Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 41
MORGÚnBLAÐIÐ ÞRIÐÍÚdÁgÚr 'io'/ dÉsÉmBER 1991
Fimm þingmál til nefnda:
Breytingar á lögum um eftir-
laun aldraðra vísað tíl nefndar
Fjárlagagerðin og niður-
skurður var mönnum of-
arlega í huga á alþingi í
gærdag.
ÞINGSTÖRF gengu óvenju vel og rösklega fyrir sig á Alþingi í gær.
Þó leiða megi að því líkur að þingmenn hafi verið með hugann við
eitthvað annað en þau mál sein voru á dagskrá 46. fundar Alþingis í
gær. Þingmenn voru önnum kafnir við viðræður sín á milli í göngum
og fundarherbergjum víðsvegar. Það var ljóst og auðheyrt að fjárlaga-
gerð og niðurskurður var mönnum efst í liuga og fremst á tungu. Að
jafnaði var ekki fjölmenni í þingsal. Forsætisnefnd þingsins lét þó
ekki mannaflaskort, hamla þingstörfum nema síður væri. Síðdegis í
gær tókst að ljúka fyrstu umræðu um sex mál og fimm mál voru af-
greidd til nefnda.
Frumvarpi til laga um breyt-
ingu á lögum um eftirlaun til aldr-
aðra var vísað til heilbrigðis- og
trygginganefndar. Frumvarpi um
breytingu á lögum um almanna-
tryggingar var vísað til heilbrigðis-
og trygginganefndar. Frumvarpi
um vatnsveitur sveitarfélaga var
vísað til félagsmálanefndar. Frum-
varpi um lífeyrissjóð bænda var
vísað til efnahags- og tiygginga-
nefndar.
Frumvarpi um aukatekjur ríkis-
sjóðs var vísað til efnahags- og við-
skiptanefndar. Frumvarpið varðar
ýmis gjöld sem ríkisvaldið innheimtir
fyrir þjónustu sína og eftirlit s.s.
dómsmálagjöld, skráningargjöld,
gjöld fyrir veitingu atvinnuréttinda,
leyfisgjöld fyrir atvinnustarfsemi.
Með þessu frumvarpi er horfið frá
því að ráðherra ákveði einstök gjöld
með reglugerð. I þessu frumvarpi er
gert ráð fyrir að í lög séu leidd ákveð-
in grunngjöld, sem síðan taki breyt-
ingum með hliðsjón af verðlagsbreyt-
ingum. Þannig sé það löggjafarvaldið
sem ákveði í reynd gjöld þessi en
ekki framkvæmdavaldið. Ólafur
Ragnar Grímsson (Ab-ltv) lýsti
stuðningi við þetta frumvarp og taldi
að sú leið sem það vísar til væri til
mikilla bóta. Kristínu Ástgeirsdóttur
(Sk-Rv) þótti ekki vera fullt sam-
ræmi milli sumra gjalda s.s. að leyfi
til að stunda almennar tannlækning-
ar á að kosta 50.000 krónur en leyfi
til tæknifræðinga, verkfræðinga,
arkitekta, lyfjafræðinga, viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga einungis
25.000 krónur. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra sagði skýringuna
vera þá að gjöldin hefðu verið
ákvörðuð í mismunandi ráðuneytum
og minnti hann reyndar að gjaldið á
tæknifræðinga og verkfræðinga
hefði verið ákvarðað allverulega
lægra í iðnaðarráðuneytinu. Annars
yrði sér „heldur þungt um mál og
tungu að hræra” þegar hann væri
beðinn um að útskýra allar forsendur
fyrir gjaldtöku í frumvarpinu. (Þess
má geta að t.d: „Leyfi til áfengisveit-
inga (tækifærisveitinga) kr. 5.000.”
Það má ætla að löggjafarvaldið vilji
stuðla að bindindissemi því: „Leyfi
til tækifærisveitinga, kr. 3.000.” Inn-
skot. Blm.)
Ennfremur varð lokið umræðu um
frumvarp um stofnun sjóðs til að
styrkja efnilega íslcnska íþrótta-
menn. Ingi Björn Albertsson (S-Rv)
er fyrsti flutningsmaður en með-
flutningsmenn eru tuttugu og þrír
þingmenn úr öllum flokkum nema
Samtökum um kvennalista. Inga
Birni mun hafa láðst að leita eftir
stuðningi þingmanna úr þeim sam-
tökum. Kristín Ástgeirsdóttir (Sk-
Rv) sagði að þær kvennalistakonur
sem hefðu stundað sund og/eða kast-
að handbolta „væru soldið sárar”.
Kristín ætlar þó að taka þetta frum-
varp til velviljaðrar athugunar í
menntamálanefnd og ekki láta
sárindi ráða sinni afstöðu. Það kom
fram að kvennalistakonum voru al-
menningsíþróttir ofarlega í huga.
Ingi Björn og fleiri þingmenn töldu
frumvarpið geta gefið boltann, og
veitt sóknarfæri að því marki. Þegar
„okkar menn” vinna sigur þá draga
þeir fjöldann með.
Frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögum:
Jafnréttí sjúkra og fatlaðra barna
Þyrfti að ganga lengra segja stj órnarandstæðingar um þessar breytingar
FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar
miðar að því að tryggja jafnan rétt allra sjúkra og fatlaðara barna
og aðstandenda þeirra. „Greiða skal framfærendum fatlaðra og sjúkra
barna innan 16 ára aldurs, sem dveljast i heimahúsi, umönnunarbætur
allt að kr. 43.450. á mánuði ef andleg eða líkamleg hömlun barns hefur
í för með sér tilfinnanlcg útgjöld eða sérstaka umönnun eða gæslu.
Tryggingastofnun ríkisins úrskurðar og annast greiðslu umönnunar-
bóta að fengnum tillögum svæðisstjórna um málefni fatlaðra,” segir
m.a. í frumvarpinu.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
mælti fyrir málinu í gær. Hann gerði
grein fyrir því að allt frá gildistöku
laga um málefni fatlaðra, hafí verið
greitt fjárframlag til forráðamanna
þeirra barna og unglinga 16 ára og
yngri sem undir lögin féllu. Hafi það
sætt gagnrýni að ákvæði sem þetta
skuli ekki vera í lögum um almanna-
tiyggingar, m.a. vegna samræming-
ar á bótagreiðslum hins opinbera.
Heilbrigðisráðherra benti á að hér
væri ekki um kostnaðaraukningu að
ræða heldur eingöngu skipulags-
breytingu, með það fyrir augu að
koma á samræmingu þeirra bóta-
greiðslna sem um væri að ræða á
vegum ríkisins og að um þær fari
samkvæmt lögum um almannatrygg-
ingar en ekki lögum um málefni fatl-
aðra, sem fyret og fremst er ætlað
að tryggja fötluðum þjónustu. Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
lagði til að málinu yrði að vísað til
heilbrigðis- og trygginganefnd og
hraðað sem kostur væri til þess að
það gæti orðið að lögum um næstu
áramót.
Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl)
vísaði til þess ráðherrann hefði greint
frá því að þetta frumvarp væri vænt-
anlegt þegar hann svaraði fyrirspurn
hennar um málefni krabbameins-
sjúkra barna fyrir rúmri viku. Hún
þakkaði ráðherra fyrir flutning þessa
frumvarp en henni var engin launung
á því að hún hefði viljað fá að sjá
fleiri umbætur, aðalefni þessa frum-
varps væri einfaldlega flutningur á
umönnunarbótum milli lagabálka.
Nefndi hún m.a. í þessu sambandi,
styrki vegna heimilisaðstoðar og
ferðalaga. Síðast en ekki síst gagn-
rýndi hún einnig að frumvarpið gerir
ráð fyrir því að við 16 ára aldur falli
greiðslur umönnunarbóta niður.
Margréti taldist einnig svo til að stór-
lega væri vanáætlað fyrir þessum
greiðslum í frumvarpi til fjárlaga.
Finnur Ingólfsson (F-Rv) fagnaði
þessu frumvarpi en taldi að hér væri
á ferð fyrst og fremst lagatiltekt sem
hann myndi ekki standa gegn. En
honum þótti frumvarpið ganga of
skammt og minnti hann á frumvarp
sem heilbrigðisráðherra hefði kallað
„yfírboð”. Taldi Finnur afstöðu heil-
brigðisráðherra ámælisverða. Finnur
benti einnig á að upphæðin 43.450
krónur væri ekki rausnarleg og hlyti
þarna að vera eitthvað málum bland-
að. Hann kannaðist við þessa tölu
frá því í vor, en sér reiknaðist til að
nú ætti upphæðin að vera a.m.k.
47.111 krónur.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
þakkaði þingmönnum góðar undir-
tektir við meginefni frumvarpsins.
Hann vék nokkuð að þeim ábending-
um og athugasemdum sem komu
fram í máli fyrri ræðumanna. Ráð-
herrann kvaðst vel skilja að menn
vildu ganga lengra en hér væri la^
til. Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra benti m.a. á það að við 16
aldur öðlast, einstaklingur rétt til
örorkulífeyris sem hann fær sjálfur
til eigin þarfa. Sighvatur Björgvins-
son tók undir með Finni Ingólfsyni
að 43.450 krónur væri ekki rétt upp-
hæð; hér hefði orðið mistök, „pen-
naglöp”, og yrðu lagfærð.
Umræðu um málið varð lokið og
var málinu vísað til heilbrigðis- og
trygginganefndar eins og ráðherra
hafði gert tillögu um.
Stuttar þingfréttir
Búnaðarbankinn hf.
Guðni Ágústsson (F-Sl) og for-
maður bankaráðs í Búnaðarbank-
anum, sem er ríkisbanki, gagn-
rýndi harðlega áform ríkisstjórnar-
innar um að breyta 'nonum í hluta-
félag og selja hlut ríkisins. Guðni
hefur komið þessari gagnrýni á
framfæri í ýmsum fjölmiðlum og
einnig á 45. þingfundi, síðastliðinn
laugardag.
Bankaráðsmaðurinn telur næsta
víst að almenningur vantreysti
hlutafélagsskipaninni þegar um
banka sé að ræða. í bankaráði
slíkra banka sitji ekki fulltrúar
valdir af Alþingi heldur fulltrúar
fyrir hagsmunaaðila sem jafnvel
sumir hveijir hafi sýnt sig í því að
feta næsta vafasamar brautir.
Guðni telur að Búnaðarbankinn
hafi staðið sig betur í samkeppn-
inni við einkabanka: „þar er gætn-
in meiri, þar er fyrirhyggjan meiri,
töpin færri ... Margur atvinnurek-
andinn leitaði sér leiðsagnar gegn-
um þennan trausta banka.” Bank-
aráðsmaðurinn telur yfirlýsingar
um að einkavæða Búnaðarbankann
vera til þess fallnar að grafa undan
bankanum, jafnvel til þess ætlaðar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
álítur hins vegar ekki efni til að
ætla annað en að einkabanki sé
ekki síður í stakk búinn til að veita
viðskiptamönnum þjónustu og ör-
yggi. Muni ekki síður njóta trausts
og tiltrúar almennings. Foreætis-
ráðherra benti ennfremur á að í
síðari tið hafi íslenskur einkabanki
ekki farið á hausinn en það hafi
ríkisbanki gert.
2. umræðu um
fjárlagafrumvarpið frestað
Önnur umræða um frumvarp til
fjárlaga 1992 verður ekki í dag
eins og síðustu vonir höfðu staðið
til. Umræðan verður væntanlega á
morgun, miðvikudag. í upphaflegri
starfáætlun þingsins var gert ráð
fyrir því að frumvarpið yrði rætt
öðra sinni þriðjudaginn 3. desem-
ber og að þriðja umræða yrði næst-
komandi föstudag 13. desember.
Handafl/handleiðsla
Stjórnarandstæðingar, margir
hverjir, vilja beita „handafli” til að
ná niður vöxtum. Þoreteinn Pálsson
kirkjumálaráðherra vill veita
„handleiðslu". Stjórnarandstæð-
ingar hafa haldið því fram að kirkj-
umálaráðherrann sé að snúast til
átrúnaðar á þeirra úrræði.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
virðist hins vegar ekki óttast að
kirkjumálaráðherrann hafí turnast
til trúar á hjálpræði stjórnarand-
stæðinga. Forsætisráðherra bendir
á að í kirkjum veita prestar hand-
leiðslu en „í þeim samkomuhúsum
sem ég sótti meira á yngri árum
beittu útkastarar handafli”.
Bjargræði Davíðs Oddssonar
gegn óhóflegum og ókristilegum
vöxtum; vegur til velferðar á varan-
legur grunni: „Standa þannig að
fjárlagagerðinni að varanlegir
vextir verði þeirrar stærðar að at-
vinnulífið geti undir þeim risið.”
Forsætisráðherra veitti þessar
orðskýringar og útleggingu í orð-
ræðu um frumvarp um ráðstafanir
í ríkisfjármálum á árinu 1992 síð-
astliðinn laugardag.
350 milljónir af
jöfnunargjaldi
Þess er vænst að ýmis fylgi- eða
tekjuöflunarfrumvörp með fjárlag-
afrumvarpinu muni á næsta ári
afla ríkissjóði um 2 milljarða í tekj-
ur. Á sjöunda tímanum síðdegis í
gær var dreift hinu fyrsta af þess-
um tekjuöflunarfrumvörpum,
frumvarp til laga um breyting á
lögum um jöfnunargjald. Gjaldið
var upphaflega lagt á innfluttan
varning til að vega upp á móti
þeim uppsöfnunaráhrifum sem.inn-
lendar vörur urðu fyrir vegna þá-
verandi söluskattskerfís. Með upp-
töku söluskatts í árebyijun 1990
varð mikil breyting á en talið var
að uppsöfnunaráhrif söluskattsins
myndu gæta en um nokkra hrið. Á
síðasta þingi var gildistími jöfnun-
argjaldsins framlengdur til ársloka
1991 en gert var ráð fyrir því að
það yrði síðan aflagt. En nú segir
í greinargerð með því frumvarpi
sem dreift var í gær: „Ekki er með
nákvæmni unnt að segja til um
hvenær uppsöfnunaráhrifa af sölu-
skatti hættir að gæta og ákvörðun
um lokadag jöfnunagjaldsins getur
því ekki verið einhlít. Með tilliti til
þess og brýnnar tekuþarfar ríkisins
á næsta ári er hér lagt til að jöfnun-
argjald haldist óbreytt þ.e. 3% til
miðs næsta áre.” í athugasemdum
með frumvarpinu kemur fram að
tekjur af gjaldinu eru áætlaðar 350
milljónir.