Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 23
MORGyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMffER 1991 András Hajdú nýr sendiherra Ungverjalands á íslandi: NATO nauðsynlegt til að tryggja stöðugleika í Evrópu ANDRÁS Hajdú, nýskipaður sendiherra Ungverjalands á íslandi, afhenti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, trúnaðarbréf sitt á fimmtudag. Hajdú hefur aðsetur í Stokkhólmi þar sem hann tók við sendiherraembætti í mars sl. Hann er fæddur árið 1949, lögfræð- ingur að mennt, og hefur starfað síðan 1974. Hajdú sagði Ungvdrja telja sam- skiptin við Island vera mjög mikil- væg. Bæði ísland og Ungveijaland væru lítil lönd en ísland hefði mik- ið forskot á einu sviði. Það væri þegar hluti af Vesturlöndum. „Helsta markmið okkar er að verða fullgildur aðili að samfélagi vest- rænna ríkja. Þessu markmiði mun- um við reyna að ná með því að gerast aðilar að stofnunum Vestur- landa. Fyrst og fremst Evrópu- bandalaginu," sagði Hajdú. Hann sagði að innan skamms væri stefnt að því að undirrita samning við EB um aukaaðild Ungveija sem taka myndi gildi árið 1992.1 samn- ingnum væri einnig að finna ákvæði þar sem segði að Ungveij- ar stefndu að því að verða fullgild- ir aðilar að bandalaginu. ísland væri ekki síst mikilvægt fyrir Ungveija sem aðili að Atl- antshafsbandalaginu. Hajdú tók skýrt fram að Ungveijar stefndu ekki að því að gerast aðilar að NATO. Þeir teldu hins vegar nauð- synlegt að NATO starfaði áfram til að tryggja stöðugleika í Evrópu sem og til að veija Evrópu gegn í ungverska utanríkisráðuneytinu hættum utanað, eins og Persafló- astríðið væri dæmi um. Legðu Ungveijar traust sitt á Atlants- hafsbandalagið sem tryggingu fyr- ir öryggi landsins. Aðspurður um hvernig hann teldi NATO geta tiyggt öryggi Ungveijalands sagði Hajdú: „Eg vil leggja áherslu á þijú atriði sem við teljum mikil- væg. í fyrsta lagi verður NATO að vera til áfram. I öðru lagi teljum við nauðsynlegt að Bandaríkja- menn verði áfram með herlið í Evrópu innan ramma NATO. Og í þriðja lagi fögnum við þeirri yfir- lýsingu utanríkisráðherra NATO, á fundi þeirra í Kaupmannahöfn fyrr á árinu, að bandalagið láti sig örlög nýju lýðræðisríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu varða. Við von- um að þessi stefna verði ítrekuð, með stuðningi íslands, á utanríkis- ráðherrafundinum í Róm í nóvem- ber.“ Sendiherra Ungveijalands sagði einnig vera mikla möguleika á að auka viðskiptatengsl ríkjanna. • Mjög hefði dregið úr hefðbundnum ~ viðskiptum Ungveija við ríki í Austur-Evrópu en viðskipti við András Hajdú Morgunblaðið/Þorkell Vesturlönd aukist að sama skapi. Nam aukning þeirra viðskipta 50% á síðasta ári. „Það er mikil geijun í ungversku viðskiptalífi þessa stundina og í fyrra voru stofnuð 15 þúsund ný fyrirtæki," sagði Hajdú. Hann sagði að vekja þyrfti athygli ungverskra viðskipta- manna á íslandi enda miklir mögu- leikar til staðar. Viðskipti ríkjanna nema nú þegar um þremur milljón- um dollara árlega. Það er ekki síst á sviði jarðhita sem löndin hafa átt með sér samstarf. „Það eru líka möguleikar til aukinna samskipta á fleiri sviðum. Forseti Ungveijalands er rithöf- undur og tekur mjög virkan þátt í menningarlífinu. Það sama á við um forseta íslands. Þetta bendir til þess að menning gæti átt ríkan þátt í samskiptum ríkjanna," sagði Hajdú. Hann sagði einnig að Ungveijar fylgdust grannt með þætti Islands í viðræðunum um myndun Evr- ópsks efnahagssvæðis (EES). „Við vonum að niðurstaða náist í þess- um viðræðum. Það hefði mjög mikla þýðingu fyrir ungverskt efnahagslíf." St.S. 23 Kim Il-sung Norður-Kórea: Mótmæli gegn Kim Il-sung Tókýó. Reuter. UM 4.000 íbúar borgarinnar Sinu- ijiu í Norður-Kóreu efndu til mót- mæla gegn leiðtoga kommúnista- stjórnar landsins, Kim Il-sung for- seta, eftir valdaránstilraun sové- skra harðlínukommúnista í ágúst, að sögn japanska dagblaðsins San- kei Shimbun í gær. Blaðið sagði að mótmælin hefðu átt sér stað 27. ágúst og fregnin hefði borist frá fólki af kóreskum ættum við landamæri Norður-Kóreu og Kína. Mótmælendurnir hefðu hrópað vígorð gegn einræðisherran- um en her- og lögreglumenn fengið þá til að hætta mótmælunum án ' þess að beita valdi. Kim Il-sung, sem lofsunginn er í Norður-Kóreu sem „leiðtoginn mikli“, hefur stjórnað landinu með harðri hendi frá því alþýðulýðveldið var stofnað 1948. Fregnir herma að efnahagsástandið í landinu fari versnandi, verksmiðjur framleiði að- eins um 40% af því sem þau gætu afkastað vegna skorts á varahlutum og hráefni. Bjartsýni á að vopna- hlé haldist í Júgóslavíu Zagreb. Reuter. SÉRSTAKUR sendimaður Evrópubandalagsins (EB) í Júgóslavíu, Hollendingurinn Henri Wijnaendts, sagði í gær að hann væri bjart- sýnn á að takast muni að koma á varanlegum friði í landinu eftir að hann hafði rætt við leiðtoga helstu deiluaðila. Sambandsher Júgó- slavíu hóf í gær brottflutning frá herbúðum sínum í króatísku borg- inni Sinj. Að sögn Simons Smits, formanns eftirlitssveitar með vopnahléinu, hitti Wijnaendts Franjo Tudjman, forseta Króatíu, aðfaranótt föstu- Frökkum í nöp við gyðinga París. Reuter. EINN af hverjum fimm Frökkum vill ekki fá gyðing sem tengdason eða -dóttur, kom fram í skoðana- könnun sem vikuritið i’Evenement du Jeudi lét gera. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að 70% aðspurðra var alveg sama þótt börn þeirra giftust gyð- ingum, en 20% voru á móti því. Þriðjungur aðspurðra sagði að sér myndi finnast óþægilegt ef vinnufé- lagi væri með kollhúfu á vinnustað, en einungis einn af hveijum sex sagði að það myndi angra hann úti á götu. dags eftir að hafa rætt við Slobod- an Milosevic, forseta Serbíu, og Veljko Kadijevic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu og æðsta yfirmann sambandshersins. „Herinn er áhyggjufullur vegna umsáturs við herstöðvar og yfirvöld í Króatíu vilja að herinn hverfi á brott svo fljótt sem auðið er og skilji búnað sinn eftir,“ sagði Smits. „Engu að síður er Wijnaendts þeirrar skoðun- ar að hægt sé að komast að sam- komulagi." Skotið var að einkaflugvél Wijna- endts þegar hann kom til Zagreb í gærkvöldi, en engan sakaði. Þetta var í þriðja sinn á síðustu vikum sem skotið hefur verið að farartæki sem Wijnaendts var farþegi í. Króatíska útvarpið sakaði sam- bandsherinn um að halda uppi skot- hríð á bæinn Vukovar í gær, en króatískir embættismenn voru þó bjartsýnir á að vopnahléið myndi halda. Hvetur til fjárfestinga í stað matvælaaðstoðar Frankfurt. Reuter. ANATOLIJ Sobtsjak, borgarstjóri Sankti Pétursborgar, hvatti til þess á bankaráðstefnu í Frankfurt í gær að erlendir aðilar fjárfestu í sovéskum landbúnaði því niðurlægjandi væri fyrir Sovétmenn að þurfa að þiggja matvælaaðstoð frá Vesturlöndum. „Rússland er ekki Eþíópía" sagði Sobtsjak og bætti við að það særði stolt rússnesku þjóðarinnar að þurfa að þiggja matargjafir. Hann lagði til að Sovétmenn fengju að kaupa umfram matvælabirgðir af Evrópubandalaginu (EB) fyrir jafn- virði 10 milljarða dollara og borga fyrir það 150 milljarða í rúblum. Rúblurnar mætti síðan nota með milligöngu Evrópska endurreisnar- bankans (EBRD) til að fjárfesta í sovéskum landbúnaði. „Fyrir 150 milljarða rúblna væri hægt að reisa 100.000 bændabýli. Sovétríklin og ríki Austur-Evrópu hefðu gífurleg- an ávinning af fjárfestingu af þessu tagi,“ sagði Sobtsjak. K0MK) - SJAID GÆÐAINNRÉTTIIMGAR Á ÓTRÚLEGU VERÐI. NÚ ERTÆKIFÆRIÐ, SEM SVO MARGIR HAFA BEÐIÐ EFTIR, TIL AÐ EIGNAST VANDAÐA ELDHÚSINN- RÉTTINGU FYRIR LÁGT VERÐ. - SANNFÆRIST S GERIÐ VERÐSAMANBURÐ - LEITIÐ TILBOÐA. PROFIL EININGAELDHÚS KOMA ÖLLUM Á ÓVART, EKKI AÐEINS HVAÐ VERÐIÐ SNERTIR. KYNNISTLÁSA NÝJU BARNAÖRYGGIS- LÆSINGUNNI, SEMSLÆRALLTÚT. OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-16 OG SUNNUDAG KL. 13-16. NÝBÝLAVEGI 12, 200 KÓPAVOGI SÍMI 44011 SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.