Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 17 þá er langt síðan ég sem félagsfræð- ingur með hugsjónafræði að áhuga- máli rýndi í hana af gaumgæfni. Það vill meira að segja svo til að ég hafði frumkvæði að því árið 1965, að fá Geir Hallgrímsson til að flytja erindi á vegum Félagsmálastofnun- arinnar og ritstýrði því síðan sem kafla í bók minni „Kjósandinn, stjórnmálin og valdið”, fyrir liðlega aldarfjórðungi. Er það að mínu viti besta framsetningin á Sjálfstæðis- stefnunni, sem til er á prenti, enda segi ég svo í ritstjórnarkynningu á kafla Geirs, sem ber heitið: „Sjálf- stæðisflokkurinn, saga hans og meg- instefna.” „Svo sem lesandinn mun sann- reyna er í eftirfarandi ritgerð Geirs Hallgrímssonar að finna einhveija einarðlegustu og gleggstu greinar- gerð um stjórnmálastefnu sjálfstæð- is og fijálslyndis, sem fram að þessu hefur birst á íslensku. Byggist gildi ritgerðarinnar ekki síst á því, að höfundur útskýrir stefnuna í ljósi reynslunnar af útfærslu hennar á íslandi og túlkar hana með hliðsjón af óskum manna um framfarir á grundvelli frelsis og framtaks og velmegun og öryggi án ofskipulagn- ingar og hafta.” Eg leyfi mér því að endurtaka: Það-er andstætt grundvallaratriðum Sjálfstæðisstefnunnar að samþykkja takmarkað fullveldisafsal til Brussel við gerð samninga um EES svo og að gæði landsins verði notuð fyrir útlendinga en ekki landsmenn eina. Þetta á Björn að vita. Lokaorð Ég hef sýnt fram á það með gild- um rökum í mörgum gréinum hér í blaðinu, að EES-samningurinn eins og hann liggur fyrir með samþykki um 98% ákvæða hans sé slæmur samningur fyrir ísland og honum beri að hafna. Hann gengur þvett á okkar helgustu hagsmuni, rýrir full- veldi okkar með lögtöku EB-réttar- ins, sem hafa á forgang fyrir íslensk- um lögum á samningssviðinu. Einnig stefnir hann með fjórfrelsinu efna- hagslegu sjálfstæði okkar í hættu með þvþað veita útlendingum sama rétt og Islendingutn tit að kaupa og nýta gæði lahdsins, stofna og reka fyrirtæki, stunda hér atvinnu og atvinnurekstur. Auk þess benda sterkar líkur til þess að ímyndaður ábati af honum sé mýrarljós eitt. Þegar allt er réiknað inn í dæmið hefðum við að líkindum tap en ekki gróða af framkvæmd samningsins á Islandi. Ekkert af framangreindum nið- urstöðum hefur Björn Bjarnason hrakið með málefnalegum rökum. Hann hefur heldur ekki fært gild rök fyrir því, að það sé í þágu okkar hagsmuna að gerast aðilar að EES heldur aðeins sett fram órökstuddar almennar staðhæfingar um málið, sem ekki standast rökræna grein- ingu. Það má út af fyrir sig vera rétt hjá Birni, að við höfum nú „einstakt tækifæri til að tengjast (breytingun- um í Evrópu) með samningum um evrópskt efnahagssvæði”. En það er bara ekki mergurinn málsins að hafa þetta tækifæri heldur hitt, að betra er að gera engan heldur en lélegan milliríkjasamning og fórna með honum helgustu hagsmunum okkar. Höfundur er félagsfræðingur og fyrrv. sendiherra. ----------------- Ráðstefna um geðheilbrigðis- mál á Austurlandi AUSTURLANDSDEILD Hjúkr- unarfélags íslands gengst fyrir ráðstefnu um geðheilbrigðismál á Austurlandi. Markmiðið með ráðstefnunni er að opna umræðu um geðheilbrigðis- mál í fjórðungnum og að greind verði þörf geðverndar og vandi geð- sjúkra og ættingja þeirra verði Ijós- ari. Einnig að bent verði á úrræði. Ráðstefnan verður á Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum föstudaginn 1. nóvember 1991 og hefst kl. 10.00. eftir Benedikt Sigurðsson í Morgunblaðinu, fimmtudaginn 19. september,-- birtist áberandi grein eftir okkar ágæta Helga Hálf- danarson þar sem hann fer afar hörðum orðum um túlkun hins heimsfræga og viðurkennda ieik- stjóra, Franco Zeffirelli, á Hamlet, nú sýnd á einu breiðtjaldi Háskóla- bíós. Um myndina segir Helgi m.a. orðrétt: „Um mynd þessa, sem hefur ver- ið auglýst með skrumi, er annars það helst að segja, að hún þykir mér einhver hraklegasta meðferð á seð.. Og seinna bætir Helgi við: „... En hér er frumleika-streð leikstjórans blátt áfram hlægilegt, styttingar hans órharkvissar, og hringl með atriði fram og aftur svo óskynsamlegt, að víða fer rökvís framvinda verksins gersajnlega úr böndunum. Auk þess etu mikilvæg hlutverk furðu illa leikin; til dæmis- er báðum kvenhlutverkunum ruslað af í slíku skilningsleysi, að víða nálgast skopstælingu.” Hér finnst mér Helgi vera harla ósanngjarn í dómum sínum. Að mínum dómi er umrædd mynd í hæsta gæðaflokki og mæli ég fyrir munn margra þegar ég segi það. Túlkun leikstjórand er afar fróðleg og þótt menn geti greint á um hana finnst mér leikararnir bera hana mjög vel, enda eru hér engir aukvis- ar á ferð. Skýtur það skökku við, að á sama tíma og virtustu kvik- myndagagnrýnendur skiptast á að lofsama Hamlet, bæði í Bandaríkj- unum og á Bretlandi, en þar kalla menn ekki allt ömmu sína þegar túlka á Shakespeare, skuli myndin vera rökkuð niður hér á Fróni, og það af snillingi. Eins og flestum er kunnugt hefur Helgi Hálfdanarson notið fádæma athygli og verðskuldaðrar viður- kenningar fyrir þýðingar sínar á verkum Shakespeares. Verður snilld Helga á því sviði vart dregin í efa. En snilldin er vandmeðfarin því henni fylgja mikil völd. Almúginn treystir dómgreind snillingsins. Orð hans eru beitt sem axarblað og geta rist æði djúpt. Veit ég til þess, að fólk hafi hætt við að sjá Hamlet í Háskólabíói í kjölfar ummæla Helga í umræddri grein. Að vísu get ég vel skilið reiði snillingsins, sem gæti, að stórum hluta, stafað af svokallaðri „aðlög- un” Háskólabíós á þýðingum Helga Hálfdanarsonar og Matthíasar Jochumssonar og tek undir um- mæli hans um að virða beri höfund- arréttinn. Hitt er, að gera verður þær kröf- ur til snillingsins, að hann yfirvegi vel og vandlega orð sín áður en hann reiðir til höggs af fullum þunga. Bið ég snillinginn að lokum vel að lifa. Höfundur er rithöfundur. Erindi til snillingsins leikriti Shakespeares sem ég hef brúðkaup - brúðkaupsafmæli - stórafmæli eða annað, fmnurðu því verðugt umhverfi á Hótel Esju. Hin nýju og glæsilegu útsýnisherbergi á topphæð Hótels Esju hafa flest það sem þarf til að gera slíka stund ógleymanlega. Útsýnisherbergin eru búin stórum litsjónvarpstækjum (RUV, CNN, myndbandskerfi með úrvalskvikmyndum). útvarpi, stafrænum síma og öryggisskáp, buxnapressu, hárþurrku, smábar, vönduðum náttsloppum, inniskóm og snyrtivörum. jarðhœði >1 jardhætíinm er nyr og glœsilegur bar, Esjubar- inn, auk hinna sívinsœlu veitingastaða Laugaáss og Pizza Hut. Þar má einnigfinna hársnyrti- stofiu, banka, söluskrif- stofu Flugleiða o.fl. o.fl. FLUGLEIÐIR AF GEFNU TILEFNI SIMI 91-812200 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.