteinsson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Skólabíll fer um bæinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. J Gunnþór Ingason. FRIKIRKJAN í Hafnarfirði: Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. YTRl-Njarðvíkurkirkja: Messa kl. 11. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Kór kirkjunnar syngur. Prestur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Sókn- arnefnd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. Einsöngur Mar- ía Guðmundsdóttir. Organisti Einar Örn Einarsson. Sr. Lárus Halldórsson. GRINDAVÍKURKjRKJA: Messa kl. 14. Kjartan Ólafsson syngur einsöng. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Messukaffi í umsjá Fáskrúðsfirð- inga. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Est- er Ólafsdóttir, nýr organisti, tekur til starfa. Garðvangur, dvalar- heimili aldraðra: Helgistund kl. 15.30. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Messa kl. 13. Flautuleikur Hildur Svavarsdóttir. Organisti Robert Darling. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Aðalsafnaðar- fundur að messu lokinni. Sr. Sva- var Stefánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugar- dag, kl. 13 í safnaðarheimilinu. Barnaguðsþjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11 og fjölskyldu- messa kl. 14. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson í Grundarfirði prédik- ar. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Nk. fimmtudag fyrirbænamessa kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organ- isti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sr. Jens H. Nielsen sóknarprestur í Búðar- dal prédikar. Sóknarprestur. Herdís Zakaríasdóttir, Djúpadal — Minning Herdís Zakaríasdóttir á að baki langa ævi því hún hefði orðið 95 ára á aðfangadag; 24. desember. Ég kynntist Herdísi í Djúpadal þegar ég var þar í sveit sem lítill drengur í nokkur sumur. Hún var þá hús- freyja í Djúpadal og stjórnaði af mikilli röggsemi öllu heimilishaldi auk þess sem hún sá um að mjólka kvölds og morgna, kýrnar sáu heim- ilisfólkinu fyrir nauðsynlegum mjólkurafurðum. Minningar mínar um Herdísi tengjast óneitanlega mjöltunum. Ég þótti fljótlega, eftir /komu mína í Djúpadal, liðtækur við mjaltirnar og framan af mjólkaði ég með Herdísi. Þá gerði ég mér grein fyrir að þar fór kona sem hafði þurft að vinna hörðum höndum alla sína ævi. Hun hlífði sér hvergi og féll ekki verk úr hendi allan liðlangan daginn, sem oft gat verið langur. Vegna ósérhlífni Herdísar kom ekki á óvart að þeir sem slógu slöku við í vinnu voru ekki í miklum metum hjá henni. Heimilisstörfin í Djúpadal voru unnin við nokkuð frumlegar aðstæð- ur. Þar var ekkert rafmagn framan af og oft var erfitt að afla nauð- synja vegna stopulla samgangna. Þvottavél var til dæmis ekki til þann tíma sem ég var í Djúpadal og þess vegna var þvotturinn þveginn upp á gamla mátann. Mér er minnisstætt þegar Herdís stjómaði stórþvotti. Kynt var með eldivið undir stórum potti og þvotturinn soðinn. Á eftir var farið niður að á og þvotturinn skolaður. Þetta voru framandi vinnu- aðferðir fyrir dreng sem kom úr stór- borginni. Herdís var ótrúlega víðsýn og hafði þekkingu á mörgum hlutum. Þessarar þekkingar aflaði hún ekki með því að fara víða því það er óhætt að fullyrða að hún hafi lítið farið um ævina, að minnsta kosti miðað við það sem nú gerist. Það má segja að hún hafi snúið þessu við. í stað þess að leggja land undir fót hafi fólk komið til hennar. Að þessu leyti má segja að hún hafi verið ólík eigin- manni sínum, Kristjáni Andréssyni, sem gat sjaldan verið á sama stað lengi. Og það komu margir í Djúpad- al sem sögðu Herdísi tíðindi af fólki og atburðum. Og eftir að hún fór á elliheimilið á Reykhólum hélt gesta- gangurinn áfram. Stálminni Herdís- ar og hæfileiki til að miðla öðrum af þekkingu sinni gerði það að verk- um að maður kom ekki að tómum kofunum hjá henni. Það var gaman að heimsækja hana á Reykhólum. Hún hafði engu gleymt og um leið fann maður til vanmáttar vegna þess að hún mundi alla hluti betur en maður sjálfur. Hugurinn hefur oft reikað í sveit- ina þegar rætt hefur verið um dul- ræn fyrirbrigði og annað af svipuð- um toga. Borgarbarnið varð vart við það í Djúpadal að lífið var ekki bara eins og það kom því fyrir sjónir. Herdís varpaði Ijósi á það að það kynni að vera eitthvað fyrir handan og ósjaldan voru fylgjur og árar á ferð í Djúpadal. Þó að lítið hjarta hafi stundum slegið örar í myrkrinu á haustin reyndi ég að vísa þessu á bug. Og í seinni tíð hef ég verið sannfærður um að trú á dulræna hluti hafi hnignað í takt við aukið rafljós. En ég er fullur efasemdar og atvik í síðustu viku varð til að rifja þetta upp. Ég var staddur í föðurhúsum og gluggaði ásamt fjöl- skyldunni í gamlar myndir. Allt í einu datt úr einum myndabunkanum mynd af Herdísi en enginn mundi eftir ég hefði eignast mynd af henni. Móðir mín rétti mér strax mynd- ina og sagði mér að taka hana með mér heim því ég ætti hana. Ég tók myndina og óneitanlega var hugur- inn hjá Herdísi þetta kvöld. Daginn eftir hringdi Samúel bróðir hennar og tilkynnti mér að Herdís hefði dáið um nóttina. Ég riQa þetta upp vegna þess að mér finnst einhvem veginn að þetta staðfesti að atburðir af þessu tagi verði ekki skýrðir með tilviljunum. Ég get ekki vísað þeirri hugsun frá mér að gamla konan hafi verið að minna mig á að lífíð væri aðeins meira en það sem ber fyrir augu í hinu daglega amstri. Það er sjónarsviptir að Herdísi og mér þykir leitt að ég gat ekki heim- sótt hana á Reykhólum í sumar. Ég votta Samúel og Gísla samúð mína og heimilisfólkinu í Djúpadal. Arnar Páll Hólmfríður V. Jóns- dóttir - Minning Fædd 26. apríl 1927 Dáin 14. september 1991 Mig langar að minnast móðursyst- ur minnar með fáeinum línum, en orðin standa föst. Elskuleg frænka mín, sem alltaf var kölluð Fríða, var fædd 26. apríl 1927 í Kelduhverfí. Hún lést eftir stutta legu á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað þann 14. september síðastliðinn. Hún var oft búin að vera mikið veik og margar ferðir fór hún á sjúkrahús, en hún komst ætíð fljótt aftur heim, þar undi hún best. Ég vildi ég hefði getað hitt hana oftar síðustu ár en það var orðið langt á milli okkar, hún á Djúpavogi en ég í Keflavík. Ég reyndi alltaf að hitta hana þegar hún dvaldi hér fyrir sunn- an á sjúkrahúsum og eins kom hún til mín. Síðast hitti ég hana í júní og áttum við saman góða stund. Já, mikið vantar nú þegar ég kem næst austur. Hún var mér svo mikið. Ég kallaði hana mömmu litlu þegar ég var lítil. Hún passaði mig oft heima á Tóvegg I Kelduhverfi. Svo var ég mikið hjá henni fyrir austan. Alltaf stóð heimili hennar opið og mér fannst það vera mitt annað heimili. Mann sinn Gunnar Ámason missti Fríða árið 1978. Þau eignuðust tvö yndisleg börn, sem hafa reynst móð- ur sinni sérstaklega vel. Þau eru: Kristrún Björg, fædd 6. nóvember 1958, gift Sigvalda Þórðarsyni og eiga þau tvö böm sem bera nöfnin Fríða og Gunnar. Jón Halldór, fædd- ur 5. júní 1961, hann er sjómaður, ógiftur og barnlaus. Fríða frænka var hjá dóttur sinni og fjölskyldu svo oft sem hún gat verið heima. Hún hafði mikið yndi af börnum og var það henni mikil gleði að vera með dótturbömum sín- um. Já, mörg voru líka systrabömin hennar búin að vera hjá henni því öll böm laðaði hún að sér. Hún átti alltaf nógan tíma og hlýju til að sinna þeim. Fríða var yngst tíu systkina og er hún sú ljórða sem kveður. Eftir em þrír bræður, Sigurður, Adam og Sveinungi, allir til heimilis í Keldu- hverfi. Þrjár systur, Jónína og Rósa, búsettar á Djúpavogi, og Sigríður, sem er búsett á Húsavík. Að lokum vil ég þakka elskulegri frænku minni allt sem hún gerði fyrir mig og dætur mínar. Við sendum öllum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja börnin hennar og barnaböm. Hvfli hún í friði. Dísa og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.