Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 15 Trunt, trunt og tröllin í Fellunum Bókmenntir Kjartan Árnason Gunnar Harðarson, Magnús Gestsson, Sigfús Bjartmarsson: Tröllasögur. Skáldsagnir, 79 bls. Bjartur 1991. Hafi íslendingar skriðið útúr moldarkofunum á stríðsárunum, þá stigu þeir inní blokkina af fullum þunga á 8. áratugnum þegar heilu hamrabeltin höfðu risið úr gljúfrum og gígum uppá því breiða holti sem gengur uppúr Elliðaárdalnum og heldur áleiðis inntil heiða. Á þessu holti varð stór hluti Reykvíkinga, gamalla og nýrra, bergnuminn í heilu lagi og næstum í einni svipan. Breiðholtið er táknið fyrir íslenskan samtíma, fólksflutninga og hreppa- flutninga, þjóðfélagslegt umrót. Breiðholt, þetta lostafulla synda- bæli, spillingarinnar Paradís. Sam- kvæmt goðsögninni. Þótt slíkar hugmyndir um þennan blett á Reykjavíkurkortinu séu nú óðum að úreldast, eimir enn eftir af þeirri hugsun að staður þessi sé birtingar- mynd „yfirstandandi veruleika” (einsog stjórnmálamaðurinn sagði) með öllum þeim kostum en kannski einkum löstum sem honum fylgja. Það er því ekki undarlegt að nútíma tröllasögur gerist að all- nokkrum hluta í Breiðholtinu. Mað- ur finnur mest fyrir fjarskanum milli nútímans og „þjóðsögulegs tíma” þegar þjóðsaga gerist í Breið- holti þarsem hið þjóðlega orðfæri er einsog nátttröll undir sjö hæða hamravegg. En það er líka í aðra röndina fyndið af því alltíeinu renna saman tvennir tímar, forneskja þjóðsagnanna og nútíminn: Tröllið í Fellahelli, Flagðið í Vesturbergi, Gullið íFellahelIi, Rumurinn íFann- afelli, Móðir mín í blokk, blokk eru heiti nokkurra sagna í Tröllasögum þeirra þremenninga Gunnars, Magnúsar og Sigfúsar. Þetta eru vanir menn, skáld og rithöfundar og ágætlega heima í þjóðlegum sagnaarfi. Sumsstaðar er alþekktum þjóðsögum snúið uppá nútímaaðstæður, Búkolla verður japanskur sendibíll, lata stúlkan í sögunni um Gilitrutt er nemi í ís- lensku við háskólann og nennir ekki að gera BA-ritgerðina sína; fyfir djarflega framgöngu Sverris Tómassonar leiðbeinanda síns, kemst hún að því að tröllið heitir Finnur Jónsson (en ekki Örnólfur, Matthías — eða Gilitrutt), og um- skiftingurinn alkunni (þessi 18 barna) reynist vera úr 'Álfheimum 27. Aðaltrixið í sögunum er að skapa andstæðu milli fornfálegs þjóð- sagnastíls og nútímastaðhátta, orða úr nútímamáli og allskyns nútíma- hluta: tölva, forrita, bíla og vélar- hluta. Þessi leikur gæti þegar best lætur sýnt samtímann í nýju ljósi, stillt okkur upp frammifyrir öllum nátttröllum nútímans, en er hér of galsafenginn til að maður freistist til að skilja sögurnar táknrænum skilningi enda leikurinn tæpast til þess gerður. Það er þó helst hjá Sigfúsi að maður fellur í slíka freistni, einsog í fyrstu sögu hans af Heildsalanum og hryssunni sem hló sem reyndar hefst á nokkuð snjáðum brandara um bilaðan kar- borator, en síðar í sögunni klofnar hafið í tvennt svo standa má þurrum fótum á botni þess og tína fiska, það flæðir þó að um síðir og hetjan sleppur við illan leik til lands uppí leggöngum hryssunnar, líktog Jón- as sem raunar var í iðrum hvalsins. Sigfús heldur sig ekki stranglega við form þjóðsögunnar nema helst í stíl og stöðluðu orðfæri og fyrir vikið verða sögur hans heldur skáld- legri en sögur Gunnars og Magnús- ar. Sigfús er víða orðljótur einsog stundum áður en að sama skapi karlmannlegur á þjóðlega vísu. Tröllasögur er fyrst og fremst skemmtileg bók, sögurnar umfram annað „kímnisögur” þótt þær kunni að bregða sér í annað gervi. Tröllin eru gjarna aumkunarverðir klunnar og hetjurnar ekki síður spaugilegar ef útí það er farið. En það sem ég tel þó að geri þessa bók að því sem hún er, eru einkum ágæt tök höf- undanna á formúlu þjóðsögunnar, stíl hennar og stöðluðu tungutaki. Þannig geta þeir leyft sér að hlaupa með arfinn útum víðan og snúa honum uppá þær aðstæður sem þeim lýst bestar. Bókum flugsögu Islands Út er komið hjá Erni og Örlygi fyrsta bindið í þriggja bóka flokki sem ber heitið Flugsaga íslands í stríði og friði í samantekt Eggerts Norðdahl. I kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni eru um 200 ljósmyndir af flugvélum, mönnum og mannvirkj- um sem tengjast fluginu, þar af fjöld- inn allur úr síðustu heimsstyijöld og teknar voru hér á landi. Fæstar þeirra hafa birst áður á prenti. Verkið hefst með komu fyrstu flugvélarinnar árið 1919. Rakin er saga flugfélaganna og sagt frá stofn- un fyrstu félaga flugáhugamanna en sum þeirra eru starfandi enn í dag. Sagt er frá upphafi millilandaflugs og uppbyggingu flugvalla og hér á landi auk einka- og atvinnuflugvéla. Einnig er í verkinu að finna frásagn- ir af frumheijum sem flugu yfír Atl- antshafið. I Flugsögu Islands er í fyrsta sinn rakin saga herflugs hér og yfir höfunum í kringum landið á árum síðari heimsstyijaldarinnar." Margar þessara frásagna koma nú í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings. Stór bók fyrirböm ÚT ER komin hjá Skjaldborg hf. spjaldabók sem nefnist Risabókin um mannslíka- mann. Hún er rúmlega 60 sm á hæð og 40 á breidd. í bókinni er útskýrt afar myndrænt hvernig mannslíkam- inn starfar og er það gert á tákn- rænan hátt svo auðskilið verði hveiju barni. Kaflaheiti hverrar opnu í bók- inni eru eftirfarandi: Það sem þú ert, Þú hreyfir þig svona, Af hveiju dregurðu andann, Matur og drykkur, Hvernig þú hugsar og finnur til, Hvernig þú stækk- ar. Á bakhlið bókarinnar er kvarði sem hjálpar til við að mæla hæð og þyngd bamanna og leiðbeiningar um hvernig hægt er að prófa bragðskynið, húðskynið, telja púlsinn og fylgj- ast með því hvernig fæturnir vaxa. Bókina hefur þýtt Óttar Guð- mundsson læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.