Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 31 „Bláu drengirnir" Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 223 Á dögunum var ég að blaða í lítilli snoturri danskri bók um blómlauka og rak þá augun í fyrir- sögn sem mér fannst meira en lít- ið forvitnileg. „De blá drenge“ stóð þar skýrum stöfum og grein- arhöfundur getur þess að þetta skemmtilega nafn hafi hún tekið úr orðabók yfir dönsk plöntunöfn (Johan Lange) og í henni talið alþýðlegt samheiti yfir fjöldann allan af bláum vorblómum. Hér á eftir verður sagt ofurlítið frá fjór- um af þessum „bláu drengjum“. Við notkun fýrirsagnarinnar er að vísu einn galli, sem sé sá að í skrám yfir íslensk plöntuheiti eru „bláu drengirnir" kvenkenndir og bara „lilju“- eða „stjörnu“-nöfn. Bið ég lesendur að horfa fram hjá þessum annmarka og vonandi slepp ég við áminningu frá Jafn- réttisráði. Ýmsa góða kosti eiga þeir bláu sameiginlega, t.d. koma þeir upp snemma vors og lífga upp 'um- hverfíð meðan tré eru varla farin að laufgast. Þeir eru afar harð- gerðir, þurftarlitlir og lítið þarf fyrir þeim að hafa, gera sig án- ægða með venjulega garðmold, vel framræsta þó, og sólelskir eru þeir í meira lagi. Gróðursetningar- dýptin er 5-7 sm. Þeir eru iiljuætt- ar og flestir eiga til stórra ættk- vísla að telja og meira eða minna skyldir. Ræktunarafbrigði og af- brigði fleiri en unnt er að koma tölu á. Þegar þeir era lagðir í mold er gott að hafa þá nokkra saman í holu t.d.,10 stk. Með árun- um mynda þeir sjtórar breiður og njóta sín víða í garðinum, ekki síst undir tijám. Hæð þeirra er svipuð, um það bil 10-15 sm. Stjörnulilja — Scilla. Blöðin nokkuð mörg saman í hvirfingu, blómleggir blaðlausir. Blómin eilít- ið dijúpandi, fallega blá og fara vel með páskaliljum og jafnvel hjartarfífli (Doronicum). Hér á landi munu algengust í ræktun tegundin Scilla siberica — Síberíu- lilja, afbrigðið „Spring Beauty“ þykir sérlega fallegt. „Alba“ ber hvít blóm. Snæstjarna. Önnur og stórvaxnari tegund af Scillu er S. campanulata með breytilegum litum þó algengust í bleiku, bláu og hvítu. Snæstjarna — Chionodoxa er meðal fegurri smálauka sem hér eru ræktaðir og tegundin C.lucilac algengust. Blómin eru stjörnulaga upprétt, skærblá með hvítri miðju. Til eru afbt'igði með hvítum og einnig rósbleikum blómum. Perlulilja — Muskari ber nafn með rentu því blómin era perlum likust þar sem þau sitja á stönglin- Vorstjörnulilja. um í þéttum sterkbláum klösum. Blaðhvirfingarnir fagurgrænar standa langt fram eftir sumri. Tegundin Muskari armeniacum og ýmis afbrigði hennar eru algen- gust í rætkun hér. Afbrigði af tegundinni M. botryoides er með hvítum blómum. Voistjörnur — Puschkinia. Til þeirrar ættkvíslar teljast aðeins fáara tegundir. P.schilloides — vorstjörnulilja er þeirra þekktust hér, aðallega afbrigðið „Liba- notic“. Blómin eru fölblá, næstum hvít, og liturinn gengur ekki sér- lega í augun. Þau eru heldur bústnari en hjá „hinum drengjun- ■um“, nokkur saman á stöngli, sér- lega fallega löguð, smækkuð mynd af hyasintum. Bókin sem um var getið í byijun pistilsins heitir: Blomstrende lög og knolde og er skreytt glæsileg- um myndum af hverskyns lauk- og hnýðisjurtum, gefin út af De danske haveselskaper, Rol- ighedsvej 26, 1958 Köbenhavn V. ÁB. ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur í Fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldinn þann 23. september 1991 varar við þeim hugmyndum, sem fram hafa komið að undanförnu um skólagjald og gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Fundurinn hvetur allt launafólk í landinu til að standa vörð um vel- ferðarkerfið og beita samtakamætti sínum gegn þeim öflum sem vilja á einhvem hátt skerða það. Mjög stór hluti launafólks í landinu hefur undanfarin ár búið við versnandi kjör og augljóst er að aðgerðir af þessu tagi kæmu verst við láglauna- fólk. Fundurinn hvetur til ráðdeildar í opinberum rekstri en bendir jafn- framt á að ijölmargar aðrar leiðir séu færar til tekjuöflunar ríkisins fremur en að skattleggja þá, sem minna mega sín.“ ■ EFTIRFARANDI ályktun vegna komandi kjarasamninga var gerð á fundi Sambands ungra jafnaðarmanna 21. sept. sl.: „Framkvæmdastjórn SUJ krefst þess að í komandi kjarasamningum verði staðið við gefín fyrirheit um aukinn kaupmátt til handa launþeg- um. Með hinni árangursríku þjóðar- sátt þar sem náðist að koma á jafn- vægi í efnahagslífí þjóðarinnar, var lagður grunnur að öflugra atvinnu- lífí sem skila átti auknum kaup- mætti í næstu samningum. SUJ varar alvarlega við afleiðingum þess ef atvinnurekendur og stjórnvöld ætla að launa fórnir launafólks með kjaraskerðingu og dulbúnum skattahækkunum. SUJ gerir þá skýlausu kröfu til stjómvalda að þau skapi það hagstæða efnahags- umhverfí sem færi launafólki aukn- ar ráðstöfunartekjur og búi þegnum landsins mannúðlegt velferðarkerfi. Með nýlegum raunvaxtahækkunum og daglegum fréttum um fyrirhug- uð áform ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar um niðurskurð á velferðar- kerfi almennings án þess að tekið sé á forréttindum fjármagnseig- enda, er ríkisstjórnin komin á villi- götur. Ef taumlaus fijálshyggja og frelsi fjármagnseigenda fær að vaða uppi átölulaust leiðir það til hróplegs ójöfnuðar og óréttlætis í þjóðfélaginu en slíkt má aldrei ger- ast meðan ríkisstjórn með aðild Alþýðuflokksins er við völd. SUJ minnir ráðherra Alþýðuflokksins á samþykktir flokksþinga og kosn- ingastefnuskrá flokksins fyrir síð- ustu kosningar og lýsir fullri ábyrgð á hendur þeim ef ekki verður farið eftir þessum ályktunum, sem æðstu stofnanir flokksins hafa samþykkt." Framhald af Dagbókarsíðu DAGBÓK FRÉTTIR_________________ KAFFI/kökusala. Starfs- mannafél. Álafoss í Mosfellsbæ verður með kaffíhlaðborð í Þrúð- vangi gl. Álafoss á morgun, sunnudag, kl. 14.30-17.30. KÓPAVOGUR. Kvenfél. Freyja. Félagsvist verður spiluð á morgun, sunnudag, á Digra- nesvegi 12, kl. 15. FÉLAGSSTARF aldraðra Kópavogi. Kór FAK er tekinn til starfa á ný. Mæting á mánu- daginn kl. 16.30. KVENFÉL. Hreyfils. Nk. þriðjudagskvöld kl. 20 verður fundur í Hreyfílshúsinu. Fönd- ursýning. FÉL. eldri borgara. Dansnám- skeið byrjenda kl. 14 og lengra komna kl. 15.30. Kennari er Sigvaldi. MIIMNIIMGARSPJÖLD LÍKNARSJÓÐUR Dóm- kirkjunnar. Minningarspjöld sjóðsins eru til sölu hjá kirkju- verði Dómkirkjunnar, í Geysi og í Bókabúð VBK við Vest- urgötu. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 1. október 1991 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum f dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Aðalstræti 13, isafirði, þingl. eign Hálfdánar Daöa Hinrikssonar, eft- ir kröfu Bæjarsjóðs (safjarðar. Annað og síðara. Bakkavegi 1, isafirði, þingl. eign Elínborgar Helgadóttur og Guðmund- ar Þ. Kristjánssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Brekkugötu 10, Þingeyri, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Gúmmíbátaþjónustunnar hf. Annað og sfðara. Brimnesvegi 20, Flateyri, talin eign Þorleifs Yngvarssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Drafnargötu 11, Flateyri, þingl. eign Kristjönu Kristjánsdóttur og Guðmundar Ö. Njálssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Fjarðargötu 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eign Bjarna M. Júlíusson- ar, en talin eign Viktors Pálssonar, eftir kröfu veðdeildar Lands- banka islands. Grundarstíg 11, Flateyri, þingl. eign Helgu Matthíasdóttur og Gunn- halls Gunnhallssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Hafraholti 44, isafirði, þingl. eign Agnars Ebeneserssonar, eftir kröf- um innheimtumanns ríkissjóðs, Lífeyrissjóös Vestfirðinga, Lands- banka íslands og veödeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 23, Suðureyri, þingl. eign Þóris Axelssonar, eftir kröfum Straums hf., Hitaveitu Akraness og Borgarness, veðdeildar Lands- banka íslands, Traðarbakka sf., Hótels isafjarðar og Sjóvá- Almennra. Annað og sfðara. Minkabú i landi Kirkjubóls, ísafiröi, þingl. eign Guðmundar Helgason- ar, eftir kröfu Landsbanka islands. Annað og sfðara. Mjallargötu 6a, nerðri hæð, Isafiröi, þingl. eign Þóris Guömundar Hinrikssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Nesvegi 2, Súðavik, þingl. eign Jónbjörns Björnssonar, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka Islands og íslandsbanka. Stórholti 7, 1. hæð b, isafirði, þingl. eign Kjartans Ólafssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóös Vestfirðinga, Ragnhildar Guðmundsdóttur, Landsbanka islands, isafirði og Jóns Ingólfssonar hdl. Annað og síðara. Strandgötu 19a, ísafirði, þingl. eign Selmu Magnúsdóttur, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Suðurgötu 11, frystiklefa, isafirði, þingl. eign Niðursuðuverksmiðj- unnar hf., eftir kröfum Valdimars hf., Hafnarbakka hf., Byggöastofn- unar og Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Sunnuholti 3, isafirði, þingl. eign Sævars Gestssonar, eftir kröfu Verðbréfamarkaðs FFÍ. Sætúni 1, Suðureyri, þingl. eign Guðmundar Svavarssonar, eftir kröf- um Sambands íslenskra samvinnufélaga, Einars Ólafssonar og Vá- tryggingafélags islands. Túngötu 17, neðri hæð og kjallara, isafirði, þingl. eign Guðmundar K. Guðfinnssonar o.fl., eftir kröfu Bæjarsjóðs isafjarðar. Annað og síðara. Öldugötu 1, Flateyri, þingl. eign Kristjáns Hálfdánarsonar, eftir kröf- um veðdeildar Landsbanka (slands og Tryggingamiöstöðvarinnar hf. Bæjarfógetinn á isafiröi. Sýslumaöurínn i Isafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, mið- vikudaginn 2. október nk. kl. 15.00: Holtabrún 14, 1. h.h., Bolungarvík, þingl. eigandi Stjóm verkamanna- bústaða, talinn eigandi Gunnar Sigurðsson. Uppboðsbeiðandi er veödeild Landsbanka íslands. Hafnargötu 46, Bolungarvik, þingl. eigandi Stefán Sigmundsson. Uppboðsbeiðendur eru Arnar Geir Hinriksson hdl. og Magnús H. Magnússon hdl. Traðarlandi 10, Bolungarvík, þingl. eigandi Guðni Kr. Sævarsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka Ísfands. Skólastig 19, e.h., Bolungarvík, þingl. eigandi Einar Guðfinnsson hf. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka íslands. Ljósalandi 6, Bolungarvík, þingl. eigendur Guðný Kristjánsdóttir og Sigurður Ringsted. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Annað og siðara. Stigahlíð 2,3. h. t.h., Bolungarvík, þingl. eigandi Haraldur Úlfarsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka íslands. Annað og síðara. Móholti 4, Bolungarvík, þingl. eigandi Stjórn verkamannabústaða, talinn eigandi Hjálmar Gunnarsson. Uppboðsbeiðandi erveðdeild Landsbanka islands. Annað og síðara. Traðarlandi 13, Bolungarvík, þingl. eigandi Arngrímur Kristinsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka islands. Annað og siðara. Hafnargötu 79, e.h. í norðurenda, Bolungarvík, þingl. eigandi Bjarni Sigurðsson, talinn eigandi Birgir Bjarnason. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Annað og síðara. Holtabrún 21, Bolungarvík, þingl. eigandi Finnbogi Bernódusson. Uppboðsbeiðandi er Eggert Ólafsson hdl. Annað og síðara. Skólastigur 7, Bolungarvík, þingl. eigandi Sveinn Bernódusson. Uppboðsbeiðandi er Eggert Ólafsson hdl. Annað og síðara. Miðstræti 6, Bolungarvík, þingl. eigandi Bjarni Aðalsteinsson. Uppboðsbeiðendur eru Benedikt E. Guðbjartsson hdl., Magnús H. Magnússon hdl., Gjaldheimtan í Bolungarvík og veðdeild Lands- banka íslands. Annað og síðara. Stigahlíð 4, 3. h. t.v., Bolungarvík, þingl. eigandi Skúli Arnarsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka islands. Annað og síðara. Traðarlandi 12, Bolungarvík, þingl. eigandi Bjarni Benediktsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka fslands. Annað og síðara. Þjóðólfsvegi 16, Bolungarvik, þingl. eigandi ishúsfélag Bolungarvikur hf. Uppboösbeiðandi er Sigríður Thorlacius hdl. Annað og síðara. Bæjarfógetinn i Bolungarvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.