Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ. I.AL'GARDAGUR 2.8.. .SEPTJEMBER, J99I ?-■« * •* » » * #. S 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Einstaklingiirinn og réttarkerfið Fyrsta júlí næstkomandi verður gjörbreyting á aldagamalli skipan réttar- kerfisins í landinu. Þá koma til framkvæmda lög, sem samþykkt voru vorið 1989, og fela í sér fullan aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Breytingin rekur fyrst og fremst rætur til þess að núgildandi réttarskipulag var ekki talið tryggja með óyggj- andi hætti hlutleysi dómara í héraði, þar sem sýslumenn og bæjarfógetar hafa afskipti af málum bæði sem lögreglu- stjórar og dómarar. Það var heldur ekki talið samræmast ákvæðum Mannréttindasátt- mála Evrópu um rétt ein- staklinga til að fá mál sín útkljáð fyrir óhlutdrægum dómstóli. Með hinni nýju skipan er fyrir það girt að sá, sem rannsakar mál, kveði jafnframt upp dóm í því. Undirbúningur þess að skilja að dómsvald og um- boðsvald í héraði hefur nú staðið í tvö ár - og kemur til framkvæmda um mitt næsta ár. Af því tilefni efndi Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra til blaðamannafund- ar í fyrradag. Þar sagði hann m.a. að þessar breytingar væru erhhveijar þær um- fangsmestu sem gerðar hefðu verið á réttarskipan í nokkru landi á síðari tímum, en með þeim væri bylt því fyrirkomu- lagi sem ætti rætur að rekja til þess er allir þættir ríkis- valdsins sameinuðust í kon- ungsvaldi. Hin nýja réttarskipan felur það í sér að komið verður á fót átta héraðsdómstólum, sem dæma bæði í einkamál- um og refsimálum. Umdæm- in fylgja kjördæmismörkum, með þeirri undantekningu, að Seltjarnarnesbær, Mosfells- bær og Kjalarness- og Kjós- arhreppar heyra til umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómstólarnir verða í Reykjavík, Borgarnesi, á ísafirði, Sauðárkróki, Akur- eyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Hafnarfirði. Embætti borg- arfógeta og bæjarfógeta leggjast af. Framvegis verður stærsti hluti stjórnsýslu rikis- ins í héraði í höndum sýslu- manna í 27 stjórnsýsluum- dæmum að Reykjavík meðtal- inni. Breytingin hefur og í för með sér mikla tilfærslu á verkefnum. Embætti verða lögð niður og önnur ný stofn- uð. Sýslumenn munu sinna flestum þeim verkefnum, sem dómarar í fógeta-, uppboðs- og skiptarétti hafa með hönd- um, svo og þinglýsingum, en héraðsdómstólar munu leysa úr ágreiningi um gerðir sýslu- manna. Margskonar fram- kvæmdastörf varðandi gjald- þrota- og dánarbúskipti verða falin sérstökum skiptastjór- um, en úrskurðir um opinber skipti á dánarbúum, gjald- þrotaúrskurðir o.fl. færast til héraðsdómstóla. Ýmis verk- efni, sem nú eru í höndum dómstóla, færast til sýslu- manna, s.s. skráning ýmissa réttinda, leyfisveitingar og borgaralegar hjónavígslur. Þá munu sýslumenn annast verkefni eins og lögskilnaðar- leyfi, umgengnisrétt og með- lagsgreiðslur með börnum, en þau hafá áður heyrt undir dómsmálaráðuneytið. Með nýjum lögum um með- ferð opinberra mála verður lögreglustjórum falið ákæru- vald í málúm, sem varða brot á umferðarlögum og öðrum brotum þar sem ekki liggur við þyngri refsing en sekt eða varðhald. Með breytingu á sömu lögum verður ákærða gert skylt að vera viðstaddur málsmeðferð, réttarstaða sakbornings verður gerð skýrari og heimildir lögreglu- stjóra til að ljúka málum með sektargreiðslum verða víðtækari en nú er í því skyni að létta álagi af dómstólum. Ástæða er til þess að ætla að þessar víðtæku breytingar, með og ásamt bættri starfs- aðstöðu og tölvuvæðingu, sem fram undan eru, hraði málum í dómskerfinu, sem á stundum hefur verið svifa- seint. En mergurinn málsins er þó sá, að þessar breytingar tryggja betur, eftir en áður, hlutleysi dómara í héraði, eyða tortryggni og koma heim og saman við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Með öðrum orðum, þær styrkja réttaröryggi einstakl- inganna í samfélaginu. Sá er höfuðkostur þeirra. Af þeim sökum er þessi breyting á aldagamalli skipan réttar- kerfisins í landinu fagnaðar- efni. AÐALFUNDUR SAMTAKA FISKVINNSLUSTOÐVA Stöðugleiki brýnasta hags- munamál fiskvinnslunnar Akureyri. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðainanni Morgunblaðsins. AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva ályktaði í fundarlok í gær að brýnasta hagsmunamál íslenskrar fiskvinnslu sé að áfram- hald verði á þeim stöðugleika í efnahagslífinu sem náðist í þjóðar- sáttarsanmingunum í ársbyrjun 1990. I ályktuninni segir að með þeim hafi verið sköpuð skilyrði til hagvaxtar og heilbrigðis í allri stjórn efnahagsmála. Halda beri áfram á sömu braut og verði kjara- samningar, gengisstefna og ríkisfjármál að taka mið af þessari stefnumótun. „Það gengur ekki að á aðhalds- tímum sé af opinberri háifu dælt inn i efnahagslífið lánveitingum sem nema tugum milljarða eins og gerist í húsnæðiskerfinu, lánsfjáreftirspurn sem knýr vexti upp á við fyrir alla landsmenn og fyrirtæki," segir síðar í ályktun- inni. Jafnframt segir að fjármagns- kostnaður sé umtalsverður hluti rekstrarkostnaðar fiskvinnslu- stöðva, þess vegna sé nauðsynlegt að vaxtagjöld séu sambærileg við það sem gerist í samkeppnislönd- unum. Til að tryggja það verði samkeppni í bankastarfsemi að vera virk meðal annars með er- lendri samkeppni og að vaxtamun- ur verði ekki óeðlilega hár vegna ógætilegrar útlánastefnu banka, sjóða og opinberra aðila. Aðalfundur SF telur að for- senda lítillar verðbólgu næstu ár sé trúverðug gengisstefna sem feli í sér að raungengi hækki ekki frá því sem nú er. „Aðalfundurinn hafnar öllum hugmyndum um auð- lindagjald og minnir á að framsal veiðiréttinda er hornsteinn í þeirri stefnu að ná fram meiri hag- kvæmni í útgerð. Sá ábati sem smátt og smátt mun koma í ljós við þetta stjórnunarkerfi er skatt- lagður af fullum þunga af samfé- laginu,“ segir í ályktuninni. Þar segir jafnframt að tillögur um álögur sem hafi ekkert með stjórn- un að gera og séu rökstuddar „af meintum réttlætissjónarmiðum“ séu ekki til þess fallnar að auðlind- in skili sem mestum arði fyrir þjóð- arbúið í heild. Veiðigjald forsenda gengisbindingar - segir Þorkell Helgason, prófessor ÞORKELL Helgason prófessor flutti erindi um veiðigjald á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Hann sagðist telja að taka yrði af skarið um álagningu veiðigjalds áður en ráðist yrði í varan- íega bindingu gengisins. „Veiðigjald er forsenda þeirrar bindingar," sagði Þorkell. Frá aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Sj ávarútvegur fengið óhóflega mikið rúm í þjóðmálaumræðunni » Allt of margir tala með þeim hætti að atvinnugreinin sé afæta á þjóðfélaginu Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, ræðast við á fundinum í gær. Akureyri. Frá Agnesi Bragadóttur, blaða- manni Morgunblaðsins. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hélt ræðu á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva á Akureyri í gær. Hann sagði að sjávarútvegur á íslandi hefði fengið óhóflega mikið rúm í þjóðmálaumræðunni að undanf- örnu. „Allt of margir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu tala um sjávarútvegs- mál með þeim hætti að atvinnu- greinin sé afæta á þjóðfélaginu og maður fær það á tilfinninguna að ýmsum finnist sem byrðum sé af þeim létt í hvert sinn sem sjáv- arútvegsfyrirtæki fer á hausinn,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Þeir sem helst stýra flölmiðlaumræð- unni virðast ekki hafa tekið eftir eða kannski ekki viljað taka eftir offjárfestingu á þjónustusviðinu. Þar eru menn ekki kallaðir til ábyrgðar og engum hefur komið til hugar að leggja skatt á þjón- ustu og verslun til að auka ha- græðingu.“ Háir raunvextir éta fram- leiðslufyrirtæki á gaddinn - sagði formaður VSÍ á aðalfundi SF Akureyri. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞESSI notkun ríkisins á peningum er augsýnilega aðalorsök þess að hér eru raunvextir ékki lengur upp til fjalla heldur eru þeir komn- ir upp til himna og stefna hærra,“ sagði Einar Oddur Krisljánsson, formaður VSI, er hann ræddi um nauðsyn þess að lækka raunvexti á aðalfundi Samstaka fiskvinnslustöðva á Akureyri í gær. Einár Oddur sagði að á langtíma- lánym væru raunvextir nú áætlaðir um 10% en vitað væri að á skamm- tímalánum, sem fyrirtæki þyrftu að miklu leyti að byggja daglegan rekstur sinn á, værp raunvextir 15-20%. „Þetta er hreinn voði,“ sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson. Hann sagði ennfremur: „Líklega verður þetta ár, ár sem hið opinbera tekur lán upp á 31-33 milljarða króna. Á sama tíma er áætlað að heildar- sparnaður í landinu verði 26 millj- arðar króna.“. Einar Oddur sagði að ef eyðslu- æði hins opinbera yrði ekki stöðvað yrðu vandamálin óleysanleg. Hann sagði að hæðist verðbólgustig hér niður í 2-3% væri hægt að ná niður raunvaxtastiginu. „Ef við náum sátt við verkalýðshreyfinguna, Al- þýðusambandið, verður stærsta verkefnið að ná sátt í þjóðfélaginu um að hið opinbera minnki notkun sína á peningum,“ sagði Einar Odd- ur. Formaður VSÍ sagðist í þeim efnum ekki vera með neinar smá- upphæðir í huga heldur 15 milljarða króna á ársgrundvelli á verðlagi þessa árs, sem hann sagði vel fram- kvæmanlegt, tækist það yrði hægt að lækka hér raunvexti. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir yrðu að taka þátt í því brýna verk- efni að lækka raunvexti. „Við verð- um áð ætla þeim að geta séð lengra nefi sínu. Núna, meðan vertíðin stendur sem hæst, er freistandi að' geta fengið 10-15% raunvexti, en ég vona og trúi því að launþegar þessa lands geri sér grein fyrir því að háir raunvextir í landi þar sem enginn hagvöxtur er og ekki von um neinn hagvöxt, koma frá því ■ að éta framleiðslufyrirtækin út á gaddinn," sagði formaður VSI. Sjávarútvegsráðherra vék að því að fyrirtæki í sjávarútvegi yrðu að laga sig að þeim sveiflum sem ávallt verði í afla og afurðaverði. En hann sagði að til þess að fyrir- tækin gætu tekist á við slík verk- efni þyrftu þau vissulega að búa við sanngjörn rekstrarskilyrði þannig að þau gætu byggt upp sterka eiginijárstöðu. Ráðherra boðaði að margt benti til þess að nauðsynlegt myndi reynast að hafa verulegar tak- markanir á afla næstu fjögur til fimm árin. Er ráðherra ræddi um gengis- málin sagði hann að við þær að- stæður sem nú blasa við teldi hann óráðlegt og ógerlegt að binda hendur íslendinga með því að tengjast evrópska myntkerfinu, ECU, með formlegum hætti. „Slíkar ráðstafanir koma ekki til greina að mínu viti nema við þau skilyrði að sjávarútvegurinn búi við verulega góða eiginfjárstöðu og fyrirtækin geti mætt sveiflum sem ávallt verða í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja," sagði Þorsteinn. Er ráðherra ræddi um verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins sagði hann að hann hefði ákveðið að setja á fót alveg á næstunni nefnd til þess að fjalla um álitaefni um málefni sjóðsins og gera tillögur um hvemig sveiflujöfnun innan sjávarútvegsins yrði komið í framtíðinni. „Ég mun kappkosta að þessu endurskoðunarstarfi verði hraðað þannig að niðurstöður geti legið fyrir í byijun næsta árs.“ Ráðherra ræddi möguleika þess að draga úr útflutningi á óunnum fiski og sagði að margar þær hug- myndir sem ræddar hefðu verið hyggju nærri skuldbindingum ís- lendinga á alþjóðavettvangi og væru andstæðar þeirri þróun sem nú eigi sér stað varðandi viðskipti í Evrópu. „Lausnin hér er ekki boð og bönn,“ sagði ráðherra. í lok máls síns sagði Þorsteinn Pálsson: „Sjávarútvegurinn þarf sjálfur að ganga á hólm við neikvæða þjóð- málaumræðu með samstilltum kröftum og þeim ásetningi að sýna þjóðinni í verki að menn eru stöð- ugt að gera betur.“ j,Vart et' til nema ein lausn innan þess opinbera hagkerfis sem við búum nú við eða stefnum að í æ ríkari mæli. Hún er fólgin í lækkun á raungengi samhliða álagningu auðlindaskatts á beinan hátt, þ.e.a.s. með veiðigjaldi," sagði Þor- kell. Hann kvaðst telja að álagning veiðigjalds gæti verið með tvennu móti. Sölu eða leigu veiðileyfa í formi uppboðs eða gjaldtöku fyrir veitta aflakvóta. Þorkell kvaðst telja að gengisfelling væri annað meginatriðið í þeirri kerfisbreytingu sem hann reifaði í máli sínu. Hana mætti ekki gera óvirka með tilheyr- andi kauphækkunum ella yrði ekki um lækkun raungengis að ræða. Því fæli tillagan í sér nokkra kjara- skerðingu í bráð. „Allt annað væri óraunsætt í ljósi þeirra tveggja markmiða hennar, að eyða halla á viðskiptunum við útlönd og að bæta kjör útflutnings- og samkeppnis- greina," sagði Þorkell. Þorkell sagði undir lok máls síns að hann hefði í erindi sínu fjallað um álagningu veiðigjalds einvörð- ungu „til þess að koma á eðlilegu gengi og tryggja stöðugleika. Reynt hefur verið að sýna fram á það að það ætti að vera kappsmál fisk- vinnslunnar að koma á slíkri skip- an“. Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands var andmælandi Þor- kels á aðalfundinum um álagningu veiðigjalds. Vilhjálmur sagði að umræða um þessa gjaldtöku fyrir veiðileyfi væri athyglisverð í Ijósi þess að sjávarútvegurinn byggi að nokkru við lægri skattheimtu en aðrar atvinnugreinar og mætti þar nefna að tryggingargjald sem leggst á laun væri aðeins 2,5% í sjávarútvegi og iðnaði meðan flest- ar atvinnugreinar greiddu 6%. „Eins njóta sjómenn sérstaks af- sláttar frá tekjuskatti sem þýðir að minni þrýstingur er á launahækk- anir frá útgerðarfyrirtækjum. Hefði mátt ætla að talsmenn gjaldtöku vildu fyrst samræma núverandi skatta sjávarútvegsins við aðrar atvinnugre'inar áður en þeir legðu til nýjar álögur,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Vilhjálmur sagði að mikið hefði verið íjallað um að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar án þess að nokkru sinni hafi verið skilgreint hvað það þýddi. Þegar upp væri staðið virtist þó svo sem flestir settu samasemmerki milli þjóðarinnar og ríkissjóðs í þessu tilviki þannig að fiskimiðin væru í raun þjóðnýtt eign íslenska ríkisins. „Við sem höfum mælt á móti því að ríkið selji veiðileyfi teljum meðal annars að það sé ekki réttlátt að sá sem hefur fengið úthlutað kvóta og veiðir eingöngu sinn kvóta eigi allt í einu að fara að greiða fyrir þann rétt sem hann hefur alltaf haft. Ennfremur er það ljóst að sá sem hagnast af því að selja sinn rétt að hann gerir með því að spara fyrir heildina og greiðir af því tekju- skatt af þeim söluhagnaði sem hann hefur fengið. Því er ekki réttlátt að skattleggja þennan sparnað sér- staklega hvað þá heldur að þvinga hann fram,“ sagði Vilhjálmur. FiskvÍHnslunni er spáð 10% taprekstri á næsta ári Opinberir sjóðir hafa óskað uppboðs yfír 50 sjávarútvegsfyrirtækja AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva var haldinn á Akureyri í gær. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, sagði í skýrslu stjórnar fyr- ir liðið starfsár að þrátt fyrir dökkt útlit fyrir afkomu fiskvinnslunnar á þessu ári, taprekstur upp á 7,5% samkvæmt mati Þjóðhagsstofnun- ar, væru horfúr næsta árs enn verri, eða taprekstur upp á 9,6%, sem jafngildir 3,7 milljarða króna tapi. mæli en áður, gjaldþrotum myndi fjölga í kjölfar aukinna vanskila. „Fiskvinnslan mun ekki þola þennan taprekstur. Auðvitað er af- koma fyrirtækja mjög misjöfn en það breytir ekki þeirri staðreynd að meðalhalli upp á tæp 10% mun færa nær öll fiskvinnslufyrirtæki í tap- rekstur á næsta ári,“ sagði Arnar. Arnar sagði aflasamdrátt á næsta ári kalla á sársaukafullar aðgerðir hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækj- um, ættu þau að hafa minnstu möguleika á að lifa af. Sameining aflaheimilda og fiskvinnslufyrir- tækja myndi eiga sér stað í ríkari „Opinberir sjóðir hafa nú óskað uppboðs hjá yfir 50 sjávarútvegsfyr- irtækjum vegna vanskila við Byggðastofnun og Atvinnutrygging- arsjóð. Vanskil sjávarútvegsfyrir- tækja við þessa sjóði nema 1.200 milljónum króna af 1.900 milljóna heildarvanskilum við sjóðina," sagði Arnar Sigurmundsson. Abendingar varðandi endurmat á starfsemi Skipaútgerðar ríkisins eftir Halldór Blöndal Málefni Skipaútgerðar ríkisins hafa verið til umræðu undanfama daga í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að starfsemi fyrirtækisins skuli endurmetin og kannað hvort enn um sinn sé þörf á áframhaldandi rekstri Skipaút- gerðarinnar eða hvort tímabært sé að leggja hana niður. Margt hefur í þessum umræðum verið fullyrt, sem ekki á við rök að styðj- ast. Þar má telja fullyrðingar for- stjóra Skipaútgerðarinnar um hagnað af Færeyjasiglingunum og ýmis orð annarra manna um til- gang þessa endurmats. Ég tel því rétt að koma á framfæri eftirfar- andi ábendingum: Endurmat á starfsemi Skipaút- gerðarinnar og þær aðgerðir sem ákveðnar verða í framhaldi af því byggjast á tveimur grundvallar- forsendum. í öðru lagi að létt verði af skattgreiðendum þeim bagga sem rekstur Skipaútgerðarinnar er. Samningum við Samskip hf. um Færeyjasiglingar hefur verið sagt upp, enda hafa þær verið reknar með halla, ef dæmið er reiknað til enda. Forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefur talið að einnar millj- ónar króna hagnaður sé af þeim á mánuði síðan um áramót. I út- reikningum hans er ekki tekið til- lit til allra þátta, þannig að endile- ysa kæmi út úr dæminu, ef þjón- usta við aðrar hafnir yrði reiknuð með sama hætti. Þannig eru allar tekjur af flutningi til og frá Fær- eyjum tíundaðar að fullu, en á hinn bóginn ekki gert ráð fyrir neinni hlutdeild þessara siglinga í fjármagnskostnaði eða afskriftum ellegar í sameiginlegum kostnaði eins og við stjórnun, vöruaf- greiðslu, verkstæði og fleiri deildir. Halldór Blöndal „Forstjóri Skipaútgerð- ar ríkisins hefur talið að einnar milljónar króna hagnaður sé af þeim á mánuði síðan um áramót. I útreikningum hans er ekki tekið tillit til allra þátta, þannig að endileysa kæmi út úr dæminu, ef þjónusta við aðrar hafnir yrði reiknuð með sama hætti.“ Ég hef ákveðið að eitt af skipum Skipaútgerðarinnar verði sett á söluskrá, þar sem ekki eru not fyrir það eftir að Færeyjasigling- um er hætt, en í því er fólginn verulegur sparnaður. í næstu viku er að vænta áfángaskýrslu sem Björgúlfur Jó- hannsson endurskoðandi á Akur- eyri er að vinna að um efnahag og starfseini Skipaútgerðarinnar. Þá verður haft formlegt samband við þá aðila sem annast þjónustu við ströndina. Ég nefni Samskip hf. og Eimskipafélag íslands hf. og vitaskuld Félag íslenskra stór- kaupmanna, en formaður þess og framkvæmdastjóri hafa ritað mér bréf þar sem fram kemur „að inn- an þess starfar hópur fyrirtækja, sem væri hugsanlega reiðubúinn til þátttöku í rekstri Skipaútgerð- arinnar“. Þetta var mér ókunnugt áður og ég hlakka til að fá fund og upplýsingar um hugmyndir þessa hóps, ef vera kynni að þá fyndust leiðir til þess að einkaframtakið leysti ríkisreksturinn af hólmi. Að lokum legg ég áherslu á að ákvarðanir hafa ekki verið teknar um fleiri skref varðandi rekstur Skipaútgerðarinnar en fram komu á blaðamannafundi síðastliðinn þriðjudag og ég hef hér lýst. í þeim efnum er mikil vinna fram- undan. Líka í öðrum fyrirtækjum og stofnunum, sem rekin eru fyrir opinbert fé, þar þurfum við líka að spara eins og í Skipaútgerð ríkisins. Höfundur er samgöngurádhcrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.