Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 35 Minning: Karl Andrésson, Neðra-Hálsi Fæddur 19. júní 1914 Dáinn 17. september 1991 Þann 17. sept. sl. lést á Reykja- lundi Karl Andrésson til heimilis að Hagalandi 4, Mosfellsbæ, áður kenndur við Eyrarkot í Kjós, þar áður við Háls í sömu sveit. Karl var einn þeirra sem í nokkur ár þurfti að beijast við erfiðan sjúk- dóm, sem að lokum varð hans bana- mein. Mér skilst reyndar að hann hafi alla sína ævi verið við slæma heilsu. En þá komu sér vel þessi sterku skapgerðareinkenni, æðru- leysi, hugarró og íhugult skopskyn. Ég kynntist Karli fyrst fyrir sex- tán árum, en þá höfðu nokkrir tón- elskir íbúar í Mosfellssveit ákveðið að hittast reglulega og stilla saman raddir sínar. íbúum í Mosfellssveit hafði fjölgað um meira en helming á örskömmum tíma og nýju innflytj- endumir komu úr ýmsum áttum með allskonar áhugamál og lífsreynslu. Það rifjaðist þá upp fyrir þeim sem eldri voru að fyrir allmörgum árum hefði Karlakórinn Stefnir verið starf- andi hér í Kjósarsýslu. Þá var að sjálfsögðu leitað til þeirra sem áður höfðu sungið með nefndum karlakór og hann síðan endurreistur. Meðal þeirra sem komu til liðs við hinn endurreista kór var Karl Andrésson í Eyrarkoti. Karl hafði alltaf verið virkur í kórstarfi og bróðir hans Oddur bóndi á Hálsi hafði einmitt verið fyrsti stjórnandi Stefnis. Ef ég hugsa til haustdaganna 1975, þá standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum fyrstu söngæfing- amar með karlakómum Stefni. Eg þekkti þá aðeins örfáa söngfélaga, en reyndi að taka eftir og fylgjast með öllum. Ég man vel eftir Karli. Hann var þessi áhugasami og trausti maður sem bar mikla virðingu fyrir öllu er hann tók sér fyrir hendur. Hann virtist nokkuð hlédrægur og tók lítinn þátt í hverskonar skvaldri sem oft verður í hléum. Það má einn- ig vera að honum hafi þótt slíkur kliður óþægilegur því hann hafði ekki góða heyrn. í kórstarfi er hugtakið kynslóðabil nánast óhugsandi og það fannst mér fljótt sannast. Ég var þama með þeim yngstu, en Karl með þeim elstu og þó nokkuð eldri en t.d. foreldrar mínir. Engu að síður varð Karl fljót- lega meðal helstu kunningja minna í karlakómum. Og það var aldeilis ekki komið að tómum kofunum þegar sinna þurfti félagslegu hlið kórstarfsins. Og Karl kom þar til starfa sem þessi samvisk- usami og trausti maður sem alltaf gaf sér tíma til hlutanna. Karl var líka ágætis leikari. Það fengum við oft að sjá á skemmtunum kórsins og ég man líka þegar hann var að skemmta börnunum á sumardaginn fyrsta. Karl vissi alltaf hvað hann var að gera í þessum efnum. Hann hafði líka á sínum tíma farið í leiklist- arskóla Lámsar Pálssonar, en um það hygg ég að fáir viti. Fyrir tæpum áratug urðu óhjá- kvæmilegar breytingar á starfi og háttum Eyrarkotsfjölskyldunnar. Þar hafði verið símstöð sem nú skyldi lögð niður í tæknivæddara þjóðfé- lagi. Ekki var grundvöllur til áfram- haldandi búsetu í Eyrarkoti, svo þau Karl og Hulda urðu að flytja á möl- ina ásamt tveim yngstu börnunum. Mosfellssveit varð fyrir valinu, kannski af mörgum ástæðum, svo sem kallfæri við börnin og hér þekktu þau allmargt fólk og héðan voru áhugamál þeirra stunduð. Karl fékk fljótlega vinnu á Álafossi og Hulda á Reykjalundi. Og enn bætti Karl við sig söng því hann fór að syngja með kirkjukór Lágafellssóknar fljót- lega eftir komu sína hingað. Ég tel að þátttaka í kórunum hafi verið Karli mikil. lífsfylling. Þau hjónin tóku þátt í öllu félagslífi með kórun- um og þrisvar komust þau til útlanda í söngferðir. Til Noregs 1981, til Kanada 1985 og tii Danmerkur og Noregs 1989. Af þessu öllu höfðu þau ómælda ánægju enda er það mál þeirra sem í þessar ferðir hafa farið að þær hafi tekist með afbrigð- um vel. Mér fíniist ég þurfa að lýsa Karli nokkuð gjörr en fínn mig bara van- máttugan til slíks. Þó væri kannski rétt að koma hér að smá þjóðsögu sem er eins og aðrar þjóðsögur með ýmsu móti eftir því hver þylur. Tvær gamlar ömmur sátu á fletum sínum og sýsluðu um handverk sín. Til þeirra snarast hálfvaxinn unglingur og spyr aðra ömmuna: Hvað er þetta sem kölluð er menning? í svona helgi- dómi gamalla Mímisbrunna líður tíminn miklu hægar en annars staðar og hefur svo verið um árþúsundir. Sú gamla dró nokkuð svarið en kvað svo uppúr með að menning væri bara rimorð á móti þrenning. Hin amman hafði einnig ígrundað svar og vildi nú koma með bragarbót og sagði því: Nei, barnið mitt gott, menning: Það er að gera alla hluti vel og eins vel og hægt er. Ég tel að amman sem seinna svar- aði hafi haft allt gott til síns máls. En sannleikskom gæti þó falist í svari hinnar fyrri. Sé lagt upp með góða flytjendur að góðu tónverki en einhver spillir flutningnum með kær- uleysi eða leti þá geta orð hinnar fyrri vel átt við. En dómur hinnar síðari er nánast Salomonsdómur, og í anda hans fínnst mér að Karl Andrésson hafi starfað, að gera alla hluti eins vel og hægt var. Og þess vegna tel ég að Karl hafí verið mikill menningarmaður. Og í þessum skrifuðu orðum vil ég senda mínar bestu kveðjur til hinnar stóru fjölskyldu Karls Andréssonar. Erlingur Kristjánsson í dag verður jarðsettur frá Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ ástkær frændi okkar og föðurbróðir Karl Andrésson frá Hálsi í Kjós.og fyrrum póst- og símstöðvarstjóri í Eyrarkoti. Karl var sonur hjónanna Ándrésar Ólafssonar og Ólafar Gestsdóttir en þau áttu 14 börn. Karl var fæddur 19. júní 1914 og flutti ungur ásamt foreldrum sínum og systkinum að Neðra-Hálsi í Kjós. Karl giftist eftirlifandi konu sinni Huldu Siguijónsdóttur frá Sogni í Kjós og byijuðu þau sinn búskap á Hálsi 1948. Börn þeirra eru: Gestur Ólafur, Siguijón, Ragnar, Gróa, Andrés, Sólveig og Ævar. Það var stór barnahópur þeirra þriggja fjölskyldna sem bjuggu á Hálsbæjunum og ólust upp saman og kynntumst við krakkarnir vel inn- viðum fjölskyldnanna, kostum og göllum hvers annars. Huglæg og til- fínningaleg tengsl urðu til í hvers- dagslegu lífí okkar, leik og starfí. Við þurftum að taka tillit til hvers annars, við þurftum að skilja sam- skipti fullorðna fólksins og jafnvel að leysa flókin verkefni upp á eigin spítur. Heimilisbragur Huldu og Kalla dró okkur krakkana til þeirra og sá skap- andi andi sem þeim fylgdi. Heim- asmíðaðir bílar úr hendi Kalla voru mjög heillandi og hápunktur tilver- unnar var að fá að leika sér að þeim, þó ekki væri nema smá stund í senn. Þeir voru stórglæsilegir enda rútur og vörubílar eitt af daglegum sjónum okkar í bernsku. Kalli hafði næmt auga fyrir þörfum bama og var hann börnum sínum, barnabörnum og okk- ur hinum mikill félagi og vinur. Kalli var mjög hæfileikaríkur mað- ur, hagur í höndunum og skapandi í verki. Hann teiknaði fjölmargar byggingar og smíðaði sem um ókom- in ár munu minna okkur á sköpunar- hæfíleika hans og vandvirkni, m.a. íbúðarhúsið á Hálsi. Það heyrðist oft sagt á okkar heimilum, „biðjum Kalla að laga þetta“, því það var auðvelt að leita til hans, hann sagði sjaldnast nei við slíkum bónum. Glettni og gamansemi Kalla var honum í blóð borin og fylgdi honum hvarvetna í samskiptum við aðra. Hann hafði einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðar tilverunnar og fá aðra til að hlæja. Þessir hæfíleikar fylgdu honum fram til síðustu stund- ar þar sem hann gerði góðlátlegt grín þó mjög lasburða væri. Kalli naut leiðsagnar leikaranna Haraldar Björnssonar og Lárusar Pálssonar og lék m.a. í fyrstu upp- færslu Gullna hliðsins i Iðnó. Margir nutu þessara hæfíleika hans þar sem hann tók þátt í leiksýningum og öðru gríni á skemmtunum í sveitinni. Kalli og Hulda fluttu að Eyrarkoti 1966 og bjuggu þar búskap samhliða rekstri á símstöðinni fram til ársins 1982 er þau fluttu að Hagalandi 4 í Mosfellsbæ. Það var gaman að koma við í Eyrarkoti enda margir sem það gerðu. Þjónustulundin og greiðasemi Kalla og Huldu nutu sín vel enda reyndi oft á þau í margvíslegri þjón- ustu Pósts og síma. Það var oft fjöl- mennt í eldhúsinu í Eyrarkoti og kostgangarar margir. Natni Kalla og næmni sáust vel í búskapnum í Eyrarkoti þar sem gæðin skiptu meira máli en niagnið. Það er ekki hægt að minnast Kalla án þess að geta um söngelsku hans og hæfileika. Við munum fyrst eftir honum ýmist raulandi, syngjandi eða flautandi. Hann söng í kirkjukór Reynivallasóknar meðan hann bjó í sveitinni og í Karlakór Kjósveija og Karlakórnum Stefni frá stofnun kór- anna. Eitt af því sem Kalli tók sér fyrir hendur og fáir vita um er að hann batt inn um tíma bækur fyrir bóka- safn Bræðrafélags Kjósarhrepps og lýsir það vel hæfileikum hans og vandvirkni. Kalli og- Hulda eignuðust sína fyrstu íbúð þegar Kalli var á 68. aldursári og tóku þau við henni í fokheldu ástandi. Kalli var kominn heim, lagði sál sína og líf í að búa fjölskyldu sinni vistlegt heimili enda stóð ekki á árangrinum. Hann var glæsilegur. Látleysi var Kalla eiginlegt og sjálfshól heyrðist aldrei frá hans munni. Þeir liggja víða kærleiks- þræðirnir sem Kalli spann í kringum sig með hugprýði, ljúfmennsku, heið- arleika, glettni og tilfínninganæmni. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna, þeir eru himnamir, honum yfír. (Hannes Pétursson) Við vottum Huldu, börnum, mök- um, barnabörnum, frændfólki og vin- um okkar dýpstu samúð, um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þeirra stunda sem Kalli gaf okkur með sér. Jón Gíslason og Ólafur Oddsson. Kveðja frá Karlakórnum Stefni Karl Andrésson lést á Reykjalundi 17. september sl. og hafði þá legið rúmfastur um skeið. Með Karli er genginn góður og gegn maður. Hann hafði jafnan hægt um sig, var hið mesta prúðmenni og varð vel til vina á lífsleiðinni. Karl fæddist að Bæ í'Kjós 1914 en fluttist að Neðra-Hálsi 1922. Hann var einn af systkinunum mann- vænlegu, börnum Andrésar hrepp- stjóra á Neðra-Hálsi, og sór sig mjög í ættina um atgervi allt til hugar og handa. Hann. ólst upp vjð nám og störf á menningarheimilinu að Hálsi, en er honum óx fiskur um hrygg sótti hann í vaxandi mæli vinnu utan heimilisins, aðallega við smíðar. Hann kvæntist Huldu Siguijónsdótt- ur frá Sogni í nóvember 1947, hinni ágætustu konu, og átti við að búa ástríkt hjónaband og barnalán mikið. Börnin urðu sjö en elstur er Gestur Ólafur, f. 1948, kvæntur Jóhönnu Jöhannesdóttur frá Heiðarbæ og eiga þau 3 drengi. Næstur er Sigutjón, f. 1950, kvænturValgerði Jónsdóttur og eiga þau þijú börn. Þá Ragnar, fæddur 1953, og á hann þtjár dæt- ur, og Gróa, fædd 1959, gift Lárusi Eiríkssyni og eiga þau fjögur börn. Andrés, fæddur 1961, er kvæntur Mínervu Jónsdóttur frá Fosshóli í Skagafirði; þau eiga tvö börn. Þá er Sólveig, sem gift er dönskum manni, Allan Frandsen, þau eiga einn dreng og eru búsett í Danmörku. Ævar er svo yngstur, ógiftur í heimahúsum. Þau Karl og Hulda settu saman bú sitt að Hálsi vorið eftir að þau giftu sig og bjuggu í húsi Gests heit- ins, bróður Karls, en þau hjón Ólafía og Gestur fórust í átakanlegu slysi er ísinn á Meðalfellsvatni brast und- an bifreið þein-a um jólin 1947. Hulda og Karl stunduðu ekki bú- skap á Hálsi, og fluttu 1966 að Eyr- arkoti þar sem þau tóku að sér sím- stöðina. Var Karl símstöðvarstjóri þar uns stöðin var lögð undir Varmá í Mosfellssveit í desember 1982. Þá fluttu þau hjón alfarin suður í Mos- fellsbæ og bjuggu þar síðan. Karl var heldur fáskiptinn útávið, en þvi meir unni hann heimili sínu og fjölskyldu. Þá gilti hið sama um hann og þá bræður hans að hann söng vel og unni góðum söng og tónlist. Hann varð snemma félagi í kirkjukór Reynivallakirkju og söng þar meðan hann var búsettur í Kjós- inni, en eftir að hann flutti í Mosfells- bæinn starfaði hann í nokkur ár með Karlakórnum Stefni, sat þar í stjórn og sinnti ýmsum öðrum málum fyrir kórinn. Allan tímann sem hann bjó í Mosfellsbæ var hann einnig félagi í Kirkjukór Lágafellssóknar. Karl hafði milda og djúpa bassarödd, las nótur og var fljótur að læra nýjar raddir. Hann söng reyndar áður í Karlakór Kjósveija undir stjóm Odds bróður síns og seinna í sameinaða kórnum þegar Kjósveijar og Mosfell- ingar mynduðu saman Karlakór Kjósarsýslu. Þá var Karl auðvitað með þegar bændur í Kjalamesþingi stofnuðu 80 manna kór og sungu við góðar undirtektir á landbúnaðar- sýningunni sem haldin var í Reiðhöll- inni 1987. Já, hann Kalli lagði alls staðar lið og var ávallt boðinn og búinn að leggja hönd á plóg og reynd- ist þá hinn besti liðsmaður. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveðjum við vin okkar og óskum honum blessunar á hinni nýju og ókunnu vegferð handan við gröf og dauða. Stjórn og félagar Karls í Stefni hugsa hlýtt til hans og þakka fyrir gott samstarf og óeigingjarnt til velferðar kórnum. Karl Andrésson hefur nú kvatt vini, söngfélaga og Qölskyldu, sem við vottum samúð við fráfall hans. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson SERTILBOÐ UM HELGINA: ASTANDIÐ • KR. 990.- ÍSLENSKIR NASISTAR • KR. 1.500.- GULLFOSS • KR. 500.- HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR • KR. 198.- SPENNU- OG ÁSTARSÖGUR • FRÁ KR. 125.- Barnabækur • Unglingabækur íslenskur fróðleikur • Æviminningar Viðtalsbækur • Ljóðabækur Þýddar skáldsögur • Ástarsögur Sakamálasögur o. m. fl. Opið: Laugardaga kl. 10-16 Sunnudagakl. 13-17 Virka daga kl. 9-18 BOKATITLA Skjaldborgarhúsinu Ármúla 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.