Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 37 Minning: Kjartan G. Guðmunds- son málarameistari Fæddur 28. september 1921 Dáinn 6. maí 1991 Okkur langar að minnast afa okk- ar með nokkrum orðum, vegna þess að hann hefði orðið sjötugur í dag. Hann lést í sjúkrahúsi ísafjarðar 6. maí sl. Afi var mjög vingjarnlegur og barngóður maður. Alltaf var viðmót- ið hlýtt, hvort sem um okkur barna- börnin varð að ræða eða önnur skyldmenni af yngri kynslóðinni. Aldrei hitti hann okkur barnabörnin öðru vísi en að taka þéttingsfast utan um okkur og lét þá fylgja nokk- ur vingjarnleg orð í eyra. Afi var greiðvikinn og taldi t.d. aldrei eftir sér að keyra okkur heim þegar svo stóð á. Síðasta ósk hans til okkar verður geymd en ekki gleymd. Góðar minn- ingar um afa munu búa með okkur. Guð styrki ömmu í sorg hennar. Harpa og systkinin 11. maí sl. var gerð frá ísafjarð- arkapellu útför Kjartans Gunnars Guðmundssonar, málarameistara, en hann lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 6. maí sl. eftir stutta legu. Vil ég minnast hans með nokkrum orð- um í tilefni þess að sjötíu ár eru lið- in frá fæðingu hans. Kjartan var fæddur á ísafirði þann 28. septem- ber 1921. Voru foreldrar hans hjón- in Margrét Pétursdóttir, Níelssonar, formanns í Hnífsdal og Guðmundur Elías Sæmundsson, smiður og mál- arameistari, sonur Sæmundar Kat- arínussonar í Fremra-Arnardal og Maríu Þórunnar Pálmadóttur frá Bæjum. Foreldrar Kjartans, Guðmundur og Margrét, stofnuðu bú að Tanga- götu 17 árið 1920 ogjafnframt hófu þau verslunarrekstur með málning- arvörur og fieira og er sú atvinnu- starfsemi í gangi enn í dag í höndum fjölskyldna þeira. Þau eignuðust átta börn, misstu þrjú þeiira ung að árum, en upp komust Kjartan, sem var elstur, Níels, f. 5. október 1922, d. 5. nóvember 1979, Sigurður Ás- geir, f. 3. febrúar 1925, d. 14. des- ember 1984, Elísabet Jóhanna, f. 17. ágúst 1928, búsett í Reykjavík, yngstur er Sæmundur, f. 24. desem- ber 1941, býr á ísafirði. Allir lærðu þeir bræður málaraiðn hjá föður sín- um og störfuðu síðan við iðn sína og verslunarrekstur. Kjartan var elskulegur maður, afar traustur og viðræðugóður og vildi hvers manns vanda leysa. Barn- góður var hann með afbrigðum og nutu bræðrabörn og barnabörn hans þess í ríkum mæli. Hann hafði ánægju af tónlist og söng um tíma með Sunnukórnum, var í stjórn Iðn- aðarmannafélags Isafjarðar og fé- lagi í Frímúrarastúkunni Njálu. Hann kvæntist Guðrúnu R. Ásgeirs- dóttur, f. 17. mars 1920, frá Hnífsd- al og þau settu saman bú árið 1943. Börn þeirra eru Margrét, f. 16. nóv- ember 1943, búsett í Reykjavík, hún á eina dóttur, Rannveig, f. 21. maí 1945, gift Per Ragnar Grönás, þau eru búsett í Voss í Noregi og eiga tvo syni og tvö sonarbörn, Guðmund- ur Elías, f. 7. september 1949, kvæntur Bryndísi Jónasdóttur, þau eiga þijú börn og búa á ísafirði, Ásgerður, f. 20. desember 1959, búsett í Reykjavík. Kjartan og Guð- rún stofnuðu heimili sitt á Tanga- götu 17, en árið 1948 hófu Kjartan og bræður hans ásamt föður þeirra byggingu hússins Aðalstræti 17-19, ísafirði, og fluttu í það vorið 1954 og var það ánægjuefni, því í mikið hafði verið ráðist á erfiðum tíma og þyngst mun hafa vegið að þeir voru skyldaðir til að hafa húsið þriðjungi stærra en til stóð, en allir erfiðleikar voru yfirstignir með samheldni og vinnusemi. Síðan hafa fjölskyidur þeirra bræðra Kjartans, Níelsar, Sig- urðar og Sæmundar búið í þessu húsi. Sambúðin var ávallt góð í j,málarahúsinu“, í Aðalstræti á Isafirði og segja má að fólkið í hús- inu væri sem ein stór íjölskylda. Ekki spillti fyrir. að fjölskyldurnar áttu saman ættaróðalið Fremri-Arn- ardal I. Þangað var farið á sumrin og dvalið við leik og störf og var Kjartan ötull við viðhald húss og umhverfis þess, en hann hafði sér- staka ánægju af smíðum og er hans nú sárt saknað þegar farið er í „Dal- inn“._ Mer er ljúft að líta 25 ár aftur í tímann er ég fyrst kom hér í hús og allir tóku mér opnum örmum, ekki síst þessir þrír elskulegu bræð- ur, mágar mínir, sem nú hafa allir kvatt þennan heim, að okkur finnst sem eftir stöndum, allt of fljótt, en þeir höfðu skilað sínu lífsstarfí með sóma áfram til komandi kynslóða. Blessuð sé minning þeirra allra. Kjartan mágur mun lifa í minn- ingu minni sem drengur góður og afar þægilegur samstarfsmaður í 16 ár og bar þar aldrei skugga á þó kynslóðabil skildi okkur að. Með virðingu þakka ég Kjartani allt það sem hann hefur verið mér og fjölskyldu minni í gegnum árin og bið Guðrúnu og fjölskyldum henn- ar Guðs blessunar. _ JV^jöll Ásgeirsdóttir Kveðja: Aldís Einarsdóttir Nýlátin er í hárri elli, Aldls Ein- arsdóttir frá Stokkahlöðum í Eyja- firði. Aldís ól allan sinn aldur á Stokkahlöðum þar til hún, fyrir fáum árum, fluttist að Kristnesi í sömu sveit. Þar naut hún góðrar umönnunar til hins síðasta. Eftir lát foreldranna, Guðríðar Brynjólfsdóttur og Einars Sigfús- sonar, bjó Aldís ásamt tveim systk- inum sínum á föðurleifð þeirra. Síð- ■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands fer vett- vangsferð frá Garðakirkju á Álft- anesi á laugardag kl. 13.30. Geng- ið verður niður að „Garðatjörn" í fylgd Jóns Jónssonar jarðfræðings og hugað að landbroti sem þar hef- ur orðið af völdum sjávar. Tilgang- ur ferðarinnar er að vekja umræðu um hvernig skuli bregðast við land- broti sem fyrirsjáanlega verður á Suðvesturlandi af völdum sjávar næstu árin, Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greiiium á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast .á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. ustu árin á Stokkahlöðum dvaldi hún ein á bænum, en var þá hætt búskap. Ég átti því láni að fagna, að al- ast upp á næsta bæ. Aldís er því tengd fyrstu bernskuminningum mínum, þar eð mikill samgangur var á milli bæjanna og gagnkvæm vinátta. Man ég vel hve ég dáðist að Aldísi, þegar hún sýndi mér hvernig hún hlúði að inniblómunum eða blómum og tijám í garðinum. Hún var líka fyrsti handavinnu- kennarinn minn, því þó að hún ætti ekki börn sjálf, naut hún þess að tala við og leiðbeina ungum sem öldnum. Áhugi Aldísar á umhirðu húsdýr- anna var aúgljós. Hvort sem um var að ræða kindurnar, kýrnar, hestana eða hænsnin — allt voru þetta vinir hennar. Bærinn Stokkahlaðir stendur við þjóðbraut, svo aldrei hefur einangr- un hijáð heimilisfólkið. Gestkvæmt var ætíð á bænum og jafnvel fyrir daga útvarpsins var fylgst vel með gangi mála innan lands og utan. Var því aldrei komið að tómum kofunum í viðtölum við systkinin. Síðast þegar ég heimsótti Aldísi, skömmu áður en hún fluttist að Kristnesi, var hún enn mjög ern. Hún fræddi mig um menn og mál- efni sveitarinnar, eins og ávailt, er fundum okkar bar saman. Ræddi einnig um þjóðfélagsþróunina 'al- mennt af miklum skilningi, en engri svartsýni. Efst í huga mér nú er þakklæti til hinnar látnu fyrir alla vináttu og tryggð við mig, foreldra mín, systkini og afkomendur okkar. Aldís frá Stokkahlöðum gleymist aldrei þeim, er kynntust henni. Kristbjörg Pétursdóttir t Systir okkar og móðursystir, KATRÍN J. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Rifi, andaðist 25. september á sjúkradeild Landspítalans, Hátúni 10B. MaríaGuðmundsdóttir, Ásta Lára Guðmundsdóttir, SigriAur Stefánsdóttir. Helga Þórðardóttir, Þríhymingi — Minning Hún Helga í Þríhyrningi er látin. Þegar ég fékk þessa frétt birtust myndir liðinna ára fyrir augum mér. Helga var ein af þeirn sem ætíð hafði heimili sitt opið öllum þeim sem leið áttu um liennar garð, og ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að eiga leið um hlaðið á Þríhyrningi. Ég var þá nýlega byijaður að kenna við Þelamerkurskóla og hafði kynnst þeim bræðrum Hauki, Guð- mundi og Þórði sem síðar urðu með- al minna bestu vina, en í gegnum kynni mín af þeim hóf ég að spila knattspyrnu í sveitinni. Eftir mína fyrstu æfingu kom Þórður að máli við mig og bauð mér að koma heim með honum í kaffi. Við fórum saman nokkuð margir í bíl og er við komum heim í hlað í Þríhyrningi man ég ekki betur en Helga hafi komið út á tröppur og boðið öllum liópnum inn. Ég átti ekki orð yfir þessari gestrisni og ekki vantaði meðlætið með „kaffisopanum". Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og var ég löngu hættur að undrast þó Helga biði lieilu knatt- spyrnuliði í kaffi, það var bara svo sjálfsagt þegar Helga átti í hlut. Helga Þórðardóttir var fædd 2. mars 1911. Hún giftist Steindóri Guðmundssyni frá Þríhyrningi árið 1938 og hófu þau þá þegar búskap. Steindór lést 14. júní 1966 langt um aldur fram. Ég og fjölskylda mín bundumst einstökum vináttuböndum við Helgu og alla hennar fjölskyldu. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum í Þríhyrningi þegar ég bjó fyrir norðan og voru synir mínir Haraldur og Davíð þar heimagangar og minnast með þakklæti alls þess sem Helga var þeim. Ef við vorum boðin í síðdegiskaffi þá fórum við ekki heim fyrr en drukkið hafði verið kvöldkaffi, svo notalegt var að heimsækja Helgu. Og nú eftir að ég settist að fyrir sunnan höfum við hjónin ekki farið norður öðruvísi en að heimsækja Helgu í Þríhyrningi. Ja, myndir af Helgu eru sem ljós- lifandi fyrir augum mínum. Það væri liægt að minnast á svo margt, svo ótal margar minningar eru tengdar Helgu. En kannski er sterk- asta myndin sem fyrir augu mín ber, af smávaxinni konu með augu sem horfðu á mann með hlýju og heiðarleika, konu sem ætíð var á fullri ferð og féll aldrei starf úr hendi, konu sem hefur gefið svo ' mikið af sér til okkar sem eftir erum í þessu lífi. Þeim bræðrum Hauki, Guðmundi og Þórði ásamt fjölskyldum þeirra og Friðfinni sendum við Ester okkar samúðarkveðjur. Halldór Sigurðsson Haustþing Kennarafélags Reykjavíkur: Rætt um sérstöðu skólanna í Reykjavík HAUSTÞING Kennarafélags Reykjavíkur verður lialdið í Há- skólabíói föstudaginn 4. og laug- ardaginn 5. október. Mörg aðild- arfélög Kennarasambands íslands lialda haustþing árlega en þetta er í fyrsta sinn sem kennarar og skólastjórnendur í Kennarafélagi Reykjavíkur halda slíkt þing. Á þinginu verður fjallað um sér- stöðu skólanna í Reykjavík og að- stöðu barna og ungiinga í borginni. Þangað er ætlunin að sækja fróðleik og upplýsingar og fá svör við ýmsum spurningum sem brenna á kennurum og skólastjórnendum í Reykjavík m.a.: Hver er stefna Reykjavíkur í skól- amálum? Hver er vandi stórra, fjöl- mennra skóla? Við hvaða aðstöðu búa börn og unglingar í borginni? Hvers vegna þurfa sífellt fleiri nemendur á sérkennslu að halda? Hafa erfiðleikar nemenda í Reykjavík breyst á ein- hvern hátt á undanförnum árum? Hvernig tekur grunnskólinn á móti börnum sem eru að hefja skóla- göngu? Hvernig er mataraðstöðu í grunnskólum borgarinnar háttað - hvað og hvar borða nemendurnir? Hefur vímuneysla unglinga aukist? Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, mun ávarpa þingið, ásamt Áslaugu Brynjólfsdóttur fræðslu- stjóra og Svanhildi Kaaber formanni Kennarasambands íslands. Mörg er- indi verða flutt og vísast hér í dag- skrá þingsins. Þátttakendum á þing- inu gefst tækifæri til að spyija og taka þátt í umræðunni því á laugar- daginn verða pallborðsumræður, þar sem m.a. fulltrúar Reykjavíkurborg- ar og menntamálaráðuneytisins svara fyrirspurnum. Haustþingið er fyrir félagsmenn Kennarafélags Reykjavíkur en aðrir sem vilja sitja þingið eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kennarafélags Reykjavíkur á Grett- ÍSgÖtU 89. (Frcttatilkynning) t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Holtsgötu 19, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Einars Þorgilssonar og co. og starfsfólks lyflækningadeild- ar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Elín Ása Guðmundsdóttir, Hörður Guðmundsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, Sigurlaug J. Jónsdóttir, Bragi Þorbergsson, Edda Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. i l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.