Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 10
íióiIgí/nbIaðíð lAuóAteóÁó'óá' ió Skráning 1 Heims- kórinn stendur yfir TEKIÐ verður a moti nyjum felögum í Heimskorinn a kynmngar- fundi sem haldinn verður í Félagsheimili lögreglumanna, Brautar- holti 30 efstu hæð, sunnudaginn 29. september kl. 20.30. Kórfélagar frá Islandi munu taka þátt í tónleikum með Luciano Pavarotti í Stokk- hólmi 11. apríl 1992. Á tónleikunum verður flutt verk- ið Requiem eftir Guiseppi Verdi. Kórstjóri verður Vladimir Fedoseev en einsöngvarar ásamt Pavarotti eru Carol Vaness, Shirley Verrett og Robert Scandiuzzi. Norska út- varpshljómsveitin mun leika undir. Stjórnandi Heimskórsins á ís- landi er Úlrik Ólason núverandi kórstjóri Söngsveitarinnar Fílharm- óníu. Undirleikari er Vilhelmína Ólafsdóttir píanókennari. Æfingar munu hefjast laugardaginn 5. októ- ber kl. 9 fyrir hádegi. Allt söngfólk, áhuga- og atvinnu- fólk, er velkomið í kórinn. Nánari upplýsingar um hann má fá hjá framkvæmdastjóra Heimskórsins á íslandi Hafdísi Magnúsdóttur. 2ja herb. íbúð við Hlemm Til sölu björt og góð 2ja herb. 50 fm íbúð við Hlemm. Möguleiki að taka seljanlegan bíl uppí hluta af kaup- verði. Upplýsingar í síma 91-623974. 120fm íbúðirtil sölu Á veðursælum stað í Grafarvogi eru til sölu vel skipu- lagðar íbúðir. Góðar suðursvalir. Fallegt útsýni. Þvotta- hús á hæðinni og vandaðar íslenskar innréttingar. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta m.a. vel fyrir eldra fólk. Örn Isebarn, húsasmíðameistari, sími31104. 1 Gullfallegt húsnæði Aðalhæðin í þessu fallega húsi er til sölu. íbúðin er nýleg, 100 fm, hátt til lofts og vítt til veggja. Svefn- herbergi og svalir mót suðri. Laus ‘ eftir sam- komulagi. Gott verð. Góðir greiðsluskilmálar. íbúðin er til sýnis í dag og á morgun kl. 14.00-18.00 og kl. 18.00-20.00 næstu kvöld Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í símum 12031 og 26347. 9197A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri C \ I W\JmL I 0 / V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna: Við Furugrund - laus strax 2ja herb. íb. á 1. hæð um 60 fm vel umgengin. Vestursv. Geymsla í kj. Ágæt nýendurbætt sameign. Gott verð. Fyrir smið eða laghentan efri hæð 3ja herb. ekki stór íb. í tvíbhúsi í gamla bænum. Þarfn. endur- bóta. Allt sér. Verð aðeins kr. 3,5 millj. Ný úrvalsíbúð með bílskúr v/Sporhamra á 1. hæð 118,3 fm. íbhæf, ekki fullg. Sérþvhús. Vest- ursv. Sér lóð. Góður fullg. bílsk. Húsnlán kr. 5,0 millj. Lftið hús með góðu láni parhús - steinhús í Skerjaf. m/tveimur 5 herb. íb. á tveimur hæðum. Ræktuð eignarlóð. Húsnlán kr. 3,0 millj. Eignaskipti mögul. Stór og góð - frábært útsýni I 3ja hæða fjölbhúsi v/Arahóla: 2ja herb. íb. á 1. hæð 65,3 fm. Nýl. parket. Sérþvhús. Geymslu- og föndurherb. í kj. Góð saméign. Fráb. útsýni. Laus strax. Nýlegt einbhús - hagkvæm skipti Norðanmegin á Nesinu steinhús tvær hæðir m/5 herb. íb. um 135 fm. Góður bílsk. 31,5 fm. Ræktuð lóð. Útsýni. Laust strax. Ný og glæsileg einstaklingsíbúð v/Vindás á 4. hæð tæpir 40 fm nettó. Parket. Gott svefnherb. Sólsval- ir. Húsnlán til 40 ára kr. 1,8 millj. Laus strax. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast 4ra-5 herb. íb. m/bílsk. og 3ja-4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæð miðsvæðis f borginni. Opiðídag kl. 10.00-16.00. Margs konar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. ________________________________ var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGHASALAH Ölfuskórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Þorlákshöfn Þorlákshöfn. ÞRIÐJUDAGINN 14. september sl. fengu íbúar Þorlákshafnar góða gesti í heimsókn. Þann dag kom Sinfóníuhljómsveit Islands og hélt tónleika í nýlegu og glæsilegu íþróttahúsi staðarins. Er það í fyrsta skipti sem hljómsveitin heldur þar tónleika. Stjórnandi hljómsveitarinnar var Guðmundur Oli Guðmundsson en einleikari í tveimur verkum var Jónas Ingi- mundarson píanóleikari sem reyndar var á æskuslóðum sínum í Þorlákshöfn. Tónleikar þessir voru hluti af svokallaðri M-hátíð á Suðurlandi. Efnisskrá þessara tónleika sveit- arinnar var bæði fjölbreytt og vönd- uð. Voru leikin verk eftir Mozart, Liszt og Mendelssohn auk tveggja íslenskra sönglaga sem voru Suður- land eftir Einar Sigurðsson við ljóð sr. Heimis Steinssonar og Ámesþing eftir Sigurð Ágústsson við ljóð Eiríks Einarssonar. I þessum tveimur síð- astnefndu verkum söng Ölfuskórinn með hljómsveitnni en þann kór mynda kirkjukórar Hveragerðis og Þorlákshafnar. Höfðu kórarnir æft undir stjórn Arnar Falkners og Ro- bert Darling. Af undirtektum tónleikagesta mátti ráða, að þeir kunnu vel að meta frammistöðu flytjenda. Hljóm- sveitin lék prýðis vel undir stjórn hins unga stjórnanda og Ölfuskórinn stóð einnig vel fyrir sínu. Það er og ánægjuleg tilbreytni hjá Sinfóníu- hljómsveitinni að kalla heimafólk til liðs við sig. Þá má ekki gleyma hlut einleikaras Jónasar Ingimundarsonar sem að vanda lék einleiksverkin af innlifun og fágun hins einlæga lista- manns. Það jók á gildi tónleikanna að Jónas flutti skýringar um verkin og gat um höfunda þeirra. Það er mikill fengur að heimsókn- um sem þessum. Bæði er að heima- fólk fær tækifæri til að hlusta á lif- andi tónlist og kynnast þar með bet- ur hinum auðuga heimi sígildrar tón- listar. Hitt hlýtur og að vera Sin- fóníuhljómsveitinni mikils virði að auka með þessum hætti áheyrenda- hóp sinn úti á landsbyggðinni. íbúar Þorlákshafnar þakka framlag þessa listafólks og vona að þessi fyrsta heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Is- lands til staðarins marki upphaf að frekari heimsóknum hingað í fram- tíðinni. Hafi hljómsveitin bestu þakk- ir fyrir komuna. Sr. Svavar Stefánsson Umsjónarmaður Gísli Jónsson 608. þáttur „Skreytt hefur verið á skemmri leið en frá Jerúsalem og hingað, þegar logið er á milli búrs og baðstofu,“ sagði efa- gjörn og hnittin kerling. Mikla orku og hugkvæmni hafa menn lagt í að meta hvað sé „réttur texti“. Hvernig hafa t.d. vísur varðveist um aldir? Hafa ekki skrifarar gert skekkjur? Hafa menn ekki sífellt verið að „leið- rétta“ og yrkja upp? Hver veit fyrir víst hvernig Egill Skalla- Grímsson orti? Og þarf ekki svo langt aftur í tímann. Mörg vísan gengst í geymdinni á skemmri leið „en frá Jerúsalem og hing- að“, og skáldin sjálf breyta „texta“ sínum. Ég lærði í hrifningu ýmis af fyrstu ljóðum Hannesar Péturs- sonar. Síðan breytti hann þar sumu. Hvernig „er“ ljóðið? Hvað er „réttur texti“? Hvað er „rétt- ur texti“ ljóða Jónasar Hall- grímssonar, sá sem er að finna í misvel skráðum syrpum hans sjálfs, í fyrstu prentuðu útgáf- unni, sem þeir Konráð og Brynj- ólfur sáu um, eða í nýjustu prentuninni? Já, hvað er sann- leikur? er haft eftir Pflatusi. Einhvern tíma birti ég hér í þættinum vísu eftir Jóhannes úr Kötlum (Jónasson), að höfðu samráði við yrkisefni. Hver átti betur að kunna? Visan var svo: Ef mitt rénar andlegt slen, óðar spen ég fólkið kven; mína ben þá mildar pen Magdalena Thoroddsen. Ég hafði áður lært „mýkir“ í stað mildar, en auðvitað lét ég yrkisefni ráða. Til hennar er vísan kveðin og var þegar num- in. En glöggur og minnugur maður í Reykjavík hélt því fram, að í vísunni „ætti“ að vera mýk- ir. Það væri líka „betri texti“. En Magdalena Thoroddsen hlýt- ur að vita hvernig Jóhannes úr Kötlum orti til hennar. Auðvitað getur alla misminnt, en þegar skáldið er látið, hvernig er hægt að komast nær „frumtextanum“ en spyrja yrkisefni? Ég hef verið að líta á mismun- andi gerðir af snilldarverki sr. Gunnars Pálssonar (1714— 1791) um Einar Sæmundsson, sjá 603. þátt. Þessi vísa hefur varðveist í breytilegum gerðum, þó að litlu skeiki, og ég vel þessa gerð: Fer Einar för sína, framm keipa gamm hleypir hjá skipum á opið, ákafur bláhafið. Vel stýrir val ára, vað sætir aðgætinn, úrtöku árvakur á fiskinn þrágiskar. Þetta er dróttkvæður háttur, það rímafbrigði hans sem Snorri kallar alhendu (aðalhendu) hina minni, sex atkvæði í hverri braglínu náttúrlega, og í hinum ójöfnu bæði skothending og að- alhending, en tvær aðalhending- ar í hinum jöfnu. Geysilegur vandi. (Einar lætur gamminn geisa á sjóferð sinni í ákefð út á hafið blátt. Hann stýrir bátnum vel og hyggur að færinu með gát, sérlega árla uppi og löngum fiskisæll.) Bágt verður þetta í endursögn. Jóhannes G(uðjón) Jónasson (1862—1928) kvað um prest sem þótti auðsæll og átti bæði ákafa fylgismenn og ramma andstæðinga: Mikið er hve margir lof ann, menn sem aldrei hafa séð’ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. I Sunnanfara 1896 segir frá því, er þeir sátu saman úti í Kaupmannahöfn Þorsteinn Erl- ingsson o g Jón Þorkelsson (Forni). Þorsteinn kvað: Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera. Jón botnaði: Því að allan andskotann er þar hægt að gera. Sjómaður nokkur raulaði oft fyrir munni sér þessa vísu, en hafði hana á þessa leið: Þar sem enginn maður þekkir annan mann, þar er gott að vera, því að allan andskotann er þar hægt að gera, ef enginn sér mann. Hvað er „réttur texti“? ★ Örn Snorrason (Aquila) sá ágæti kennari, hafði eins og fleiri mætur á Heilræðavísum Hallgríms Péturssonar, Ungum er það allra best, o.s.frv. Þar er börnum m.a. tekinn vari fyrir því að fara með „háð og spott“. Eftir að kennari og börn höfðu í hæfilegan tíma virt fyrir sér vísur þessar og gaumgæft siða- boðskap þeirra, bað Örn börnin að læra vísurnar utanað og skrifa þær upp fyrir sig í tíma daginn eftir. Var vel við því vik- ist, og komst flest rétt til skila, en þó þetta með: Hafðu hvorki hár né sport, hugsa um ræðu mína. Elskaðu guð, og hafðu það gott, viljirðu gott barn heita. Ekki var trútt um að Erni þætti ekki gæta lífsgæðavið- horfs 20. aldar í þessu. ★ Hlymrekur handan kvað: Henni Þorbimu Rósu af Rindilætt var til Reykjadalssveitar í skyndi lætt. Svo klúkti hún þama, kjökrið atarna, til karla þó sporgjörn og tindilfætt. Einn af andstæðingum prests, ekki að sama skapi næmur, sem hann var ákaflyndur, hreifst mjög af vísunni, en gekk illa að læra. Eftir tvö ár kom hann þó sigri hrósandi til kunningja síns og sagðist nú loksins lært hafa þennan erfiða texta: Lát heyra, sagði kunninginn og fékk þetta: Mikið er hve margir lof ann að ofan, menn sem aldrei hafa séð’ann að neðan. Hvað er „réttur texti“?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.