Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 27 Brýnt að LÍN verði áfram félagsleg- ur j öfnunarsj óður - segir Elsa B. Valsdóttir, formaður Vöku í Háskólanum STARFSÁR Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í Háskólan- um er nú hafið undir forystu þriðju konunnar sem gegnir for- mennsku í félaginu, Elsu B. Valsdóttur. Hún segir að málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði efst á baugi í hagsmunabar- áttunni i vetur og leggur áherslu á að mikilvægt sé að sjóðurinn gegni áfram hlutverki félagslegs jöfnunarsjóðs. Vaka og Röskva deila nú með sér stjórn Stúdentaráðs Háskóla Islands en fimmtán fulltrúar frá hvoru félagi eiga sæti í Stúdentaráði. Elsa hefur lengi verið virk í félagsmálum. Hún var í ræðuliði Menntaskólans í Reykjavík í þijá vetur og tvo vetur i stjórn mál- fundafélagsins Framtíðarinnar, þar af var hún forseti félagsins einn vetur. Einnig hefur hún setið í framkvæmdastjórn MORFÍS. Samhliða því að vera formaður Vöku og eiga sæti í Stúdentaráði stundar Elsa nám í læknisfræði í Háskólanum. „Þetta er spurning um góða skipulagningu," sagði Elsa aðspurð að því hvernig svo krefjandi nám samræmdist mikilli þátttöku í félagslífínu. „Ég er fædd með þessa félagsmálabakt- eríu og verð alltaf að hafa mikið að gera. Fyrsta veturinn minn í Háskólanum tók ég engan þátt í félagslífínu og leiddist afskaplega. Það er nauðsyniegt að gefa sér tíma til að sinna sínum áhugamál- um, námið má ekki hafa þau áhrif að maður einangrist frá umhverf- inu,“ sagði Elsa, í samtali við Morgunbiaðið. „Það er mjög gaman að starfa með fólkinu í Vöku, andinn er góður og mér finnst við vera að gera góða hluti í Stúdentaráði. Þeim röddum fækkar líka sífellt sem fínnst lítið til starfsins í ráð- inu koma og ég er sannfærð um að það er ekki síst því að þakka að stúdentar hafa séð hveiju Vaka hefur fengið áorkað á undanföm- um áram,“ sagði Elsa. Aðspurð að því hver verði helstu baráttumálin í vetur segir Elsa að málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna muni efa- laust skipa stærstan sess. „Lána- málin eru alltaf mikilvægur mála- flokkur en kannski aldrei eins og núna. Það stendur til að breyta lögum um lánasjóðinn, væntan- lega á þann veg áð setja vexti á lánin og stytta endurgreiðslut- ímann. Það er alveg ljóst að sjóð- urinn á í miklum fjárhagserfið- leikum, aðallega vegna þess að hann hefur verið fjármagnaður að hluta með lánum. Sá vandi er alfarið sök stjórnvalda en ímynd- uð lausn vandans bitnar alltaf á námsmönnum," sagði Eisa. „í dag greiða velflestir lánin sín að fullu til baka og öll um- ræða um að námsmenn standi í stórfelldu svindli á sjóðnum er algerlega út í hött. Það ér hins vegar ljóst að lánasjóðskerfinu á að gerbreyta á næstunni og við verðum að vera tilbúin til að koma til móts við yfirvöld en reyna jafn- framt að vetja núverandi kerfí eftir mætti. Það kemur ekki til greina af minni hálfu að sam- þykkja vexti á námslán þar sem það myndi auka stórkostlega að- stöðumun námsmanna sem eru betur stæðir og hinna sem ekki hafa eins mikið auk þess sem greiðslubyrði þeirra sem eiga von á vellaunuðu starfí að námi loknu yrði ekki sambærileg við þá sem fá lægra kaup. Það er lykilatriði að sjóðurinn gegni áfram því hlut- verki sínu að vera félagslegur jöfnunarsjóður,“ sagði Elsa. Önnur mál sem Elsa segir vera á döfinni eru m.a. tengsl stúdenta við atvinnulífið en nýlega var skip- uð nefnd undir forystu Bjarna Ármannssonar úr Vöku til að Morgimblaðið/KGA Elsa B. Valsdóttir, formaður Vöku. kanna hvernig efla megi þau tengsl. Félagsstofnun stúdenta mun á næsta ári hefja framkvæmdir við byggingu nýrra Stúdentagarða og því máli þarf að fylgja vel eftir, að sögn Elsu. „Auk þess má nefna að málefni sem Vaka hefur barist mikið fyrir á undanförnum árum er nú orðið að veruleika en það er að prófum haustmisseris lýkur nú í fyrsta sinn fyrirjól í öllum deildum skól- ans,“ sagði Elsa. Hún segir að starfíð innan Vöku verði mjög öflugt í vetur. „Við munum leggja megináherslu á málefnastarfíð með ráðstefnum og umræðufundum en við munum líka skemmta okkur þess á milli eins og alltaf, fara í ferðaiög, leik- hús og fleira. Til að taka þátt í starfínu þarf ekki annað en að mæta og sýna áhuga. Allar uppá- komur á vegum félagsins verða vandlega auglýstar innan skól- ans,“ sagði Elsa að lokum. Málþing um breytta rétt- arskipan Lögfræðingafélag Islands efn- ir til málþings um framkvæmd dómsvalds og umboðsvalds í dag, laugardag að Borgartúni 6, klukkan 13 - 17.30. Að Ioknu setningarávarpi Garð- ars Gíslasonar borgardómara og ávarpi Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra, flytja erindi þeir starfsmenn ráðuneytisins og aðrir sérfræðingar sem unnið hafa að undirbúningi malsins. Fyrirlesarar eru: Markús Sigui--*' björnsson prófessor, Þorleifur Páls- son skrifstofustjóri, Valtýr Sigurðs- son borgarfógeti, Rúnar Guðjóns- son sýslumaður, Þorsteinn A. Jóns- son deildarstjóri, Garðar Garðars- son hrl, og Björg Thorarensen lög- fræðingur. Fundarstjóri er Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri. ------MH------- Síðasta flóa- hrina FEF verður í dag í DAG, Iaugardag 28.september verður síðasti flóamarkaður Fé- Iags einstæðra foreldra að sinni. Hann hefst að venju kl 2 e.h. í Skeljanesi. Nú á að selja allt segir í fréttatil- kynningu og verður allur fatnaður, hvort sem er yfírhafnir, tískukjólar eða merkisbækur seld á 100 krón- ur. Þeir sem kaupa fyrir meira en þúsund krónur fá að velja sér einn grip ókeypis. Mikið er af góðum húsgögnum, barnarúm, sófasett, hillur og borð og skulu gestir gera tilboð í þá hluti. Eitt atriði úr myndinni „Draugagangi". Regnboginn sýnir mynd- ina „Draugagangur“ 200 erlendir stúdent- ar við Háskóla Islands Islandskynning- um helgina ERLENDUM stúdentum fer sífellt fjölgandi hérlendis og koma þeir víða að. Nú eru um 200 erlendir stúdentar skráðir við Háskóla Is- lands, þar af er um helmingur nýnemar. Rúmur tugur erlendra nem- enda stundar einnig nám við Myndlista- og handíðaskóla ísiands og ■ Kennaraháskóla Islands. Háskóli Islands telur góðar móttökur er- lendra stúdenta brýnar og lið í þeirri viðleitni að endurgjalda þá gestrisni sem íslenskum námsmönnum er sýnd á erlendri grund. Mosfellsbær: Vetrarstarf ITC-deildar- innar Korpu að hefjast Mosfellsbæ. NÚ ER vetrarstarf hinna ýmsu félaga og klúbba í Mosfellsbæ hafið af fullum krafti. Hér er starfandi ITC-deildin Korpa og hóf hún sitt sjötta starfsár 4. september sl. Deildin var stofnuð 5. mars 1986 og hefur starfað af miklum krafti alla tið síðan. Fundir eru haldnir 1. og 3. miðvikudag í hvetjum mánuði í safnaðarheimilinu Þver- holti. Næstkomandi miðvikudag verður sérstakur kynningarfundur þar sem starf ITC-deildarinnar verður kynnt. ITC er félagsskapur án til- lits til kyns en var upphaflega stofn- aður sem kvennahreyfíng. Nú á tímum jafnréttis eru karlar jafn yeikomnir og konur í félagsskapinn. í deildinni læra menn að tjá skoðan- ir sínar og vera virkir félagar í fé- lagsstarfi. Forseti Korpu þetta starfsár er Fanney Proppé. - P.H. ------M-l----- Lýst eftir bifreið BIFREIÐINNI Ö-2324 var stolið frá Hrafnistu í Hafnarfirði á fimmtudng. Bifreiðin er rauð Toyota af árgerð 1988. Granur leikur á að tveir unglings- piltar hafi stolið bílnum. Sá yngri er talinn hafa verið í skinnjakka. Lögreglan biður þá, sem kunna að hafa orðið varir við bifreiðina, að hafa samband. REGNBOGINN hefur tekið til sýningar myndina „Drauga- gang“. Áðalhlutverk leika Peter O’Toole, Steve Guttenberg og Daryl Hannah. Myndin fjallar um hóteleiganda á írlandi sem siglir hraðbyri í gjald- þrot nema eitthvað róttækt sé gert til að trekkja að ferðamenn. Hann bregður á það ráð að markaðssetja húsið sem draugahótel og setur á svið mikinn draugagang. Gestirnir sjá þó fljótt í gegn um þessi brögð en þegar þeir ætlað að yfirgefa hótelið fer ýmislegt skrítið að ger- ast. í ár veðrur íslandskynning fyrir erlenda stúdenta með nýju sniði og veglegum hætti. Kynningin verður í tveimur hlutum og hefst með Reykjavíkurkynningu í dag, laugar- dag. Að henni stendur Háskóli ís- lands í samvinnu við Reykjavíkur- borg. Kynningunni verður þannig háttað að skoðaðar verða merkar byggingar og sögulega mikilvægir staðir innan borgarmarkanna, þá verður haldið að Árbæjarsafni þar sem tekið verður á móti hópnum af hálfu Reykjavíkurborgar og safnið skoðað í fylgd borgarminjavarðar. Að lokum verður haldið upp í Heið- mörk þar sem borgarstjórinn í Reykjavík býður til móttöku milli kl. 17 og 18.30 í húsakynnum Vatns- veitu Reykjavíkur. Þá hefur Borgarleikhúsið boðið erlendu stúdentunum á leiksýning- una „Á ég hvergi heima“ sunnudag- kvöldið 29. septemþer. Síðari hluti íslandskynningar verður menningarráðstefna haldin 9. október nk. í Borgartúni 6 og hefst hún kl. 14. Ráðstefnan er á vegum Háskóla Islands og boði ráðu- neyta utanríkis- og menntamála. Þar verða haldnir fyrirlestrar um jarð- sögu íslands og náttúrulegar auð- lindir, íslenskt efnahagslíf, stjómmál og menningu. Að fyrirlestrunum loknum verður gestum boðið til kvöldverðar. Barnastarf Fríkirkjiiniiar BARNASTARF vetrarins í Frí- kirkjunni í Reykjavík hefst á morgun, sunnudag, með bar- naguðsþjónustu kl. 11. I barnaguðsþjónustunni er leit- ast við að hafa fjölbreytta dag- skrá og áhersla lögð á að hafa hana líflega og skemmtilega með virkri þátttöku allra kirkjugesta. í barnaguðsþjónustunum er Guðs orð útskýrt í máli og myndum, sungnir sálmar og hreyfisöngvar. Með nýju safnaðarheimili, sem tekið verður í notkun í vetur aukast möguleikar til fjölbreytni. Barnakórinn mun halda áfram svo og uppsetning helgileikja. Á morgun mun Herdís Egils- dóttir, kennari og rithöfundur, vera gestgjafi í söguhorninu og börn í fíðluhljómsveit Suzuki-tón- listarskólans leika undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Barnaguðsþjónustunum lýkur með smáhressingu, en þær verða annan hvern sunnudag. (Frá Æskulýðsnefnd Fríkirkj- unnar í Rcykjavík) Frá barnaguðsþjónustu í Fríkirkjunni í Reykjvaík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.