Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 53

Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGOR 10. DESEMBER 1991 53 Gwmlaugnr Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 14. júní 1927 Dáinn 2. nóvember 1991 Kær vinur hefur lokið vegferð sinni hér í heimi. Gunnlaugur Jóns- son var kvaddur í Bústaðakirkju 12. nóvember síðastliðinn. Það var að vonum að ég léti veður og færð aftra för minni suð- ur þann dag, því þannig var því varið þau nær 40 ár sem ég þekkti Bóbó eins og hann var ætíð nefnd- ur af vinum sínum að ég lagði aldr- ei á mig ferðalag til funda. En hann var tíður gestur, oftast vegna vinnu sinnar en einnig á tímamót- um og gleðistundum hjá fjölskyldu minni. Hann var einstakur gestur sem ávallt flutti með sér gleði og hlýju, stansaði oft stutt, enda ákafamað- ur við vinnu og átti oft Ianga dag- leið fyrir höndum. Það var eins og eftir yrði í húsinu birta og ylur því maðurinn kom og fór með spaugs- yrði og glettur á hraðbergi. Uppúr 1950 hófst mikil upp- bygging brúa og vega um allt land. Þeir menn sem völdust til að flytja efni og tæki til vinnuflokka urðu Jóhann Jónsson - Kveðjuorð Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast afa míns, Jóhanns Jónssonar. Hann og amma mín byrjuðu að búa saman árið 1969. Arið 1972 eignuðust þau yndis- lega stelpu, hana Björgu „stóru” frænku. Það var alltaf jafn gaman að koma í Hvammsgerði og heim- sækja afa Jóa og ömmu Binnu. Ég minnist þess sérstaklega þegar afi, Björg og ég fórum að versla í Grensáskjöri. Hann að kaupa inn fyrir sunnudagssteikina og við Björg til að fá grænan frostpinna. Skammt var á milli fyrirmyndar hans í eldhúsinu og spilanna, hvað þá vísnanna. Hann var alltaf til í að taka í spil sem heitir „High card”, einfaldasta spil sem til er. Megi Guð geyma minninguna um góðan og yndislegan afa. Með Guð styrkja ömmu og Björgu í þessari miklu sorg. Brynhildur Lilja v SOftV Skútuvogi 10a - Sími 686700 að vera bæði duglegir og verkséð- ir, því margar ferðir voru svokall- aðar svaðilfarir og átti það ekki síst við um vetrarferðir. Bóbó var einn af þeim sem til þessara verka réðist og var hann fremstur meðal jafningja. Þessi hópur bílstjóra voru heim- ilisvinir og aufúsugestir í Hreða- vatnsskála og tóku sér þar gjaman næturgistingu. Þá var oft glatt á hjalla og ærsl fram eftir kvöldi, ferðasögur sagðar, liðnir og fjar- lægir atburðir færðir í góðan bún- ing svo gleðja mætti þá sem á hlýddu. En aldrei brást að dagur- inn var tekinn snemma, oft fyrir allar aldir. Þessar ógleymanlegu stundir sem Bóbó átti svo stóran þátt í að skapa voru okkur húsráðendum og starfsfólki veitingaskálans. Það bætti og bjargaði svo mörgu hversu gleðin átti auðvelda leið með vinnunni. Bóbó var góður söngmaður og spilaði á hljóðfæri og hafði af því mikið yndi. Ég minnist þess er söngflokkur sem hann var í kom við á ferðalagi sínu og skemmti okkur heimilisfólkinu sérstaklega, sönggleði skyldi líka útdeilt til þeirra sem voru að vinna. Og það var dansað í Sauðhúsa- skógi á síðsumarkveldi. Þar reis útivistar- og sumarhúsabyggð á vegum Starfsmannafélags Vega- gerðarinnar. Um þá framkvæmd var Bóbó mikill áhugamaður og lagði fram krafta sína. Sumar eft- ir sumar átti starfsfólkið og ungl- ingarnir okkar þess kost að fara í lengri eða skemmri ferðalög með Bóbó, kannski vestur í Djúp eða alla leið austur á land, sérstasklega eftir að hann varð vegaeftirlits- maður og sá um umferðartalning- una. Þessar fáu myndir og minningar um viðkomu ferðamannsins í Borg- arfirði, festi ég á blað fyrir hönd þess starfsfólks er var í Hreða- vatnsskála og á þær með mér og Ijölskyldu minni. Við öll þökkum honum fyrir komuna. Ferðalög um vegi landsins var lífsstarf Gunn- laugs. Hann átti láni að fagna í erfiðum ferðum, kom ávallt heill heim. Nú er þessi reyndi langferða- maður farinn í sína hinstu för. Hann fór snemma og á greiða leið á Guðs vegum. Innilegar samúðar- kveðjur. Olga Sigurðardóttir Gefðu góðar gjafir VHR 7100 EX SANYO myndbands- tæki. HQ myndgæði. 365 daga upptökuminni. Fljótþræðing aðeins 1 sek. þar til mynd er komin á skjáinn. Sjálfleitari, tækið leitar að eyðu á spólu. Monitortakki. VHP Z3REE Fjölhæft myndbands- tækl fró SANYO. Hægt er að spila spólur bæði frá USA og Evrópu. Sjálfvirkur hreinsibúnaður á myndhaus. mm- MJ STGR. VHR 7700 SANYO HiFI STERfO NICAM. Hágæða myndbandstæki í sérflokki. Útgangur fyrir STERlO heyrnartæki með styrkstilli. Sjálfleit- ari. I þessu myndbandstæki eru gerðar kröfur um hljómgæði. 59 .660, STGR. CEP 2873N SANYO sjónvarp 28 tommu flatur skjár. PIP (mynd í mynd). Lausir hátalarar á hliðum. 78 aðgerðir með fullkominni fjarstýringu. Textavatp 17/1.200,- stgr. j • ■ M k' 1 UhUII' i t f* f* T44 SANYO hljómtækjasamstæða 2x70 W magnari. Lítil og nett br. aðeins 22 cm. Mjög fullkomin samstæða búin öllu því besta sem völ er á i dag. STGR. DCX 500 SANYO hljómtækjasam- stæða 2x60 W magnari. Tvöfalt snældutæki. Geislaspilari. Útvarp með 12 stöðva minni á FM. Hálfsjálfvirkur plötuspilari. Fullkomin fjarstýring Hátalarar 80 Watta (3 way). STGR. Heildsöludreifing Gunnar Ásgeirsson hf. Sími 626080 HELSTU SÖLUAÐILAR REYKJAVÍK ..............Heimilistæki hf......SætúniB Fristund.............Kringlan Rafbúð Sambandsins . . . Holtagörðum AKRANES ................Skagaradio BORCARNES ..............Kaupfélag Borgfirðinga HELLISANDUR.............ÓttarSveinbjömsson ÍSAFJÖRDUR .............Póllinnhf. SAUDÁRKRÓKUR..........Rafsjá ÓLAFSFJÖRDUR..........Valberg AKUREYRI .............Radíonaust VESTMANNAEYJAR Brimnes SELFOSS...............Kf.Arnesinga KEFLAVÍK..............Radiokjallarinn MERKISMENN HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.