Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 13
MQRGUNBIAÐIP LAUG4KDAGUR 28. SEM'EMBEK 1991 cl3 VATNSLITIR OG OLÍA Myndllst Bragi Ásgeirsson Norskur skóli í landslagsmál- verki er nokkuð annar en íslenzk- ur, enda landslag Noregs allfrá- brugðið íslenzku. Og því vill norskt landslags- málverk stundum koma okkur nokkuð ókunnlega fyrir sjónir, því að þau eru af öðrum toga myndlistar en við eigum að venj- ast og þekkjum minna til. En það er einmitt veigamikið atriði í allri myndlist að mönnum þykir það best sem þeir eru vanastir, ekki síður en t.d. ýmsa þjóðar- rétti sem heimamönnum þykja gómsætir undir tungu, en ókunn- ugir eiga erfitt með að kyngja í fyrstu. Hvorugt skal því afskrif- að því að hér er um alþekkt og viðurkennd lögmál að ræða. Hér er einnig komið við lög- mál listamarkaðarins og ástæð- una fyrir því hve stíft þjóðir halda fram sínum mönnum og hve mikið er gert fyrir myndlist heimamanna í veröldinni í dag. Ég þekki allnokkuð til nor- skrar landslagshefðar enda dvaldi ég í Osló við nám fyrir margt löngu og hef endumýjað kynnin nokkrum sinnum. Þarafleiðandi á ég sennilega auðveldara með að meðtaka myndir norsku listakonunnar Borghild Bredeli, sem um þessar mundir sýnir í anddyri Norræna hússins, en margur, er sér slíkar myndir í fyrsta skipti. Borghild (f. í Þrændalögum 1930) hlaut menntun sína við fagurlistaskólann í Osló og var í fjögur ár í málunardeild auk eins árs í freskódeild. En það var þó ekki fyrr en árið 1970 sem Fjallið Stryn — olíumálverk. hún kom fyrst fram og þá með efnismyndir. Borghild hefur fyrst og fremst einbeitt sér að hinum smærri sýningum og myndir hennar bera með sér að hún er ekki málari hinna svip- meiri átaka. Stemmningin og ljóðrænan standa henni nær og hún umgengst miðla sína af stakri hógværð og auðmýkt. Það voru einkum myndir eins og „Morgunþoka" (12), „Snemma á vori“ (16), „Þoka á fjöllum“ (17) og „Við Hraunt- ungu 11“ (18) sem höfðuðu til mín fýrir samræmi í litum og formum, skilvirkan einfaldleika og myndræn vinnubrögð. Hundasýn- ing í Laug- ardalshöll ÁRLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags íslands verður haldin í Laugardalshöll á morg- un, sunnudag og hefst hún kl. 9 árdegis. Alls verða sýndir 220 hundar af 15 tegundum og munu tveir finnskir dómarar dæma hundana. Dómaramir eru Hans Lethinen og Lasse Luomanen, og verða úrslit sýningarinnar kl. 16.20. Áður en úrslit fara fram verða sýnd hlýðni- og veiðiatriði með hunda auk þess sem trúðurinn Kalli og hundurinn Júlíus Vífíll skemmta áhorfendum. Aðgangseyrir er 400 krónur fýrir fullorðna og 200 krónur fyrir böm á aldrinum 6-12 ára. Eldri borgarar og öryrkjar fá frítt inn á sýninguna. Sýningar Hunda- ræktarfélagsins hafa verið árlegur viðburður í um 20 ár. Daihatsu Applause fæst bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Með framhjóladrifi kostar hann frá 979.000 kr. stgr. á götuna. Með fjórhjóladrifi og óviðjafnanlegum aksturseiginleikum kostar hann frá 1.249.000 kr. stgr. á götuna. Söluaðili Daihatsu á íslandi er Brimborg hf. Faxafeni 8, sími 91 - 685870. DAIHATSU APPLAUSE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.