Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 57
*
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESBAÍBER 1991
57
Margrét Þorbergs-
dóttir - Minning
Fædd 24. september 1937
Dáin 24. nóvember 1991
Bend mér upp og yfir tjöldin skýja.
Upp mig tak. Lát friðar myrkrið flýja.
Fyrir Ijósi landinu engla frá.
í lífi og dauða, herra, vert mér hjá.
(St.Th.)
Sólríkt sumar er liðið, eitt það
besta sem menn muna og flestir
hafa getað notið þess, farið í
sumarfrí, skemmt sér og látið sér
líða vel á margan hátt, en það eru
alltaf einhverjir sem fara á mis við
það, eru bundnir heima eða innan
sjúkrahúsanna. Ein af þeim var
hún Magga mín, sem háði sitt
dauðastríð við illvígan sjúkdóm
sem engum vægir. Nú hefur hún
fengið lausnina. Guði sé lof fyrir
það.
Mig langar að minnast Möggu
með fátæklegum orðum, þakka
henni allar samverustundirnar sem
við áttum saman síðastliðin 12 ár,
frá því við fluttum svo að segja
samtímis hér til Akureyrar. Marg-
an sunnudagsbílstúrinn vorum við
hjónin búin að fara saman. Skoða
náttúrufegurð og það sem fyrir
augu bar. Bændur okkar töluðu
um landsins gagn og nauðsynjar.
Við Magga aftur í og tókum upp
léttara hjal. Já, það er margs að
minnast frá þessum árum. Oft fór-
um við saman á skemmtanir og í
heimsóknir milli heimila. Þá var
oft glatt á hjalla. Marga krossgát-
una vorum við Magga búnar að
glíma við og ráða og hafa gaman
af. Kannski eigum við eftir að hitt-
ast hinum megin og ráða þær gát-
ur sem óráðnar voru hérna megin
grafar.
Magga var heilsteypt mann-
eskja, viljasterk og vildi ætíð hafa
það er sannara reyndist. Gott var
að eiga hana að þegar sorg og
andstreymi barði að dyrum. Hún
hafði ekki um það mörg orð en frá
henni streymdi samúð og velvilji,
ávallt fús til hjálpar þeim sem bágt
áttu.
Margrét fæddist á Mjóeyri við
Fáskrúðsfjörð en ólst upp í Hafnar-
nesi í stórum systkinahópi. Ung
fluttist hún til Reykjavíkur og vann
þar við ýmis störf. Þar kynntist
hún fyrri manni sínum, Hauki
Sigurjónssyni og áttu þau saman
3 börn. Þau eru: Þorbergur Níels,
kvæntur Bryndísi Fjólu Sigurðar-
dóttur, eiga 2 börn; Haukur kvænt-
ur Guðrúnu Eygló Stefánsdóttur,
eiga 2 börn; og Sólrún, gift Ste-
fáni Ólafssyni, eiga 2 börn. Þau
Margrét og Haukur slitum sam-
vistir.
Eftir það lá leið hennar austur
á Fljótsdalshérað með öll börnin.
Réðst hún sem kaupakona í Hnef-
Til greinahöfunda:
Minningar-
og afmæl-
isgreinar
Það eru eindregin tilmæli
ritstjóra Morgunblaðsins til
þeirra, sem rita minningar- og
afmælisgreinar í blaðið, að
reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er,
þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama ein-
stakling. Þá verða aðeins
leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð inni í textanum.
Almennt verður ekki birtur
lengri texti en sem svarar einni
blaðsíðu eða fimm dálkum í
blaðinu ásamt mynd um hvern
einstakling. Ef meira mál berst
verður það látið bíða næsta
eða næstu daga.
ilsdal á Jökuldal til Eyþórs Guð-
mundssonar bónda þar. Það reynd-
ist mikið gæfuspor. Þau gengu í
hjónaband 5. júlí 1964. Eyþór
reyndist henni elskulegur eigin-
maður og börnunum hennar sem
ástríkur faðir. Saman eignuðust
þau 2 börn, Halldóru Hildi, gifta
Stefáni Jónssyni, eiga 2 börn;
Unnar Valdimar, kvæntur sænskri
konu, Ásu, eiga þau eina dóttur.
Vorið 1979 hætta þau búskap í
Hnefilsdal og flytja til Akureyrar.
Þar bjuggu þau sér fallegt heimili
í Stapasíðu 4 og leið þeim þar í
alla staði vel þar til á síðastliðnum
vetri að dró ský fyrir sólu. Þá upp-
lýstist með þennan voða sjúkdóm
sem heltók Möggu á stuttum tíma,
en hún tók því með miklum kjarki
og æðruleysi, eiginmaður og dætur
hennar styttu henni sjúkdórnsstríð-
ið sem þau framast gátu og sýndu
henni mikla ást og umhyggju.
Að lokum þökkum við Möggu
samfylgdina og vottum Eyþóri,
vini okkar, börnum þeirra og öðr-
um standendum, innilega samúð.
Inga og Kristján.
Sólveig mín, hún dó í nótt konan
mín, sagði hann Eyþór frændi mér
í símann sl. sunnudagsmorgun.
Við vorum öll viðbúin því hún hafði
verið svo mikið veik, svo lengi. En
samt kom höggið í magann og
kökkurinn í hálsinn, því að vera
dáin er svo mikið meira en að vera
deyjandi.
„Og stofnar falla
_og strengur brestur
og stjama hrapar
sem áður skein.”
(D. St.)
Það má með sanni segja að
Magga skein á meðan nokkur orka
var til. Allir sem komu til hennar
dáðust að og undruðust þann styrk
og gleði sem hún átti til og gat
jafnvel veitt öðrum.
Hún fæddist 29. september
1937 á Mjóeyri við Fáskrúðsfjörð
og var því aðeins 54 ára þegar hún
lést.
Þegar hún kynntist Eyþóri var
hún fráskilin með þijú ung börn,
sem hann tók strax að sér sem sín
eigin. Þau fluttust til hans í Hnef-
ilsdal vorið 1962. Börnin eru Berg-
ur, fæddur 11. nóvember 1954, býr
á Eskifirði; Haukur fæddur 8. nóv-
ember 1955, býr í Vestmannaeyj-
um, og Sólrún fædd 29. júlí 1959.
Þau eru öll Hauksbörn. Saman
eignuðust Magga og Eyþór Hall-
dóru fædda 3. september 1953,
býr í Hnefilsdal og Unnar Valdi-
mar fæddan 10. mars 1968, býr í
Svíþjóð. í Hnefilsdal bjuggu þau
svo til ársins 1979. Þangað var
gott að koma og mest allt sumarið
voru gestir sem fengu ekki bara
mat og gistingu, heldur elskulegt
viðmót. sem einkenndi þau hjónin,
sem voru svo skemmtileg og hlógu
svo mikið. Sama var í Stapasíð-
unni eftir að þau fluttust til Akur-
eyrar, allir hjartanlega velkomnir,
alltaf nóg pláss.
Hún Magga var mikil tilfinn-
ingamanneskja sem var alveg eyði-
lögð ef hún vissi af erfiðleikum eða
veikindum hjá einhveijum, en góð-
ar fréttir og skemmtilegar voru
henni tilefni mikillar gleði.
Þegar hún veiktist í ársbyijun
kom aldrei annað til greina hjá
dætrum hennar en að vera hjá
henni til skiptis hvernig sem á stóð.
Mikið voru þær sterkar.
í fjölskylduna hefur komið stórt
skarð. Við sem kveðjum Möggu
nú eigum eftir að sakna hennar,
hún sem var svo kát og góð mann-
eskja. Við biðjum Eyþóri, börnun-
um og öllum sem syrgja Möggu
guðs blessunar. Hinsta kveðja úr
Mýrarveginum og Lerkilundinum.
Hafi Magga þökk fyrir allt og allt.
„Svo hefur gesturinn
göngu sína
þó gnauði stormar
og veður hörð
og hugur veit
að til himins stefnir
þó hægt sé farið
um grýtta jörð.”
(D. St.)
Sólveig
t
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn,
STEFÁN ERLING EINARSSON,
Logafold 27,
verður jarðsunginn miðvikudaginn 11. desember kl. 15.00 frá
Fossvogskirkju.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á barnadeild
Landakotsspítala.
Sigríður Andradóttir,
Pálmi Þór Jónsson,
Oktavía Stefánsdóttir,
Ásta Tryggvadóttir,
Sigrfður Björnsdóttir,
Guðrún Jónasdóttir,
Einar Erlingsson,
Thelma Sif Einarsdóttir,
Andri Páll Sveinsson,
Erlingur Hallsson,
Tryggvi Pétursson.
t
Kveðjuathöfn um elskulega móður okkar,
FJÓLU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ,
áður Fögruvöllum,
verður í Garðakirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður að Búðum, Snæfellsnesi, laugardaginn 14. desem-
ber kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hennar, er bent á að láta Búðakirkju njóta þess (reikning-
ur 878 í Sparisjóði Ólafsvíkur).
Börnin.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR,
verður jarðsungin, miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30, frá
Fossvogskirkju.
Erla Beck Eirfksdóttir, Baldur Þórirsson,
Halldór Beck, Lára Þórarinsdóttir,
Eirikur Beck Haraldsson, Gréta Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
FRIÐRIKS MAGNÚSSONAR
hæstaréttarlögmanns
frá Akureyri.
Sérstakar þakkir til aílra þeirra, sem önnuðust hann í erfiðum
veikindum.
Fanney Guðmundsson,
Magnús Árnason og fjölskylda,
Gunnar Árnason og fjölskylda.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr-
ar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
STEINUNNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Garðavegi 8,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfóks lyfjadeildar St. Jósefsspítala, Hafn-
arfirði, og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði.
Þorgils Þorgilsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar og
mágkonu,
SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Háteigsvegi 40.
Sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni, lækni, og öðru
starfsfólki göngudeildar, læknum og hjúkrunarfólki deildar 11-E,
Landspftalanum, og heimahjúkrun.
Asa Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Guðmar Stefánsson,
Magnús Sigurðsson, Ágústa Óskarsdóttir,
Haraldur Sigurðsson, Guðrún Guðlaugsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
+
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda sam-
úð og hlýhug við andlát og’ útför ást-
kærrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
vistheimilinu Seljahlíð.
Aðalbjörg Björnsdóttir,
Margrét B. Skúladóttir,
Erla B. Skúladóttir,
Björn Einar Árnason,
Brynhildur Árnadóttir,
Ásgeir Þór Árnason,
Jón L. Árnason,
Skúli Guðmundsson,
Árni Tómasson,
Bradley Boyer,
Þórunn Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
ÞÓRSTEINU JÓHANNSDÓTTUR
frá Þingholti,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða og Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja fyrir góða umönnun.
Kristinn Pálsson,
Þórunn Pálsdóttir,
Guðni Pálsson,
Jón Pálsson,
Margrét Pálsdóttir,
Kristín Pálsdóttir,
Hulda Pálsdóttir,
Sævald Pálsson,
Hlöðver Pálsson,
Birgir Pálsson,
Þórsteina Pálsdóttir,
Þóra Magnúsdóttir,
Grétar Þorgilsson,
Ágústa Guðmundsdóttir,
Helga Þorgeirsdóttir,
Óli Sveinn Bernharðsson,
Guðmundur Ingi Guðmundsson,
Gunnlaugur Finnbogason,
Svava Friðgeirsdóttir,
Sonja Gránz,
Eygló Sigurliðadóttir,
Þórður Karlsson,
Kristján Óskarsson,
Emma Pálsdóttir,
Lára Eðvaldsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
K