Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 47 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ ísland aftur í sviðsljósinu GLÆSILEGUR sigur íslendinga á Spánverjum hefur vakið mikla athygli íEvrópu. Sagt hefur verið frá þvíí fjölmiðlum að Spán- verjar með alla sínar háttlaunuðu stjörnur hafi ekki haft roð við baráttuglöðum íslendingum, sem hefðu sýnt þeim ítvo heimana og Spánverjar hefðu mátt hrósa happi að fara ekki heim með stærri skell á bakinu. Þrautþjálfaðir Spánverjar hefðu lítið að gera í leikmenn sem voru kallaðir saman nokkrum dögum fyrir leik, eða á sama tíma og ekki var leikið í deildarkeppninni á Spáni, þar sem landsliðsmenn Spánverja voru í æfingabúðum fyrir átökin við Islendinga. eftir Sigmund Ó. Steinarsson Það er alltaf skemmtilegt þegar jákvæðar umsagnir eru um íslenska knattspyrnu, en íslenskir knattspyrnumenn hafa sýnt það Af allar götur frá 1975 INNLENDUM að þeir geta heldur VETTVANGI betur slegið frá sér — og að þeir væru ekki lengur auðveld bráð. „Framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Guðni Bergsson, leikmað- urinn sterki hjá Tottenham, eftir landsleikinn gegn Spánveijum og það var létt yfír leikmönnum íslenska liðsins. Islensku leikmenn- irnir voru aftur búnir að fá trúna, sem þeir höfðu misst við að leika undir stjórn Bo Johanssonar, sem því miður var ákveðinn dragbítur í kjölfarið á því sem Siegfried Held og Guðni Kjartansson voru að gera með landsliðið. „Dæmið gekk upp og ég þakka góðri liðsheild og góðu leikskipulagi sigurinn. Við lékum 3-5-2 kerfí þegar Sigi Held stjórn- aði liðinu og það gekk vel. Síðan var breytt í 4-4-2, sem hentaði okkur ekki, en nú lékum við 3-5-2 á ný með þessum árangri,“ sagði Sigurður Grétarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem þakkaði Ás- geiri Elíassyni, nýja landsliðsþjálf- aranum, sem væri að gera góða hluti. Pétur Ormslev, sem lék í nýju hlutverki, sagði: „Þroskaskeiðið er löngu hafið, við höfum verið að fikra okkur upp stigann, en það tekur mörg ár að komast á toppinn. Okk- ur hefur skort trú á við gætum, en þessi leikur sýnir að það er allt hægt.“ Þoröi að taka áhættu Það var stórkostlegt að vera vitni að leik íslenska landsliðsins undir stjórn Ásgeirs Elíassonar. Hann tók mikla áhættu og hann stóð við það sem hann boðaði þegar hann tók við landsliðinu — að hann myndi láta liðið leika knattspyrnu sem honum þætti skemmtilegust. Eftir að Ásgeir boðaði breytingar voru margir ekki ánægðir og það er vit- að að stór hópur manna óskaði þess að Ásgeiri mistækist og lands- liðið myndi tapa fyrir Spánverjum. Þeim varð ekki að ósk sinni og urðu að játa sig sigraða, eins og Spán- veijarnir. Þegar árið 1990 var að renna sitt skeið var mörgum ljóst að lands- liðið væri komið á villigötur. Upp- bygging Siegfried Held og Guðna Kjartanssonar var að hruni komin. Undirritaður var einn þeirra og ég skrifaði grein í Morgunblaðið sem ég benti á að tími breytinga væri runninn upp, bæði á leikstíl lands- liðsins og leikmönnum. Krafta- knattspyman yrði að víkja fyrir létt- leikanum ef ekki ætti illa að fara. Bo Johansson, landsliðsþj álfari, sagði þá að ekki væri tímabært að gera breytingar á landsliðinu. Það borgaði sig ekki að vera með neinar tiiraunastarfsemi. Það var þá ljóst að hann sat fastur í pytti á villigöt- um. Hann lagði upp leikkerfi sem flestir leikmenn voru óhressir með að leika. Arnór Guðjohnson kvart- aði og sagði að það væri óþolandi að tveir menn séu á hlaupum í fremstu víglínu, án þess að fá hjálp. Leikkerfi það sem Bo lét landsliðið leika var svo rangt, að það var aðeins eitt sem var framundan — að faila útaf sviði knattspyrnunnar. Leikkerfi hans byggðist upp á að þétta vörn og freista síðan þess að leika upp kantana. Hvað boðaði það kerfi? Jú, það var augljóst. Það náðist lítill árangur að byggja leik eingöngu upp á árásum upp kant- ana. Með því var verið að þrengja sjóndeildarhring leikmanna, sem áttu erfitt með að losa sig við knött- inn til samheija. Ekki sendir leik- maður sem leikur á hægri kanti, í liði sem íeikur vamarleik, knöttinn til hægri — þá er hann að 'spyma honum af leikvelli. í flestum tilfell- um getur hann heldur ekki sent knöttinn til baka því hann er með mótheija á eftir sér. Þá eru tveir möguleikar eftir; að senda knöttinn KNATTSPYRNA / 1. DEILD Ingi Bjöm áfram meðVal Íngi Bjöm Albertsson verður áfram þjálfari 1. deildar liðs Vals í knattspyrnu á næsta keppn- istímabili og verður það þriðja tíma- bil hans með liðið. Hann tók við því fyrir tímabilið í fyrra og það varð bikarmeistari undir hans stjórn, en lenti í 4. sæti í deildinni. Valsmenn vörðu bikarmeistaratitil- inn á nýliðnu tímabili ög höfnuðu aftur í 4. sæti í deildinni, en sigr- uðu í meistarakeppninni og léku til úrslita í Reykjavíkurmótinu. Ingi Björn Albertsson HAIMDKNATTLEIKUR HDSÍ fær 1,2 millj. frá VÍS Mandknattleiksdómarafélag ís- lands hefur gert nýjan samn- ing við Vátryggingafélag íslands og gildir hann til þriggja ára. HDSÍ fær um 400.000 kr. í grunngjald á ári frá VÍS og aUk þess tekur fyrir- tækið á sig að ferða- og slysa- tryggja 60 dómara. Þetta er stórmál fyrir okkur,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, for- maður HDSÍ. „Við höfum ekki ver- ið sérstaklega tryggðir, en það seg- ir sig sjálft að tryggingin veitir okkur mikið öryggi.“ Morgunblaðið/KGA Þeir hafa snúið baki við vamarleiknum, fagna og hafa tekið stefnuna fram á við. Sigurður Jónsson, Guðni Bergs- son, Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Örlygsson, Baldur Bjarnason og Sigurður Grétarsson. inn í þvögu á miðjunni, eða þá að senda knöttinn fram völlinn. Þvag- an er betri kostur, því að sóknarleik- maður sem leikur í liði sem leikur varnarleik, hefur ekki samheija fyr- ir framan sig til að senda á. Sóknar- leikmaðurinn var því oftast búinn að mála sig út í horn. Kunnu sér ekki læti Bo Johansson var búinn að mála sig út í horn fyrir ári. Það var flest- um ljóst. Hann barði höfðinu við stein og vildi engu breyta. Það var þá sem ég skrifaði að ef Bo Johans- son treysti sér ekki til að hefja uppbyggingu á íslensku landsliði með framtíðina í huga yrði stjórn "KSÍ að einfaldlega að kalla á annan þjálfara til verksins — þjálfara sem þorði. Ári síðar sáu forráðamenn KSÍ að þeir yrðu að taka í taumana — áður en ísland félli útaf knatt- spyrnusviðinu. Annar þjálfari var kallaður til verksins og það vita allir hvernig tókst til. Betra seint en aldrei. Stórbreytingar vorú gerð- ar á landsliðinu, sem lék frábæra knattspyrnu gegn Spánveijum. Knattspymu sem byggðist upp á því að leika knettinum fram völlinn frá aftasta leikmanni og miðjan var notuð til sóknaraðgerða. Sjóndeild- arhringur leikmanna varð stærri og þeir kunnu svo sannarlega að meta það. Þeir voru eins og beljur sem fá að fara af básum sínum á vorin — kunnu sér ekki iæti. Framtíðin er björt Nýtt tímabil undir stjórn Ásgeirs Elíassonar er runnið upp í íslenskri landsliðssögu. Það er óneitanlega bjart framundan eins og Guðni Bergsson sagði réttilega. Við eigum breiðfylkingu af leikmönnum sem kunna að fara með knött og leika honum árangursríkt á milli sín. Þessi fylking á eftir að halda rrrerki ísiands á lofti. Þá er það einnig ánægulegt að fyrir aftan þessa leik- menn er stór hópur ungra leik- manna, sem verða klárir í slaginn eftir nokkur ár. Það sást best á því að íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri lagði einn- ig Spánveija og það þó svo að sjö af fastamönnum liðsins gátu ekki leikið. Já, framtíðin er björt — nú er lag og hann er stór sjóndeildar- hringurinn sem er framundan í íslenskri knattspyrnusögu. HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Lítil veikleika- merkihjámót- heijum Vals SÆNSKU meistararnir Drott sýndu Irtil veikleikamerki þó svo að þeir hafi misst sterka leikmenn frá síðasta keppn- istímabili. Drott, sem mætir Val í Evrópukeppni meistaral- iða, vann stórt, 27:21, á úti- velli gegn Saab um sl. helgi í fyrstu umferð sænsku úr- valsdeildarinnar. Rúmeninn Zaharia skoraði tíu mörk og varði markvörður Drott eins og berserkur. Vals- menn leika báða leiki sína gegn Drott í Halmstad í Svíþjóð um næstu helgi. Róðurinn verður eflaust þungur þar hjá ís- lándsmeisturunum. GrétarPór Eyþórsson skrifar fráSviþjóð Ystad virðist vera í hörku- formi, en félagið vann Karlskrona 28:14 á heimavelli. Björn Jilsen lék í fyrsta skipti í nokkur ár í sænsku deildarkeppninni, en hann er leikmaður með Irsta. Hann gerði engar rósir þegar Irsta tap- aði á heimavelli, 18:27, fyrir Sáve- hof. Redbergslid og Ludvika gerðu jafntefli, 17:17. Lugi vann Váxjö, 17:16, á útivelli og Skövde lagði Söder, 33:20. „íslandsvinurinn" Staffan Faxi Olsson, sem leikur með Cliff í 1. deild, á við meiðsli að stríða. Bengt Johansson, landsliðaþjálf- ari Svía, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni, að Olsson myndi í fyrsta lagi leika með sænska landsliðinu í febrúar/mars á næsta ári. KARFA KR og Valur leika til úrslita Reykjavíkurmeistarar KR og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla í körfuknattleik. Liðin mætast í íþróttahúsi Hagaskóla á morgun, sunnudag, kl. 21.30, en kl. 20 leika ÍR og ÍS. ÍR og ÍS leika til úrslita í kvennaflokki og hefst viðureignin kl. 18.30. KR vann ÍS 80:41, og ÍR 83:68, en Valur vann ÍR 88:66 og ÍS 84:58. John Bear, KR, er stiga- hæstur í mótinu með 42 stig, Jó- hannes Sveinsson, IR, hefur skorað 39 stig og Frank Booker, Val, 30 stig. KR og Valur léku til úrslita k fyrra og þá sigraði KR eftir tvífram- lengdan leik. I kvennaflokki á ÍR titil að veija, en stúlkurnar unnu KR 48:36. KR vann hins vegar ÍS 46:45 og þurfa Stúdínur því að sigra með minnst sjö stiga mun til að fá titilinn, en ÍR nægir eins stig sigur. Styrktarleikur á Akranesi Skagaliðið, sem leikur í 1. deild í körfuknattleik og úrvalsdeildarlið Skallagríms leika í íþróttahúsinu við Vestur- götu á mánudaginn kl. 20.30. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Önnu Marý Snorradóttur, sem býður eftir líffæraskiptum í Lon- don. Skagamenn tefla fram Bandaríkjamanni, Eric Rombach, en Skallgrímsmenn Sovétmanni. KEILA Úrslitakeppni í Öskjuhlíð Urslitaleikir í keppninni um Reykjavíkurmeistaratitilinn í liðakeppni í keilu fer fram í keilu- salnum Öskjuhlíð á morgun. Keppni hefst kl. 12, en verðlaunaafhenting fer fram kl. 16:30. Keilumenn verða einnig á ferð- inni í kvöld kl. 20. Þá fer fram laug- ardagsmót Keilufélags Reykjavíkur og Öskjuhlíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.