Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 14
I>KJI))JytlAGfylý, f Q.) |{^SflMB.E>H, 1991
í einlægni
Bókmenntir
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
Stefanía (dulnefni): Súrar gúrk-
ur og súkkulaði. Guðlaug Guð-
mundsdóttir þýddi. Mál og menn-
ing 1991, 212 bls.
Við verðum að geta boðið börn-
um og unglingum upp á tvenns
konar bókmenntir. Annars vegar
verða að vera á boðstólum bækur
sem gefa ímyndunarafli lesandans
lausan tauminn í frásögnum af
fjarlægum og oft ójarðneskum fyr-
irbærum. Bækur sem innihalda
ævintýrapersónur, verur frá öðrum
stjömum eða heimum, tröll og for-
ynjur. Söguþráður þessara sagna
er óraunverulegur en yfirfærslu-
gildi þeirra mikið. Hin tegund
bamabóka er ekki síður mikilvæg.
Þar eru sagðar sögur af trúverðug-
um ungmennum sem eiga við sömu
eða svipuð vandamál að stríða og
bamið eða unglingurinn sem tekur
sér bókina í hönd. Þráðurinn hjálp-
ar þeim oft á tíðum til að átta sig
á sínum eigin raunvemleika og
gera sér grein fyrir að vandi þeirra
er hvorki sérstakur né einstæður.
Með þeim sjálfsagða fyrirv^ra
að oft á tíðum er þessum tveimur
tegundum bókmennta blandað
saman verður að viðurkenna að
lítið hefur borið á unglingabókum
af síðara taginu hérlendis að
undanförnu. Þá eru raunsæjar
unglingasögur fágætari en sam-
svarandi fyrir stráka. Einnig virð-
ast unglingar á aldrinum 11-13
ára vera afskiptari en þeir sem
eitthvað eldri era.
Minningar hinnar frönsku Stef-
aníu era skemmtileg undantekning
frá þeim skáldsögum sem hafa
verið ráðandi á þessum markaði
að undanfömu. Reyndar er varla
hægt að bera hana saman við
frumsamdar unglingasögur því
Súrar gúrkur og súkkulaði er sjálf-
ur raunveraleikinn, einlæg dagbó-
karlýsing 13 ára stúlku á umbrota-
skeiði römmuðu inn af áhyggjum
hennar yfir að vera ekki byijuð á
túr. Hún finnur sér hvergi stað í
tilverunni:
Ég spurði mig spurninga. Ég
bjó til lista.
— Er ég kona? Nei.
— Er ég stelpa? Nei.
' — Er ég strákur? Nei.
— Erégkrakki? Nei. (Bis. 107.)
Ekki bætir úr skák að hjónaband
foreldra Stefaníu stendur höllum
fæti og hvorki faðir hennar né
móðir geta veitt henni þann stuðn-
ing sem hún þarfnast. Hjónin eru
óvinir eins og annað fullorðið fólk
sem er skræfur, ef ekki lygarar
og skíthælar að mati Stefaníu (bls.
111). Einu ljósu persónurnar í lífi
Stefaníu eru Nicole tónlistarkenn-
ari, sem þó má sín lítils gagnvart
óréttlæti heimsins, og Hinn, sem
heitir réttu nafni Jóel og er eldri
bróðir Pablós, skólabróður hennar.
...en það erenn von
Gerðu eitthvað í málinu. Fáðu þér myndlykil að Stöð 2 í dag og þá getur þú
horft á fjölbreyttara sjónvarpsefni og lengri dagskrá. Þér líður strax betur.
Hvort á sinn hátt eru þau áhrifa-
valdar í lífi Stefaníu.
Nicole lætur Stefaníu finna að
hún sé einhvers virði en það er líka
henni að þakka að Stefanía lærir
að meta tónlist. Þessi lýsing er ein
sú áhrifamesta í bókinni enda er
upplifun Stefaníu svo sterk að hún
á erfitt með að segja nokkrum frá
henni. Hinn er bundinn í hjólastól,
að hann segir í upphafi, vegna
hungui’verkfalls sem hann fór í til
þess að mótmæla því hve strangir
foreldrar hans væru en seinna
ljóstrar hann því upp að hann sé
með vöðvarýrnum og eigi aðeins
fjögur til fimm ár eftir ólifuð. Stef-
anía áttar sig þá á því að hún er
ekki ein um að eiga í erfíðleikum
og snýr heim en enginn er heima
frekar en fyrri daginn svo hún
ákveður að gera alvöru úr því að
stijúka að heiman. Þegar hún kem-
ur aftur til baka virðist allt fallið
í ljúfa löð og Stefanía er orðin
kona. Frásögnin sem alla söguna
hefur verið í 1. persónu hverfist
yfir í 3. persónu og atburðurinn
sem átti að marka hin miklu tíma-
mót virðist hversdagslegur.
„Hún hugsaði um allt sitt líf,
þijá, ijóra fimm eða sex daga á
mánuði yrði hún að hafa bindi og
hún spurði sig af hveiju sig hefði
langað svona ofboðslega til að
þetta byijaði.” (Bls. 210). Með
breyttu sjónarhorni er lögð áhersla
á að hún hefur þroskast og fengið
nokkra yfirsýn yfir fyrri reynslu
sína.
Stefanía er heillandi stelpa,
eftirtektarsöm og einlæg. Hún er
einstök, geymir beinagrind af nag-
grísnum sínum á gluggasyllunni
svo eitthvað sé nefnt, en um leið
er hún venjuleg og gengur í gegn-
um svipaða hluti og margar stelpur
á hennar aldri. Stúlkur á aldrinum
12-15 ára ættu því að finna eitt-
hvað við sitt hæfi í bókinni en einn-
ig fullorðið fólk einfaldlega vegna
þess að Stefanía er umfram allt
sönn manneskja þó vandamál
hennar séu fyrst og fremst vanda-
mál unglinga.
Aðrar persónur standa í skugga
Stefaníu. Foreldram hennar, sem
bregður fyrir, er lýst sem fírrtu
nútímafólki og vinkonur Stefaníu,
Soffía, Natalía, Valería og Júlía,
eru á dálítið annarri línu en hún.
Minnimáttarkennd hennar yfír því
að vera sú eina sem ekki er byijuð
á túr spillir líka sambandinu við
þær. Hún kemst næst þeim þar
sem vinkonurnar hafa komið sér
fyrir í ró og næði á kaffíhúsi og
ræða í trúnaði um viðkvæm efni
eins og kynferðislegan unað og
menn sem bera sig frammi fyrir
stelpum. Þær kryfja málin til
mergjar og komast að þeirri niður-
stöðu að enginn sem þær þekktu
hefði nokkurn tíma fengið kynferð-
islega fullnægingu og líklegt sé
að flestar stelpur á aldrinum 8-14
ára verði fyrir áreitni „flassara”.
Hér eru á ferðinni málefni sem
fæstir rithöfundar treysta sér til
að fjalla um, því miður, vegna þess
að þessi mál era dæmigerð fyrir
það sem ekki á að tala um en
geta legið þungt á hjarta.
Hér að framan er talað um að
erfítt sé að bera bókina saman við
skáldsögur fyrir unglinga. Engu
að síður má geta þess að einlægni
Stefaníu speglast í tæram stíl
hennar þar sem má finna perlur.
Má þar sérstaklega minnast á þá
kafla þegar hún lætur hugann
reika. Ég enda mál mitt á stuttri
tilvitnun af þessu tagi undir lok
sögunnar: „Þegar fólk segist hafa
blæðandi hjarta vegna einhverrar
þjáningar eða óhamingju held ég
að það sé eins og þegar konur
hafa blæðingar. Þær eru blæðandi
hjarta en blóðið kemur út á milli
fótanna einu sinni í mánuði. Það
er til þess að losa þær undan öllum
raunum sem liggja á þeim í mánuð-
inum sem er að líða. Svo er mögu-
legt að það sé vegna raunanna sem
munu koma í mánuðinum á eftir.”
(Bls. 220.)
Þýðing Guðlaugar Guðmunds-
dóttur er gerð af mikilli natni og
frágangur bókarinnar er til fyrir-
myndar.