Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUIt 10. DESEMBER 1991 29 Islensku bókmenntaverðlaunin 1991: 10 bækur tilnefndar Þeir sem próf’ann einu sinni, kaup’ann aftur ... og aftur!!! 10 BÆKUR er heyra til fagurbókmennta, fræðirita og rita almenns eðlis voru tilnefndar til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1991 við hátíðlega athöfn í Listasafni Islands í gær. Skólakór Kársness söng við athöfnina. Heimir Pálsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda, sagði að gerðar hefðu verið þær breytingar á íslensku bók- Chalume- aux-tríóið á Háskóla- tónleikum SJÖUNDU Háskólatóhleikar vetrarins verða í Norræna hús- inu á morgun, miðvikudaginn 11. desember kl. 12.30. Þá leikur Chalumeaux-tríóið verk eftir Schubert, Beethoven og Mozart. Tríóið samanstendur af Óskari Ingólfssyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni, sem leika á bassetthorn og klarinettur. Þeir Óskar, Kjartan og Sigurður hafa starfað saman nokkur undanfarin ár, með óformlegum hætti þó. Þeir hafa áður komið fram á Háskóla- tónleikum og gert upptökur fyrir Ríkisútvarpið. Verkin sem leikin verða eru: Æfing fyrir söngraddir og tölusett- an bassa eftir Schubert, hér umrit- uð fyrir klarinettu, bassetthorn og bassaklarinettu. Eftir Beethoven verður flutt tilbrigði um stef Moz- arts „La ci darem la mano” úr Don Giovanni, og síðast á efnisskránni er Divertimento KV 439b eftir Mozart. Aðgangur er 300 kr. en 250 kr. fyrir handhafa stúdentaskírteinis. menntaverðlaununum að fækkað hefði verið til muna í dómnefndum. Tvær þriggja manna nefndir hefðu valið fimm bækur hvor og tilnefnt sem sérstaklega athyglisverðar bækur til verðlaúnanna. Dómnefnd _ fagurbókmennta skipa Vésteinn Ólason, prófessor, tilnefndur af Félagi íslenskra bó- kaútgefenda, Helga Kress, dósent, tilnefnd af heimspekideild Háskóla Islands og Sigurður Pálsson, skáld, tilnefndur af Rithöfundasambandi íslands. Þeir íjölluðu um fræðibæk- ur og rit almenns eðlis voru Sigríð- ur Th. Erlendsdóttir, sagnfræðing- ur, tilnefnd af Félagi íslenskra bó- kaútgefenda, Haraldur Ólafsson, mannfræðingur, tilnefndur af hug- vísindadeild Vísindaráðs og Örnólf- ur Thorlacius, rektor, tilnefndur af félagi höfunda fræðirita og kennsl- ugagna. Þess má geta að einungis er val- ið úr þeim bókum, sem sendar eru inn í keppnina, en það er aðeins hluti af þeim bókum, sem gefnar eru út fyrir jólin. Eftirtaldar fagurbókmenntir voru tilnefndar til verðlaunanna: Svanurinn eftir Guðberg Bergsson, Islenski draumurinn eftir Guðmund Andra Thorsson, Jarðmunir eftir Þeir sem fengu tilnefningu fyrir rit sín eða fulltrúar þeirra. F.v.: Anna Jónsdótlir, Þorlákur Kristins- son, Einar Már Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Árni Einarssson, Sigur- veig Guðmundsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Arnþór Garðarsson, Guðrún Kvaran, Sigurður Jóns- son, Guðjóij Friðriksson og Jóhann Páll Valdimarsson. Hannes Sigfússon, Fyrirge/ning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son, Klettur í hafi eftir Einar Má Guðmundsson með myndum eftir Þorlák Kristinsson (Tolla). Dóm- nefndin fjallaði um 32 bækur í þess- um flokki. Þá voru eftirtaldar fræðibækur og rit almenns eðlis tilnefnd til verð- launanna: Saga Reykjavíkur-bær- inn vaknar eftir Guðjón Friðriksson, Þegar sálin fer á kreik, minningar Sigui'veigar Guðmundsdóttur kenn- ara í Hafnarfirði skráð af Ingi- björgu Sólnínu Gísladóttur, Þjóðlíf og þjóðhættir eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Nöfn íslendinga eftir Gurúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni og Náttúra Mývatns en ritstjórar þeirra bókar eru Arn- þór Garðarsson og Árni Einarsson. Alls voru sendar inn 21 bók af þess- um flokki. I lokadómnefnd sitja formenn fyrri nefndanna tveggja þ.e.a.s. Vésteinn Ólafsson og Sigríður Th. Erlendsdóttir auk fulltrúa Háskóla íslandg. Hann er að þessu sinni Vilhjálmur Árnasson, heimspeking- ur. Sumir eru drýgri með sig en aðrir!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.