Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Hvers vegna St. Jósefsspítalinn? eftirÁsgeir Theodórs Það kom öllum á óvart og voru mikil vonbrigði, þegar fréttist um fyrirætlanir heilbrigðisyfirvalda, að hætta núverandi rekstri St. Jó- sefsspítalans í Hafnarfirði, en hefja þess í stað rekstur hjúkrunarhe- imilis fyrir aldraða. Rökin fyrir þessari breytingu eru sögð nauð- synlegur sparnaður i heilbrigði- skerfmu og mikill skortur á hjúk- runarrými fyrir aldraða í Reykjavík (DV, 17 september 1991). Fyrsta viðbragðið var undran, en síðan þegar fólk áttaði sig betur, brann Miklaholtshreppur Dilkar í með- allagi eftir blítt sumar Borg í Miklaholtshreppi. NÚ HALLAR einu besta og blíðasta sumri sem lengi hef- ur komið á landi hér með sólfari og hlýindum sem á stundum minnir á veðráttu suðlægari landa. Af sjálfu leiðir að bændur hafa á þessu góða sumri náð meiri og betri heyfeng en oftast áður og var fyrri slætti lokið óvenju snemma. Þannig sveiflast íslenskt árferði til og einnig koma til mjög breyttar aðferðir við heyjun. Haustið minnir á sig, Ljósu- fjöll og Rauða kúla hafa fengið gráan hatt. Haustleitir og réttir standa yfír hér í sveitum en réttarbragur er bragðminni en oftast áður. Slátrun hófst hér 9. september. Færra fé kemur nú til rétta en áður. Dilkar virð- ast vera í meðallagi. Þar sem áður þótti dyggð góðs bónda að eiga feit og væn lömb er nú liðið undir lok, mikill hluti þjóðarinnar kann ekki að borða feitt kjöt, því miður. - Páll á vörum allra spurningin: Hvers vegna? Þeir, sem gerst þekkja til St. Jósefsspítala eiga auðvelt með að gera sér grein fyrir afleiðingum slíkrar breytingar á rekstri sjúkra- hússins, sem um er rætt. Margt hefur komið fram á síðustu dögum í umræðum fólks varðandi stofnun- ina, sem lýtur að rekstri og stöðu hennar í heilbrigðiskerfi Hafnar- fjarðar og nágrannabyggða. Það eru þó miklu fleiri, sem vita lítið eða næstum ekki neitt um þessa stofnun eða hvaða hlutverki hún í raun gegnir. Vegna þess er við hæfi, þegar slíkar vangaveltur eru um rekstur sjúkrahússins, að koma upplýsingum á framfæri um þessa merku stofnun, fólki til glöggvun- ar. St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði var byggður fyrir tilstilli og atorku kaþólsku reglunnar. Sjúkrahúsið var reist á „met“tíma og byijað var að líkna fyrstu sjúklingunum í september árið 1926, rúmu einu ári frá töku fyrstu skóflustungunn- ar. Kaþólska reglan starfrækti síð- an sjúkrahúsið af mikilli kostgæfni og myndarskap, þar sem Jósefs- systur hjúkruðu sjúkum af köllun einni saman. Árið 1987 urðu eig- endaskipti á sjúkrahúsinu þannig að ríkið eignaðist 85%, en Hafnar- fjarðarbær 15% eignarhlut. Á þeim tíma var gerð skrifleg samþykkt um, ab sjúkrahúsið yrði rekið með líku sniði í framtíðinni og að rekst- urinn yrði miðaður við þarfir Hafn- firðinga og fólksins í nágranna- byggðum. St. Jósefsspítalinn er 54 rúma deildaskipt sjúkrahús og á þjón- ustusvæði þess era um 22 þúsund íbúar. Þar er starfrækt lyflækn- ingadeild (29 rúm), skurðlækn- ingadeild (25 rúm), röntgendeild, svæfingadeild, rannsóknadeild, speglunardeild og göngudeild. Sjúkrahúsið rekur einnig mötu- neyti, þvottahús og barnaheimili. Stöðugildi við sjúkrahúsið era 98 talsins, en þar starfa um 160 starfsmenn. Sjúkrahúsið er rekið fyrir fé af föstum íjárlögum og fjárveiting til tekist reka stofnunina í fjárhags- legu, sem faglegu tilliti. Um einstakar deildir Ásgeir Theodórs „Hvers vegna á að spilla og rífa niður eitt af því fáa, sem hefur tekist vel að byggja upp í heilbrigðisþjónustunni og margt má af læra?“ rekstrar þess á síðasta ári var um 249 milljónir króna. Launa- kostnaður af heildarrekstrarfé sjúkrahússins var um 65% á síð- asta ári, sem er vel innan æski- legra marka. Á síðustu árum hefur verið litið til sjúkrahúsins af hinu opinbera, vegna þess hve vel hefur Á lyflækningadeild sjúkrahúss- ins era lagðir inn um það bil 500 til 550 sjúklingar á ári. Rúmlega 60% þeirra eru lagðir inn bráðainn- lögn (akút). Tekið er við sjúkling- um á deildina 24 klst. á sólar- hring, alla daga. Auk hjúkruna- rstarfsfólks starfa við deildina þrír sérfræðingar í lyflækningum og einn aðstoðarlæknir. Fjöldi ráðgef- andi sérfræðinga, í öllum greinum læknisfræðinnar, sinnir sérhæfðri þjónustu við sjúklinga, þegar henn- ar er þörf. Meðal legudagafjöldi var um 17 dagar á síðastliðnu ári. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn af heilsugæslu og vakthafandi læknum í Hafnarfirði og Garðabæ. Þá þjónar deildin bráðatilvikum, sem koma fyrir á elli- og hjúkruna- rheimilinu Sólvangi (með 100 rúm), og Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu (með 88 hjúk- runarrúm og 120 til 125 manns á dvalarheimili). Á skurðlækningadeild voru lagðir inn til aðgerðar um 1.640 sjúklingar á síðasta ári. Aðgerðir voru flestar í kvensjúkdómum (640), háls-, nef- og eyrnalækning- um (236), bæklunarlækningum (201 ), lýtalækningum (195) og almennum skurðlækningum (310). Deildin sinnir ekki bráðavöktum. Bráðaaðgerðir eru framkvæmdar í tilvikum, sem upp koma á deild- inni á hveijum tíma eða á sjúkling- um, sem tengjast deildinni á einn eða annan máta. Sérfræðingar eru Nokkur orð um yfirborganir eftir Árna Hermannsson Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Ingólfur Þorkelsson, skólameist- ari, fer offari á síðum Morgunblaðs- ins síðastliðinn föstudag, þegar hann gerir skólagjöld í Verslunarskóla ís- lands að umtalsefni. Tilefni þessa greinarstúfs er ekki skólagjöldin sjálf og hvemig þeim er varið, enda munu forráðamenn skólans væntanlega verða til þess að útskýra það. Ekki skal úr því dregið, að kennarar við Verslunarskólann njóta þeirrar góðu aðstöðu sem er í hinum nýju húsa- kynnum við Ofanleiti, sem forráða- menn skólans reistu af dugnaði og elju, og nutu til þess velvildar gam- alla nemenda og velunnara skólans. Skólameistarinn góði kemst aftur á móti að skemmtilegri niðurstöðu, þegar hann lætur að því liggja, að skólagjöldin í Verslunarskólanum standi undir yfirborgunum, vænt- anlega til kennara. Nafni minn Magnússon komst nú einu sinni svo að orði, að sumir hjálpuðu erroribus á gang, en aðrir leituðust við það að útryðja þeim sömu erroribus. Svo vill nú oft verða, þegar rannsakendur hirða ekki nógu vel um að kanna heimildir sínar, og komast þá oft að kátlegri niðurstöðu. Um launakjör verslunarskólakennara og annað þarf ég ekki að upplýsa félaga mína í kennarasamtökunum, en öðrum er e.t.v. ýmislegt óljóst. Nú er svo hátt- að, að kennarar við Verslunarskól- ann eru félagar í Hinu íslenska kenn- arafélagi, og hafa verið frá upphafi, en voru einnig á sinni tíð ásamt Ing- ólfi Þorkelssyni í Félagi menntaskól- akennara, sem var forveri HÍK Skóa- nefnd og forráðamenn Verslunar- skólans hafa við gerð kjarasamninga síðustu áratuga gengið inn í samning kennara við fjármála- og mennta- málaráðuneyti, og Hið íslenska kenn- arafélag hefur fyrir hönd verslunar- skólakennara samið um sömu laun fyrir þeirra hönd og annarra kennara í stéttarfélaginu. Kennarar við Versl- unarskólann þiggja sömu sultarlaun- in og ríkisvaldið í landinu telur sér sæma að skammta öðrum félögum þeirra í landinu, laun, sem kalla fram hroll og uppsölur, eins og setti að matgóðum Dönum á öndverðri öld- inni, þegar íslenskt lambakjöt bar á góma. (Nýjasta dæmi um þessi af- burðalaun er, að nú dugir ekki leng- ur að miða laun stórmeistara í skák við laun menntaskólakennara. Ábyrgum aðilum er vorkunn að hafa staðið að slíkri breytinu, því þeir hafa líklega verið teknir að óttast, að í stað frétta af stórgóðum ár- angri okkar dugmiklu skákmanna á erlendri grund kynnu að taka að „Kennarar við Verslun- arskólann búa við sömu kjör og laun o g aðrir framhaldsskólakennar- ar. berast fregnir af því, að þeir stun- duðu sælgætissölu í hléum á stórmót- um til að eiga fyrir farinu heim.) Að litlu leyti eru þó samningar verslunarskólakennara ekki eins og annarra kennara á framhaldsskóla- stigi. Skólinn nýtur beinna greiðslna úr ríkissjóði, sem miðaðar eru við kostnað í Mennt-askólanum í Reykja- vík og Menntaskólanum við Sund. Að sjálfu leiðir, að Verslunarskólinn greiðir sjálfur laun beint til kennara, og er það guðsþakkarvert, því þeir þurfa þá ekki að leita til Dómahúss- ins mikla, sem sér um útreikninga launa opinberra starfsmanna, launa- skrifstofu fjármálaráðuneytis, en ferðir félaga okkar í kennarastéttinni þangað hafa stundum orðið jafn tafs- amar þeim stóra ferðum, sem Jón Hreggviðsson fór í leit að réttlætinu. í annan stað er málum svo háttað um kennara Verslunarskólans, að þeir geta ekki sótt um námsorlof til ríkisins eins og félagar þeirra, og því hafa forráðamenn skólans skuld- ÓDÝRAR FRYSTfKISTUR, KÆLl O G FRYSTISKÁPAR* V bundið sig til að veita einum kennara orlof annað hvert ár, og er vel, og skal því ekki neitað, að kennarar skólans (um 70) eiga því heldur meiri möguleika _á slíku orlofí en fé- lagar þeirra í HÍK. En allt ber hér að sama brunni. Fastalaun kennara eru með þeim hætti, að þau duga vitanlega ekki til framfærslu heillar fjölskyldu, hvað þá ef kennarinn gengur með þá grillu í höfðinu að ætla í eitthvert meiriháttar nám nema þá hann 'geti hugsað sér að láta fjölskyldu sína borða einmælt þegar líður að vori, svona líkt og frægur bóndi í sinni seinloknu bar- áttu fyrir sjálfstæðinu. í þriðja stað skal þess getið, að kennarar Verslunarskólans eru verr settir en aðrir félagar þeirra í kenn- arasamtökunum. Verslunarskólinn er ekki ríkisstofnun, og kennarar skólans, a.m.k. þeir yngri, njóta ekki þess atvinnuöryggis, sem félagar þeirra í öðrum skólum hafa. í fjórða stað skal þess getið, að Verslunarskólinn starfar samkvæmt lögum um viðskiptamenntun frá 1976, en þar er kveðið á um skipan skólanefndar skólans, og eiga kenn- arar þar engan fulltrúa, og er því staða þeirra lakari en annarra fram- haldsskólakennara í landinu, sem eiga síná fulltrúa i skólanefndum. Ekki er þó svo að skilja, að kennarar við VÍ hafi ekki haft áhrif á stefnu skóla síns i ýmsum málum, en skóla- nefnd VÍ hefur nú erindi kennara VESTFROST A FRABÆRU VERÐI Frystikistur í mörgum stœrðum • Yfir 25 öra reynsla á íslandi. • Niðurfall í botni fyrir afþíðingu • Óryggisrofar v/hitabreytinga og bama • Spamaðarstilling - djúpfrystirofi • Ljós í loki • Danfoss kerfi ™1 RJ mm Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi - ðryggisrofl • Danfoss kerfí „Trr*, : Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð oqHJko • FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 • um áheymarfulltrúa i skólanefnd til athugunar, og tel ég sjálfgefið, að við beiðni þeirri verði orðið. Línur þessar eru nú orðnar heldur fleiri en í upphafi var ætlað, en verða vonandi til að upplýsa menn um kjör kennara við Verslunarskólann og sýna, að tilgátur um yfirborganir eru úr iausu lofti gripnar. Kennarar við Verslunarskólann búa við sömu kjör og laun og aðrir framhaldsskólakennarar. Launakjör kennara i landinu ættu aftur á móti að verða stjórnmálamönnum um- hugsunarefni, þegar þeir eru nú að gera hosur sínar grænar fyrir banda- lagi Evrópuþjóða, en þar gera forráð- amenn sér grein fyrir að afl þeirra hiuta, sem gera skal er helst fólgið í því að hlúa að menntastofnunum sínum. Höfundur er formaður Kennarafélags VÍ. 8 1 8 I 8 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.