Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 24

Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Hvers á Alþingi að gjalda? eftir Gunnar Inga Gunnarsson Alþingi Islendinga á sér merka sögu, eins og allir vita og flestir þekkja. Saga þess hefur ávallt kallað á virðingu landsmanna og innst í hjarta^sínu vilja allir landsmenn, að Alþingi búi við reisn og sæmd. í útlöndum setja íslendingar sig oft í menningarlegar montstellingar, þegar þeir segja frá Alþingi og sögu þess, og menn ætlast til, að útlend- ingar hlusti á með tilheyrandi lotn- ingu. Þegar heim er komið, hinsveg- ar, er allt annað upp á teningnum. Á heimaplani tala menn oft háðslega um brúðuleikhúsið við Austurvöll. Sumir halda því fram, að þing- mennirnir okkar séu alltof margir, geri lítið sem ekkert af viti, og fái fyrir það allt of hátt kaup. Fólk hefur lýst því yfir, að á þingmenn og aðra pólitíkusa sé alls ekki treyst- andi. Þeir lofi alltaf öllu fögru og svíki síðan alltsaman. Hver ætli sé skýringin á þessum ummælum kjósenda? Hvað skyldi sjálfum þingmönnunum fínnast? Er þetta réttmæt gagnrýni? Og ef svo er, hver ber þá ábyrgðina á van- traustinu og trúnaðarbrestinum? Reynum að skoða málið betur. Þáttur þingmanna Nýlega sá Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, sig tilneyddan til að skamma nokkra þingmenn fyrir ósæmandi hegðun og vísvitandi truflun á þingstörfum. Forsætisráð- herra kvaðst hafa orðið fyrir vissum vonbrigðum með þennan nýja vinnu- stað sinn. Þar gengi öll málefnaleg vinna mun ver fyrir sig en í borgar- stjórn, enda kvað forsætisráðherra marga þingmenn, og höfðaði þá sér- staklega til stjórnarandstæðinga, eyða dýrmætum tíma Alþingis í fá- nýtan kjaftavaðal. Hann líkti þing- inu jafnvel við kjaftaklúbb í gaggó. Viðbrögð þingmanna urðu misjöfn. Sumir fylltust guðdómlegri vand- lætingu og ruku í ræðustól. Stein- grímur J. Sigfússon setti upp geisla- bauginn, fordæmdi forsætisráðherra og heimtaði afsökunarbeiðni. Sumir þingmenn sögðu, að Davíð Oddsson hefði móðgað þingheim allan og hina virðulegu stofnun. En Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra, benti réttilega á, að Davíð forsætis- ráðherra, hefði aðeins sagt brot af því, sem restin af þjóðinni væri dag- lega með á milli tannanna, þegar rætt væri um Alþingi og þingmenn. Öll þjóðin fékk að skoða þennan farsa í sjónvarpi. Margir sómakærir þingmenn samþykktu ummæli for- sætisráðherra með þögninni. Aðrir settu upp helgisvip, eins og Stein- grímur J. Sigfússon og andmæltu. Hjá þeim kom sú skoðun fram, að niðurlæging Alþingis og öll óreiðan í þinginu, hefði fyrst byijað með þingsetu forsætisráðherra. Hann væri raunar sjálfur vandinn! En hvað er það, sem er raunverulega að á Alþingi? Getur verið, að hin hefð- bundnu ósannindi í íslenzkri pólitík, hið augljósa lýðskrum einstakra þingmanna og hin sveiflukennda hentistefna þeirra valdi þeim trúnað- arbresti, sem nú ríkir milli kjósenda og þingmanna. Getur verið, að afar mikið vinnuálag, léleg starfsaðstaða og afleit launakjör þingmanna eigi þar einnig stóran þátt? Vitum við raunar öll, að niðurlægjandi launa- kjör þingmanna neyða suma þeirra til að koma sér upp gervilögheimili, til þess að betrumbæta afkomuna. Á launamarkaðinum er Alþingi sennilega alls ekki samkeppnisfært við meðallaunuð störf í miðlungs- stórum einkafyrirtækjum. Er það ekki hluti vandamálsins? Við óbreytt ástand er sennilega framundan at- gervisflótti úr sölum Alþingis. Eða hefur atgervisflóttinn þegar átt sér stað, að einhverju leyti? Honum er alla vega ekki alveg lokið, því á Alþingi sitja enn þingmenn búnir beztu mannkostum og hæfíleikum. Þáttur kjósenda íslandsmaðurinn, eins og ég kýs stundum að kalla landann, hefur sjaldnast látið að stjórn og hann hefur illan bifur á öllu valdi, sem ekki er hægt að ráðskast með. ís- lenzk smákóngaveldi eru ennþá í fullu gildi. Sumir kjósenda líta á þingmenn sína sem einkafyrir- greiðslumenn og þeim finnst þeir geta skorið á hinn pólitíska nafla- streng þeirra, ef einkaþingmennirir neita að þjóna sérhagsmunum þeirra innan Alþingis, sem utan. Þessum kjósendum finnst réttmætt að geta átt sinn þingmann, enda splæsa sumir þeirra á þingmanninn veiga- meiri atkvæðum en meirihluti lands- manna getur boðið upp á. Flestir kjósendur vita vel, að þingmenn eru á skammarlega lágum launum. Samt virðast fæstir kjósendur vilja bæta kjör þingmanna sinna. Kjaradómur þorir heldur ekki að leiðrétta launa- kjörin af ótta við viðbrögð kjósenda. Svo eru það ráðherrabflamir. Það er orðið hefðbundið sport hér á landi, að setja af stað kerfisbundið og smáborgaralegt þjóðarröfl, fyrir þær Jólapakkar með DHL Með sfjörnuhraða í skammdeginu! SÉRSTAKT JÓLAPAKKATILBOÐ TIL ALLRA VIÐSKIPTAVINA DHL Þegar þú hefur eytt tíma, orku og peningum í jólapakkana, er það auðvitað þess virði að tryggja að þeir komist til skila ó réttum tíma. Þess vegna er best að fela DHL að sjó um jólasendingarnar. DHL losar þig við allar óhyggjur og leysir vandann ó hagstæðan hótt. Hringdu þegar í stað í DHL, Skeifunni 7. Síminn er (91) 689 822. Jólakveðjan þín er svo að segja farin af stað þegar þú hringir. Pokko sem ofhendo ó fyrir jól verðo oð berost DHL eigi siðar en þonn 16. desember. Mundu að DHL sækir heim og ofhendir heimo. WORLDW/DE EXPRESS Hradar en jólasveinninn! Gunnar Ingi Gunnarsson „Hvort tveggja er, hins vegar, allt of algengt, áð fjölmiðlafólk ieiti að einskisverðum ágrein- ingi, bæði innan flokka og milli flokka, til þess eins, að setja á svið ómerkilegan hanaslag milli annars ugglausra pólitíkusa, sem láta lokkast út í sviðsljósið í Ieit að athygli og kannski nokkrum at- kvæðum.” sakir einar, að einhver ráðherra hef- ur látið embætti sitt kaupa nýjan bíl! Og það jafnvel ósköp venjulegan bíl, eins og öllum fínnst raunar eðli- legt, að allir Jónar í næstu húsum geti keypt sér! Á meðan bílaröflið og skammirnar eru látnar dynja á ráðherra, vill íslandsmaðurinn vaða rýjateppin sín upp í hné og þekja allt innanstokks hjá sér með gull- brydduðum palísander. En ráðherrar skulu keyra um í Fiat síró! Já, það er sko gott að eiga sinn þingmann, en það skal halda honum á óbreytt- um starfskjörum og naflastrengur- inn verður skorinn, ef hann stendur sig ekki í fyrirgreiðslunni. Þannig vilja anarkistamir hafa lýðræðið í verki. Þáttur fjölmiðla Margir segja að elhúsdagsumræð- ur á Alþingi séu með því ömurleg- asta, sem hægt sé að horfa á í sjón- varpi. Jafnvel verra en norska sjón- varpsdagskráin. Sagt hefur verið, að sjálfspíningarhvötin ein sé nógu sterk, til að halda meðalviðkvæmum manni við skjáinn alla syrpuna. í þeim sjónvarpsþætti vinna saman þingmenn og fjölmiðlar í því að mis- þyrma kjósendum. Öll súpan, hið pólitíska skítkast,- lýðskrumið og hin hefðbundnu ósannindi, flæðir inn á stofugólf landsmanna, sem eru allir löngu búnir að fá nóg af hinni tíma- skökku leiksýningu hreppapólitíkur- innar. Sjónvarpsefnið er látið flæða gagnrýnislaust úr skerminum og að lokum býður þulurinn góða nótt, upp úr miðnætti. Þá eru þeir, sem ekki höfðu haft bolmagn til að forða sér frá sjónvarpinu, komnir með fer- köntuð augu og óþægilegt suð fyrir eyrum. Efnislega situr ekkert eftir. Og að þessu öllu loknu skríða lands- menn upp í rúm til þess að láta sér batna. Já, fjölmiðlar og íjölmiðlafólk eiga sannarlega fjölbreyttan hlut að máli. Þess ber þó að geta, að fjölmiðlar og starfsfólk þeirra sinna stundum Alþingi á hin bezta máta og flytja fræðandi fréttaskýringarþætti og góð viðtöl. Hvort tveggja er, hins vegar, allt of algengt, að fjölmiðla- fólk leiti að einskisverðum ágrein- ingi, bæði innan flokka og milli flokka, til þess eins, að setja á svið ómerkilegan hanaslag milli annars ugglausra pólitíkusa, sem Iáta lokk- ast út í sviðsljósið í leit að athygli og kannski nokkrum atkvæðum. Hitt er ekki síður ámælisvert, þegar fjölmiðlamenn, eins og t.d. hann Bjarni Dagur (á Bylgjunni 2. des- ember sl.) lætur æðstaprest lýðskr- umaranna, Ólaf Ragnar Grímsson, taka alla stjóm útvarpsþáttar í sínar hendur í heila klukkustund og leyfír honum að hella ómerkilegum áróðri úr flóðgáttum sínum yfír stóran hluta þjóðarinnar án aðhalds og gagnrýni. Ólafur Ragnar Grímsson komst þama óáreittur upp með stað- lausar fullyrðingar í anda hins versta úr heimi lýðskrumsins. Svona mega fjölmiðlamenn auðvitað ekki láta misnota sig. Lokaorð íslenzk pólitík virðist vera í öng- stræti. Óbreytt framhald en óhugs- andi til lengdar. Útlínur flokka eru víða óljósar, og margir stjórnmála- menn virðast á röngum teinum. Sumir þeirra sigla jafnvel undir röngum fána. Margir þingmenn þurfa augljóslega að taka upp nýja starfshætti, til að endurreisa megi trúnaðartraustið. Kjósendur þurfa að veita þingmönnum uppreisn æru með því að gera hvort tveggja, bæta starfsaðstöðu þeirra og launakjör strax og aðstæður leyfa. Kjósendur og fjölmiðlar þurfa að láta af ómerki- legu og smáborgaralegu nöldri og röfli, eins og t.d. vegna ráðherrabíla. Fjölmiðlafólk þarf að takmarka vemlega óheftan aðgang lýðskmm- ara að kjósendum og hætta að etja mönnum saman til þess eins að búa til frétt. Þingmenn þurfa að vanda mun betur aðgang fjölmiðla að sér og veita fréttamönnum málefnalegt aðhald í viðtölum. Og síðast, en ekki sízt, á íslandsmaðurinn að sýna Al- þingi að minnsta kosti svipaða virð- ingu og hann vill að stofnunin njóti meðal útlendinga. Þannig er hægt að vonast til að vítahringurinn rofni, að’Alþingi öðl- ist á ný þá virðingu, sem saga þess og hefð gerir fyllilega réttmæta. Höfundur er yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ. Bók um Guðmundar- o g Geirfinnsmál ÚT ER komin hjá Skjaldborg hf. bókin Aminntur um sannsögli, skráð af Þorsteini Antonssyni. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „I bókinni er rakin allítarlega at- burðarás svokallaðra Guðmundar- og Geirfinnsmála, er skóku íslenskt þjóðlíf fyrir rétt rúmlega hálfum öðrum áratug. Sagt er frá þessum málum frá fleiri en einu sjónarhorni og allir þættir þessara mála tíundaðir, allt frá fyrsta aðdraganda til þess að n'okkur ungmenni eru dæmd fyrir hæstarétti árið 1980, sökuð um tvö mannsdráp. Miklar kviksögur urðu til í kring- um þessi mál á sínum tíma sem, eins og segir á bókarkápu „teygðu þráðinn inn í hvern krók og hvern kima þjóðfélagsins”.” Bókin er 461 blaðsíða. Þorsteinn Antonsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.