Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 • y i ■ ■ T r—•! .. v i ■ ■ ■ l f.. ... i i . Sigurður Sigurðs- son - Kveðjuorð Fæddur 22. desember 1919 Dáinn 20. september 1991 Í dag er til moldar borinn Sigurð- ur Sigurðsson, Álmholti 15, Mos- fellsbæ, fyirum yfírlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Mig setti hljóð- an er mér var tilkynnt að þessi fyrr- um leikfélagi og skólabróðir úr barnaskóla hefði látist föstudaginn 20. september sl., því mér fannst svo fráleitt að hann væri allur, svo hraustur sem mér fannst hann vera. Við vorum svo ti! jafnaldrar. Aðeins fjögurra daga aldursmunur, fæddir í sömu sveit í Fljótum norður. Ljós- móðirin hefur haft ærið að gera er við vildum fá að sjá dagsins ljós um hávetur í hríðarveðri seint í desember og þungt ferðafæri. For- eldrar Sigurðar voru María Guð- mundsdóttir Pálssonar prests á Knattstöðum. Moðir Maríu var Guð- rún Jonatansdóttir. Samkvæmt frá- sögu í bókinni Islenskar kvenhetjur eftir Guðrúnu Bjömsdóttur segir að sá orðrómur hafi verið uppi að umræddur Jónatan hefði verið sagður launsonur Jóns á Bægisá. Faðir Sigurðar var Sigurður Krist- jánsson ættaður úr Svarfaðardal en ætt hans þori ég ekki að fara með vegna ókunnugleika. Sigurður fæddist er sorg hvíldi yfir heimil- inu, en faðir hans hafði orðið bráð- kvaddur daginn áður, þannig kom Sigurður í heiminn sem sólargeisli á heimilið þegar skugginn grúfði yfir því. Við ólumst upp í nágrenni hvor við annan og gengum því í sama barnaskólann. Svo var háttað í skól- astofu sveitarinnar að það var skólapúlt með áföstum sætum fyrir tvo og vildi svo til að við Sigurður urðum sessunautar öll okkar bama- skólaár. Ekki minnist ég þess að nokkm sinni hafí slegist upp á vin- skap okkar þrátt fyrir að við vorum báðir kappsfullir. Höfum sennilega borið virðingu fyrir hvor öðrum og kannski hálfgerður ótti vegna óviss- unnar hver bæri sigur af hólmi ef við reyndum með okkur og því ekki t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞRÁINS ÞÓRÐARSONAR, Gunnarsbraut 8, Búðardal. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Nanna Þráinsdóttir. t Bróðir minn, HARTWIG NIELSEN, lést í Borgarspítalanum 21. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. september kl. 15.30. Stella Nielsen. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, áður Hafnarstræti 4, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 26. september. Kristrún Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson,, Bjarni Bachmann, Ragnhildur Guðmundsdóttir, María Jóhannsdóttir. t Ástkær móðir min, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA Þ. BJÖRNSDÓTTIR, Blöndubyggð 2, Blönduósi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.30. Birna H. Ragnarsdóttir, Rúnar Antonsson, Ágúst Örn Márusson, Sóley Ösp Rúnarsdóttir, Jón Ragnar Rúnarsson, Anton Magni Rúnarsson, Sigurlaug Björnsdóttir, María Björnsdóttir, Einar Björnsson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og viröingu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar og bróður, JÓNS HREIÐARS KRISTÓFERSSONAR, Vesturbrún 9, Flúðum. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna S. Daníelsdóttir, Birgir Þór Jónsson, Kristfn Ásta Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, systkini og fjölskyldur. Högni Þórðarson, Hjördís Þórðardóttir, Anna Þ. Bachmann, Helga Þórðardóttir, Magnús Þórðarson, viljað etja kappi hvor við annan. Tíminn leið sem elfa fram rynni í starfi og leik uns leiðir skildu. Fyrst í stað lá stárf okkar við sama verk- efni, þ.e. að gæta laga og réttar í þjóðfélaginu, með öðrum orðum lögregluþjónar. Hann gerði það að ævistarfi, ég var kvikulli og kvaddi starfíð. Menntagyðjan bar að dyrum hjá Sigurði og hafði hann löngun til frekara náms. Nokkrum árum frá því að barnanámi lauk fór hann í héraðsskóiann að Reykholti í Borgarfirði og síðan lauk hann Samvinnuskólanum. Á þeim árum þótti þetta góð menntun. Nám lá vel fyrir Sigurði og átti hann létt með að læra. Þó hann gerði ekki mikið af því að setja sainan bundið mál þá átti hann létt með það. Oft- ar en einu sinni hvatti undirritaður hann og máski aðrir einnig til að gera þessa hæfileika opinbera. En einhverra hluta vegna veikst hann undan því. Heima í sveitinni okkar var starf- andi ungmennafélag og var Sigurð- ur í því og vel virkur sem og öll hans systkini, en hann var þeirra yngstur. Hann fór ekki varhluta af vinn- unni í sveitinni, frekar en aðrir unglingar á þessum tíma. Eldri systkin hans tíndust að heiman hvert af öðru og er Sigurður og næst elsti bróðir hans voru orðnir vel færir til verka urðu þeir burðar- stólpar heimilisins með móður sinni og varð svo um all mörg ár, eða þar til að Sigurður hleypti heim- draganum. Svo undarlegt sem það er þá er hann fyrstur til að kveðja úr hinum stóra og myndarlega systkinahópi, þó yngstur væri. Eins og fram kom hér að framan skildu leiðir okkar nokkuð snemma, svo ég fylgdist meira með úr fjarska en nábýli, en æskuárin gleymast ei og minningamar frá þeim. Sigurður var stór maður vexti og myndarlegur á velli' og sómdi sér vel sem vörður laganna, enda naut hann þar trausts og virðingar sinna yfirmanna, sem og undir- SigurlaugÞ. Otte- sen - Kveðjuorð Fædd ll.júní 1921 Dáin 6. september 1991 Hinn 16. septembersl. vartil moldar borin.Sigurlaug Þ. Ottesen, fulitrúi við Tryggingastofnun ríkis- ins. Með henni ergengin minnisstæð kona, sem með lífí sínu ogstarfi hafði góð áhrif á marga samferða- menn. Þú alheimsins gáta, þú endatausa haf! Öldur sé ég fæðast og hljótt í djúp þitt síga. Hvað er það, sem öldunum afl að lyftast gaf og aftur lét þær deyja og hníga? Til hvers er þetta allt, þegar allt er svo valt. (Hannes Hafstein) Sigurlaug Ottesen var dóttir hinna merku hjóna Þuríðar Frið- riksdóttur er var stofnandi Þvotta- kvennafélagsins Freyju í Reykjavík og formaður þess félags til æviloka 1954, en hún þótti hreinskilin kona, einbeitt og vel máli farin og Þorláks G. Ottesen, verkstjóra við Reykja- víkurhöfn. Þess má geta, að Þorlák- ur var landsþekktur hestamaður. Óvenjuvel gerður maður til líkama og sálar eins og svo margir einstakl- ingar af Ottesens-ætt. Þuríður Friðriksdóttir var dóttir Friðriks Gunnarssonar, bónda á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, V-Húnavatnssýslu og Sigurlaugar Gunnlaugsdóttur í Hróarstungu og á Óspaksstöðum í Hrútafirði, Björnssonar. Þorlákur var sonur Guðmundar Ottesen í Galtarholti í Skilmanna- hreppi, Jónssonar Ottesen. Það má því ljóst verae, að hin látna var af viðurkenndu dugnaðarfólki komin bæði úr Húnavatnsþingi og Borgar- firði. Sigurlaug ólst upp í hópi sex Systkina á hinum erfiðu árum fyrir seinni heimsstyijöldina, sem margir kalla kreppuárin. Minntist hún stundum þessara ára og talaði um það, hversu nægjusamt fólk hefði verið á þeim tímum og hefði kunn- að að gleðjast yfir litlu. Taldi hún skammt öfganna á milli. En allt óhóf og pijál var henni á móti skapi. Sigurlaug stundaði venjulegt nám eftir því sem þá gerðist og nam um skeið við Verslunarskóla ís- lands. Hún stundaði síðan verslun- arstörf í Reykjavík, þar til hún gift- ist Bimi Þorgeirssyni, bifreiðar- stjóra, og stofnuðu þau heimili 1943. Börn þeirra hjóna urðu þijú. Elst- ur er Þorgeir, útvarpsvirkjameist- ari, kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur. Þá koma dæturnar Ingi- björg, gift Þorvaldi Þorsteinssyni, myndlistarmanni, og Þuríður, gift Bjarna Geirssyni, bifvélavirkja. Börnin eru hið myndarlegasta fólk og voru þau móður sinni til sóma. Barnabömin em orðin 6 talsins. Þau hjónin slitu samvistir árið 1972. Sigurlaug hóf störf við lífeyris- deild Tryggingastofnunar ríkisins skömmu síðar. Málin þróuðust þannig í lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar að hinn nýi bótafiokkur tekjutryggingin varð sífellt mikil- vægari í greiðslum til elli- og ör- orkulífeyrisþega. Sigurlaug var gerð að fulltrúa á því sviði og hvíldi því framkvæmd tekjutryggingar mjög á hennar herðum. Þetta er vandmeðfarinn bótaflokkur, stöðug og krefjandi vinna og hvergi má skeika um krónu í útreikningum. Auk kunnáttu í lífeyristryggingum reynir talsvert á þekkingu í skatta- rétti og skyldum greinum við þessa framkvæmd. Við þetta erfiða starf og miklu ábyrgð fékkst Sigurlaug t Ástkær sambýlismaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN BALDVINSSON, lést að heimili sínu Jöklafold 43, aðfaranótt föstudagsins 27. sept- ember. Anna Árnadóttir, Inga Jakobína Arnardóttir, Stefanía Birna Arnardóttir, Sigrún Arnardóttir, Björn Kristján Arnarson, Hildur Hrönn Arnardóttir. manna. Hann var laus við allt dramb og afgreiddi mál með fullri samvisku og réttsýni. Stærsta og eflaust gleðiríkasta stund í lífi hans var er hann gekk að eiga eiginkonu sína, Svövu Þórð- ardóttur. Sambúð þeirra bar ríku- legan ávöxt þar sem þau eignuðust sex mannvænleg börn. Hann missti hana löngu um aldur fram frá börn- unum sem ekki voru vaxin úr grasi. Er hér var komið sögu tók hann upp merki móður sinnar, er hún varð ekkja á ungá aldri, og hélt fjölskyldunni og heimilinu saman. Það gerði Sigurður einnig. I all mörg ár hefur hann verið í sambúð með Brynju Óskarsdóttur. Fyrir rösku ári keyptu þau íbúð í Mosfellsbæ í Álmhoiti 15 og höfðu búið sér þar myndarlegt heimili og ætluðu að dvelja þar á efri árum. En umskiptin verða stundum snögg og gera ekki boð á undan sér. Þessi fyrrum leik- og skólabróð- ir, Sigurður frá Lundi, er allur. Söknuður er að honum kveðinn. Hann hefur ávaxtað vel sitt pund fyrir þjóðina, þar sem afkomend- urnir eru. Eg hefði viljað gera þess- ari kveðju til Sigurðar mun betri skil, en tíminn var knappur. Að lok- um bið ég þann sem allt sér og öllu ræður að varðveita sálu hans. Ég færi Brynju, börnum og öðrum vinum og ættingjum samúðarkveðj- ur og bið Guð að varðveita þau. Megi kær félagi fara í friði. Guðmundur Jóhannsson um langt árabil og rækti það með ágætum. Hlaut hún oft lof viðskipt- amanna fyrir störf sín. Dugnaður hennar og heiðarleiki var.hveijum rnanni ljós, sem hafði við hana sam- skipti. Hún var skapstór og hrein- skiptin. Öll lognmolla var henni mjög á móti skapi. Lífeyrisþegar áttú rétt á því að afgreiðslur til þeirra væru samkvæmt lögum. Það var hennar hlutverk að tryggja að svo mætti verða. Sigurlaug vann ýmis trúnaðar- störf í þágu opinberra starfsmanna. Vegna veikinda varð hún að láta af starfi sínu árið 1988 og hófst þá að fullu barátta við þann sjúk- dóm, sem lagði hana að velli. Af ótrúlegum kjarki og hetjulund var tekist á við sjúkdóminn, svo mjög að fátítt mun vera. Geta má þess, að hin látná hafði mikinn áhuga á hvers konar list- greinum, einkum bókmenntum og leiklist. Hafði hún aflað sér góðrar þekkingar í þeim efnum og var ánægjulegt að ræða við hana um slík efni t.d. Ijóðlist. Sigurlaug átti sér sumarhús í Miðfellslandi og dvaldist hún þar löngum í frítíma sínum. Við vinnufélagar Sigurlaugar sjáum nú á bak vinnufélaga, sem gerði skyldu sína alla tíð við börn sín, heimili og vinnustað. Slíkra er gott að minnast. Bömum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og ættmennum öllum sendum við okkar samúðarkveðjur um leið og við þökkum hinni látnu heiðurskonu samvinnuna. Blessuð veri minning hennar. Vinnufélagar í lífeyr- isdeild Trygginga- stofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.