Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 44
A4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Ást er. . . Hvað kom fyrir þig? Þegar hún vann hæsta vinn- inginn eignaðist ég niág, það var ait og sumt ... HOGNI HREKKVISI TAKTO WÚ EFTiR!.. . • i'? i~1 i--------------- uuy luuíi , lí iu« nm Göngugata er nauðsyn FYRIR skömmu heyrði ég í út- varpi smáfrétt um hörð mót- mæli, sem hafa komið fram hjá ýmsum aðilum við hugsanlegri opnun Austurstrætis fyrir bíla- umferð. Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa yfir mikilli samúð með þessum aðilum. Mér finnst mjög nauðsynlegt að eiga a.m.k. eina götu — þótt ekki löng sé — alveg lausa við hávaða, ólykt og aðrar truflanir, sem bílaumferð getur valdið friðsömum borgarbúum, svo ekki sé talað um unglinga á sínum hrollvekjándi mótorhjólum. Sem svar við hugsanlegum and- mælum verslunareiganda vil ég virðingarfyllst benda þeim á, að fótgangandi fólk hefur betri möguleika á að skoða í búðar- gluggana í friði, svo að varla er hætta á, að þeir missi viðskipta- vini af þessum sökum. í mörgum erlendum borgum og bæjum er algengt að sjá verslunar- götur lausar við bílaumferð. Sem dæmi má nefna Strikið í Kaup- mannahöfn og heilt hverfi við Carnaby Street í London. Veðurfar í Reykjavík getur að vísu stundum verið erfitt að vetrarlagi, en borgarbúar eru að sjálfsögðu vel undir það búnir. Pétur Kidson Karlsson Helgi skoð- ar heiminn Ég brá mér í bókabúð fyrir nokkrum dögum þeirra erinda að verða mér úti um barnabók fyrir sonarsoninn. Þá var mér tjáð að þessi bók hefði verið ófáanleg í mörg ár, en þetta er ein fallegasta barnabók síðari ára og heitir „Helgi skoðar heiminn", teiknuð af Halldóri Pétursyni þeim mikla listamanni. Þá datt mér nú í hug hvort ekki mætti gefa þessa bók út aftur því það er áræðanlega margir sem mundu taka henni fegins hendi fyrir börn sín og barnabörn. e.G. Þessir hringdu Úlpa og jakki 7 ára drengur tapaði úlpu í ágústmánuði. A baki úlpunar eru prentaðir stórir stafir sem mynda nafnið BOGI (eigandi ber annað nafn). Á sama heimili týndist um svipað leyti Adidas-jakki, blár, rauður og grár. Þeir sem hafa fundið þessar yfirhafnir eru beðn- ir um að hafa samband í síma 611885. Leðurhanskar fundnir/týndir _Sá sem fann brúna leðurhanska í Ármúlanum í fyrra merkta nöfn- unum Herdís og Dagur, er beðinn um að hringja aftur. Símanúmerið týndist líka. Móðir barnanna. Fundinn giftingarhringur Fyrri hluta septembermánaðar fannst giftingarhringur í miðbæ Reykjavíkur. Nánari upplýsingar í síma 611063. Fermingarveisla á myndbandi Ég hef undir höndum mynd- band með myndum frá fermingar- veislu. Bandið er merkt Ragnhildi Björnsdóttur Kleppsvegi 66. Spól- an var í myndbandstæki sem tek- ið var á leigu í myndbandaleigu Snævars. Ég er í síma 17045. Austurstræti Húsmóðir í miðbænum hringdi: Ég er fylgjandi því að bílar fá aftur að keyra eftir Austurstræti. Eftir að búðum er lokað þorir maður ekki að fara þarna um vegna allslags róna og slagsmála- hunda. Ef það væri bílaumferð um götuna væri von um aukið öryggi. Það erAalað um líf í mið- bænum. Ef þetta líf er óþjóðalýð- ur á „pöbburn" og göngugötum, þá mega aðrir fá það. Það væri ráð að flytja göngugötuna og „pöbbanna" í Laugarásinn. Mamiya-linsa Hringt var frá Akureyri. Fyrir tveimur árum fannst við Rauða- vatn ljósmyndalinsa Mamiya- Sekor-E. Ekki hefur tekist að hafa uppá eiganda. En ef einhver saknar þessarar linsu getur hann hringt eftir nánari upplýsingum í síma 96-27365. Týnd Pússy Laugardagskvöldið 21. septem- ber týndist læðan Pússy frá Fell- unum í Breiðholti. Pússy er grá en með brúna blesu í andliti, hún mjög loðin og var með rauða hál- sól þegar hún hvarf. Þeir sem hafa orðið varir við köttinn eða vita hvar hann er niðurkominn eru beðnir um að hafa samband við Sigrúnu í símum 680550 eða 79986 eftir kl. 16. Græn jakkapeysa Maður varð fyrir því óláni að jakkapeysan hans hvarf þegar hann var á Fjörukránni í Hafnar- firði föstudaginn 20. september. Þetta er forláta peysa, dökkgræn að lit, pijónuð en þar að auki úr leðri og rúskinni. Ekki er kunnugt um mema tvær svona peysur á landinu. Sá sem hefurtekið flíkina í misgripum eða fundið hana er vinsamlegast beðinn um að skila henni í Fjörukránna. Starfsfólk þar kannast við málið. Hafnfirskir hundar: Hvað er að? Eg vil svara Velvakandagreinum þar sem glefsað er í hafnfirska hunda. Er ekki hugsanlegt að uppalend- ur hafi brugðist skyldu sinni veru- lega ef börn í dag eru hrædd við hunda?? Þora þessi börn inn í fjós eða vita þau hvað fjós er? Þessir fordómar eru sem betur fer ekki frá börnunum. Það eitt er víst. Karri Víkverji skrifar Kunningi Víkveija, sem á 2 hunda, kom að máli við hann fyrir nokkru og lýsti undrun sinni á því, hvers vegna gæludýraeigendur í borg- inni sætu ekki allir við sama borð. Hann kvaðst ekki geta unað því að þurfa að greiða árlega hundaskatt, 14.000 krónur, en skatturinn er 7.00 krónur á hvern hund, á meðan ná- granni hans, sem ætti fjölda katta, þyrfti ekki að greiða eina einustu krónu. Þó kvað hann meira ónæði af köttum í borginni, en af hundum. Víkveiji tekur undir þetta og sér enga sanngirni í því að mönnum sé mismunað eftir því hvers konar gælu- dýr þeir eiga. Yfirleitt er mikið ónæði af köttum í borginni, þeir merkja sér staði með óþef miklum og breimakett- ir geta haldið vöku fyrir heilu hverfun- um nótt eftir nótt. Auk þess valda kettir miklum usla í fuglalífi borgar- innar. Ef nágranni nianns á fresskött get- ur ónæðið orðið nánaðst óþolandi. Fýlqna leggur langar leiðir og er í raun nauðsynlegt að kattaeigendur vani slík dýr til þess að þau valdi ekki ónæði. En það sem verra er, sá sem verður fyrir áreiti katta er réttinda- laus. Hann getur t.d. ekki kallað á lögreglu valdi köttur honum óþægind- inum, því að engar reglur eru í gildi um kattahald í borginni og útigangs- kettir skipta sjálfsagt einnig þúsund- um í borginni. Það sýnist því nauðsyn- legt að setja reglur um kattahald, rétt eins og menn hafa reglur um hunda- hald. Það er nauðsynlegt vegna óþo- landi kattafjölda í Reykjavík og eins vegna þess að óþolandi er að mönnum sé mismunað sem raun ber vitni. Fyrsti sigur Islendinga á Spánveij- um í knattspyrnu var mjög sæt- ur. Víkvetji horfði á seinni hálfleikinn í sjónvarpinu og verður að viðurkenna að hann undraðist getuleysi þessara háiaunuðu spönsku knattspyrnu- manna gegn áhugamönnunum íslenzku. Að vísu eru nokkrir íslenzku landsliðsmannanna atvinnumenn, en alltjent ekki þeir, sem hér spila með íslenskum félögum. Kannski var mun- urinn á þessum liðum að um var að ræða áhugalausa atvinnumenn, sem voru bara í vinnunni og áhugamenn, sem _ stunda knattspyrnu af því að þeir hafa gaman af. Það er ánægju- legt að geta einu sinni horft á knatt- spyrnu með nokkru stolti, þegar um landsleik er að ræða. Athyglisverð mynd finnskra sjón- varpsmanna um mengun í norð- urhéruðum Sovétríkjanna var sýnd í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þar var sýnt frá héruðum við Kólaskaga og frá borg nokkru austar, þar sem mikil framleiðsla er á nikkel og kopar. Þul- ur í myndinni fullyrti að nikkelverk- smiðja, sem sýnd var, ylli meiri meng- un ein sér í andrúmlofti en öll iðnaðar- framleiðsla Vestur-Evrópuríkja. Fólk á götum þessarar borgar gekk með klúta fyrir vitum og 80% bama, sem fæðast í þessari borg eru veik. Hvítblæði er mjög algengt meðal ungra barna. Við að horfa á þessa mynd fýlltist Víkveiji viðbjóði og ljóst er að nauðynlegt er að stöðva þesa framleiðslu unz komið hefur verið upp fullkomnum hreinsibúnaði. Skóglendi dautt svo langt sem augað eygði í nærliggjandi héruðum við þessa ógæfusömu borg. En fínnsku sjónvarpmennirnir fóru líka til Arizona í Bandaríkjunum, þar sem stunduð er mjög umfangsmikil nikkel- og koparframleiðsla. Þar var fyrir þremur árum gert stórátak í mengunarmálum og stöðugt er úr- gangur verksmiðjanna mældur. I myndinni kom fram slík heiðríkja, að lá við að 'skyggni væri eins gott á myndinni og gerist á björtustu dögum á íslenzkum öræfum. Þessi saman- burður finnsku sjónvarpsmannanna var til þess sýna fram á hvað unnt væri að gera í mengunarmálum, að- eins ef réttar aðferðir eru notaðar við framleiðsluna, en ekki úrelt tæki og aðferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.