Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 Meitillinn áfram í Þorlákshöfn: Unnið að 150 milljóna króna hlutafj áraukningn Skuldir fyrirtækisins um 560 milljónir kr. en hrein eign yfir 600 milljónir Fallið hefur verið frá hug- muni leita eftir þátttöku annarra myndum um sölu Meitilsins í Þorlákshöfn og fyrirtækið verð- ur starfrækt áfram á staðnum. Unnið er að aukningu hlutafjár um 150 milljónir króna. Það er Útvegsfélag samvinnumanna hf. sem stendur fyrir hlutafjáraukn- ingunni í framhaldi af því að félagið hefur hafnað sameining- arhugmyndum við önnur fisk- vinnslufyrirtæki á Árborgar- svæðinu. Skuldir Meitilsins nema nú um 560 milljónum króna en hrein eign er nokkuð yfir 600 milljónir króna. Ríkharð Jónsson framkvæmda- stjóri Útvegsfélagsins segir að þeir hluthafa auk heimamanna og sveit- arstjórnar í hlutafjáraukningunni. Hluthafafundur verður haldinn í dag, þriðjudag, í Meitlinum og þá munu þessi mál væntanlega skýrast betur. Útvegsfélagið er næst stærsti hluthafinn með 32,5% hluta- fjár. Stærsti hluthafínn í Meitlinum er Hlutafjársjóður og ljóst er að hann muni ekki leggja meira fé til fyrirtækisins. Guðmundur Malm- quist forstjóri Byggðastofnunar segir að sjóðurinn hafí einfaldlega ekki bolmagn til að setja meira fé í fyrirtækið eins og staðan er nú. Marteinn Friðriksson stjórnar- formaður Meitilsins segir að ef fyr- irhuguð 150 milljón króna hluta- fjáraukning náist muni það þýða stóra breytingu á skuldastöðu fyrir- tækisins. „Þessi ákvörðun Útvegs- félagsins þýðir að mínu mati að þeir hafa gefið frá sér hugmyndina um að selja Meitilinn norður til Dalvíkur,” segir Marteinn. „Og þar sem þeir hafa einnig hafnað því að sameinast öðrum fiskvinnslufyrir- tækjúm var þetta eini möguleikinn í stöðunni.” Rekstur Meitilsins hefur verið mjög erfiður undanfarin ár og véitufjárskortur er viðvarandi. Skuldir nema um 560 milljónum króna en eignastaðan er nokkuð góð því hlutafé Meitilsins er nú metið á tvö- til þreföldu nafnverði eða á bilinu 600-750 milljónir króna. Er þá kvóti Meitilsins metinn til íjár. ' > VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 15. OKTÓBER YFIRLIT: Við Jan Mayen er 399 mb. nærri kyrrstæð lægð, en yfir Grænlandi er 1027 mb. hæð. Önnur lægð, 1000 mb. djúp, um 600 km. suður af Reykjanesi þokast hægt austur á bóginn. SPÁ: Norðaustan og austan kaldi víðast hvar á landinu. Él norðan- lands og lítilsháttar slydda eða rigning við suðurströndina. Hiti +5 til 4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hvöss norðanátt og kalt. Snjókoma um norðanvert landið en vfðast þurrt syðra. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan kaldi eða stinningskaldi og kalt. Él um norðanvert landið en þurrt og víðast léttskýjað sunnanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V .H — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík 2 úrkomafgrend Bergen 10 alskýjað Helsinki 13 þokumóða Kaupmannahöfn 12 súld Narssarssuaq +2 úrkoma Nuuk +3 hálfskýjað Osló 8 súld Stokkhólmur 13 þokumóða Þórshöfn 0 skúr Algarve vantar Amsterdam 16 mistur Barcelona 20 hátfskýjað Berlín 16 skýjað Chicago 10 rigning Feneyjar 19 skýjað Frankfurt 11 þokumóða Glasgow 13 skýjað Hamborg 14 þokumóða London 16 mistur Los Angeles 16 þoka Lúxemborg 14 léttskýjað Madríd 16 alskýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 21 skýjað Montreal 0 léttskýjað NewYork 7 heiðskírt Orlando vantar París 19 skýjað Madeira 21 hálfskýjað Róm 22 rigning Vín 18 léttskýjað Washington 6 léttskýjað Winnipeg +1 skýjað Síldarsöltun hafin í Voerum Vogum. ° SÍLDARSÖLTUN hófst hjá Valdimar hf. í Vogum á sunnudaginn eftir að annar báta fyrirtækisins, Ágúst Guðmundsson GK, kom með um TOO tonn af síld til Grindavíkur á laugardagskvöld. Ríflega helm- ingur aflans fór til söltunar hjá Valdimar hf., þar sem síldin er haus- skorin og léttsöltuð fyrir Pólland. Hinn hluti aflans fór til sölu á Fiskmarkað Suðumesja. - E.G. Tíu stöðvar byrjaðar að salta síld: Góða síld að finna í Berufjarðarál - segir skipstjórinn á Hábergi GK „VIÐ erum komnir með um 300 tonn af Stórri og fínni síld, sannkall- aðri demantssíld. Það er síld að finna hér í Berufjarðarál, en það gekk erfiðlega að ná henni í nótt, vegna mikils straums og hversu djúpt hún stóð,” sagði Sveinn ísaksson, skipstjóri á Hábergi GK 299, í samtali við Morgunblaðið í gær. Um tugur báta var þá við síldveiðar í Beru- fjarðarál og einn eða tveir í Hornarfjarðardýpi. Byrjað er að salta síld í tíu söltunarstöðvum. Sveinn sagði að aðrir bátar á sömu miðum hefðu fengið ágæta síld, en hann vissi ekki hversu mikið. „Þeir fara jafnóðum með slatta í land hér á Austfjörðunum, en við erum með lengra úthald, enda förum við alla leið til Grindavíkur með aflann. Bát- um hér er að fjölga hægt og rólega. Núna eru þeir um tíu í Berufjarðarál og einn eða tveir í Hornafjarðardýpi.” Kristján Jóhannesson hjá síldarút- vegsnefnd sagði að tíu stöðvar, frá Seyðisfirði til Voga, væru nú byrjað- ar að salta síld. „Flestar þeirra, eða átta, eru á Austfjörðum, en tvær á Reykjanesi,” sagði hann. „í fyrra var saltað í 37 stöðvum og ég reikna með að þær verði svipað margar á þessari vertíð, eftir að allt kemst á fullan skrið.” Sjávarútvegsráðuneytið sendi i gær frá sér fréttatilkynningu, þar sem vakin er athygli skipstjóra síld- arbáta á ákvæðum reglugerðar um bann við veiðum á smásíld. Þar seg- ir, að smásíld teljist sú síld, sem er 27 sm eða minni, mæld frá tijónu- odda að sporðsenda. Fái veiðiskip síldarkast, sem bersýnilega er að mestu leyti smásíld, sé skylt að sleppa sfldinni þegar úr nótinni. Ef vafí leiki á hlutfalli smásíldar í afl- anum beri, áður en þrengt hafi verið verulega að síldinni, að taka sýnis- horn í smáriðinn háf og mæla 100 síldir af handahófi. Reynist fleiri en 25 síldar 27 sm eða minni beri að sleppa síldinni þegar í stað. Þá er minnt á, að brot á ákvæðum reglu’- gerðarinnar geti varðað sviptingu veiðileyfis og upptöku andvirðis afla. Per OlofForshell sendiherra látinn SENDIHERRA Svíþjóðar á Is- landi, Per Olof Forshell, andað- ist mánudaginn 14. október í Stokkhólmi 63 ára að aldri. Per Olof Forshell var fæddur 23. maí 1928. Hann hóf störf hjá utanríkisráðuneyti Svíþjóðar árið 1954 og starfaði m.a. í Róm, Genf, París og New York. Hann var aðal- ræðismaður Svía í Minneapolis frá 1973 til 1977 og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum utanrík- isþjónustunnar hjá Sameinuðu þjóðunum fram til ársins 1987. Það ár var hann skipaður sendiherra á íslandi. Eftirlifandi eiginkona hans er Helena Forshell fomleifafræðing- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.