Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991
Eftirlitsmenji SÞ
enn í haldi í Irak
HOPI eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið
haldið föngnum af írökum á bílastæði bak við skrifstofubyggingu í
miðborg Bagdad, hefur enn ekki verið sleppt úr haldi. Vonuðust menn
til að mönnunum, sem hafa verið í haldi síðan á þriðjudag, yrði sleppt
eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fimmtudag þá
kröfu Iraka að þeir fengju yfirlit yfir þau gögn sem eftirlitsmennirnir
hefðu á brott með sér.
Voru eftirlitsmennirnir hnepptir í
hald eftir að þeir höfðu tekið í sína
vörslu verulegt magn skjala sem
Ritstjóri
SvD rekinn
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
MIKLIR erfiðleikar ganga yfir
Svenska Dagbladet (SvD) og voru
ritstjóri blaðsins, Bertil Torekull,
og framkvæmdastjóri, Stefan
Strömqvist, látnir taka pokann í
gær. Sl. mánudag sagði Olof
Ljunggren formaður blaðstjóm-
arinnar af sér.
Torekuli var rekinn og var ástæð-
an sögð ágreiningur um stefnu blaðs-
ins. Hann hefur ekki farið dult með
pólitískar skoðanir sínar en þær hafa
ekki farið saman við stefnu Hægri-
flokksins. Hefur því ríkt ágreiningur
innan blaðsins um pólitíska og frétta-
lega stefnu þess. Aukinheldur hafði
blaðstjórnin margt að athuga við þá
stefnu sprn Torekull vildi að blaðið
sigldi í /framtíðinni og hann hafði
sett fram opinberlega.
Næstkomandi mánudag verður
ákveðinn prófraun um hvað við tekur
því þá verða helstu samverkamenn
Torekulls á ritstjórninni að ákveða
hvort þeir vilji starfa áfram sam-
kvæmt nýrri stefnu. Tveir þessara
ákváðu þegar í gær að yfirgefa blað-
ið.
Nýr aðalritstjóri hefur verið ráðinn
Mats Svegfors, sem áður var pólitísk-
ur ritstjóri, nýr stjórnarformaður-
verður Lennart Hagelin.
þeir segja gefa mikilvægar upplýs-
ingar um kjarnorkuvopnaframleiðslu
íráka. Gögnin fundu þeir í byggingu
í Bagdad sem írakar höfðu ekki gef-
ið upplýsingár um að tengdist kjarn-
orkuiðnaði þeirra. Voru eftirlits-
mennimir reknir út úr byggingunni
og hefur þeim síðan verið meinað
að halda á brott með skjölin.
David Kay, sem fer fyrir eftirlits-
mönnunum, sagði í símaviðtali við
CW-sjónvarpsstöðina í gær að ír-
alcar hefðu ekki enn haft samband
við þá og vinna við skrána væri ekki
hafin ennþá. Virtust írakar ekki hafa
hugmynd um ákvörðun öryggisráðs-
ins frá því á fimmtudagskvöld. „Við
erum reiðubúnir að bíða hér eins
lengi og þörf krefur, það er að segja
þangað til að við fáum að fara héðan
með skjölin með okkur,“ sagði Kay.
Bar við brókarsótt
Reuter
Hjónakomin Jeffrey og Kathy Willets sjást hér heldur stúrin á svip við réttarhöld í Fort Lauderdale í
Bandaríkjunum, þar sem hún er sökuð um hór og maður hennar, sem er aðstoðarlögreglustjóri, um hór-
mang. Vörn þeirra byggist á því að hún sé haldin óseðjandi brókarsótt.
Sovéskur embættismaður:
Finnar varaðir við að gera
tilkall til Kyriálahéraðs
Helsinki. Reuter.
HÁTTSETTUR sovéskur emb-
ættismaður áminnti í gær Finna
fyrir umræður þeirra um að end-
urheimta landsvæði sem þeir af-
söluðu í hendur Sovétmönnum í
Reuter
seinni heimstyijöldinni. Aðstoð-
arutanríkistráðherra Sovétríly-
anna, Júrí Derjabín, skrifaði erin-
fremur í finnskt dagblað að
Finnar skyldu hugsa sig vel um
áður en þeir veldu að ganga í
Evrópubandalagið (EB).
Undanfarið hafa verið umræður
um það í finnskum blöðum hvort
sundruð Sovétríki myndu fallast á
að afhenda Finnum fyrrum fínnska
landsvæðið Karelíu (Kyijála).
Finnar afsöluðu sér svæðinu, eftir
að ríkin tvö höfðu tvívegis átt í
ófriði á tímabilinu 1939-1944. Hátt
í hálfa milljón Finna, sem bjuggu
í Karelíu, þurfti þá að flytjast bú-
ferlum. Forseti Finnlands, Mauno
Koivisto, hefur marglýst því yfir
að Finnar hafí ekki neinar áætlanir
uppi um það að krefjast þess að fá
yfírráð yfir Karelíu.
Deijabín sagðist þykja það mjög
miður að umræðan um þessi svæði
kæmi aftur upp á yfírborðið í Finn-
landi. Sameiginleg landamæri ríkj-
anna ná yfir tæpa þrettán hundruð
kílómetra og í vináttusamningi ríkj-
anna, sem nú er í endurskoðun, er
ákvæði um að Finnar skuli hindra
allar árásir Þjóðveija eða banda-
manna þeirra á Sovétríkin úr norð-
vestri. Finnar hafa hins vegar lýst
því yfír að þetta ákvæði eigi ekki
lengur rétt á sér.
Deijabín sagði einnig að aðild
Finna að EB, sem Finnar munu ef
til vill sækja um á næsta ári, gæti
brotið í bága við yfirlýst hlutleysi
Finna ef svo færi að bandalagið
kæmi sér upp sameiginlegum vörn-
um.
Georgía:
Klofningur á meðal
stjómarandstæðinga
Tbilisi. Reuter.
HOFSAMIR stjórnarandstæðingar í Georgíu klufu sig í gær frá þjóð-
varðliðunum, sem mynda hinn herskáa arm sljórnarandstæðinganna.
Þingmaðurinn Nodar Natadze sagði í gær að klofningurinn væri á
milli þcirra sem vilja ekki bijóta gegn stjórnarskránni til að koma á
breytingum og þeirra sem vilja knýja breytingar í gegn með valdi.
Franskir hermenn fylgjast með hliði við höfnina í Kinshasa, höf-
uðborg Zaire, er flóttamenn ganga að feiju, sem siglir yfir Kongó-
fljót til Brazzaville í Kongó. Um 1.700 franskir og belgískir her-
menn voru sendir til borgarinnar eftir að óeirðir, sem hafa kostað
um hundrað manns lífið, brutust út á mánudag. ___
Algjört stjómleysi
yfirvofandi í Zaire
Ljóst var að óeining var farin að
grafa um sig aðfaranótt föstudagsins
þegar foringi þjóðvarðliðanna,
Tengiz Kitovani, sakaði stjómarher-
menn um að hafa gert árás á búðir
sinna manna í Shavnabad og drepið
sextíu manns. Mikill óhugur greip
um sig á meðal borgarbúa sem fjöl-
menntu að sjónvarpsbyggingunni við
Hetjutorgið þar sem stjórnarand-
stæðingarnir hafa bækistöðvar sínar.
Hófsamir stjómarandstæðingar
könnuðust hins vegar ekkert við að
árás hefði verið gerð og sögðu að
Kinovani væri einungis að kynda
undir uppreisnaranda. Stjórnvöld
þverneituðu að til átaka hefði komið
og sögðu að hermenn hefðu náð valdi
á búðunum á friðsamlegan hátt.
Síðar tók Kinovani orð sín til baka
og sagðist ekki hafa ætlað að afvega-
leiða fólkið. „Ég vissi af 60 mönnum
mínum í búðunum og þegar ég frétti
af árásinni gerði ég ráð fyrir því að
þeir hefðu verið stráfelldir," sagði
hann í sjónvarpsviðtali. Á fimmtudag
sagði hann að þrír eða fjórir stjórnar-
hermenn hefðu látist þegar þeir réð-
ust að búðunum nóttina áður, en
ekkert bendir til þess að fótur sé
fyrir þessum fullyrðingum.
Kinshasa. lleuter.
ALGJÖRT stjórnleysi blasti við í
Afríkuríkinu Zaire í gær er her-
menn fóru aftur ránshendi um
verslanir, stofnanir og íbúðarhús
í Kinshasa, höfuðborg landsins.
Allt hafði virst
með kyrrum kjör-
um I borginni frá
því á fimmtu-
dagskvöld er út-
göngubann tók
gildi. Hermenn-
imir áttu að fylgj-
ast með því að
bannið væri virt
þess í stað
Mobutu Sese Scko
en þess i
rændu þeir og rupluðu í ýmsum
hverfum borgarinnar. Þeir stálu jafn-
vel frystitækjum með sýnum af vei-
mnni, sem veldur alnæmi, úr tilraun-
astofu sjúkrahúss. Ainæmi er mjög
útbreitt í Zaire og yfírvöld vöraðu
við því að þessi þjófnaður kynni að
reynast „afar hættulegur".
Hungursneyð blasir við í höfuð-
borginni þar sem margar matvöra-
verslanir eru tómar vegna gripdeilda
undanfarinna daga. Frönsk stjóm-
völd skýrðu frá því í gær að 40 tonn
af matvælum og lyfjum hefðu verið
flutt til nágrannaríkisins Kongó og
í ráði væri að varpa þeim úr flugvél-
um til íbúa Kinshasa.
Óvissa ríkir um framtíð Mobutus
Sese Sekos forseta, sem hefur stjóm-
að landinu með harðri hendi í 26 ár.
Stjórnarandstöðuflokkar hafa sagt
að þeir séu reiðubúnir kð mynda rík-
isstjórn til bráðabirgða til að bregð-
ast við neyðarástandinu og hvöttu
fólk í gær til að virða útgönguban-
nið að vettugi. Tbúar Kinshasa virt-
ust ekki hafa orðið við þessari áskor-
un, enda hafa stjómvöld sagt að
skotið verði á hvem þann sem brjóti
bannið. Stjómarandstaðan hótaði
einnig að loka vatns- og rafveitum
höfuðborgarinnar en af því hefur
ekki orðið.
Erlendir stjómarerindrekar í borg-
inni era á einu máli um að staða
forsetans sé mjög slæm en margir
þeirra telja hann það kænan stjóm-
málamann að of snemmt sé að úti-
loka að hann haldi velli.
Georgískir þjóðvarðliðar í skjóli á bak við sandpokahleðslu við sjón-
varpsstöðina í Tbilisi í gær, en þar hafa stjórnarandstæðingar bæki-
stöðvar sínar.