Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Heimsbikarmótið í skák: Jafntefli hjá Jó- hanni og Nikolic JÓHANN Hjartarson og Nikolic sömdu jafntefli eftir 52 leiki í fjórðu umferð á Heimsbikarmóti Flugleiða í skák sem tefld var í gær. Skák Karpovs og Beljavskíjs fór í bið og var staðan jafnteflisleg. Önnur úrslit urðu þau að ívant- sjúk vann Chandler og náði þar með öðru sæti ásamt Salov, Seiraw- an, Ljubojevic, Salov og Portisch, en þeir eru allir með 2,5 vinning. Seirawan vann Timman, Portisch vann Gulkov, jafntefli varð í skák- um Ehlvests og Andersons, Speel- mans og Ljubojevic og Salovs og Khalifmans. Skák Beljavskíjs og Karpovs fór í bið og var Beljavskíj peði yfir en staðan þótti jafnteflis- leg. Vestmannaeyjar: Féllu af vinnupalli V cstmannaeyj u m. SLYS varð í íþróttamiðstöðinni í Eyjum á fimmtudagskvöld er sex metra hár vinnupallur, sem tveir menn voru uppá, féll á hliðina. Annar mannanna slasaðist talsvert og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hinn slapp með mar, skurði og skrámur og fékk að fara af sjúkrahúsinu í Eyjum í gær. Mennimir voru að skipta um perur í loftljósum íþróttahússins og verið var að færa vinnupallinn milli ljósa er hann valt á hliðina og féll á gólfið. Mennimir tveir féllu niður með pallinum og slasaðist annar þeirra talsvert. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur á fímmtudagskvöldið þar sem rann- sókn leiddi í ljós að hann er hælbrot- inn á báðum fótum og bein í hné er brotið. Sala á Skipaútgerð ríkisins: Ánægður með áhuga stórkaupmannanna „ÉG ER mjög ánægður ef Félag íslenskra stórkaupmanna vill leggja sitt af mörkunum til þess að greiða fyrir-flutningum til og frá landinu og taka þátt í að lækka vöruverð úti á landi með því að beina fjármágni til strandsiglinga," sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. En fyrirtæki innan Félags íslenskra stórkaup- manna hafa ritað ráðherra bréf og óskað eftir tækifæri til að kanna möguleika á að kaupa Skipaútgerð ríkisins. „Ef Félag íslenskra stórkaup- manna vill taka yfir rekstur fyrir- tækisins þá hef ég lýst því yfír að Skipaútgerð ríkisins er föl,“ sagði Halldór. „Það verður haft samband við Samskip, Eimskipa- félag íslands og aðra þá aðila sem sýna áhuga á að koma inn í þann rekstur." Að sögn Halldórs hefur Björgúlfur Jóhannsson endurskoð- andi haft samband við Eimskipafé- lag íslands og Samskip vegna endurskoðunar og endurmats sem nú fer fram. Á næstu dögum mun með formlegum hætti verða óskað eftir viðræðum við þessa aðila og aðra þegar úttekt á rekstrinum liggur fyrir. „Ég taldi ekki tímabært að taka slíkar viðræður upp fyrr, en á hinn bóginn taldi ég óhjákvæmilegt að taka strax af skarið og hætta sigl- ingum til Færeyja enda eru þær reknar með tapi og að fækka um eitt skip sem er óhjákvæmilegt vegna mikils halla á rekstri," sagði ráðherra. (UHUN-f g Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bílaviðskiptin fóru fram á hafnarkantinum og dollararnir gengu manna á milli. Rússneskir rækjutogarar á Bíldudal: - Rússamir keyptu upp tyg-gi- gúmmíbirg'ðir bæjarins BUdudal. ÞRÍR rússneskir rækjutogarar frá Múrmansk hafa komið til Bíldu- dals með stuttu millibili til að landa frystri rækju í Rækjuver hf. Skipveijar togaranna notuðu tímann vel og keyptu ýmislegt af heimamönnum, þó sérstaklega notaða bíla. Vel á annan tug bíla fór um refaskinn og tóbak. borð í togarana. Rússamir heim- sóttu verslun staðarins og keyptu upp lagerinn af tyggigúmmíi, eða um 70 kassa. Þeir keyptu líka mikið af plastbleium og léttbjór. En til að fjármagna þessi kaup seldu þeir hoimamönnum ýmsan góðan vaming, m.a. tröllakrabba, Bílana keyptu þeir á misjöfnu verði enda voru sumir bílarnir ansi hrörlegir. Skipverjar keyptu einnig mikið af gömlum hjólbörð- um og sumir höfðu vöruskipti, tvær vodka fyrir einn hjólbarða með felgu, ekki slæm skipti það. Heimamenn voru misjafnlega ánægðir með heimsókn togar- anna. Heyrst hefur að karlarnir í vélsmiðjunni séu mikið fegnir að losna við togarana, því margir heimamenn komu með druslurnar sínar í smiðjuna til að láta tjasla þeim saman fyrir söluna. En góði punkturinn við þetta allt saman er að nú er kauptúnið öllu feg- urra, því bílhræin eru á bak og burt. R. Schmidt í I ( í I ( Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ: Kauphækkanir I I eru 1 alls ekki í sjónmáli Gengisfelling er eitrað peð og tími hennar er liðinn Akureyri. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunbladsins. EINAR Oddur Kristjánsson, stöðva í gær, að kauphækkanir formaður VSÍ, sagði í ræðu á væru alls ekki í sjónmáli svo aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- langt sem augað eygði. „Þetta eigum við að segja af fullri ein- urð og hreinskilni við viðsemj- endur okkar,“ sagði Einar Odd- Höfuðborgarsvæðið: Þijú hundruð hjúkrunar- rými vantar fyrir aldraða - segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra LENGSTI biðlisti eftir sjúkraþjónustu á landinu er vegna aldr- aðra, en hátt í 300 hjúkrunarrými vantar einungis á höfuðborgar- svæðinu. Þetta kom fram í ræðu Sighvats Björgvinssonar heil- brigðisráðherra í gær á spástefnu um stöðu aldraðra árið 2000. „Við eigum að efla vistunar- og þjónustumat aldraðra til að geta betur samræmt framkvæmdir um vistun aldraða við raunverulega þörf. Við verðum að undirbúa fólk betur undir elliárin með fræðslu og námskeiðum. Við verðum að leggja meiri áherslu á byggingu dvalar- og hjúkrunarheimiia fyrir aldraða en við höfum gert og gefa öldruðu fólki meiri forgang í heilbrigðisþjónustu en það hefur haft, því það er staðreynd að í heilbrigðismálum og framkvæmdum á því sviði hefur aldraða fólkið verið látið sitja á hakanum," sagði ráðherrann ennfremur. Sighvatur Björgvinsson lagði aldraðra væri í þjóðfélaginu. Áður áherslu á að viðhorfsbreyting til fyrr hefðu ve_rið tc;knar ákvarðan: ir fyrir þennan hóp, m.a. hvernig þeir ættu að búa í ellinni. Nú vildu aldraðir sjálfír vera meira þátttak- endur í ákvarðanatökunni. „Aldr- að fólk á ekki að vera „statistar" á leiksviði þjóðlífsins. Auk þess að gefa kost á sveigjanlegum elli- lífeyrisaldri eigum við í auknum mæli að sækjast eftir því að aldr- aðir taki þátt í þeim viðfangsefn- um sem við þurfum að fjalla um. Líka eftir að þeir hafa talið sig ljúka ævistarfinu,“ sagði hann. í fyrirspurn til ráðherra varð- andi tvísköttun lífeyrisgreiðslna . kpm „fram _að .v^rið _er að ep(þy-_ skoða þau lög. Ekki sagðist ráð- herra geta tjáð sig um það mál að öðru leyti en því, að „ef stuðn- ingur er við þær hugmýndir sem þar hafa komið fram þá myndi svona spurning ekki koma fram á næsta ári“. í máli Guðna Baldurssonar við- skiptafræðings á Hagstofunni kom fram að öldruðum hefur fjölgað hiutfallslega meira í þjóð- félaginu á undanfömum árum en öðrum aldurshópum. Mest mun þó fjölgunin verða eftir aldamótin þegar fólk sem nú er á aldrinum 40-60 ára verður komið á eftirla- unaaidur. ur. „Ég vil trúa því að með því að standa vörð um stöðugleikann, með því að leggja okkur alla fram um að fá Alþýðusambandið til þess að fara þá sömu leið, þá erum við þó að reyna að skapa þann möguleika sem við má pijóna lífsvonina," sagði formaður VSÍ. Hann sagði að þannig næðist verð- bólgustig niður fyrir verðbólgustig OECD-landanna, eða niður fyrir 4-4,5%. Hann sagði að VSÍ gerði sér mætavel grein fyrir því að það gæti aldrei farið lengra en sjávar- útvegurinn treysti sér til. Einar Oddur sagði að VSÍ ætl- aði að gera allt sem í þess valdi stæði til þess að brýna það fyrir mönnum að gengisfelling væri „eitrað peð“. „Gengisfelling er ófær leið. Tími gengisfellinganna er liðinn,“ sagði formaður VSÍ. „Spumingin er ekki hvernig við . getum bætt kjör fólks, heldur hvemig við getum lágmarkað það tjón sem framundan er. Hvernig , getum við brugðist við þannig að fólk og fyrirtæki geti komist í gegnum þá kreppu sem við erum i í. Svo langt sem við sjáum er ekki ' útlit fyrir bata í efnahagsmálum," sagði Einar Oddur Kristjánsson. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.