Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 14
14 MÖRGUNBLAÐIð FIMMTUDÁGUR117. ÖKTÓBER 1991 Þetta eru myrkir dagar Opið bréf til formanns VSÍ eftir Jóhann Hauksson Kæri Einar Oddur. Þú skelltir svartri skýrslu um efnahagsáætlun Vinnuveitendasam- bandsins fyrir næsta ár á borð al- þjóðar á dögunum. Og opnuviðtal við þig birtist í þessu blaði um síð- ustu helgi, þar sem þú varst áfram við sama heygðarshornið. Þú og þínir menn létu í veðri vaka að ekkert kæmi álið í bráð og að útflutningstekjur á næsta ári minnkuðu um tíu milljarða króna, einkanlega vegna niðurskurðar þorskkvóta. Veifað var talnagögn- um Þjóðhagsstofnunar, dregin upp dekksta myndin af þeim sem úr var að velja og sagt að um það bil núna væri þjóðarskútan að sökkva með manni og mús. Þetta minnti mig á söguna af Alpabóndanum sem sagði: „í dag ætla ég að vera góður við hundinn minn. Fyrst lúskra ég rækileg á honum. Svo hætti ég.” Imyndaðu þér hversu auðsveipur og glaður hundurinn varð þegar bar- smíðunum linnti. En hér ætla ég ekki að gera sam- skipti þín við viðsemjendur þína á vinnumarkaðinum að umtalsefni. Það getur vel verið að það sé áhrifa- rík hernaðarlist að vekja skelfingu um allt þjóðfélagið, sveipa hjúpi bölsýninnar yfir það rétt í þann mund þegar semja skal um kaup og kjör á vinnumarkaði. Og þegar lesið er milli línanna í bölmóðsplögg- unum má kannski greina ofurlitla langrækni í garð Atlantsáls fyrir þá ósvinnu að vilja ekki gerast aðili að VSÍ. Ekki meira um þetta. Hitt er verra sem snýr að 'umbjóðendum þínum í röðum atvinnurekenda. Þegar síst skyidi geisast VSÍ-kross- fararnir fram á völlinn og bijóta niður framtak, sjálfstraust og við- leitni stórra og smárra atvinnurek- enda í landinu til nýsköpunar. Gagn- rýni þín og þinna manna brýtur nið- ur en byggir ekki upp. Þegar þeir þarfnast hvatningar hvað mest kem- ur boðskapurinn frá ykkur: „Þetta er allt skítt og bölvað og tekur því 'ekki að ráðast í neinar fjárfesting- ar, umbætur, eða þreifa fyrir sér með kostnaðarsama markaðsöflun erlendis.” Stefnuskrá VSÍ: Bölmóður og uppgjöf Þú veist það betur en ég, að þeir sem stunda atvinnurekstur meta stöðugleikann meira en nokkuð ann- að. Þeir hafa fengið ráðrúm á und- anförnum misserum til þess að átta sig á innviðum fyrirtækja sinna, gera áætlanir, hagræða, þróa vörur og afia nýrra markaða. Þökk sé meiri stöðugleika, minni verðbólgu en verið hefur um árabil hér á landi. Þetta hafa sagt mér margir þinna bestu samheija í fullri einlægni. Glíman við fjármagnskostnað er ei- líf, rétt eins og glíman við launa- kostnaðinn. Þú minntist ekkert á að vextir fara lækkandi nú. Þú minntist ekkert á að meira en 100 þúsund tonn af físki fóru óunnin úr landi í fyrra til sölu sem þriðja flokks fiskur í Grimsby. Því ekki að einbeita sér að því að finna leið- ir til þess að vinna þó ekki væri nema helminginn af þessum afla hér heima? Þarna liggja e.t.v. nokkr- BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... <S> ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 Q I 5 Múlalundur SÍMI:62 84 50 ir milljarðar fyrir augunum á okk- ur. Nei. Bölmóður og uppgjöf. Hug- arfarið seitlar um þjóðfélagið. Frétt- ir berast af uppgjafartóni meðal framtakssamra ungra atvinnurek- enda, m.a. á Vestíjörðum sem smit- ast hafa á uppgjafatóninum í bjarg- vættinum að vestan. Hans hlutverk -^er að veita leiðsögn, sýn til framtíð- ar, hvetja til dáða og nýrra iandvinn- inga. Segja: „Við höfum séð það svartara. Einhveijir munu Ieggja upp laupana á miklu umbreytinga- skeiði í sjávarútvegi, aðrir lifa. Af- raksturinn verður meira hagræði, meiri verðmætasköpun innan tíðar. Lítið á frændur vora Færeyinga. Stærsta frystihúsið þar í landi, sem var á heljarþröm fyrir nokkru, full- vinnur nú allan afla til útflutnings og hefur með því móti snúið rekstr- artapi í vænlegan hagnað!” Nei. Þess í stað er alið á bölmóði, vænt- ingum um versnandi hag, sem ör- ugglega versni þegar frá líður. Spádómar rætast stundum vegna þess eins að þeir eru settir fram Ábyrgð VSÍ er mikil er það skap- ar slíkar væntingar um framtíðina. Auk þess er full ástæða til þess að taka hefðbundnum útreikningum reiknimeistara með fyrirvara þegar efnahagskei-fið íslenska tekur jafn hraðfara breytingum um þessar mundir og raun ber vitni. Líka út: reikningum Þjóðhagsstofnunar. í fréttum ríkisútvarpsins 22. mars sl. sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, að ekkert benti til þess að efnahagslífíð væri að þróast til verri vegar og engin hætta væri á atvinnuleysi né samdrætti. Síðan eru liðnir sex mánuðir og vel það og helst að heyra, að aldrei hafí ástandið verið jafn svart. Þórð- ur sagði orðrétt í sömu frétt: „Þvert á móti benda þær upplýsingar sem við höfum undir höndum að það sé viðunandi jafnvægi á vinnumark- aðnum. Það er mikil aukning á inn- flutningi, það er töluvert mikið að gerast í efnahagslífinu, þannig að það er engin ástæða til þess að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að auka umsvifin í efnahagslífinu og hættan á þenslu er miklu meiri held- ur en hættan á að við dettum niður í einhvern öldudal.” Veist þú Einar Oddur hvað varð um þennan við- auka við þjóðhagsspá frá því fyrr á SOTHEBY’S STOFNAÐ 1744 þekktasta uppboðshús í heimi býður nú fram þjónustu sína á íslandi Sotheby’s hefur þá ánægju að tilkynna að fulltrúi þess hefur nú tekið til starfa í Reykjavík. Sotheby’s býr yfir 200 ára reynslu af kaupum ogsöiu á listmunum og öðrum verðmætum. Eftirspum er eftir íslenskri myndlist, s.s. eftir Svavar Guðnason, frímerkjum, mynt, silfri, postulíni oggömlum leikíongum. Velgengni Sotheby’s hefur m.a. byggst á því að tryggja hæsta verð fyrir þá muni, sem boðnir eru upp, og að mat á munum er eigendum að kostnaðarlausu. Farið verður með allar fyrirspumir sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar um uppboö á lislmunum og öðrum verömœtum hjá Sotheby’s veitir Sigríður Ingvarsdóttir í síma (91 )-20437 Jóhann Hauksson „Þegar síst skyldi geis- ast VSI-krossfararnir fram á völlinn og brjóta niður framtak, sjálfs- traust og viðleitni stórra og smárra at- vinnurekenda í landinu til nýsköpunar. Gagn- rýni þín og þinna manna brýtur niður en byggir ekki upp.” þessu ári? Ef þú vilt ekki gera opin- berlega að umtalsefni það sem til framfara horfír í atvinnulífinu um þessar mundir skal ég gera það a.m.k. með nokkrum dæmum sem tekin eru af handahófí úr öðrum iðngreinum en sjávarútvegi. Ég undanskil sjávarútveginn sem búið hefur við einhveija þá mestu hag- sæld sem um getur á síðari árum, einkum að því er varðar afurðaverð á erlendum mörkuðum. Gleymdu heldur ekki þeirri staðreynd Einar Oddur, að sjávarafli á hvern sjó- mann hér á landi er sá mesti sem um getur í víðri veröld og að íslensk fiskiskip veiða að jafnaði meira en flest ef ekki öll önnur fískiskip í heiminum. En ég dirfist að kynna þér nokkur dæmi um útflutningsiðn- að sem við þurfum vitanlega að hlú að ekki síður en að þessum öfluga sjávarútvegi: 1) Steinullarverksmiðjan á Sauð- árkróki skilaði álitlegum hagnaði á síðastliðnu ári. Meira en helmingur framleiðslunnar fer nú á erlenda markaði og horfur eru á að útflutn- ingurinn tvöfaldist á þessu ári. 2) Alpan hf. á Eyrarbakka flytur út 95% framleiðslu sinnar af álpönn- um og hefur aukið framleiðsluna jafnt og þétt. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns. (Eru þessi tvö fyrstu dæmi ekki hin eina byggða- stefna sem dugir?) 3) Danskir aðilar hafa tekið við rekstri Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi. Þeir hyggja á miklar fjárfestingar og hafa gert sölusamn- inga langt fram í tímann. Þar verða a.m.k. 30 manns í vinnu. 4) íslenskt bergvatn hf. nýtur mikillar velgengni með útflutning á kolsýrðu íslensku vatni og gos- drykkjum um þessar mundir. Nú fer u.þ.b. einn fjörtíu feta gámur á dag frá fyrirtækinu á erlenda markaði, kjaftfullur af alíslenskri framleiðslu. 5) Marel hf. treystir stöðu sína á markaði vestanhafs með háþróað- ar tölvuvogir og annan búnað til fískvinnslu. 6) Hugbúnaðarfyrirtækin Tölvu- bankinn hf., Hugbúnaður hf. og Hjarni hf. og jafnvel fleiri hafa þeg- ar flutt út íslenskan hugbúnað fyrir hundruð milljóna króna. 7) Frá Borgarnesi er flutt út Vodka á Bandaríkjamarkað. Vel er hugsanlegt að auka söluna þar vestra með auknum auglýsingum. 8) Sæplast á Dalvík skilar mikl- um hagnaði og flytur út hluta fram- leiðslunnar. Möguleikar fyrirtækis- ins til aukins útflutnings virðast vænlegir í framtíðinni. 9) Æ fleiri fyrirtæki gera til- raunir með útflutning með fullunnar fiskafurðir, sum hver með góðum árangri, t.d. Franskt-íslenskt eldhús og Frostmar hf. 10) Lýsi hf. flytur út um 80% framleiðslu sinnar og gæti vafalaust flutt út meira, fengi fyrirtækið meira hráefni. 11) Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hefur náð góðum ár- angri og virðist vera fullfær um að halda velli þótt sumir keppinautanna verði gjaldþrota þegar illa árar á málmmörkuðum. Þökk sé hugvit- samlegum og hagkvæmum lausnum við reksturinn. 12) Rafboði í Garðabæ, eitt stærsta rafeindafyrirtæki hér á landi hefur gert samninga við al- þjóðafyrirtækið ASEA Brown Bo- veri um sölu og markaðssetningu á sjálfvirkum togvindubúnaði. Arleg sala er áætluð um hálfur milljarður króna innan tíðar. 13) Prentsmiðjan Oddi hf. prent- ar glæsitímarit fyrir Bandaríkja- markað. 14) Ráðgert er að hefja fram- leiðslu á rússneskum haglabyssum á Hellu fyrir Bamjaríkjamarkað. Líklega er þegar búið að semja um drejfinguna á markaðnum þar. - Ég læt þessa upptalningu duga, en þú getur fengið meira að heyra. Þú tekur kannski eftir því að erlent fjármagn kemur við sögu í flestum tilvikum hér að ofan. Sennilega end- urspeglar það kjarkleysi íslenskra fyrirtækja og peningastofnanna þegar um áhættuljármögnun er að ræða. í þessum efnum berð þú og þínir menn mikla ábyrgð. Þið dragið tennurnar úr framtakssömum hug- vitsmönnum þegar ykkur ber að efla þá til dáða og ástunda það fyrst og síðast að skapa þeim skilyrði til þess að afla til dæmis áhættuijár- magns, sem ekki virðist liggja á lausu í þessu landi. Bölmóður er ykkar kjörorð. Þú og þínir menn sjáið máski veruleikann í þessum dökku litum. Ef svo er á vel við frásögnin af Axlar Birni sem myrti ekki færri en sautján manns á Snæ- fellsnesi hér fyrr á öldum. Sól skein í heiði um páskaleytið þegar hann var leiddur til aftöku. Varð honum þá að orði: „Þetta eru myrkir dagar piltar.” Höfundur er félagsfræðingur og starfar við upplýsingaráðgjöf lýá Kynningu og Markaði hf. M A TVEIMUR VINUM verða tónleikar í kvöld, fimmtudaginn 17. október með Inferno 5. Það má segja að Inferno 5 sé sérkennileg- asta fyrirbærið í tónlistarheiminum um þessar mundir. Þeir flytja eigið efni og öll umgjörð tónleikanna er sérstök og má þar nefna kvikmynd- ir og slidesmyndir sem er varpað á sviðið á meðan tónleikarnir standa og er sviðið og hljómsveitin eins konar sýningartjald fyrir þessar myndir. Þeir spila rafmagnaða og "síkvenseraða” tónlist í samræmi við myndirnar. Hljómsveitina skipa: Ómar Stefánsson, Indriði Einars- son, Örn Ingólfs, Jóhann Rich-- ards, Óskar Thorarensen og Guð- jón Rúdólf. Á Föstudagskvöldið er það Sniglabandið sem skemmtir. Á laugardagskvöld skemmtir hljóm- sveitin Ber að ofan. (Frcttatilkynning) PageMaker á Maciníosh & PC Utgáfa fréttabréfa, eyðublaðagerð, auglýsingar og uppsetning skjala. Námskeið fyrir alla þá sem.vinna að útgáfu og textagerð. _0 Höfum kennt á PageMaker frá árinu 1987. Tölvu-ogverkfræði(3jónustan Verkfræðistofa Halldörs Kristjánssonar fjr Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 ©:—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.