Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 29

Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 29
n>ei liaaMaTUJH ss :í''íoa<iha;)Uaj gkía.ihmhomom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 29 Viðbrögð hjálparfólks við válegum atburðum eftir Lárus H. Blöndal Að undanförnu bafa orðið fjórir stórbrunar hér á suðvesturhomi landsins — verksmiðjuhús, fjós og hlöður og blikksmiðja brunnu. Slökkviliðsmenn hafa unnið fræki- legt starf við að hemja og vinna bug á eldinum. í síðastnefnda brunanum lögðu t.d. reykkafarar sig í lífs- hættu er þeir gengu inn í eldhafið með þá einu vitneskju að gashylki væru einhvers staðar þar inni. Hér á eftir verður fjallað um fólk, sem sinnir störfum í tengslum við válega atburði, s.s. fólk i sjúkraflutningum og slökkvistörfum, lögreglu og hjálparsveitir (hér eftir kallað einu nafni hjálparfólk). Markmiðið er að varpa ljósi á sameiginleg viðbrögð hjá þessu fólki við miklu álagi og á hvem hátt hugsanlegt sé að draga úr áhrifum sem slíkt álag kann að hafa. Saga úr daglega lífinu Köllum hann Einar. Hann vann sem sjúkraflutningamaður í nokkra mánuði fyrir rúmum áratug. Þessa mánuði reyndi Einar margt sem hefur haft djúpstæð áhrif á líf hans. í starfi sínu kynnist Einar mörgum hliðum mannlífsins, flutti m.a. sængurkonur, sjúka, slasaða og látna. Hann kom á vettvang slysa, sjájfsvíga, morða og eldsvoða. í einum eldsvoðanum var aðkom- an óhugguleg og lífshættuleg. Mik- ill eldur, einn látinn, annar mjög slasaður og fleiri þjáðir. í augum Einars varð allt fjarrænt og óraun- vemlegt. Hans eina hugsun var sú að koma fórnarlömbunum sem fyrst undir læknishendur. Einar brást rétt við og var hrósað af samstarfs- mönnum fyrir vaskíega framgöngu. Vegna margra útkalla kom Einar ekki heim fyrr en seint að loknu starfí. Þá fyrst gerði hann sér grein fyrir þeim harmleik sem hann hafði orðið vitni að. Aðkoman og atburða- rásin á slysstaðnum urðu honum nú ljóslifandi í smáatriðum. Mikil vanlíðan gerði vart við sig. Einar varð kvíðinn, skalf allur og grét, þrátt fyrir að hann reyndi hvað hann gat til þess að halda þessum viðbrögðum í skefjum. Þau voru ný fyrir Einar og áfall fyrir ímynd hans sem karlmanns. Nóttina eftir at- burðinn byrjuðu martraðir að gera vart við sig. Einar vaknaði upp ótta- sleginn í svitabaði eftir að einstaka atburðir frá eldsvoðanum sóttu á hann. Þessi minningabrot og hugs- anir tengdar harmleiknum trufluðu hann líka í vöku. Vanlíðanin varði í fleiri mánuði. Einar hafði mikla þörf fyrir að tala um eldsvoðann og honum varð mikill léttir af því að geta talað um hann við konu sína. I vinnunni var honum tekið, sem fyrirmynd annarra nýrra starfs- manna. Manns sem stóð sig vel í starfí við erfiðar aðstæður, öðrum starfsmönnum til eftirbreytni. Eng- inn af starfsfélögunum vissi um líð- an Einars eða af líðan hvers ann- ars. A þessum tíma var því miður ekki vettvangur fyrir umræður um tilfinningalega líðan starfsmanna eftir krefjandi útköll. Hjálparstarf: Viðbrögð og eftirköst í samræmi við reynslu hjálparfólks við sambærileg störf og aðstæður. Þar kemur einnig fram, að stór hluti hjálparfólks hefur m.a. upplifað miklar geðshræringar, langvarandi andlegt álag, mannskaða og jafnvel lífshættu. A vettvangi á það auk þess oft í erfiðleikum með að taka ákvarðanir, meta áhættu, stjórna aðgerðum, einbeita sér og hafa vald yfir óttanum. Hjálparstörf hafa mik- il áhrif á þá sem inna þau af hendi og eru viðbrögð eins og Einar sýndi eðlileg viðbrögð við miklu álagi. Greinileg tengsl eru á milli reynslu hjálparfólks af válegum atburðum og þeirrar upplifunar að vera út- brunninn í starfí. Það dregur úr gæðum hins daglega lífs og hætta eykst á því, að viðkomandi verði frá vinnu vegna veikinda eða láti af störfum. Sú viðtekna skoðun, að fólk í hjálparstörfum sé einstakling- ar sem „ekkert bítur á“ stenst þar af leiðandi ekki. í einni rannsókn kom m.a. fram að allt að 97% lög- reglumanna töldu sig hafa gagn af sálfræðilegri hjálp eða stuðningi eftir að hafa tekist á við válega atburði. Viðbrögð fólks í hjálparstarfi á slysstað eru oft frábrugðin þeim viðbrögðum sem það upplifir eftir á. Einar fann t.d. ekki fyrir neinum sérstökum viðbrögðum á slysstaðn- um og í nokkra tíma á eftir. Hann hugsaði bara um það að inna sín verk samviskusamlega af hendi. Ef fólk eygir möguleika á því að geta hafist strax handa á vettvangi og látið til sín taka dregur það m.a. úr kvíða og spennu. Með því móti getur fólk beint athyglinni betur að viðfangsefninu, án þess að láta það eða önnur truflandi áreiti hafa veru- leg áhrif á sig. Þeir sem sinna hjálparstörfum hafa mikla þörf fyrir að tala um erfiða reynslu af válegum atburðum, oft aftur og aftur. Þá hafa þeir sterka tilhneigingu til að endurupp- lifa atvik eða hluta af atburðarás. Tvö minnisbrot sóttu einkum á Ein- ar bæði í vöku og draumi, þ.e. sér- kennileg brunalykt af hínum látna og ásýnd andlits hans. Minningarn- ar geta einnig sótt að fólki sem hugsanir, hljóð, snerting, hreyfing, breytt þyngdarskyn eða sem nokk- urs konar innri kvikmynd, einar sér eða fleiri saman. Alls kyns áreiti sem beint eða óbeint minna á váleg- an atburð geta kallað fram slík minnisbrot, en oftast birtast þau af sjálfu sér. Samfara því gera hræðsluköst, kvíði og einbeitingar- erfiðleikar gjarnan vart við sig. Önnur algeng eftirköst eru auk- inn kvíði og áhyggjur af sínum nán- ustu. Vegna reynslu sinnar á hjálp- arfólk erfiðara en ella að telja sér trú um að ekkert komi fyrir sig eða sína. Þannig er því farið hjá Einari. Hann gengur ekki lengur að mörg- um þáttum lífsins gefnum og finnur til meiri gleði en áður yfir því sem honum er gefið. Leiðir til úrlausna Til að ráða betur við erfiðar að- stæður og það álag sem oft fylgir hjálparstörfum er m.a. eftirfarandi mikilvægt: Við þjálfun eða menntun hjálpar- fólks sé lögð áhersla á að það þekki „Fólk sem vinnur undir miklu álagi þarf oft að borga fyrir það í sárs- aukafullum eftirköst- um, sem dregið get ver- ulega úr gæðum hins daglega lífs. Fyrir það fyrsta er mikilvægt að vita að slík eftirköst eru ekkert einkamál hvers og eins.“ helstu tilfinninga- og líkamlegu við- brögð sín og fórnarlamba og viti, hvernig best sé að bregðast við þeim. Þetta á bæði við á vettvangi válegra atburða og eftir að þeir eru yfirstaðnir. Þá þurfa öll hlutverk hjálparaðila og valdsvið hvers og eins að vera öllum ljós. Að dugnaður og færni í starfi er ekki það sama og að láta hvergi bilbug á sér finna. Það er styrkur, en ekki veikleiki að geta talað um Lárus H. Blöndal reynslu sína og miðlað af henni til annaira. Að hjálparfólk fái þjálfun í að styðja hvert annað eftir erfið atvik á þann hátt að það gefi sér tíma til að hlusta, skilja og að veita til- finningum sínum útrás. Að stuðningur heima fyrir sé fyr- ir hendi þannig að hjálparfólk geti talað um sína erfiðu reynslu við maka sinn og aðra nákomna. Slíkt eykur skilning aðstandenda og dreg- ur úr þeirri tilfinningu hjálparleysis sem þeir upplifa oft. Þama ætti þagnarskyldan ekki að vera hindr- un. Að þeir reynslumeiri beri ábyrgð á að sinna’ byrjendum. Þeir þurfa sérstaklega að miðia eigin reynslu og viðbrögðum við vá í hjálparstarf- inu, bæði þegar þeir hófu störf og sem reynslumeiri. Mikilvægt er að auka eftimienntun þeirra reynslu- meiri svo að þeir standi jafnfætis þeim yngri hvað menntun varðar. Að læra slökunaraðferðir, s.s. djúpslökun eða íhugun. Þá er góð líkamsþjálfun hentug leið til þess að draga úr spennu og auka al- menna vellíðan. Lokaorð Fólk sem vinnur undir miklu álagi þarf oft að borga fyrir það í sársauk- afullum eftirköstum, sem dregið geta veralega úr gæðum hins dag- lega lífs. Fyrir það fyrsta er mikil-ir. vægt að vita að slík eftirköst eru ekkert einkamál hvers og eins. Margir einstaklingar eins og Einar hafa án efa verið einir með sína vanlíðan og m.a. leitað skýringa á henni í eiginn „veikleika“. í öðru lagi gefur vitneskja um sammann- lega reynslu hugmynd um hvernig hægt er að bregðast við á fyrir- byggjandi hátt. Þá verður fólk betur í stakk búið til þess að mæta slíku álagi og líkur á sársaukafullum eft- irköstum minnkar. Starfskraftar og þekking þeirra nýtast þá betur og lengur — og síðast en ekki síst að gæði hins daglega lífs aukast. Höfundur er sálfrædingur og starfur sjálfstætt. Síðan er liðinn rúmur áratugur. Þessi tiltekni harmleikur og önnur atvik í starfi Einars sem sjúkraflutn- ingamanns hefur enn truflandi áhrif á líf hans, sérstaklega þegar hann er undir miklu álagi. Sjúkraflutning- ar eiga margt sameiginlegt með t.d. störfum lögreglu, hjálparsveita og starfa innan heilbrigðiskerfisins. Viðfangsefnið er fólk, sem oftar en ekki tengist skuggahliðum lífsins — neyð, þjáningu og sorg. Mjög mikil- vægt er fyrir fólk í þessum störfum að geta hjálpað öðrum, og það er sársaukafullt, ef það tekst ekki. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna er þessi prfiða reynsla Einars, sem sjúkraflutningamanns, Kork-o*Plast É Sænsk gæðavara KORK-gólfflisar með vinyl-plast-áferð Kork*o*Plast: í 10 gerðum Veggkork í 8 geröum. Ávallt til á lager Aðrar korkvörutegundir á lager: Undirtagskork i þramur þykktum Korkvélapakkningar i tveimur þykktum Gufubaðstofukork Voggtöflu-korkplötur i þramur þykktum Kork-parkelt venjulegt, i tveimur þykktum Einkaumboö á íslandi: gv Þ. ÞOBGRÍMSSON & CO Ármúla 29 • Reykjavik • Sími 38640 NISSAN OG SUBARU SÖLUFCRB UM SHÆFELLSNES OG VESTURLAND Sýnum nokkra af okkar glæsilegustu bílum! NISSAN TERRANO 3.0 V6, fjögurra dyra glæsilegur jeppi. SUBARU LEGACY 1.8 GL, 16 ventla skutbíll 4x4. Einn reyndasti og farsælasti fjórhjóladrifni bílinn. NISSAN SUNNY SLX 1.6, ló ventla 4x4. Nýr og spennandi, rúmgó&ur og fallegur, enda byggður á langri reynslu. NISSAN SUNNY SLX 1.6, 16 ventla 4x4. Frábær kostur á einstöku verði og hlaðinn aukahlutum til þægindaauka. Sýnum á eftirtöldum stöðum: Lauaardaqinn 28. september Ólafsvík, bensínstöðinni kl. 10-12. Hellissandi, bensínstöðinni kl. 13-15. Grundarfirbi, bensínstöðinni kl. 16-19. Sunnudaqurinn 29. september Búðardal, bensínstöð Olís kl. 12 -13.30. Stykkishólmi, bensínstöðinni kl. 15 -18. Einnig sýning að Sævarhöfða 2, laugardag og sunnudag, fró kl 14 til 17. Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.