Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.12.1991, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER '1991 spiritus fyrir vibkvæma pg feita húb ■SiKL:: Dúx spiritus er míld djúphreinsandi náfturusápa fyrir felta húá. Dúx skílur eftir raka I hú&inni og viáhoidur e&liiegu sýrustigi pH 3,3. % FRIGG snyrtivörur Í3 Þj óðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 71 % íslendinga eru andvígir innflutningi landbúnaðarvara 50% eru neikvæðir gagnvart stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum SAMKVÆMT niðurstöðum þjóð- málakönnunar Félagsvísinda- stofnunar eru um 71% Islendinga andvígir innflutningi á sambæri- legum búvörum og framleiddar eru hér á landi, en um 25% eru fylgjandi innflutningi. Andstaða við innflutning búvara hefur vax- ið nokkuð frá því í fyrra, en í könnun Félagsvísindastofnunar þá voru 64% andvígir innflutningi og 31% fylgjandi. í könnuninni nú sögðust um 50% aðspurðra vera neikvæðir gagnvart' stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum, um 23% sögðust vera jákvæðir, en 28% hlutlausir eða óvissir í afstöðu sinni. í fyrra sögðust 45% í þjóðmálakönnuninni, sem gerð Skútuvogi 10a - Sími 686700 vera neikvæðir gagnvart stefnu sfjórnvalda, 23% voru jákvæðir, en 33% hlutlausir eða óvissir. Könnun Félagsvísindastofnunar var unnin fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins, og var markmið hennar að afla upplýsinga um við- horf íslendinga tii landbúnaðar og ýmissa máia sem honum tengj- ast. var dagana 11. til 19. október síð- astliðinn, og náði til 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu, var meðal annars spurt um afstöðu til landbúnaðarstefnu hins opinbera, innflutnings á landbúnað- arvörum, hollustu og um gæðaeftir- lit með landbúnaðarvörum. Þá var spurt um ýmis umhverfismál sem að landbúnaði snúa, um afstöðu fólks til ýmissa fyrirtækja og stofn- ana, og um afstöðu til niður- greiðslna á landbúnaðarvörum. Konur tóku síður afstöðu en karl- ar þegar spurt var um afstöðu fólks til stefnu stjómvalda í landbúnaðar- málum, en þær konur sem afstöðu tóku voru hins vegar neikvæðari en karlar. Þannig voru 53% kvenna neikvæðar, en 47% karla, og ein- ungis 14% kvenna sögðust vera já- kvæðar gagnvart stefnu stjórn- valda, en 31% karla. Neikvæðustu stéttir gagnvart stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum reyndust vera sjómenn og bændur, en 63% þeirra eru neikvæðir og 23% jákvæðir. Jákvæðasta stéttin er hins vegar sérfræðingar og atvinnurekendur, en 38% þeirra sögðust vera jákvæð- ir gagnvart stefnu stjórnvalda. Ef litið er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjómmálaflokk það styður kemur í ljós að stuðningsmenn Al- þýðuflokksins eru jákvæðastir, eða 35%, og á eftir þeim koma stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins, eða 32%. Hins vegar em 14-16% stuðn- ingsmanna stjórnarandstöðuflokk- anna jákvæðir gagnvart stefnu stjórnvalda. Spurt var hvort fólk teldi þá ákvörðun stjórnvalda að gera bú- vömsamning við bændur fyrr á þessu ári hafa verið rétta eða ranga, og reyndust 50% telja þá ákvörðun rétta, en 43% töldu hana hins vegar ranga. Stuðningsmenn Alþýðu- flokks voru helst á því að þessi ákvörðun væri röng, eða 56%, og álíka hátt hlutfall stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vom einnig á þeirri skoðun, eða 54%. Hins vegar töldu 26% framsóknarmanna ákvörðunina vera ranga og á sömu skoðun voru 29% stuðningsmanna Alþýðubandalags. Um 96% þeirra sem spurðir vom tóku afstöðu þegar spurt var um hvort leyfa ætti innflutning land- búnaðarvara. Þeir sem sögðust vera andvígir innflutningi, 71% að- spurðra, voru spurðir beint hvort það myndi breyta afstöðu þeirra ef ljóst væri að innfluttar landbúnað- arvömr væm ódýrari en þær ís- lensku. Þegar svörin við þessari spurningu höfðu verið felld við svör- in í upphaflegu spurningunni fer hlutfall þeirra sem fylgjandi eru innflutningi úr 25% í 35%, og hlut- fall andvígra fer úr 71% niður í 61%. Þeir sem í upphaflegu spurn- ingunni sögðust vera fylgjandi inn- flutningi vom spurðir hvort það myndi breyta afstöðu þeirra ef ljóst væri að innflutningur hefði byggð- aröskun og verulegan samdrátt í íslenskum lamdbúnaði í för með sér. Með þessu skilyrði breyttist afstaða fólks töluvert, og fer hlut- fall þeirra sem fylgjandi em inn- flutningj úr 25% í um 14%, og hlut- fall þeirra sem eru andvígir fer úr 71% í 81%. Mikill munur er á afstöðu karla og kvenna til innflutnings á land- búnaðarvörum. Þannig eru 31% karla fylgjandi innflutningi og 64% em andvígir, en 21% kvenna em fylgjandi og 78% þeirra em andvíg- ar. Sú stétt sem helst er fylgjandi innflutningi em sérfræðingar og atvinnurekendur, eða 40%, en 17% verka- og afgreiðslufólks er fylgj- andi innflutningi, sem er sú stétt, ásamt sjómönnum og bændum, sem hvað mest virðist vera á móti inn- flutningi. Um 8% stuðningsmanna Framsóknarflokksins em fylgjandi innflutningi landbúnaðarvara, 16% þeirra sem styðja Alþýðubandalag- ið, 22% stuðningsmanna Kvenna- listans, 35% þeirra sem styðja Al- þýðuflokkinn og 37% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þeir svarendur sem voru fylgj- andi innflutningi voru spurðir um það hvort þeir vildu leyfa innflutn- ing á tilteknum landbúnaðarvörum. Fæstir voru hlyntir því að leyfa innflutning á mjólk, eða 7%, en hins vegar voru flestir á því að leyfa innflutning á grænmeti, eða um 21%. Um 81% svarenda í könnuninni telja að hollusta íslenskra landbún- aðarvara sé meiri en erlendra. 19% telja hana vera svipaða og um 1% telur hana vera minni. Ef litið er á afstöðu fólks til hollustu íslenskra búvara eftir því hvort fólk er fylgj- andi eða andvígt innflutningi á bú- vörum kemur í ljós að 62% þeirra sem em fylgjandi innflutningi telja hollustu íslenskra landbúnaðaraf- urða meiri en erlendra. Sama hlut- fall fyrir þá sem andvígir eru inn- flutningi er 87%. Um 49% svarenda í könnuninni sögðust vera hlyntir því að verð innlendra landbúnaðarafurða sé greitt niður af hinu opinbera. And- vígir niðurgreiðslum eru 41%, en 10% eru hlutlausir eða óvissir. Nokkur mismunur er á þessu eftir því hvaða stjórnmálaflokk menn styðja, og þannig em 585 stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins andvíg- ir niðurgreiðslum og 54% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins. Hlutfallið fyrir stuðningsmenn Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista er á bilinu 27% til 33%. Mikil trú virtist vera á því að hægt sé að flytja út íslenskt lamba- kjöt þannig að það sé þjóðhagslega hagkvæmt, en 65% aðspurðra voru á þeirri skoðun. Konur hafa mun meiri trú á þessu en karlar, en 77% kvenna telja slíkan útflutning mög- ulegan á móti 54% karla. 75% þeirra sem eru á aldrinum 18 til 25 ára telja þjóðhagslega hagkvæman út- flutning mögulegan, en 51% þeirra sem eru á aldrinum 60 til 75 ára. LITAUÓSRITUN Er ekki listamaður í fjölskyldunni? Ef þú hannar þitt eigið jólakort, þá Ijósritum við í öllum regnbogans litum. LIT-RIT HF., Langholtsvegi 111, Reykjavík, sími 679929. HEILSU Nýbýlaveg 24, t ivnni BORGARSÓL LliNUllN SÓLBAÐSSTOFA sími 46460 Eddufelli 2, sími 75666 ✓ 70 tímar íIjós aðeins 2400,- Gildir í 1 mánuð. ✓ Nuddað alla daga nema sunnu- daga samkvæmt tímapöntunum. ✓ Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress bless. Borgarnes: KB býður konum í kaupstaðarferð Borcamesi. Borgamesi. AÐ UNDANFÖRNU hefur Kaup- félag Borgfirðinga Borgnesinga boðið öllum konum sem eru félagsmenn kaupfélagsins eða ciga félagsmenn fyrir maka, til fundar og kynnisferðar til Borg- arness. Auk þess var boðið konum sem eru bændur eða bændakonur á svæðinu norðan fjalla á Snæ- fellsnesi og utan Skarðsheiðar í Borgarfjarðarsýslu og hafa lagt inn sauðfé eða nautgripi í slátur- hús félagsins. Fundina sóttu alls 413 konur. urnar nýttu eins og hver vildi, bauð kaupfélagið konunum upp á kvöld- verð í Hyrnunni,- Þar var einnig boð- ið upp á tískusýningu á fatnaði frá vefnaðarvörudeild og sportvörudeild kaupfélagsins. Sýnendur fatnaðar voru kaupfélagsstjórinn, deildar- stjórar og afgreiðslufólk í kaupfélag- inu, ásamt öðrum Borgnesingum. TKÞ. Frá tískusýningunni. Alls voru haldnir sjö fundir og fóru rútur frá Sæmundi um sveitir, allt frá Hvalfirði í suðri og vestur á Snæfellsnes. Fyrst lá leiðin í salar- kynni mjólkursamlagsins í Borgar- nesi, þar sem konunum var kynnt ýmiss konar framleiðsla. Síðan var haldinn þar „húsmæðrafundur” sem Jón Einarsson fulltrúi stjórnaði, en Þórir Páll Guðjónsson kaupfélags- stjóri kynnti starfsemi félagsins og sögu þess. En á eftir voru almennar umræður. Konurnar komu með fyrir- spurnir og ábendingar sem fulltrúar deilda og rekstrarsviða kaupfélagsins svöruðu eða meðtóku. Síðan var far- ið í skoðunarferð um Borgarnes og að loknum fijálsa tímanum, sem kon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.