Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 4

Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 4
4 MO'RGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Búnaðarbankinn: Takmarka þarf rétt aðila til kaupa við ákveðna prósentu - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra JON Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir mikilvægt að þegar að sölu Búnaðarbankans komi verði sett ákvæði í lög um að réttur ein- stakra aðila til að kaupa hlut í bankanum takmarkist við ákveðna prósentu. Jón segir að þetta tengist einnig löggjafarundirbúningi sem nú fer fram á vegum viðskiptaráðuneytisins um samkeppnis- hætti og samkeppniseftirlit. Jón Sigurðsson sagðist í samtali við Morgunblaðið leggja sérstaka áherslu á að Búnaðarbankinn væri góð og öflug bankastofnun og það væri ekkert sem knúði á um að breyta bankanum í hlutafélag nema að af þvi yrði augljós hagur fyrir ríkið og bankann. „Ég tel að það verði hægt að búa þannig um hnút- ana að svo verði en þetta er mjög ólíkt því þegar fslandsbanki varð til og Utvegsbanka var breytt í hlut- afélag, því það var gert þegar vand- ræðaástand ríkti í afkomu bankans og menn hröktust út í breyting- una,” sagði Jón. „Sala Útvegsbankans kom líka til svo hægt yrði að ná fram samein- ingu og hagræðingu í bankakerfinu og auðvitað verður líka á slíka hluti litið þegar Búnaðarbankabreytingin kemst í brennidepil sem væntanlega verður á næsta ári. Ég legg áherslu á að þama verður farið með fyllstu gát og skyggnst um hveija gátt áður en um hana verður gengið,” sagði Jón Sigurðsson. Stefán Hlynur Erlingsson Féll milli skips og bryggju Maðurinn sem féll milli skips og bryggju og drukknaði í Homafírði á miðvikudagskvöld hét Stefán Hlynur Erlingsson, Birkihlíð/ Staðarhreppi, Skaga- firði. Hann fæddist 16. júní 1968 og bjó í foreldrahúsum en lætur eftir sig bam. VEÐUR V í dag kl$t&etr~ HeimilcJ: Veöurstofa Islands {Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR / DAG, 10. DESEMBER YFIRLIT: Á vestanverðu Grænlandshafi er 978 mb lægð sem þok- ast norðaustur, en yfir suður Skandinavíu er 1042 mb hæð. SPÁ: Suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með slydduéljum suð- vestan- og vestanlands, en bjartviðri um austanvert landið, annars- staðar skýjað, en úrkomlaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: allhvöss aða hvöss suðvestanátt um land allt, slydduél eða skúrir sunnan- og vestanlands en að mestu úrkomulaust annars staðar. HORFUR A FIMMTUDAG: Fremur hæg vestan- og norðvestanátt, dálítil él á suðvesturlandi og á annesjum norðanlands, en bjart- viðri um austanvert landið. Frost 1 til 3 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt gifa Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V-EI / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * = Þoka = Þokumöða ’ , ’ Súld 4 K Mistur Skafrenningur Þrumuveður m. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 6 skýjað Reykjavík 6 rigning Bergen 5 skýjað Heisinki 2 alskýjað Kaupmannahöfn 3 hálfskýjað Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk 8 snjókoma Osló 4-2 skýjað Stokkhólmur 0 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 5 mistur Barcelona 10 mistur Berlín +5 heiðskírt Chlcago vantar Feneyjar +1 skýjað Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 0 þokumóða Hamborg 2 skýjað London mistur LosAngeles vantar Lúxemborg vantar Madrfd 8 lágþoka Malaga 12 frostrigníng Mallorca 13 alskýjað Montreal 4 rigning NewYork 12 léttskýjað Orlando 15 heiðskfrt Paris 4 heiðskfrt Madeira 20 léttskýjað Róm 11 þokumóða Vfn +8 heiðskfrt Washlngton 11 skýjað Winnipeg +10 snjókoma Spítalarnir í Reykjavík: 226 miUjónir kr. greiddar fyrir dagvist árlega í SVARI Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Gunnlaugi Stefánssyni alþm. á Alþingi kemur m.a. fram að rík- isspítalarnir greiddu á síðasta ári 122,9 milljónir króna til rekstrar dagvistarheimila fyrir börn í Reykjavík og vistun barna hjá dagmæðr- um. Borgarspítali greiddi 68,7 milljónir fyrir vistun á dagheimilum og 1,2 milljónir fyrir vistun hjá dagmæðrum og Landakotsspítali greiddi 32,9 milljónir fyrir vistun á dagheimilum og 371 þúsund krónur fyrir vistun hjá dagmæðrum. Samtals nema þessar greiðslur spítalanna í Reykjavík um 226 millj- ónum króna. I svari heilbrigðsráð- herra kemur fram að spítalarnir í Reykjavík hafí farið út í rekstur dagvistarstofnana fyrir börn til að laða að starfsfólk sem sé torfengið, einkum hjúkrunarfræðinga. Sjúkra- húsin mundi ekki reka dagvistar- heimili ef nægilegt framboð væri á dagvistarrými fyrir börn í Reykja- vík. í svari ráðherra kemur einnig fram að ríkisspítalarnir reka sam- tals 8 leikskóla og skóladagheimili með samtals 250 rýmum, Borgar- spítalinn rekur 3 leikskóla og 1 skóladagheimili með 130 rýmum og Landakotsspítali rekur 3 dag- vistarheimili með 85 rýmum. Landspítali og Landakotsspítali hafa borgað að fullu stofnkostnað dagvistarheimila sinna en Reykja- víkurborg hefur borgað að fullu stofnkostnað fyrir heimili Borgar- spítalans. Operan í San Francisco: Magnús gerir samn- ing til tveggja ára MAGNÚS Baldvinsson óperu- söngvari hefur gert nýjan samn- ing til tveggja ára við óperuna í San Francisco, sem hefst í marz næstkomandi. Þegar er ákveðið að Magnús syngi hlut- verk konungsins í Ario Dante eftir Hándel, Mustafa í Italien girl Algiers eftir Rossini, Don Bastilio í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini og Colline í La Boheme eftir Puccini. Með síð- astnefnda verkið fer óperan í ferðalag til Japan í febrúar 1993. Undanfarið hefur Magnús ferð- azt með San Francisco óperunni um Bandaríkin og sungið hlutverk Barónsins í La Travíata eftir Verdi. Magnús var væntanlegur til íslands 7. desember í jólaleyfi. I febrúarlok lýkur söngferðalaginu um Bandaríkin og tekur þá hinn nýi samningur við. Magnús Baldvinsson óperusöng- vari. Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á ljóðum Hórasar í SKUGGA lárviðar - þrjátíu ljóð eftir Hóras í þýðingu Helga Hálfdanarsonar eru komin út hjá Vöku-Helgafelli. í formáia segir þýðandinn m.a.: „Hin ljóðrænu kvæði Hór- asar, Carmina, hafa öll varð- veitzt; þau eru um hundrað að tölu og hafa notið mikilla vin- sælda allt til vorra daga. Þau eru einföld og einlæg, hispurslaus og hressileg. Hann löfar þau gæði sem lífið hefur að bjóða, félags- skap góðra vina og fagurra kvenna, göfuga þrúgnaveig, náttúrufegurð og sveitabýli sitt uppi í Sabínafjöllum. Einnig lof- syngur hann gyðju skáldlistar- innar, sem veitir honum meira yndi en allt annað og reisir hon- um þann minnisvarða sem betur mun endast en líkneskja úr málrni. Lífsspeki hans er næsta óbrotin: Láttu aldrei blekkjast, allra sízt af sjálfum þér, vænztu ekki mikils af framtíðinni, vertu nægjusamur, njóttu hvers dags sem ávaxtar af lífsins tré, taktu jafnt áföllum sem höppum með jafnaðargeði, og mundu að dauð- inn er ávallt í nánd.” I bókarlok eru svo skýringar orða og nafna og sérstakur kafl' um bragarhætti, ljóðaskrá og „Halakleppur”, þar sem Helgi Hálfdanarson gerir grein fyrir áhuga sínum á ljóðum frá fyrri tíma. Bókin er 80 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.