Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 39
UÍOC 5nPMrJTa:;!'' HS WTOÍOflíOUM (TIQAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBBR 1991 fclk í fréttum SKEMMTANIR Bob Hope fis- léttur enn Bob gamli Hope, sem er 88 ára gamall um þessar mundir lætur enn til sín taka endrum og sinnum er honum þykir tilefnið verðskulda það að hann dusti af sér rykið. Þannig var það á dögunum, er hann var beðinn að koma fram í „The London Palladium“þar sem fram fór í]ár- öflun til handa leikhúss sem er í byggingu í Elthamhverfinu í London. Það vita það kannski ekki allir, en Bob Hope fæddist í því hverfi um árið og leikhúsið sem um ræðir heitir í höfuðið á honum, „the Bob Hope Theater“. Á meðfylgj- andi mynd tekur Bob nokkur lauflétt spor með breska skemmtikraftinum Maddy Cryer sem kom einnig fram á umræddri fjáröflunarskemmtun. TENNIS Seles sætir árásum frá Chris Evert að vakti gífurlega athygli á síð- asta Wimbledonmóti í tennis, er Monica Seles, hin tékkneska tennisdrottning hætti við keppni á síðustu stundu. Slúðrið hófst og ekki dró úr því þegar menn báru kennsl á Seles á meðal áhorfenda með svarta hárkollu. Eftir keppnina, þar sem Steffi Graf sigraði í kvenna- flokki og endurheimti fyrsta sætið á gæðalistanum úr höndum Seles, lét Seles hafa það eftir sér að hún hefði hlotið torkennileg fótmeiðsl og ekki átt annarra kosta völ en að hætta við keppni. Nýlega sagði hún að væri á batavegi og hún færi senn á fulla ferð á ný. Gamla brýnið Chris Evert réðist hins vegar harkalega á Seles í við- tali við New York Times nýverið. Þar sagði hún að Seles væri athygl- issjuk og það hefði ekkert amað annað að henni við þetta tækifæri. Hún væri útlendingurinn í hópnum og hefði séð að Jennifer Caprialdi fékk alla athyglina. Svar hennar hefði verið að hætta við þátttöku á síðustu stundu og láta síðan viljandi góma sig á svæðinu með hárkolluna! Seles seg- ir að þetta sé regin- firra og Evert hafi alltaf verið tilbúin að reka rýting í bak sitt. „Það snert- ir mig ekkert hvað geðvondar og bitrar kerlingar segja um mig. Mér gæti ekki dottið asnalegri ástæða í hug fyrir því að hætta við þátttöku á móti en að fá aukna athygli. Eg hef ævinlega fengið meiri athygli heldur en ég kæri mig um. Illt umtal er hins vegar hluti af lífi íþróttamannsins, Evert ætti sjálf að vita það, eftir þá meðferð sem hún fékk er hún stóð í skilnaðarþrasinu við fyrrum mann sinn John Lloyd,“ sagði Monica Seles. Jósteinn t.v. og Björn. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson L.A.KAFFI Blásið til uppskeru- hátíðar veiðimanna Tveir veitingamenn hér í bæ, Jósteinn Kristjánsson og Bjöm Friðþjófsson í L.A.Kaffi hafa blásið til uppskeruhátíðar veiði- manna nú í vertíðarlok. Er slíkt nýlunda. Þeir hafa sent ijölmörg- um stangaveiðimönnum bréf þar sem þeir boða samkunduna sem er raunar i kvöld. Jósteinn sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann væri lítill veiðimaður, en félagi sinn Björn væri með bakteríuna og á honum hefðu dunið fyrirspurnir í sumar um hvort eigi væri sniðugt að efna til slíkrar samkundu sem haldin verður í kvöld. „Það var mikið spurt og okkur þótti þetta vera hið besta mál. Menn eru að veiða út um allar jarð- ir og sjá kunnuglegum andlitum bregða fyrir af og til. Menn þekkj- ast, en þekkjast þó ekki. Spurning- arnar voru jafnan á þá leið að gaman væri ef þessir menn gætu komið saman að hausti og aukið kynnin, því félagsskapurinn er einn af mikilvægustu þáttunum í veiði- skap. Það er veiðin sjálf. Útiveran og svo síðast en ekki síst félags- skapurinn,“ sagði Jósteinn. Þeir félagar hafa tekið saman fjórréttaðan matseðil og auk þess sem aðgöngumiðar eru happdrætt- ismiðar í sömu andránni, verða veitt verðlaun fyrir stærsta laxinn sem veiddist í sumar á fluguna „Veiðivon“. Það er náttúrulega verslunin Veiðivon sem gefur bik- arinn, en flugan heitir eftir búðinni og var hnýtt í tilefni af opnun hennar um árið. Jósteinn sagði í athugun að bjóða upp á fleiri skemmtiatriði með borðhaldinu, en það lægi ekki enn ljóst fyrir enn. Ljóst er þó, að Guðmundur G. Þórarinsson fyrrum alþingismaður verður veislustjóri. L.A.Kaffi er í bland matsölustað- ur og skemmtistaður. Þar geta allt að 90 manns borðað í einu og um helgar er lifandi tónlist og ball fram á morgna, Staðurinn er tvískiptur, rólegri matsalur og sal- ur með dansgólfi og hljómsveitar- palli. Þar er jafnan meiri gnýr eins og vera ber. Þeir félagar Björn og Jósteinn sögðust fullir eftirvænt- ingar með kvöldið. Veiðimenn væru skemmtilegir náungar og ef vel tækist til væru þeir staðráðnir í að halda svona uppskeruhátíð á ári hverju. ásamt Bíbí og Lóló i 5 stjömu KABARETT Á SÖGU I' KVÖLD Sýningin sem fyllti Súlnasalinn öll laugardagskvöld seinni hluta vetrar sýnd fram til nóvemberloka. Þrírétta veislukvöldveröur (val á réttum) OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. Hljómsveitin Einsdæmi leikur Skemmtun og dansleikur: Verö kr. 4.600 Tilboðsverð á gistingu. Sími 91-29900 Grænt númer: 996099 OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. leikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.