Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Tortímendur takast á Kvikmyndir Amaldur Indriðason Tortímandinn 2: Dómsdagur („Terminator 2: The Judge- ment Day“). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri og framleiöandi: Ja- mes Cameron. Handrit: Camer- on og William Wisher. Aðalhlut- verk: Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Edward Furl- ong, Robert Patrik og Joe Mor- ton. Carolco. 1991. Margt hefur breyst frá því Am- old Schwarzenegger lék titilhlut- verkið í vísindaskáldskaparmynd- inni Tortímandinn frá 1984. Hún gerði stjörnu úr Arnold, sem lék morðóðan róbót er sendur var úr framtíðinni til vorra daga að myrða saklausa, unga konu. Myndin var gerð fyrir sáralítinn pening á Hollywoodmælikvarðan- um en hafði geysimikil áhrif sem tækniþriller, það var sprengi- kraftur í frásögninni sem vakti athygli á áður óþekktum leik- stjóra, James Cameron. Þegar framhaldsmyndin, Tor- tímandinn2:Dómsdagur(„Termin- ator 2: Judgement Day“) er nú frumsýnd er Cameron orðinn fremstur hasarmyndaleikstjóra í Hollywood eftir myndir eins og Aliens og Hyldýpið og hann lend- ir reyndar sér á blaði með Tor- tímandanum 2, sem kallast ein- faldlega T2. Arnold er fyrir löngu orðinn skærasta stjarnan á himni hasarmyndanna. Peningaflóðið er ótakmarkað; myndin er gerð fyrir 100 milljón dollara (menn eru ekki sammála um nákvæma tölu en þessi er iðulega nefnd), sem þýðir að hún er dýrasta mynd sem gerð hefur verið í áratugi og tæknibrellurnar í henni eru betri og undirfurðulegri en það sem maður hefur séð á hvíta tjaldinuí mörg ár. T2 hefði ekki mátt vera krónu ódýrari. Það er a.m.k. tilfinningin sem maður fær þegar maður horf- ir á hana. Ekkert hefur verið til sparað svo hasarinn mætti verða sem mestur og bestur. Hvaða merkingu sem menn vilja leggja í heimsendafrásögn myndarinnar, sem jafnvel hefur verið skoðuð með tilvísanir i Biblíuna, þá er T2 fyrst og fremst dúndurgóð og frábærlega vel framleidd hasar- mynd og sú besta sinnar tegundar í langan tíma. Tæknibrellumeist- ararnir hjá Industrial Light and Magic hafa skapað ótrúlega veru sem er hinn nýi tortímandi, mun fullkomnara módel en gamli Arn- old, óvættur úr fljótandi málmi sem breytt getur sér í hvern sem er og nánast hvað sem er á auga- bragði og er með öllu ódrepandi að því er virðist. Jafnvel þótt hann tvístrist í frumeindir sínar raðar hann sér saman aftur. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig þeir fara að þessu breilukallarnir en útkoman er töfrum líkust. Vélmennið og tæknin á bak við það er að sönnu senuþjófurinn. Sagan hefur einnig tekið margskonar breytingum frá fyrri myndinni og mesta breytingin hefur orðið á torímandanum sjálf- um, sem Amold leikur með glans. í stað tilfmningalauss manndráps- Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Uppí hjá Madonnu - „In Bed With Madonna“ Heimildarmynd um Blind Amb- ition hljómleikaferð söngkon- unnar. Leikstjóri Alek Keshisi- hian. Bandarísk. Propaganda 1991. Mér er minnisstætt viðtal við unga söngkonu sem ég rakst á snemma á síðasta áratug. Minnis- stætt sökum kokhreysti og hroka stúlkunnar sem sagðist hiklaust nota öll meðöl til að komast á toppinn. Þetta var engin önnur en Madonna og meðölin hafa gengið undir ýmsum nöfnum; fra- vélmennis fyrri myndarinnar er komið vinalegra, blíðlegra vél- menni úr framtíðinni. Nú er það bandamaður móðurinnar, leikin af Lindu Hamilton, sem það átti að myrða hér áður fyrr. Þegar T2 hefst áratug eftir að fyrri sög- unni lauk hefur tölvunetið er stjórnar framtíðarríkinu anno 2029, sem er rústir einar eftir kjarnorkustyrjöld, sent nýtt og háþróaðra vélmenni (T-1000, leik- ið af Robert Patrik) aftur í tímann til að myrða væntanlegan foringja uppreisnaraflanna sem nú er orð- inn tíu ára. Móðir hans er á geð- sjúkrahúsi þar sem hún talar sí- fellt um heimsenda, eyðingu jarð- arinnar í kjarnorkubáli innan þriggja ára; hún fær martraðir þar sem hún verður vitni að þessu og ferst sjálf. Arnold hefur uppi á syninum og þeim tekst að vera skrefí á undan nýja tortímandan- um, bjarga móðurinni og reyna að fá heimsendanum afstýrt. Cameron hefur sagt að myndin sé um frið og víst er að það kveð- ur við talsvert mildari tón í sög- unni en áður. Partur af því er magirni, hæfíleikar, frekja, Penn, ófyrirleitni, Beatty, fagmennska, kynfæraskak, svo mætti lengi telja. Nú erum við að leggja í síðasta áratug aldarinnar og stjama Mad- onnu sem söngkonu er aðeins tek- in að dala (allar tilraunir að búa til úr henni kvikmyndadís hafa mistekist hrapallega), en heimild- armyndin Uppí hjá Madonnu, er engu að síður einstakt framlag til gerðar slíkra mynda. Hún skiptist í tvennt; vafninga í kring- um söngkonuna á hljómleikaferð um hnöttinn og eru í svart/hvítu og flutning hennar á umræddum hljómleikum, í litum og dúndrandi Dolbý. í stuttu máli sagt er hnýsnin í einkalíf konunnar álíka lítið Ótrúlegar tæknibrellur; úr T2. umbreyting Arnolds en drengur- inn, leikinn af Edward Furlong, tekur af honum það loforð að hann myrði engan í öllum þeim látum sem framundan eru. Afleið- ingin er sú að aldrei hafa fleiri hnéskeljar splundrast en í T2. Arnold verður líka föðurímynd drengsins og vemdari og það myndast sérstakt samband á milli þeirra. Móðirin kemur aftur út spennandi og framkoma hennar á sviðinu er fagmannleg. Það er seigdrepandi og ómerkilegt mynd- efni að horfa á Madonnu hringja í pabba, éta slátur, eða einhvern ljárann, og hringja í pabba, Ma- donnu segja fímmaurabrandara og hlusta og horfa á jáliðið hlæja og flissa líkt og það hafi ekki hætishót af skopskyni, horfa á Madonnu þamba Evian og sjúga Perrierflösku, hlusta á enda- lausann groddakjaftinn á henni sem ber, betur en flest annað, vott um innrætið, hlusta á Mad- onnu fara með hræsnisfullar bæn- ir sí og æ þar sem ekki er verið að hafa fyrir því að biðja fyrir batnandi heimi fullum vesældar heldur raddstyrk fraukunnar. Svo mætti lengi telja. eins og manndrápsvélmenni með bilaðan kubb í kollinum. Hún hef- ur þjálfað sig eins og hryðjuverka- maður til að vernda framtíðarfor- ingjann og eirir engum til að ná settum markmiðum. Leikstjórn Camerons gengur öll út á að halda uppi hraða í frá- sögninni. Eins og fyrri myndin er T2 eltingarleikur frá upphafí til enda og Cameron tryggir að ekki slakni á. Hvert hasaratriðið tekur við af öðru, öflugra og áhrifarík- ara þar til kemur að hápunktinum í stáliðjuveri. Cameron sviðsetur og myndar eltingarleikina af meiri krafti og dugnaði en kollegar hans, tímasetningar og klippingar eru hárnákvæmar og hann nær hámarksáhrifum í hvert sinn. Saman við tæknibrellurnar sem skapa óvættinn eru áhrifín oft mögnuð. Dæmi þegar þetta tvennt smellur saman er þegar óvættur- inn í líki mótorhjólalöggu keyrir útum fímmtu hæð á glerbygg- ingu, hendir sér á fljúgandi þyrlu sem sveimar fyrir utan, brýtur gat á gler flugstjórarklefans og smýgur inn sem fljótandi málmur áður en það tekur aftur á sig mannlegt útlit við hlið flugstjór- ans. Þarna er Cameron í essinu sínu. Og þú gapir. Það er jafn ánægjulegt að fylgj- ast með listamanninum og loddar- anum Madonnu á sviðinu. Þar á hún heima. Með aðstoð frábærra dansara, sviðsetningar, ljósa- og hljóðmeistara, hljómlistamanna og dansasmiða ríkir hún yfír sviðsljósinu, hún hefur náð settu marki það verður ekki af henni skafíð. Hvort fólk potar sér áfram með því að þrífa í klofíð á sér skaka sér er spursmál um smekk hvers og eins og sjálfsagt hneyksl- ar Donnan ófáa. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Uppí hjá Madonnu er ótrúlega sterk mynd. Hún er löng, hátt í tveir tímar en hinn snjalli Keshis- hian heldur manni föngnum við efnið: hjómið, hégómann og Ma- donnu. HJÓM OG HÆFILEIKAR Furðuleg ummæli flug’málastj óra - segir í athugasemd frá Vesturflugi hf. __________Brids_____________ Umsjón: Amór Ragnarsson Bridsfélag Rcykjavíkur Sævar og Karl halda góðri forystu í barómeterkeppninni sem nú hefir staðið í tvö kvöld. Efstu pör: Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 250 RagnarMagnússon-PállValdimareson 180 SigfúsÁmason-JonHjaltason 150 Jónas P. Erlingsson - Guðmundur Sveinsson • 144 Gylfi Baldureson - Sigurður B. Þorsteinsson 137 Svavar Björnsson - Sveinn R. Eiiíksson 133 Páll Hjaltason — Oddur Hjaltason 131 Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 128 Hæsta skor síðasta spilakvölds: Jónas P. Erlingsson - Guðm. Sveinsson 144 Bernódus Kristinsson - Georg Svenisson 137 SævarÞorbjömsson - Karj Sigurhjartai’son 131 Hörður Amjwrsson-JónÁsbjörnsson 94 BjömTheódórsson-GerorgOlafsson 89 Gísli Steingrimsson - Sigurður Steingrimsson 83 SveinnÞorvaldsson-BjamiJónsson 81 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 23. september hófst minningarmót um Kristmund Þor- steinsson og Þórarin Andrewsson. Spiia varð í þremur riðlum vegna'mik- illar þátttöku en alls mættu 38 pör til leiks. Úrslit í A-riðli: Ingvarlngvarsson - Kristján Hauksson 201 Bjöm Amarson - Guðlaugur Ellertsson 196 AronÞorfmnsson-Jonlngþóreson 191 JensSigurðsson-JónSigurðsson 189 Úrslit í B-riðli: Valdimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 184 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 176 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 175 Sigriður Eyjólfsdóttir - Gísli ísleifsson 168 Úrslit í C-riðli: Gyðriður Þorsteinsdóttir - Bergþór Jóhannssonl73 Julíana Sigurðardóttir - Kristján Bjömsson 172 Sigrún Arnórsdóttir - Bjöm Höskuldsson 170 Anna Hreinsdóttir - Steinþómnn Kristjánsd. 166 Bryndís Eysteinsdóttir - Átli Hjartarson 166 Næsta mánudag verður minningar- mótinu fram haldið. Bridsdeild Rangæinga Sl. miðvikudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efstu pör: Jens Jensson—Jón St. Ingólfsson 137 Ásmundur Guðmundsson - Sigurður Jónsson 124 Karl Nikulásson - Loftur Pétursson 123 Næsta miðvikudag hefst 5 kvölda tvímenningur. Spilað er í Ármúla 40, 2. hæð, og hefst kl. 19.30. Skráning hjá Lofti í s. 36120 og á spilastað. Frá Skagfirðingum Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda barómeter-tvímenningskeppni. Eftir fyrsta kvöldið, er staða efstu para þessi: Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeiisson 216 Helgi Hennansson - Kjartan Jóhannsson 196 ÖmScheving-SigurðurÁmundason 193 Bemódus Kristinsson - Þröstur Ingimarsson 189 Láms Hermannsson - Óskar Karlsson 185 Sigurður ívamson - Jóhannes Guðmannsson 182 Spilamennsku verður fram haldið næsta þriðjudag. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað var í 10 para riðli og varð röð efstu para þessi: Baldur Bjartmarsson - Rúnar Hauksson 132 Óskar Siguiðsson - Pétur Sigurðsson 124 Ingi Agnarsson - Haraldur Þ. Gunnlaugsson 118 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Allir vel- komnir. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridsfélag byrjenda Síðastliðinn þriðjudag var spila- kvöld hjá félaginu í Sigtúni 9. Þátt- taka var ágæt og var spilað á 14 borð- um. Spilaður var Mitchel-tvímenning- ur og urðu úrslit þessi: Norður/suður: Tómas Sigurðsson - Sigurður Óli Kolbeinsson 219 GuðmundurÞórðarson 7 Guðný Hálfdánard. 213 Helga Haraldsdóttir - Ófeigur Freysson 200 Pétur Guðmundsson - Héðinn Pétursson 197 Björn Sigurðsson - Hekla Smith 192 Austur/vestur: Siguijón Guðröðarson - Bjami Guðmundsson 238 Pálmi Gunnarsson - Álfheiður Gísladóttir 230 Hjördís Sigutjónsd. - Maria Guðnadóttir 221 Bergþór Albertsson - Kristín Ingvarsdóttir 211 AronÞorfinnsson-Jónlngþórsson 192 Næsta spilakvöld verður í Sigtúni 9, þriðjudaginn 8. október nk. og verð- ur bytjað að spila kl. 19.30. Fólk er beðið um að mæta tímanlega og alls ekki seinna en 19.15. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vesturflugi hf.: „Vegna athugasemdar Péturs Einarsson flugmálastjóra t blaði yðar 21. þ.m. vill Vesturflug hf. koma eftirfarandi á framfæri: Flugmálastjóri segir atvinnu- flugnám hérlendis í afar frumlegum farvegi og ,eru það nánast furðuleg- ar upplýsingar manns, sem starfað hefur að flugmálastjórn síðan 1980 og verið flugmálastjóri í nær ára- tug. Samkvæmt fyrirmælabók Al- þjóða flugmálastofnunarinnar hafa grundvallaratriði flugþjálfunar og kennsluaðferða verið nær óbreytt um margra ára skeið. Flugmálastjóri virðist vilja hækka laun kennara í bóklegri flug- kennslu, en lækka jafnframt náms- kostnað og er sú niðurstaða óskilj- anleg. Eflaust er menntamálaráðu- neytið hæfastur aðili til að skipu- leggja kennslumál í landinu. Atvinnuflugmenn þurfa að standast ýmiskonar próf til að hljóta réttindi erlendis og á sama hátt gilda erlend réttindi ekki á íslandi. I Danmörku eru norsk og sænsk réttindi flugmanna eingöngu viður- kennd vegna samstarfs innan SAS. Pétur Einarsson segir flugnám í molum án þess að greina þá stað- hæfíngu nánar, enda mun ná- kvæmni í frásögn ekki venjubundin hjá honum. Þegar árið 1979 reyndi Pétur f.h. Flugtaks hf. að komast yfir Flug- skóla Helga Jónssonar, en sam- vinnu var hafnað og síðan hefur hann lagt starfsemi Helga í einelti. Var flugskóli hans nýverið talinn óhæfur, en allt um það send útboðs- gögn varðandi rekstur á einokunar- grundvelli. Athyglisvert er að Flug- skóli Akureyrar var skilinn útund- an. Ogreidd tilkynning til hlutafélag- askrár, sem á vantaði undirskriftir, barst 31. mars 1981, en samkvæmt henni var Pétur Einarsson ekki lengur talinn meðal hluthafa Flug- taks hf. Flugmálastjóri synjaði tvívegis að taka við greiðslu skuldabréfs Sverris Þóroddssonar úr hendi Leiguflugs hf., en seldi það síðan Flugtaki hf. Einkennilegt er ef fyr- irtækið hefur keypt fullu verði bréf í vanskilum, sem ekkert útlit var fyrir að yrði greitt. Samkvæmt umskráningu 31. janúar sl. keypti flugmálastjóri bif- reiðina LD 496 á Akureyri af Höldi hf., en hafði haft hana til afnota um alllangt skeið, svo athygli vakti. Sem betur fer hlýtur nú að mega telja að komið hafí verið í veg fyrir að Pétri Einarssyni takist að einoka flugkennslu í landinu, en hann hóf að keppa að því marki fyrir tólf árum síðan, enda liggur fyrir grein- argerð hans um það efni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.