Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 20
i'itif HitiMU'UUH .frS; 5itJOA(l)5Aí)UAi.l (IKlAaHMliDSOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Tölvuvæðing heilsugæslu fyrir 300 milljónir: Markaðnum lokað með Olafsvíkurforriti - segir samkeppnisaðili TÖLVUVÆÐING heilsugæslustöðva gæti kostað um 300 milljónir króna, en hún myndi skila sér í sparnaði og auknum afköstum. Þetta mat kemur fram í skýrslu sem unnið hefur verið að á veg- um Skýrsluvéla ríkisins og Reylqavíkurborgar fyrir heilbrigðis- ráðuneytið. Tryggingaráð samþykkti í fyrra að veita 6 milljónum til hönnunar forrits fyrir heilsugæslustöðvar. Það er nú notað til reynslu á Ólafsvík og til stendur að reyna það á Grundarfirði. Forritið er í eigu heilbrigðisráðuneytis en ákvörðun um gerð þess hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Morgunblaðið/RAX Hópur ráðstefnugesta á Hótel Loftleiðum síðastliðinn fimmtudag. Vandi lítilla málsamfélaga: Fj ölbreytileika málsins við- haldið með ljóðalærdómi - segir Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands VANDI lítilla málsamfélaga á öld upplýsingatækni og fjölmiðlunar var viðfangsefni ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í gær og á fimmtu- dag. Ráðstefnan hófst með því að Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra bauð gesti velkomna en að því loknu hélt Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, setningarræðu þar sem hún talað um vemdun tungu og menningar í litlum málsamfélögum. Hún talaði sérstaklega um islenska tungu og stakk upp á því að böm yrðu látin læra utan bókar og syngja ættjarðarljóð til þess að viðhalda fjölbreytileika tungumálsins. William Bright, prófessor emerit- us í málvísindum og mannfræði við UCLA og aðalritstjóri Oxford int- emational Encycolopedia of Lingu- istics (uppsláttarrit í málfræði) fjall- aði um lítil málsamfélög í alþjóðlegu samhengi í fyrirlestri sínum á fyrri degi ráðstefnunnar. Bright gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann í kaffíhléi á ráðstefn- unni og sagðist þá meðal annars vera afar ánægður með að fá tæki- færi til að koma til Islands. Að- spurður sagðist hann ekki halda að íslendingar þyrftu að hafa áhyggjur af því að íslenska dæi út. „Tungu- málið á auðvitað eftir að breytast en þið þurfíð ekki að óttast þær breytingar. Aftur á móti varð ég hissa þegar ég opnaði sjónvarpið á hótelinu og komst að því að efnið var nánast allt á ensku. Þið ættuð að huga að þessu því sjónvarpið er afar áhrifaríkur miðill sem gæti skipt sköpum fyrir tungumálið í framtíðinni." Seinna um daginn var fjallað um katalónsku á Spáni, veilska tungu, og samband fínnsku, sænsku og samísku í Finnlandi. Þá flutti Pétur Gunnarsson, rithöfundur erindi um móðurmálið. Því líkti hann við heim- ili manns en erlendu tungumáli við hótelherbergi. „Ég sagði að þar gæti mann liðið ágætlega en her- bergið væri til bráðabirða og því annars eðlis en heimili," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Þá velti ég upp spurningum í sambandi við lítil málsamfélög. Ég sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af litlum málsamfélögum. Aftur á móti sagð- ist ég hafa miklar áhyggjur af litl- um myndsamfélögum. I framhaldi af þessum vangaveltum hélt ég svo því fram að ekki væri nóg fyrir okkur að byggja bókmenntahefð- inni einni vegna þess að mál tímans væri myndmál. Ef okkur tækist ekki að þýða okkar menningu yfír á myndmál, og vera virk á því sviði, myndum við á tveimur til þremur kynslóðum flosna upp frá menningu okkar." Seinni dagur ráðstefnunnar hófst á fyrirlestri Martis Vergés forstöðu- manns Tölvuskrifstofu menntamála í Katalóníu á Spáni. Hann sagði frá því hvernig Katalóníumann hefðu hagnýtt sér tölvutækni tungumál- inu til framdráttar og nefndi ýmis dæmi því til stuðnings. Næst talaði Terry Kerr, deildarstjóri í Ráðu- neyti fjarskipta í Kanada, um hvernig gervihnattarsjónvarp hefði verið notað í þágu minnihlutahópa. Nefndi hann í því sambandi inúíta og indjána. Hann talað um fram- leiðslu þessa efnis og sagði að það nyti mikilla vinsælda. Á eftir Kerr talaði Rosmary Kuptana, ráðgjafí hjá dnúítasamtökum Kananda, um starf sitt við framleiðslu sjónvarps- efnis fyrir inútíta og baráttu þeirra við að ráða uppbyggingunni sjón- varpsefnisins. Loks talaði Anna Kristjánsdóttir, dósent við Kennara- háskóla íslands, um möguleika tölv- utækni í málakennslu. Lagði hún sérstaka áherslu á ritun sem hún sagði að væri hægt að þjálfa með aðstoð tölvutækni. Eftir fyrirlestrana stýrði Wolf- gang Edelstein, forstöðumaður Max Planck-rannsóknarstofnunarinnar pallborðsumræðum. Raddir eru meðal annars um að smíði forritsins stangist á við leiðbeiningar sem nú hafa verið gefnar út á bók um hvernig standa megi að tölvuvæðingu ríkisstofn- ana. Þar er átt við ráðleggingar ráðgjafanefndar ríkisins um upp- lýsinga- og tölvumál, RUT-nefnd- ar. Einnig segja viðmælendur blaðsins að þeim aðilum sem fyrir voru á markaði hafi ekki verið gefíð færi á að þróa sín forrit að kröfum heilbrigðisyfirvalda. Raun- ar benda viðmælendur blaðsins á, að staðla um forrit sem þessi vanti hér. Það geri samkeppnisstöðu harla erfiða. Ársæll Harðarson fram- kvæmdastjóri Hjama hf., sem sér- hæfír sig í forritum fyrir heilbrigð- iskerfíð, segir markaðnum hafa verið lokað með snöggri ákvörðun um að láta búa til nýtt forrit fyrir heilsugæslustöðvar. „Við vorum löngu búnir að bjóðast til að þýða forritið Medicus af PC yfír á Mac- intosh tölvur,“ segir Ársæll, „en ráðuneytið sýndi því engan áhuga. Síðan var skyndilega ráðist í að búa til nýtt forrit, að því er virðist frekar af kappi en forsjá. Við sérhæfum okkur í tölvu- þjónustu fyrir heilbrigðiskerfið og reynum að skapa okkur sérstöðu. Við erum meðal annars að fíkra okkur- áfram um markaði erlendis og höfum selt forritið heilsugæslu- gæslustöðvum í Svíþjóð. Svona aðgerðir skekkja alla samkeppni og eðlilegt væri að heilbrigðisyfír- völd settu fram einhverja staðla eða kröfur til forrita sem þessara.“ Hjarni hf. er nú í greiðslustöðv- un. Einn þeirra aðila sem rætt var við og sérstaklega hefur kynnt sér tölvumál heilsugæslustöðva segist telja of mikið fyrir markaðinn hér- lendis að þrjú fyrirtæki bítist um þjónustu. Hvert kerfí eða forrit krefjist áframhaldandi þróunar og viðhalds, það sé of dýrt fyrir fyrir- tæki með örfáa viðskiptavini. Segja má að fjögur forrit séu nú notuð hér á heilsugæslustöðv- um. Elst þeirra er svokallað Egils- staðakerfí, sem byggist á að hefð- bundnar sjúkraskrár séu færðar á pappír. Það tekur hins vegar út úr þeim ákveðin atriði og ber sam- an. Önnur forrit eru sambærilegri, þau gera öll þijú ráð fyrir sjúkra- skrám. Um er að ræða Medicus, forrit Hjama hf., sem notað er á tuttugu heilsugæslu- og lækna- stöðvum, Starra sem staðfærður er og notaður á heilsugæslustöð- inni við Álftamýri í Reykjavík og Hippocrates, sem kennt er við Ól- afsvík. Hið síðastnefnda hefur þá sérstöðu að vera gert fyrir Macin- tosh tölvur og til þess vörðu yfír- völd 6 milljónum í fyrra. Radíóbúð- in lagði til búnað og greiddi það sem fór fram úr áætlun við smíði forritsins. Listahátíðin í Árósum: Landsþing St. Georgs gilda: Styrkur veittur til foringjaþjálfunar LANDSGILDISÞING St. Georgsgilda á íslandi var nýlega haldið í Keflavík. Mörg mál voru tekin fyrir, meðal annars var samþykkt að gefa Bandalagi íslenskra skáta 100.000 kr. til foringjaþjálfunar. Farin var gróðursetningarferð í Vigdísarlund sem er við Úlfljóts- vatn. íslensk leiklist og sýn- ing á íslenskum bókum GYLFI Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, og eiginkona hans, Guð- rún Vilmundardóttir, voru sérstakir gestir danska menntamálaráð- herrans, Grete Rostboll, á listahátíð í Árósum í byijun september. Á listahátíðinni flutti Þjóðleikhúsið barnaleikritið Næturgalann eft- ir ævintýri H.C. Andersens, auk þess sem hluti leikritsins var flutt- ur við opnunarhátíðina þar sem Margrét Danadrottning hélt opn- unarræðu. St. Georgsgildin á íslandi eru alþjóðlegur félagsskapur eldri skáta og velunnara skátahreyfíng- arinnar. Gildin eru 5 talsins, 2 starfa í Reykjavík, 1 á Akureyri, Hafnarfirði og í Keflavík. Eitt af markmiðum gildanna er að styðja við bakið á skátahreyfing- unni. Gildisfélagar hafa t.d. verið í stjómum Bandalags íslenskra skáta, Skátasambandi Reykjavíkur og hinum ýmsu skátafélögum. Einnig hafa þeir aðstoðað við undir- og unnið að ýmsum verkefnum tengd skátum. Þeir eldri skátar sem óska eftir að kynnast starfsemi gildanna geta snúið sér til einhvers í nýju landsgildisstjórninni en hana skipa: Áslaug Friðriksdóttir, Reykjavík, landsgildismeistari, Hörður Zophaníasson, Hafnarfirði, varalandsgildismeistari, Garðar Fenger, Reykjavík, gjaldkeri, Sonja Kristensen, Keflavík, ritari, Aðal- geir Pálsson, Akureyri, Jón Bergs- son, Hafnarfirði og Hilmar Bjart- tiUU Gylfí sagði í samtali við Morgun- blaðið að danska menntamálaráðu- neytið hefði boðið fulltrúum fímm- tán þjóðlanda að vera gestir há- tíðarinnar og hefðu sendiherrar Danmerkur í þessum löndum valið þá. Hann sagði að kynni sín af Árósum mætti rekja allt aftur til ársins 1946 er hann var fulltrúi Háskóla íslands við vígslu háskól- ans í Árósum. Fyrir nokkrum árum hefði hann endurnýjað kynni sín af þessari næststærstu borg Dan- merkur er hann stundaði kennslu við Blaðamannaháskólann þar í borg. í Árósum hefði löngum verið blómlegt menningarlíf og þar væri ein stærsta tónleikahöll á Norðurl- öndum og mikill fjöldi leikhúsa og listasafna. Gylfí sagði að hátíðin, sem nú var haldin í 27. sinn, hefði verið sérlega glæsileg. Sýning Þjóðleik- hússins á Næturgalanum í leik- stjórn Þórhalls Sigurðssonar hefði hlotið mikið lof en auk þess stóð Norræna húsið fyrir sýningu í aðal- bókasafni Árósa á íslenskum bók- um sem hefði verið I]oIsott og Kaba- rettinn Blái hatturinn var fluttur. Meðal þess sem flutt var var Parsif- al eftir Wagner, Rakarinn frá Se- villa eftir Rossini og Pétur Gautur í ballettuppfærslu og fjöldinn allur af listsýningum og skemmtiatrið- um. Gylfí sagði að þeim hjónunum hefði verið boðið að vera við af- hendingu Bjartsýnisverðlauna Brestes í Kaupmannahöfn eftir að þátttöku þeirra á listahátíðinni lauk. í þetta sinn hlaut Helgi Gísla- son myndlistarmaður verðlaunin, sem nú voru veitt í ellefta skipti. Viðskiptajöfurinn Peter Broste, sem verðlaunin eru kennd við, fékk Gylfa, Gunnar J. Friðriksson, fyrr- verandi formann íslenskra iðnrek- enda, og Árna Kristjánsson píanó- leikara til þess að velja verðlauna- hafa og hafa þeir gert það frá upphafí. Þegar verðlaunin voru veitt í tíunda skipti Leifi Breiðfjörð glerlistamanni, kom Braste hingað til lands og hreifst hann svo af verkum Leifs að hann pantaði nýtt glerverk eftir hann. Verkið m vera alt að íjorir metrar a breid' Morgunblaðid/Sverrir Gylfi Þ. Gíslason og tveir metrar á hæð. Verkið á að piýða anddyri nýrra bækistöðva fyrirtækisins í Lyngby. í framhaldi af verðlaunaafhendingunni í ár leigði Broste eitt af þekktustu gall- eríum í Kaupmannahöfn og hafði sýningu á verkum Helga Gíslason- ar, Leifs Breiðfjörð, Kristjáns Dav- íðssonar málara og Gunnars Arnar ma ara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.