Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Framfærsluvísital- an lækkar um 0,1% Matvara lækkaði um 1,2% KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að vísitölu Framfærslukostnaðar miðað við verðlag í desemberbyrj- un. Reyndist vísitalan vera 159,8 stig miðað við grunninn 100 frá 1988, eða 0,1% lægri en í nóvemb- Vínveitingar heimilar allt til lokunar ÞÆR breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um opnunartíma vínveitinga- staða að ekki er lengur skylt að hætta vínveitingum hálf- tíma áður en lokað er, eins og hingað til hefur gilt. Nú er heimilt að selja vínveit- ingar allt þar til staðirnir loka. Samkvæmt ákvæðum eldri reglugerðarinnar var skylt að hætta vínveitingum hálfri klukkustund áður en staðir lokuðu ef þeir voru opnir leng- ur en til 23.30. Ólafur Walther Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri eina breytingin sem gerð væri á reglugerðinni, en veitingamenn hefðu talið erfitt að framfylgja þessum reglum og hætta veitingum á meðan fólk væri enn á stöðunum. erbyrjun. Samsvarandi vísitala samkvæmt eldra grunni (1984 100 stig) er 391,9 stig. Verðhækkun ýmissa vöru og þjón- ustuliða olli um 0,1% hækkun vísi- tölunnar, en verðlækkun matvöru um 1,2% vó á móti og lækkaði vísitöluna um 0,2%. Af einstökum matvörum lækkaði sykur um 13,5%, feitmeti og olíur um 7,9%, kartöflur og vörur úr þeim um 5%, grænmeti, ávextir og ber um 4,1%, kjöt- og kjötvörur um 0,9% og kaffi, te og suðusúkkul- aði um 0,9%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækk- að um 1,1% sem jafngildir 4,4% verð- bólgu á heilu ári en hækkun vísi- tölunnar síðustu 12 mánuði er 7,5%. Hrogn og lifur nú fáanleg Hrogn og lifur eru nú fáanleg í fiskbúðum. Að sögn Helga Helgasonar í Fiskbúð Hafliða er aðal tíminn fyrir hrogn og lifur í janúar, en undanfarin ár hefur borið á þeim í desembermánuði m.a. vegna hærra hitastigs í sjó. Hann segir söluna vera nokkuð góða en hann byijaði að selja hrognin í síðustu viku. Á myndinni eru frá vinstri Helgi Helga- son og Bjarni Þór Ólafsson í Fiskbúð Hafliða. Olíufélögin: Verkfall hefst á miðnætti VERKFALL verkamannafélags- ins Dagsbrúnar hjá olíufélögunum hefst á miðnætti í nótt og stendur til 14. desember. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissátta- semjara fyrir hádegi í dag í deil- unni og er það annar fundur aðila. Verkföll Dagsbrúnar hjá Flugleið- um, skipafélögunum og Mjólkurstöð- inni koma síðan í kjölfarið og lýkur því síðasta að morgni aðfangadags. Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi hefur boðað samúðarvinnustöðvun hjá olíu- félögunum og í mjólkursamlaginu og verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur boðað samúðarvinnustöðvun í hafnarvimiú. • • A Orn Friðriksson, varaforseti ASI: Ekki efni til frekari viðræðna fyrr en bankamir lækka vexti Fyigiblað um Vesturland FJÖGURRA síðna blað um Vest- urland fylgir Morgunblaðinu í dag. Meðal efnis í blaðinu eru hug- myndir varðandi sameiningu sveit- arfélaga á Vesturlandi og er m.a. rætt við formann samtaka sveitar- félaganna en þau hafa einmitt ný- lega skipað 7 manna nefnd til þess að fara ofan í saumana á sam- einingarmálunum. Einnig eru í blaðinu ýmsar frétt- ir frá ýmsum stöðum á Vesturlandi. ÖRN Friðriksson varaforseti AI- þýðusambands Islands, segir að ekki sé ástæða til að halda áfram viðræðum við viðskiptabankana um vaxtamál verði ekki breyting á afstöðu þeirra til nafnvaxta- lækkunar. Aðilar vinnumarkað- arins funduðu í gær um vextina með fulltrúum viðskiptabanka, Seðlabanka, lífeyrissjóða og fjár- málaráðuneytis. Öm sagði ástæðulaust að láta fólk úti í þjóðfélaginu halda að það sé eitthvað að gerast í þessum málum þegar bankamir dragi í reynd fæt- urna í þessu máli. Hvort sem litið sé nokkra mánuði aftur eða fram í tímann sé staðreynd að verðbólgu- hraðinn sé ekki nema 1-3% og nýj- asta dæmið um það sé lækkun fram- færsluvísitölunnar. Launavísitaia verði óbreytt og þar sem þau vegi 40% í byggingavísitölu sé ljóst að hún breytist ekki mikið. Það séu því efni til verulegrar vaxtalækkunar nú strax þann 11. desember, sem sé næsti vaxtabreytingardagur, en bankamir segist ekki munu endur- skoða fyrri áætlanir um vaxtabreyt- ingar fyrr en þann 21. desember. „Við höfum ákveðið að taka ekki þátt í fundum fyrr en bankamir sýna annað andlit í þessum málum,” sagði Örn. Skuldabréfavextir væm 17% þrátt fyrir þessa litlu verðbólgu og þeir hefðu nefnt að það væru efni til að fara með vextina niður í 11%. Bankarnir miðuðu hins vegar við rúmlega 5% verðbólgu sem væri al- veg fráleit viðmiðun. Hann sagði að það lægi fyrir að Seðlabankinn ætl- aði ekki að beita valdi sínu til vaxta- lækkunar þrátt fyrir að bankarnir hefðu virt tilmæli þeirra um að lækka vextina hraðar að vettugi. V estmannaeyjar: 100 milljóna sorpbrennslu- stöð verður byggð 1992 Vestmannaeyjum. BÆJARFULLTRÚAR meirihluta Sjálfstæðisflokksins lögðu til í bæj- arráði í gær að reist verði fullkomin sorpbrennslustöð ásamt sorp- gámasvæði í Eyjum á næsta ári. Ráðgert er að orkan sem myndast við sorpbrennsluna verði nýtt til að hita upp vatn hitaveitunnar í Eyjum. Nefnd skipuð bæjarstjóra, veitu- stjóra og bæjartæknifræðingi hefur undanfarið unnið að athugun á lausn sorpeyðingar í Eyjum. Eftir að hafa kynnt sér sorpbrennslur erlendis og athugað hagkvæmni reksturs komst ísnesið bjargaði tólf Rúmen- um í fárviðri á Miðjarðarhafi ÁHÖFNIN á ísnesi, flutninga- skips Nesskipa hf, bjargaði á sunnudagsmorgun 12 rúmensk- um skipbrotsmönnum af 26 manna áhöfn flutningaskipsins Scaeini, er skipið sökk í fárviðri á Miðjarðarhafi, um 150 mílur austur af Sikiley á laugardags- kvöld. Öll áhöfnin bjargaðist en í skeyti frá Beuters fréttastof- unni í gærkvöldi segir að talið sé að laumufarþegi í skipinu hafi beðið bana. Isnes er væntan- legt til grísku hafnarborgarinn- ar Pireus með skipbrotsmennina í kvöld. Að sögn Más Gunnarssonar, flutningastjóra Nesskipa, heyrði ísnesið neyðarkall rúmenska skips- ins um klukkan 18.30 á laugardag en þá var fárviðri á Miðjarðarhafi og hafði farmur kastast til í lest skipsins svo það lagðist á hliðina. Vegna veðursins hafði ísnesið hald- ið sjó frá hádegi en hélt í áttina. Um klukkan 10 sökk Scaeini. ís- nesið lét sig reka undan vindi í lík- ísnesið á Ytri-höfninni í Reykjavík. lega stefnu björgunarbáta og um klukkan 8 á sunnudagsmorgni sást gúmmíbjörgunarbátur og^ í honum voru skipbrotsmennimir^ 12, sem komnir voru um borð um heilir á húfí, en þrekaðir, á hádegi á sunnu- dag. Annað nærstatt skip bjargaði mönnum á gúmbjörgunarbáti og fjórum skipbrotsmannanna var bjargað af kili björgunarbáts með þyrlu við hinar erfiðustu aðstæður. í fréttaskeytum Reuters frétta- stofunar kemur fram að Scaeini hafi verið 4.620 tonn að stærð og að í lestum þess hafi verið fullfermi af tilbúnum áburði. Skipið er gert út af Navrom, helsta skipafélagi Rúmeníu en það hefur aðsetur í borginni Constanta við Svartahaf- ið. Að sögn Más Gunnarssonar hélt ísnesið sínu striki inn til Pireus en í gærmorgun miðaði því fremur hægt í 7 vindstiga hliðarvindi og var væntanlegt til hafnar ( kvöld. í áhöfn ísnessins eru 11 manns. Skipstjóri er Jón Beck Vilhjálms- son. Skipið losar vörur í Pireus, tekur svo salt í Túnis og er vænt- anlegt til íslands um áramót. nefndin að þeirri niðurstöðu að sorp- brennnsla sem yrði byggð þannig að nýta mætti orku hennar til hitunar vatns hitaveitunnar væri hagkvæm- asti kosturinn við sorpeyðingu í Eyj- um. í framhaldi af niðurstöðum nefnd- arinnar lagði meirihluti Sjálfstæðis- manna í bæjarstjóm fram tillögu um byggingu stöðvarinnar. í tillögunni er gert ráð fyrir að sorpbrennslu- nefndinni verði falið að ganga til samninga við þann framleiðanda sorpbrennslustöðva sem telst gera hagstæðasta tilboð í stöðina. Áætlaður kostnaður við byggingu sorpeyðingarstöðvarinnar með gám- asvæði og öllu tilheyrandi er 90 til 100 milljónir. Bæjarráð vísaði tillögu meirihlut- ans til afgreiðslu bæjarstjórnar sem mun fjalla um málið á fundi sínum á fimmtudag. Grímur * Utvarp varnarliðsins: Vilja senda út á FM bylgju VARNARLIÐIÐ í Keflavík hefur sótt um leyfi ly'á íslenskum yfir- völdum til að fá að senda út- varpsefni sitt jit á FM-bylgju. Sem stendur sendir útvarpsstöð varnarliðsins út á miðbylgju. Að sögn Joe Quimby, starfsmanns upp- lýsingaskrifstofu varnarliðsins, hafa verið brögð að því að erfitt hafí verið að ná útsendingum út- varps vamarliðsins á nýmóðins við- tæki. Þess vegna hafi verið ákveðið að óska eftir leyfi til að fá að senda út á FM-bylgju. Ekki sé ætlunin að færa út kvíarnar í útvarpsrekstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.