Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Takmörk sem þú hefur sett þér eru heldur óraunveruleg og er rétt að endurksoða þau. Farðu gætilega með peninga og passaðu heilsuna. Naut (20. apríl - 20. maí) Samband þitt við þína nánustu kemst í betra horf. Utivist með börnunum er til bóta og þú nýtur þess að kanna áður óþekkta staði. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Heimilislífið er fyrir öllu og rétt að taka til hendi þar sem lagfæringa er þörf. Vinir koma í heimsókn og trufla þig. Þú færð gjöf frá fjölskyld- unni. Krabbi (21. júní - 22. júií) >“$(0 Hugmyndir þínar og áform í atvinnumálum eru óraunhæf- ar en það er ólíkt þér sem ert alla jafna mjög jarðbundinn. Þú nærð góðu sambandi við samstarfsmenn þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sumum tekst að hafa fjár- hagslegan ávinning af tóm- stundagamni sínu. Þú verður fyrir aukaútgjöldum vegna ferðalaga. Vertu passasamur þegar innkaup og fjárfesting- ar eru annars vegar. Meyj(l (23. ágúst - 22. septembcr) <ft+ Þú verður að varast frekari lántökur og þarft nauðsynlega að hefja reglulegan sparnað. Sumir lenda í leynilegum ást- arævintýrum. Vog (23. sept. - 22. október) Þér finnst þú endilega þurfa að fegra umhverfi þitt og ræðst því í að mála íbúðina. Þú ert of viss um tryggð ein- hvers vinar. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Hugsanir þínar snúast fyrst og fremst um peninga. Taktu þátt í hópstarfi. Hafðu hemil á matarlystinnni í kvöld og hugsaðu um heilsuna. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Sfr ) Þú reynir að öðlast starfs- frama með baktjaldamakki. Það er óskynsamlegt að blanda saman stai’fi og leík um þessar mundir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinir munu leggja við hlust- irnar og sýna þér mikinn skiln- ing. Þú færð óvæntar fréttir langt að. Deildu ekki við ráð- gjafa. Þú færð heimsókn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú nærð miklum árangri í starfi í dag og er um að gera að missa ekki móðinn, heldur takast á við nýtt viðfangsefni þegar öðru er lokið. Fiskar (19. febrúar - 20. mai-s) —Sí Pör munu njóta heimsókna til vinafólks í dag. Samstarfs- menn eru sammála um allt nema fjármálin. Þú hefur áhyggjur af bami. Stj'órnusþána á að lesa sem dægradvöt. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. DÝRAGLENS ... /tFSAZAEiU, £N é<5 VERÐ AB SEGSA þó HEFÓR. HF.EIHT YMDíSLBS/iRj VÖHrUF. y SMÁFÓLK Ætlarðu að vera heima í sumar? Ég hugsa það. í fyrrasumar fór ég í sumarbúðir og varð ástfangin ... I THINKSO...LA5T 5UMMER I UJENT TO CAMR ANP FELL IN LOVE... ARE VOU G0IN6 TO STAV HOME THI5 5UMMER? ... og sundlaugin, og vatnið og eitr- aða eikin! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þégar spilað er út gegn al- slemmu er aðalatriðið að gefa ekki neitt — spila hlutlaust frá dauðum lit. Með þessa reglu að leiðarljósi lagði vestur af stað með tígul gegn 7 gröndum suð- Urs: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K3 VÁ10542 ♦ 87 Vestur ^ U752 ^ustalr ♦ D10864 mlll 4 9752 4 G98 4 6 ♦ 642 ♦ DG109 + G4 Suður +10986 ♦ ÁG 4 KD73 ♦ ÁK53 ♦ ÁK3 Vestur Norður Austur Suður — — — 3 grönd Pass 7 grönd! Pass Pass Pass Spilið kom upp í rúbertubrids, sem skýrir þessar hráslagalegu sagnir. Opnunin á 3 gröndum sýndi einfaldlega jafna skiptingu og 24-5 punkta eins og í eld- gamla-daga, og norður vissi ekkert hvernig hann ætti að leita að bestu slemmunni, svo hann sagði það sem honum datt fyrst í hug. Suður var Ástralinn kunni Tim Seres. Þar eð laufið brotnar ekki virðist sagnhafi ekki fá nema 12 slagi. Og svo hefði verið ef vetur hefði ekki valið eina útspil- ið sem gaf Seres möguleika — tígulSEXU. Þar með lagði hann þá skyldu á herðar makkers að standa vörð um tígulinn til við- bótar við laufið. Vestur Norður ♦ 3 4- ♦ - ♦ D7 Austur ♦ DIO ♦ - 4- 111 4- ♦ 4 ♦ D ♦ - Suður ♦ 109 ♦ Á 4- ♦ 5 ♦ 3 Austur var illa settur þegar Seres tók spaðaásinn og kaus að henda tíguldrottningu í þeirri von að makker ætti fimmuna. En svo var ekki. Það var Seres sem tók 13. slaginn á það mikil- væga spil! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega opna móti í Sar. Bernardino í Sviss, sem lauk á mánudaginn, kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Will- iam Watson (2.525), og gömlu kempunnar Dragoljub Ciric (2.380), Júgóslavíu, sem hafði svart og átti leik. Watson, sem var í miklu tímahraki, hafði stuttu áður leikið herfilega af sér er hann lék g2-g3 og hleypti svörtu drottningunni inn á hl. 36. - Hxc+!, 37. Kxc3 - Hd3+, 38. Kb4 - Db7+, 39. Ka4 - Dd7+, 40. Kb4 - a5+!, 41. Kxa5 - Hd5+, 42. Kb4 - Hb5+, 43. Kxc4 - Dd5+, 44. Kc3 - Hc5+ og hvítur gafst upp. Sovéski stór- meistarinn Alexander Chernin sigraði á mótinu með 7 v. af 9 mögulegum, en undirritaður varð í öðru sæti ásamt stórmeisturun- um Vlastimil Hort, Gavrikov, Lit- háen, Daniel King, Englandi og Joszef Klinger, Austurríki, með 6'A v. 15 stórmeistarar tóku þátt á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.