Morgunblaðið - 17.10.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
Sjúkrahúsin í Reykja-
vík - eitt, tvö eða þrjú?
eftir Ragnheiði
Haraldsdóttur
í fjárlagafrumvarpi því, sem nú
hefur verið iagt fyrir Alþingi, eru
kynnt áform um að breyta þeirri
verkaskiptingu sjúkrahúsa sem ríkt
hefur um áraraðir í Reykjavík.
Sjúkrahús er veiti bráðaþjónustu
verði tvö í stað þriggja, og Landa-
kotsspítali og Borgarspítali verði
undir einum fjárlagalið. I ljósi fyrir-
hugaðra breytinga verða hér tekin
til athugunar nokkur atriði er lúta
að umönnun sjúkra í Reykjavík.
Sagan: Að velja versta kostinn
í skemmtilegri greinaröð í
Læknablaðinu í apríl, maí og júní
1916 gerir Guðmundur Hannesson
prófessor grein fyrir afstöðu sinni
til byggingar landsspítala. íslenskar
konur höfðu þá hafið söfnun til að
láta þann draum sinn rætast. Pró-
fessorinn fínnur hugmyndinni ýmis-
legt til foráttu, rýnir í framtíðina
og kynnir hugmyndir sínar um
hvemig sjúkraþjónustu verði best
fyrir komið. Margt kemur þar
spánskt fyrir sjónir, en í nokkrum
atriðum hittir prófessorinn naglann
á höfuðið. Hann óttast, áð hér verði
reistur til viðbótar við Landakots-
spítala og fyrirhugaðan landsspítala
„Reykjavíkurspítali”, og verði þá
sjúkrahúsin þijú í höfuðborginni.
Kostir og gallar mismunandi leiða
eru bomir saman og er ein niður-
staðan þessi: „Þrír spítalar. Ef það
reyndist svo, að bærinn fengist ekki
til að vera í samvinnu við landið
Prufu-hitamælar
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
Vesmistoi 16 - Slnw 1«80-132»
um spítalabyggingu og landið vildi
hvorki taka að sér að bæta úr spít-
alaþörfum Reykjavíkur né styðja
Landakotsspítalann, þá gæti farið
svo, að á sínum tíma risu hér upp
þrír spítalar: landsspítali er landið
ræki. Reykjavíkurspítali og Landa-
kotsspítalinn. Sjúklingarnir tvístr-
uðust þá í þijá staði, og allt yrði
dýrara en ástæða væri til. Gallar á
slíku fyrirkomulagi eru svo auð-
sæir, að ég leiði það hjá mér að
ræða þá frekar.”
Landspítali er nú 60 ára. Borgar-
spítali (Reykjavíkurspítali) tók til
starfa 1968 og Landakotsspítali
hefur gegnt hlutverki sínu nær
óbreyttu frá tímum greinaskrif-
anna. Verkaskipting spítalanna
hefur þróast á undanförnum áram
og er orðin talsverð, þó að enn
mætti ganga mun lengra í því efni.
Samvinna er mikil, mun meiri en
málflutningur að undanförnu í
fjölmiðlum gefur tilefni til að halda.
Bráðasjúkrahús verði
hjúkrunarheimili og
öldrunardeildir verði
bráðadeildir
Stjómendur Borgarspítala og
Landakotsspítala hafa lýst yfir
áhuga sínum á að stofnanirnar sam-
einist. í tillögum ríkisstjómarinnar
er gert ráð fyrir að Landakotsspít-
ali verði hjúkrunarstofnun aldaðra,
en mikill skortur er á slíku hjúkr-
unarrými í Reykjavík. Þá er gert
ráð fyrir að sú þjónusta, sem nú
er veitt á Landakoti, flytjist á Borg-
arspítala. Sérhæfð starfsemi Land-
akots- og Borgarspítala yrði þá
væntanlega m.a. í núverandi hús-
næði öldranardeilda Borgarspít-
alans, B-álmu, en fé úr fram-
kvæmdasjóði aldraðra hefur verið
veitt til uppbyggingar þeirrar álmu.
Þessi leið er ekki vænleg. Rekst-
ur hjúkranarheimilis með hátt í tvö
hundrað sjúkrarúm yrði mjög erfið-
ur, því dæmin sanna að afar illa
fp Dictaphone
A Rtney Bowes Company
Gæðatæki til hijóðupptöku,
afspilunar og afritunar.
Falleg hönnun. Vandaðar upptökur.
Umboft á íslandi:
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
gengur að manna slíkar stofnanir.
Skortur á faglærðu fólki til hjúkr-
unarstarfa á stofnunum fyrir aldr-
aða hefur lengi verið eitt helsta
vandamál sjúkraþjónustu hérlendis
sem erlendis, og er fyrirsjáanlegt
að sá vandi yrði nær óleysanlegur
á hjúkranarstofnuninni Landakoti.
Þá brýtur tillagan í bága við þær
hugmyndir sem nú ryðja sér til
rúms, að hjúkrunarheimili eigi að
vera litlar, vistlegar einingar sem
líkist sem mest. heimilum manna.
Slíkar stofnanir hafa yfirleitt stöð-
ugra vinnuafli á að skipa, auk þess
sem þær þjóna mun betur þörfum
vistmanna. Aldraðir sjúklingar eru
fyrst og fremst veikt fólk á efri
árum, sem kann að þurfa á sjúkra-
húsvist að halda rétt eins og aðrir
aldurshópar. Öldrunardeildir, þar
sem fram fer hefðbundin sjúkdóms-
meðferð, eiga því að vera inni á
sjúkrahúsum.
Þá hefur þessi leið í för með sér
mikla uppbyggingu á skurðstofum
og öllum stoðdeildum á Borgarspít-
ala, en niðurrif sömu deilda á Land-
akoti. Útlagður kostnaður yrði ver-
ulegur fyrsti árin, en sparnaður
skilaði sér væntanlega síðar.
Skynsamlegra hlýtur að teljast
að flytja aðra starfsemi en einungis
öldranarþjónustu frá Borgarspítala
á Landakot við þessa sameiningu,
og hafa í því sambandi verið nefnd-
ar bæklunaraðgerðir og ýmiss kon-
ar þjónusta, sem ekki krefst mjög
viðamikils tæknibúnaðar. ■ '
Samstarfsráð sjúkrahús-
anna í Reykjavík
Með breytingu á lögum um heil-
brigðisþjónustu árið 1991 var skot-
ið inn nýrri málsgrein er íjallar um
samstarfsráð sjúkrahúsanna í
Reykjavík, Borgarspítala, St. Jós-
efsspítala (Landakotsspítala) og
ríkisspítala. Hlutverk ráðsins er „að
gera tillögur um mótun framtíðar-
stefnu áðumefndra sjúkrahúsa,
flokkun þeirra og starfssvið, þróun-
ar- og fjárfestingaráætlanir og
stuðla þannig að sem hagkvæm-
astri verkaskiptingu sjúkrahúsa”
eins og segir í lögunum. í ráðinu
sitja sjö fulltrúar. Formenn stjóma
spítalanna þriggja era skipaðir
samkvæmt ákvæði laganna, for-
stjóri ríkisspítala og framkvæmda-
stjóri Borgarspítala skipaðir sam-
kvæmt tilnefningu stjómar ríkis-
spítala og borgarstjómar Reykja-
víkur, og borgarlæknir og skrifstof-
ustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
skipaðir af heilbrigðisráðherra án
tilnefningar. Auk þess starfa með
ráðinu hjúkranarforstjóri Borgar-
spítalans og framkvæmdastjóri
Landakotsspítala.
Gengið er út frá því sem vísu,
að sjónarmið margra komi fram í
slíkri nefnd og er það að sjálfsögðu
hið besta mál. Hins vegar hlýtur
að vera örðugt að ná fram sameig-
inlegri niðurstöðu í nefnd, þar sem
svo margir hafa veralegra hags-
muna að gæta. Ekki auðveldar það
ákvarðanatökuna að litlar tölulegar
upplýsingar liggja fyrir um hver
væri raunverulegur sparnaður af
þeim leiðum, sem verið er að skoða.
Þá er mikilvægt að horft sé jafn-
framt út fyrir borgarmörkin og
skoðað með hvaða hætti styrkja
má starfemi þeirra sjúkrahúsa
landsbyggðarinnar, sem ætlað er
að starfa áfram. Er e.t.v. hugsan-
legt að flytja einhveija sérhæfða
þjónustu, t.d. tilteknar skurðað-
gerðir, á sjúkrahús úti á landi og
nota tækjakost og sjúkrarúm þar í
stað þess að loka þeim?
Samstarfsráðinu er sannarlega
vandi á höndum og gera mátti ráð
fyrir að það þyrfti tíma til að þróa
tillögur sínar. Ráðið hafði þó ekki
lengi starfað þegar heilbrigðisráð-
herra, Sighvatur Björgvinsson, til-
kynnti að unnið yrði að sameiningu
Landakotsspítala og Borgarspítala.
Tvö bráðasjúkrahús eða eitt?
Undanfarin tvö ár hefur verið
unnið að stefnumótun fyrir ríkis-
spítala og er nú komið að lokum
þeirrar vinnu. Nauðsynlegt þótti að
fá til samstarfs erlent ráðgjafafyrir-
tæki og eftir nokkra leit var valið
fyrirtækið Moret, Ernst & Young,
en það er tvímælalaust stærsta og
virtasta ráðgjafafyrirtækið á sviði
heilbrigðisþjónustu í heiminum. Dr.
Paul C.J. de Koning, sem borið
hefur hitann og þungann af vinnu
fyrirtækisins hér á landi, leggur
til, að Landspítali og Borgarspítali
verði sameinaðir en Landakot
styrkt verulega í núverandi hlut-
verki sínu. Við slíka sameiningu er
ætlað að ýmiss konar starfsemi sem
nú heyrir undir spítalana verði ann-
að hvort sjálfstæð eða í lausum
„Verkaskipting spítal-
anna hefur þróast á
undanf örnum árum og
er orðin talsverð, þó
enn mætti ganga mun
lengra í því efni. Sam-
vinna er mikil, mun
meiri en málflutningur
að undanförnu í fjöl-
miðlum gefur tilefni til
að halda.”
rekstrar- og fagtengslum við að-
alspítalann.
Forsætisráðherra, Davíð Odds-
son, komst að svipaðri niðurstöðu
þegar hann var borgarstjóri Reykja-
víkur og lagði til árið 1986 að Borg-
arspítali væri seldur- ríkinu, yrði
hluti ríkisspítala. Sú tillaga var
gagnrýnd á sínum tíma m.a. vegna
þess að talið var eðlilegt að borgin
ræki Borgarspítalann, þar sem hún
greiddi hluta rekstrarkostnaðar. Nú
á þessi viðbára ekki lengur við rök
að styrkjast þar sem breytingar á
ijármögnun sjúkrastofnana um síð-
ustu áramót gera það að verkum
að borgin rekur spítalann en rekst-
ur er greiddur af ríkissjóði.
Engin leið er að segja fyrir um
heppilega stærð eða æskilegan
rúmafjölda á sameinaðri stofnun
Borgarspítala og Landspítala, enda
engar formúlur til þar að lútandi.
Ljóst er þó, að ekki yrði um mjög
stóran spítala að ræða, væntanlega
minni en ríkisspítalar eru nú með
öllum sinum annexum.
Heimur án
landamæra -
framtíð bama
mu> ommwTKKÁWiR
Gerð: RF 181/80 - Verð kr. 41.900,- stgr. !!
AT LÁS
*em ISKALT HAUSTTILBOÐ *CED
fr Rúmmál Hæð Verð
ÍSSKÁPAR lítrar cm staðgreitt
MR 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900
MR 243 með innbyggðu frystihóffi 240/27 122 31.900
VR IS6 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900
KÆLISKÁPAR
RR29I án frystihólfs 280 143 34.900
RR 247 ón frystihólfs 240 120 29.900
RR 154 ón frystihólfs 150 85 24.900
KÆLI- f FRYSTISKÁPAR
RF 365 tviskiþtur, frystir oð ofon 300/60 160 44.900
MRF 289 tviskiptur, frystir oð ofan 280/45 145 39.900
RF 181/80 tvákiptur, frystir oð neðan 280/80 144 41.900
FRYSTISKÁPAR íjt-fTTV
VF-223 funm hUlur 220 145 39.900
VF 123 fjórorhHiur 120 85 29.900
4=
Nýkomin
sending af Atlas
kælitækjum á
einstöku veröi!
RÖNNING
SUNDABORG 15
**9I -685868
eftir Halldóru
Viðarsdóttur
Árið 1989 sömdu og undirrituðu
ráðamenn aðildarþjóða Sameinuðu
þjóðanna barnasáttmála um réttindi
bamsins. Með honum fylgdu tilmæli
til þjóða heims um að lögleiða sátt-
málann. Haustið 1990 sendi JC-
ísland þáverandi forsætisráðherra,
Steingrími Hermannssyni, áskoran
þess efnis að sáttmálinn yrði lö-
gleiddur. Undirbúningur að því hefur
verið í gangi og er jafnvel séð fram
á að það gerist fyrir árslok.
Dagana 29. júlí til 2. ágúst sl. var
haldin alþjóðleg ráðstefna undir heit-
inu „Intemational Model United
Nations”, eða „Alþjóðlegt líkan Sam-
einuðu þjóðanna”. Var hún haldin
af alþjóða JC-hreyfingunni í sam-
vinnu við Sameinuðu þjóðimar undir
kjörorðinu „Heimur án landamæra”.
Þátttakendur voru JC-félagar frá
löndum Sameinuðu þjóðanna og átti
JC-ísland þar einn fulltrúa, Kristínu
Þórisdóttur, varalandsforseta JC-
íslands. Þátttakendum, alís um 300,
var skipt í þijá vinnuhópa og fjallaði
hver þeirra um eitt af undirkjörorð-
unum þremur, „Framtíð barna”,
„Umhverfismál” og „Efnahagsþró-
un”. Drög að ályktunum voru lögð
fyrir hópana, m.a. barnasáttmálinn
um réttindi barnsins, en hann til-
heyrði „Framtíð bama”. Gerðar voru
á á drögunum breytingar og þau
lögð fyrir aðalfund ráðstefnunnar.
Af alls 40 ályktunum sem samþykkt-
ar voru á aðalfundinum heyrðu 13
undir „Framtíð barna”. Var megin-
innihald þeirra svohljóðandi: Bætt
lífskjör, verndun og þróun — Þátt-
taka barna — Heilsa og heilsugæsla
— Börnin og umhverfið — Menntun
og réttur allra barna til menntunar
— Böm og eyðni — Jafnrétti — Hreint
vatn og hreinlæti — Menntun
kvenna, t.d. til getnaðarvama, hrein-
lætis og næringar — Götubörn —
Eiturlyf — Stríð og ofbeldi — Vernd-
un barna gegn vinnuþrælkun. Eins
og sjá má beinist margt af þessu að
löndum þriðja heimsins en einnig
má finna ýmislegt sem betur mætti
fara hér á íslandi.
Ráðstefna þessi var einstök sinnar