Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 282. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands lýsa yfir stofnun samveldis: Gorbatsjov segir yfirlýsingnna ólöglega og neitar að fara frá Rússar gera erlendum sendimönnum grein fyrir endalokum Sovétríkjanna - Gorbatsjov vill kalla fulltrúaþing- ið saman og íhugar þjóðaratkvæði Moskvu, Mínsk, Kíev, Washington, London. Reuter, The Daily Telegraph. MIKHAIL S. Gorbatsjov Sovétforseti berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að leiðtogar þriggja lýðvelda, Rússlands, Ukraínu og Hvíta-Rúss- lands, undirrituðu á sunnudag samkomulag um stofnun nýs samveld- is er byggjast mun á lýðræði og markaðskerfi. Þeir lýstu jafnframt yfir, að Sovétríkin, „landfræðilega og í skilningi alþjóðalaga”, væru ekki lengur til. I yfirlýsingu Gorbatsjovs sem lesin var í sjónvarpi í gærkvöldi sagðist hann vilja kalla saman fulltrúaþing Sovétríkjanna, æðstu löggjafarstofnun ríkjasambandsins, til að fjalla um ákvörðun leiðtoganna þriggja og eldri tillögur Gorbatsjovs sjálfs um nýtt ríkja- samband. „Þrír lýðveldisleiðtogar geta ekki ákveðið örlög fjölþjóð- legs ríkis,” sagði Gorbatsjov og bætti við að þjóðaratkvæði um fram- tíð ríkjasambandsins kæmi til greina. Leiðtogar á Vesturlöndum hafa látið í Ijós áhyggjur um að upplausn Sovétríkjanna geti endað með innbyrðis átökum þar sem kjarnavopnum yrði beitt. Borís Jelts- ín Rússlandsforseti ræddi í síma við George Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagði að tryggt yrði að kjarnavopnin yrðu í öruggum hönd- um. Ukraínumenn vilja koma á sameiginlegri yfirsljórn sovésku kjarnavopnanna. Gorbatsjov sagði í yfirlýsingu sinni að samveldið hefði verið stofnað án þess að almenningur eða kjörnir full- trúar fengju þar nokkru um ráðið. Forsetinn sagði þó ýmislegt jákvætt í samningi leiðtoganna, einkum væri mikilvægt að Úkraína tæki þátt í samstarfinu og varnarstefna yrði sameiginleg, en hann fordæmdi ákvæðið um að Sovétríkin gömlu væru ekki lengur við lýði. ■ Borís Jeltsín Rússlandsforseti ræddi í gær við Gorbatsjov og Núrs- últan Nazarbajev, forseta Kazakh- stans, fyrir hönd samveldisleiðtog- anna þriggja og kynnti rússneski forsetinn þar samveldisstofnunina. Andrúmsloft er sagt hafa verið kalt á þeim fundi og óljóst hvort Jeltsín samþykkti hugmyndir Gorbatsjovs um næstu aðgerðir. Leoníd Kravt- sjúk, forseti Úkraínu, sagði á blaða- mannafundi í gær að Gorbatsjov myndi reyna ýmislegt til að berjast gegn nýja samveldinu en myndi ekki hafa erindi sem erfiði. „Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla í Úkra- ínu því að landið er sjálfstætt ríki.” Kravtsjúk kvaðst sannfærður um að Sovétleiðtoginn myndi eingöngu beita lýðræðislegum aðferðum í bar- áttu sinni. Talsmaður Gorbatsjovs, Alexander Likhotal, sagði ekkert hæft í orðrómi þess efnis að leiðtog- inn hygðist segja af sér embætti. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, kallaði fulltrúa erlendra ríkja á sinn fund í Moskvu í gær til að kynna þeim nýja samveldissamn- inginn. Stefán 1. Stefánsson sendi- ráðsritari er sat fundinn sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ráðherrann teldi stofnsamning Sóvétríkjanna frá 1922 fallinn úr gildi. „Kozyrev sagði að aðsetur þeirra stofnana sem fjalla myndu um sameiginlega málaflokka samveldisríkjanna yrði í Mínsk í Hvíta-Rússlandi og nefndi sérstak- lega að þar yrðu líklega teknir upp svipaðir starfshættir og hjá Evrópu- bandalaginu og stofnunum þess í Brussel. Yrði erlendum ríkjum fijálst að koma sér upp sendiráðum í Minsk. Gorbatsjov væri enn sem fyrr yfir- maður sovéska heraflans og ættu leiðtogar samveldisríkjanna eftir að koma sér saman um endanlega skip- an varnarmálanna og reyndar fjölda annarra mála. Hann sagði að emb- ætti Sovétforseta legðist af en Gorb- atsjov myndi þó áfram gegna mikil- vægu hlutverki sem talsmaður þeirra umbóta sem hann hefði sjálfur hrint af stað.” Núrsúltan Nazarbajev gaf í skyn, að hann og leiðtogar fleiri lýðvelda væru ekki tilbúnir til að samþykkja neitt, sem bæri keim af nýjum „panslafisma” eða „afturhvarfi til miðaldanna” eins og hann sagði. Levon Ter-Petrosjan, forseti Armen- íu, sagði landsmenn styðja frum- kvæði slavnesku leiðtoganna þriggja og íhuguðu Armenar alvarlega að gerast aðilar að samveldinu. Sjá einnig fréttir á bls. 32-33. Reuter Leiðtogar Ukraínu, Hvíta-Rússlands og Rússlands hittust á sveitasetri skammt frá Brest í Hvíta-Rússlandi á sunnudag til að undirrita samninginn um nýja samveldið. Á innfelldu myndinni sést talsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs, Andrej Graítsjev, sem sagði til umræðu að Sovétforsetinn yrði forseti nýja samveldisins. Síðar virtist þó sem Gorbatsjov væri fráhverfur þeirri hugmynd. Leiðtogafundur EB í Maastricht: Eining um sameiginlegan gjaldmiðil fyrir aldamót Maastricht. Reuter. - Fjármálaráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) náðu í gær samkomulagi um að einn gjald- miðill yrði tekinn upp innan bandalagsins fyrir lok aldarinn- ar. „Við höfum skuldbundið okk- ur til þessa og það verður ekki aftur snúið,” sagði Jan Musitelli, talsmaður Francois Mitterrands Frakklandsforseta, eftir að þetta hafði verið tilkynnt. Henning Christophersen, sem fer Lítur á Mínsk-samninginn sem persónulegt frumkvæði - segir talsmaður forseta Sovétríkjanna ALEXANDER Likhotal, talsmaður forseta Sovétríkjanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Mikiiail Gorbatsjov liti á sam- komulagið í Mínsk sem frumkvæði nokkurra manna fremur en orð- inn hlut. Ekki hefðu heldur sést þess nein merki í gær að reynt væri að framfylgja samkomulaginu, t.d. með því að stöðva starf sovéskra embættismanna. Likhotal var spurður hvort hann teldi að Leóníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, og Staníslav Shúshkevítsj, forseti Hvíta-Rúss- lands, væru sáttir við ákvörðun sem hann sagði Gorbatsjov og Jeltsín hafa tekið sameiginlega, þ.e. að þing lýðveldanna skuli fjalla um samveldissamninginn nýja. „Þeir gáfu Jeltsín umboð til að flytja sitt mál þannig að þeir verða að una þessu,” sagði Likhot- al. Hann sagðist ekki vita hvenær þingunum yrði sendur texti sam- komulagsins, „ætli Jeltsín verði ekki að ákveða það”. Andrej Vesselovskíj, starfs- maður utanríkisráðuneytis Úkra- ínu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að persónuleg skoðun sín væri sú að vildi Gorbatsjov halda virðingu sinni þá hlyti hann að segja af sér núna. „Geri hann það ekki, neyðist hann til að afsala sér embættinu innan nokkurra vikna.” Vesselovskíj var spurður álits á ummælum James Bakers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði um helgina að hætta væri á því að kjarnorkuvopnum yrði beitt í borgarastyrjöld í Sovétríkj- unum. „Það er einkennilegt að jafn háttsettur og reyndur maður skuli afhjúpa svo mikla heimsku. Hann ætti að heimsækja Úkraínu og þá sæi hann að þetta er ekki mögulegt. Við erum Evrópumenn í bestu merkingu þess orðs. íbúar Hvíta-Rússlands eru líka mjög hæglátir og Rússar eru stoltir af forseta sínum, Jeltsín, og fylgja honum að málum.” með efnahagsmál innan fram- kvæmdastjórnar EB, sagðist telja þetta vera stórt skref í átt að endan- legri mótun bandalagsins. í samkomulagi ráðherranna felst að þau aðildarríki, þar sem ástand efnahagsmála stenst ákveðnar stöðugleikakröfur, geta tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil þegar árið 1997 en í síðasta lagi 1. janúar 1999. Nokkur styrr hefur staðið um hinn peningalega samruna EB og hafa til að mynda Þjóðveijar neitað að gefa markið upp á bátinn nema stór skref verði samtímis tekin í átt til pólitískrar sameiningar. Þá hafa Bretar haft uppi efasemdir um sameiginlegan gjaldmiðil. Christop- hersen sagði Breta enn hafa ýmsa fyrirvara sem teknir yrðu upp á fundinum í dag. Hollendingar, sem nú fara með forystuna innan EB, lögðu í gær til að orðið „sambandsríki” yrði fellt úr drögunum að sáttmála um póli- tíska og peningalega einingu EB. Er þetta gert til að koma til móts við kröfur Breta setn hafa neitað að samþykkja þetta orðalag, en í því telja þeir felast að auka eigi til muna miðstjórnarvald EB í Brussel. Sjá frétt á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.