Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 46
* 46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Gunnar Gunnarsson er byijaður að leika með Víkingum á ný. Víkingur- Stavangerfyrsti stórleikurinn á tímabilinu: Stavanger með eitt besta lið í Evrópu - sagði Gunnar Gunnarsson, einn landsliðsmanna Víkings DEILDARMEISTARAR Víkings taka á móti norska liðinu Stavan- ger á morgun, sunnudag, en fyrri leikur liðanna í 1. umferð Evr- ópukeppni félagsliða í handknattleik hefst í Laugardalshöllinni kl. 20.30. „Stavanger er eitt af betri liðunum í keppninni og reynd- ar eitt af bestu liðum Evrópu um þessar mundir," sagði Gunnar Gunnarsson, leikstjórnandi Víkings, við Morgunblaðið. Hann þekkir lykilmenn liðsins vel eftir veru sína í Svíþjóð undanfarin ár, lék með sænska landsliðsmanninum Robert Hedin hjá Ystad og oft gegn Magnus Andersson, fyrrum leikmanni Drott og markakóngi sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Stavanger missti óvænt af norska meistaratitlinum á síðasta tímabili, en Gunnar sagði að nú væri gengið út frá því sem vísu að liðið sigraði bæði í bikar og deild. „Liðið var mjög sterkt í fyrra, en enn sterkara í ár. Norsku titlarnir þykja sjálfsagt mál og allt er lagt í sölumar til að sigra í Evr- ópukeppninni. Því var Andersson keyptur fyrir metfé, en hann er einn besti handknatleiksmaður heims. Andersson er leikstjómandi liðsins og á að vera allt í öllu, en okkar styrkur er að ekki er víst að hann aðlagist liðinu svona einn, tveir og þrír.“ Stavanger hefur undirbúið sig vel fyrir tímabilið og leikið fjöl- marga æfíngaleiki auk þátttöku í mótum. Liðið sigraði m.a. Atletico Madrid á móti í Noregi í lok ágúst og stóð uppi sem sigurvegari á sterku alþjóðlegu móti í Svíþjóð í byrjun mánaðarins — vann sovésku meistarana Neva Leningrad 27:26 í úrslitaleik. Liðið byijaði samt illa í norsku deildinni á dögunum, gerði jafntefli við meistarana frá Sande- fjord. í liði Stavanger em m.a. tveir fyrrnefndir landsliðsmenn frá Svíþjóð og fjórir norskir landsliðs- menn. Claes Hellgren, fyrmm landsliðsmarkvörður Svía, þjálfaði Irsta í Svíþjóð í fyrra, sem lék til úrslita í sænsku deildinni, en sagði upp samningi sínum og tók að sér lið Stavanger s.l. vor. Gunnar sagði að þrátt fyrir sterka mótheija ætti Víkingur möguleika. „Með góðum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaup- umgetum við velgt þeim undir ugg- um. Til að komast áfram þurfum við helst að sigra með fímm marka mun og það getur tekist með dygg- um stuðningi áhorfenda." ir KNATTSPYRNA Gott er hjá góðum að eiga ÞAÐ er óneitanlega ánægju- legt að leikmenn 1. deildar í knattspyrnu hafi vaknað upp og farið að ræða um kjör þeirra. Stór hluti leikmanna hefur þagað þunnu hljóði um kjörið, þó svo að þeir hafi vit- að að það væri maðkur í mysunni í sambandi við kjör þeirra. Margir hafa látið kjörið í léttu rúmi liggja, en þeim sem hafa talið atkvæði f rá félögum hefur sviðið sárt að þurfa að horfa upp á skrípaleik þann, sem hefur fylgt kjöri knattspyrnumanns ársins undanfarin ár. Það hefur gengið svo langt að stjórnarmenn félaga hafa fengið atkvæði. ÆT Eg gerði kjör íþróttamanna að umræðuefni hér á dögunum, enda löngu orðið tímabært. Kjör knattspyrnumanna var komið á villigötur um leið SigmundurÚ. og leikmenn fóru í Steinarsson stórum hópum að skrifar rugla með atkvæð- isrétt sinn í skjóli þess að aðeins eitt nafn var nefnt þegar upp var staðið. Ég vissi um leið og égtók á málinu, að ákveðn- ir menn færu á stúfana og reyndu að fegra gjörðir sinna manna. Til þess stakk ég niður penna um málið — ég vildi opna það. Við- brögð komu frá fjórum mönnum, sem skrifuðu opið bréf hér á síðunni í gær í nafni Samtaka leikmanna í 1. deild. Það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir mönnunum og ég get ekki annað en samglaðst þeim, ef þeir eru ánægðir með hvernig leikmenn hafa misnotað atkvæðisrétt sinn — vitandi um ódrengilegan leik. Ég ætla ekki að elta ólar við þá, þó að þeir hrópi úlfur, úlfur! Ég veit að þeir tala ekki fyrir munn allra leikmanna 1. deildarfélag- anna — heldur fámenns hóps manna, sem er ekki með hreina samvisku í þessu máli. Aö koma á óvart Það kom mér vægast sagt á óvart þegar ég sá nafn Þorgríms Þráinssonar á meðal þeirra fjög- urra manna sem rituðu nafn sitt undir bréf til íþróttadeildar Morg- unblaðsins, en það var einmitt hann sem opnaði augu mín fyrir vanköntum kjörsins og ódrengi- legum vinnubrögðum í sambandi við kjörið 1989, þegar Þoi-valdur Örlygsson úr KA var réttilega kjörinn besti leikmaðurinn. Hann sagði mér frá vinnubrögðum leik- manna félags, þar sem leikmenn kusu upp til hópa leikmann, sem var ekki inni í myndinni. Þetta gerðu þeir til að freista þess að sinn maður næði kjöri. Þá átti Þorgrímur varla orð til að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðun- um og sagðist ætla að skrifa hug- vekju um kjörið í íþróttablaðið. Hann gerði það aldrei, en nú skrif- ar hann nafn sitt við hliðina á fyrirliða flokks manna, sem fór fijálslega með kjörgögn sín, Pétri Péturssyni. Árið 1989 fékk Þor- valdur ekkert atkvæði frá leik- mönnum KR. Árið 1988, 1990 og 1991 fékk Pétur Ormslev eða annar Framari ekki atkvæði frá KR, en Framarar urðu meistarar 1988 og 1990. Tilviljun? Ósannindi Fjórmenningarnir sendu mér og samstarfsmönnum mínum tón- inn í gær í bréfi sem var fullt af ósannindum, eins og þegar þeir segja að leikmenn hafí haft það til hliðsjónar þegar þeir völdu Guðmund Steinsson en ekki Pétur Ormslev, en sjö atkvæða munur var á þeim í kjörinu í ár, að Guð- mundur varð markakóngur og íslandsmeistari. Þeir skrifuðu: „Það er staðreynd að án Guð- mundar hefði Víkingur ekki orðið meistari. Þetta hljóta leikmenn að hafa haft til hliðsjónar. Hvað er mikilvægara í íslenskri knatt- spyrnu _en að leiða lið sitt til sig- urs á íslandsmóti með frábærri frammistöðu?" spyrja fjórmenn- ingamir — þar á meðal Pétur Pétursson. Hvers vegna greiddi hann íslandsmeistara ekki at- kvæði sitt 1988, 1989 og 1990, ef það er svo mikilvægt að vera meistari til að ná kjöri? Þetta er furðuleg staðhæfíng fjórmenning- anna, sem töluðu um staðreyndir máli sínu til stuðnings. Hvað höfðu leikmenn til hliðsjónar þeg- ar kjörið fór fram? Ekkert! Þeir skiluðu atkvæðum sínum inn áður en íslandsmótinu lauk. Þá var ekki ijóst hvaða lið yrði íslands- meistari og heldur ekki hvaða leikmaður yrði markakóngur. Leikmenn sem greiddu atkvæði gátu því ekki haft meistaratitil eða markakóngstitil til hliðsjónar. Ekki satt? Hvetja er verið að blekkja þegar svona ósannindi eru borin á borð? Þessi ósannindi sýna enn einu sinni að margir leikmenn — ég endurtek, margir leikmcnn — hafa hvorki þroska né dómgreind til að taka þátt í kjörinu. Þeir skemma aðeins fyrir þeim fjölda leikmanna, sem kjósa eftir bestu sannfæringu hveiju sinni. Það er fámennur hópur sem er að skemma fyrir nær öllum leik- mönnum 1. deildarfélaga. Ég viðurkenni að hafa skotið aðeins yfir markið er ég nefndi í fyrri grein minni að allir leikmenn 1. deildar hefðu ekki þroska og dómgreind til að taka þátt í slíku kjöri. Samtök leikmanna í 1. deild geta bundið enda á umræðuna með því að gera kjör sitt opinbert og leggja nafnalista og tölu at- kvæða á borðið. Breyta þarf umgjörð kjörsins Ef leikmenn ætla að hefja kjör- ið aftur til vegs og virðingar þarf að verða stórbreyting á umgjörð þess til að koma í veg fyrir að þröngur hópur öfundsjúkra leik- manna fari fijálslega með kjör- gögn sín. Rétt væri að láta hlut- lausa menn vera viðstadda þegar kjörgögn eru opnuð og atkvæði frá félögum flokkuð. Þá er sjálfsagt að birta tölur um hvað margir leikmenn tóku þátt í kjörinu, hvaða Ieikmenn hafa fengið flest atkvæði og hvað þeir fengu hátt hlutfall atkvæða. Þannig vinnubrögð eru viðhöfð um allan heim þar sem slíkt kjör fer fram. Þegar Ásgeir Sigurvinsson var kjörinn knattspyrnumaður ársins í V-Þýskalandi 1984 fékk hann 78 atkvæði af þeim 198 sem í boði voru, en ellefu leikjahæstu leikmenn hvers félags í Bundeslig- unni fengu að kjósa. Ásgeir fékk 39,39% atkvæða, en næstir á blaði voru Karl-Heinz Rúmmenigge hjá Bayern með 32 atkvæði (16,16%), Guido Buchwáld, Stuttgart, 24 atkvæði (12,12%), Töny Schu- macher, Köln, 16 atkvæði, og Rudi Völler, Bremen, með 11 at- kvæði, en aðrir leikmenn fengu minna. Sama fyrirkomulag er í Eng- landi og víða — atkvæðafjöldi er ávallt gefínn upp. Það eru ekki alltaf leikmenn úr meistaraliðum eða markakóngar sem eru út- nefndir, heldur er farið eftir kunn- áttu og getu leikmanna á knatt- spyrnuvellinum. í Englandi hafa aðeins í fimm af síðustu tólf skipt- um, sem leikmenn hafa kosið sinn besta leikmann, leikmenn frá meistaraliði verið útnefndir. Þetta fyrirkomulag þarf að taka upp hér á landi. Þá getur þröngur hópur óþroskaðra leik- manna ekki leyft sér að fela sig á bak við það að aðeins nafn efsta mannsins sé birt, með því að út- nefna stjórnarmenn félaga sem besta eða efnilegasta knatt- spyrnumanninn, eins og dæmi eru um. Virðing? Fjórmenningarnir tala um tak- markaða virðingu í hinni dæma- lausu grein sinni. Ég spyr þess vegna: Hvers vegna hefur ritstjóri Iþróttablaðsins, Þorgrímur Þrá- insson, sem skrifar undir bréfíð, leitað til manns sem nýtur „tak- markaðrar virðingar hjá íþrótta- mönnum“ til að fá hann til að rita greinar undir nafni í blað það sem hann ritstýrir? Já, og hvers vegna hringdi Lárus Guðmunds- son, sem skrifaði einnig undir bréfíð, heim til undirritaðs kl. 12.15 föstudaginn 20. september til að leita álits hans og fá hann til að skrifa um framkomu KSÍ gagnvart Atla Eðvaldssyni, fyrr- um landsliðsfyrirliða? Mér fínnst það virðingarvert hjá mönnum sem telja að þeir séu virtir, að leita eftir aðstoð og ráð- um hjá manni sem nýtur takmark- aðrar virðingar að þeirra mati. „Gott er hjá góðum að eiga.“ Er hægt að bera virðingu fyrir þann- ig hugsandi mönnum? Við fjór- menningana vil ég að lokum segja: „Sá sem getur brosað þegar eitt- hvað misheppnast, veit hveijum hann getur um kennt.“ ÍÞRÚntR FOLK ■ VÍKINGUR hefur leikið 36 leiki í Evrópukeppni til þessa. H CHARLES Petersen og Stiig Horst frá Danmörku dæma viður- eignina. I LEIKURINN á morgun verður sennilega síðasti Evrópuleikur Víkings í Laugardalshöllinni, því 2. nóvember n.k. er ráðgert að vígja nýtt íþróttahús félagsins, þar sem Víkingur mun leika í framtíðinni. ■ VIKINGUR, sem varð Reykjavíkurmeistari í vikunni, hefur fengið þijá nýja leikmenn; Gunnar Gunnarsson frá Ystad, Helga Bragason frá IBV og Sig- urð Jensson, sem er byijaður að leika á ný eftir nokkurt hlé. ■ BJARKI Sigurðsson er enn meiddur og leikur ekki með á morg- un. ■ GUÐJÓN Guðmundsson, að- stoðarmaður Bogdans hjá islenska landsliðinu, er aftur kominn á bekk- inn hjá Víkingi og er aðstoðarþjálf- ari liðsins. ■ ALEXEJ Trúfan er elsti leik- maður Víkings, 32 ára, en Reynir Þór Reynisson og Róbert Sig- hvatsson eru 18 ára og yngstir í hópnum. ■ GUÐMUNDUR Guðmunds- son, þjálfari og leikmaður Víkings, sagði að fímm marka sigur ætti að nægja til að komast áfram, en það væri auðveldara að tala um sigur en sigra lið eins og Stavanger. Allt væri samt hægt. ■ SEINNI Ieikur liðanna fer fram í Stavanger sunnudaginn 6. október. ■ ÍBV tekur þátt í Evrópukeppni bikarhafa og mætir norska liðinu Runar í fyrri leiknum ytra á morg- un. ■ HAKON Siguijónsson og Guðjón L. Sigurðsson dæmdu tvo landsleiki í Noregi í vikunni. Þetta voru leikir Noregs og Lettlands í handknattleik kvenna og sigruðu norsku stúlkumar í báðum leikjun- um. ■ FYRRI leikurinn fór fram i' Bergen á þriðjudag og var það fyrsti handknattleiksleikurinn á vegum Handknattleikssambands Lettlands. ■ ÍSLENSKU dómararnir fengu góða dóma fyrir störf sín. ■ HELMUT Kohl, milliríkjadóm- arinn kunni í knattspyrnu frá Aust- urríki, dó í gær úr krabbameini. Kohl var 48 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.