Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 ZATOR Myndlist___________ Eiríkur Þorláksson Eitt megineinkenni myndlistar samtímans er efalaust fjölbreytn- in. Það er nokkuð um liðið síðan hægt var að segja að einhver ákveðinn stíll væri ríkjandi í myndlistinni hér á landi, að uppi væri einhver ákveðinn skóli sem meginþorri myndlistarmanna fylgdi. Þetta átti að nokkru við á sjötta og jafnvel sjöunda ára- tugnum, þegar abstraktlistin var í hávegum höfð, og að vissu leyti einnig á þeim áttunda, þegar hugmyndalistin virtist vera að ryðja öllum fyrri viðhorfum úr vegi. Þetta ægivald einstakra listastefna er nú löngu horfið, og hver listamaður leitast við að þróa með sér eigin stíl og vinna út frá eigin viðhorfum. Þetta kemur vel fram í þeim verkums sem nú ber fyrir augu í Gallerí einn einn við Skólavörð- ustíg, en þar stendur yfír sýning á verkum Árna Laugdal Jónsson- ar, sem tekið hefur sér lista- mannsnafnið Zator. Árni stund- aði myndlistarnám við Dallas Art Institution á árunum 1965—68, og hélt sína fyrstu einkasýningu hér heima árið 1969. Síðan hefur hann haldið um tuttugu einka- sýningar, bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni kemur fram að það er ekki aðeins að Zator hafi unnið út frá eigin viðhorfum, heldur hefur hann gert það á svo mismunandi vegu, að nær væri að tala hér um samsýningu ólíkra þátta í myndlist hans heldur en eina samstæða heild. Þarna get- ur að líta olíumyndir, vatnslita- myndir, samklippur og verk unn- in með blandaðri tækni, þar sem tekist er á við mismunandi við- fangsefni. Samt er öllu raðað saman þannig að heildartengsl myndast í þessú þrönga rými í Zator: Sólstafir, 1988. gegnum liti, ákveðin form og handbragð. Viðfangsefni verkanna eru fjölbreytileg og ólík. Sem dæmi má nefna klippimyndina „Hita- bylgju“ (nr. 22), þar sem ögrandi kvenlíkamar eru klipptir inn á bláan grunn, og starandi augu blasa alls staðar við, og síðan myndina „Haust“ (nr. 24) þar sem einmana laufblað hvílir á lit- skrúðugum grunni daufra vatns- lita. Myndbyggingin í báðum er samt þannig að þau standa vel saman, þrátt fyrir allt. Sem frekari dæmi um fjöl- breytnina, má einnig nefna lítið portrett („Skáldið“ nr. 7) og skemmtilegan texta, sem mun vera tilvitnun í orðagjálfur stjórnmálamanns um gildi þagn-\ arinnar! Nokkuð stór hluti verka Zators á sýningunni minnir á þau mjúku form á fyllingu flatarins, sem einkenndu svokallað „Psyched- elic art“, sem var um tíma þekkt hreyfíng í myndlistinni á sjöunda áratugnum. Þarna er um að ræða draumsýnir og skynjanir líf- rænna forma, sem oftast eru samvafin og marglita, og vinda sig þannig upp og fylla flötinn. Þetta eru seiðandi ímyndir, sem hægt er að standa fyrir framan lengi og láta augun reika um; einkum má benda á „Soidac“ (nr. 2) og „Sólstafí“ (nr. 5) í þessu sambandi. Listamaðurinn hefur hengt upp fleiri verk af þessu tagi á Café Split við Klapp- arstíg, þannig að segja má að hann hafi sett þar upp útibú af þessari sýningu. Þetta er lifandi sýning og fjöl- skrúðug, og þó myndfletirnir séu ekki stórir um sig eru þeir oft efnismiklir og grípandi, þannig að gestir mega ætla sér góðan tíma við skoðun verkanna. Sýningu Zators í Gallerí einn einn lýkur sunnudaginn 29. sept- ember. Fons Brasser Margir minnast þess eflaust með blendnum tilfinningum, hvernig þeim hefur gengið að meðtaka leyndardóma stærð- fræðinnar í gegnum tíðina; þar virðist margt flóknara en ástæða er til, og flestir hafa einhvem tíma fórnað höndum og vonast til að komast sem fyrst burt frá þessu öllu saman. Hins vegar er það sjaldnar nefnt að stærðfræð- in er ein hreinasta grein hugvís- inda, og það er mögulegt að nálg- ast hið skáldlega og fagurfræði- lega í listinni eftir leiðum flatar- málfræðinnar og rúmfræðinnar, þar sem hið línulega jafnvægi er fyllilega sambærilegt við orð- snilld bestu ljóðskálda. Því er þetta nefnt hér, að nú stendur yfir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýning á verkum hol- lensks listamanns, sem byggir list sína að mestu á möguleikum stærðfræðinnar. Fons Brasser er sjálfmenntaður í listinni, en hefur í gegnum árin haldið fjórtán einkasýningar í Evrópulöndum, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga beggja vegna Átlantshafsins. Þessi sýn- ing mun vera fyrsti liðurinn í fjögurra landa ferð, en héðan fer hún til Noregs, og síðan til Dan- merkur og Hollands. Þessi far- andsýning mun skipulögð af Nýlistasafninu, og er þannig liður í alþjóðasamskiptum safnsins, sem hafa ætíð verið snar þáttur í starfsemi þess í gegnum tíðina. Á sýningunni, sem er í öllum sölum safnsins, eru alls þijátiu og átta teikningar og klippiverk, flest unnin með blýanti á pappír. í forsalnum niðri eru klippimynd- ir unnar með svörtum og gylltum pappa, þar sem flatarmálsfræðin ræður ríkjum; formin eru þétt og nákvæmlega fram sett, þann: ig að þar er ekkert aukreitis. í neðsta salnum eru síðan fjórar teikningar settar beint á hvíta veggina, þar sem jafnlangar beinar línur skapa samstæð mynstur á veggjunum. í salnum á millihæð eru sex teikningar, þar sem ein bylgjulína er sett í leikandi samhengi við fastar samsíða línur, kassa eða krosslínur. Þetta eru einu fijáls- legu drættirnir í allri sýningunni, því að á efstu hæð getur síðan að líta átján pappírs klippimynd- ir, þar sem einföld mynstur eru sköpuð með því að auk beinna lína í flatarmálsteikningum er pappírinn rifinn á þann hátt að efnisleg tengsl myndast innan einstakra verka eða milli verka sem standa hlið við hlið. Sýning af þessu tagi kann að vekja áhuga þeirra sem ekki hafa kynnt sér hlut Stærðfræðinnar í myndlist síðustu áratuga, en fyr- ir þá sem fylgdust nokkuð með hinni svonefndu hugmyndalist (Concept Art) og því sem fylgdi henni á áttunda áratugnum er hér ekkert nýtt á ferðinni. Þetta er nær dauðhreinsuð framsetning á því sem þegar hefur verið gert, og hafa margir íslenskir lista- menn, t.d. Kristján Guðmunds- son, verið margfalt frjórri og hnitmiðaðri á þessu sviði mynd- listarinnar síðustu ár. Því vekur furðu að Nýlistasafnið sé að taka þessi listaverk upp á sína arma sem merkilegt framlag til mynd- listarinnar á árinu 1991. Það er einnig furðulegt hvern- ig sýningin er kynnt gestum. Það liggja ekki frammi neinar upplýs- ingar um listamanninn, listhugs- un hans eða markmið með verk- unum, sem gætu aðstoðað gesti við skoðunina; það eru aðeins til staðar listar yfir verkin. Þetta upplýsingaleysi er að verða ein- kenni á sýningum safnsins (með heiðarlegum undantekningum, þar sem einstakir listamenn sjá um eigin sýningar) og er alltaf jafn hvimleitt, ekki síst ef það er einnig raunin með sýningar safnsins erlendis. Listsýningar eru ekki einkamál myndlistar- fólks, heldur biýr yfir til almenn- ings og þjóðfélagsins í heild; þær brýr koma hins vegar að tak- mörkuðum notum ef brúargólfið vantar. Sýning Fons Brassers í Ný- listasafninu stendur til sunnu- dagsins 29. september. Frabært tilboð, iirniiri nr ifiriiirri og fjaldvagnor á hmttilkoii, í október getur þú eignast nýtt lúxus Einstakt tækifæri en mjög takmarkaðar birgðir. hjólhýsi frá Hobby og Camp-let tjaldvagn á Umboðsmenn okkar eru BSA á Akureyri og mjög góðu tilboðsverði. Bílasalan Fell á Egilsstöðum. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644 \ ýýi ||

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.